Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. APRlL 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Morðingi gengur iaus Ránsmorðið í bensínstöðinni við Stóragerði er óhugn- anlegt. íslendingar eru ekki vanir slíkum ódæðum. Hingað berast fréttir af morðum og manndrápum er- lendis frá og ofbeldismyndir eru því miður fastir liðir í dagskrám sjónvarpsstöðvanna. En hér á landi höfum við verið blessunarlega laus við ódæði af þessu tagi. Víst hafa morð verið framin og ofbeldi beitt hér á landi, en þess eru fá dæmi að mönnum sé banað með köldu blóði í því eina skyni að ræna fjármunum. Þá gengur misindismanninum ekki til að ná fram hefndum eða fremur athæfið í æðiskasti reiði eða tilfmningalegrar útrásar. Tilgangurinn virðist sá einn að komast yfir ránsfeng og ekki skirrst við að bana saklausum einstakl- ingi í því skyni. Heiðarlegur og grandvar starfsmaður gengur til vinnu sinnar að morgni. Hann á sér einskis ills von. Hann á ekki sökótt við neinn, grandalaus, óhræddur og vammlaus. Rétt eins og þúsundir annarra íslendinga hvarflar ekki að honum að vinnustaður hans geti verið vettvangur tilræðis og ofbeldis. Hann á ekki von á bana- höggi úr launsátri. Morðinginn gengur laus. Einhvers staðar á meðal okkar spígsporar tilræðismaðurinn. Sennilega nokkrum tugum eða hundruðum þúsunda króna ríkari en með líf bensínafgreiðslumannsins á samviskunni. Kannski kann morðinginn að sleppa undan lögreglunni. Kannski kemst aldrei upp um hann. En hvernig skyldi þessum vesalings manni líða? Hvernig skyldi þessum manni takast að ganga til svefns á kvöldin, umgangast aðra eins og ekkert hafi ískorist eða gera það upp við sam- visku sína að ránsfengurinn hafi verið mannfórnarinn- ar virði? Öll viljum við að slíkur ódæðismaður náist og verði settur bak við lás og slá. Við viljum að hann fái makleg málagjöld réttvísinnar. En hvort sem það tekst eða ekki mun samviskan ekki láta hann í friði og glæpurinn mun fylgja honum til æviloka í vöku og svefni. Ekki er hægt annað en að vorkenna slíkum manni. í framhaldi af þessu einstæða ódæðisverki vaknar sú spurning hvað reki einn af samborgurum okkar til þessa verknaðar. Hvað veldur því að saklaus maður verður fórnarlamb og lætur lífið fyrir það eitt að ganga til starfa sinna að morgni dags? Ekki verður því trúað að tilræðismaðurinn hafi brotist inn á bensínstöðina í þeim ásetningi að verða öðrum manni að bana. Hitt er miklu líklegra að peningarnir hafi ráðið ferðinni, örvæntingar- full tilraun til að komast yfir fé. Manndrápið var afleið- ing en ekki orsök. Því hörmulegra er þetta atvik. Afbrotafaraldur erlendis á sínar skýringar í fíkniefn- unum, viðþólslausri fíkn neytendanna í vímuna. Marg- sannað er að fíkniefnasjúklingar svífast einskis og eru varla sjálfs sín ráðandi þegar næsta skammts er þörf. Leiða má að því líkur að manndrápið í Stóragerðinu sé af sömu rótum runnið. Fíkniefnaglæpir stórborganna og útlandanna hafi loksins sótt okkur heim með þessum átakanlega hætti. Ef svo er hafa orðið kaflaskipti í baráttu okkar gegn fíkniefnunum. Afleiðingar fíkniefnaneyslunnar eru komnar á nýtt og alvarlegt stig. Þá munu fleiri morð og meira ofbeldi fylgja í kjölfarið. Þá er morðið á bensín- stöðinni ekki afmarkað voðaverk heldur upphafið að nýrri tegund afbrota hér á landi. Ellert B. Schram Suðurslavnesk sundurþykkja Nú þegar mestöll Austur-Evrópa hefur varpaö af sér oki kommún- ismans og er aö losna undan sov- éskri yflrdrottnun viröist röðin vera komin aö Balkanskaga. Þau sundurleitu ríki sem mynda Júgó- slavíu eru nú hvert af öðru að árétta rétt sinn til sjálfstæðis og ef svo fer sem nú horfir gæti júgóslav- neska ríkjasambandið gliðnað end- anlega á næstu árum með tilheyr- andi glundroða og óstöðugleika á Balkanskaga sem hefur einkennt þann hluta Evrópu allt frá því Tyrkir voru reknir þaöan 1878 með hjálp Rússa og stofnuð voru kon- ungsríkin Serbía og Montenegro eða Svartijallaland. Aðrir hlutar núverandi Júgóslavíu voru þá und- ir yfirráðum austurrísk/ungverska keisaradæmisins. Eftir hrun keisaradæmisins 1918 var stofnaö konungsríki Serba, Króata og Slóvena upp úr ríkjun- um Serbíu, Króatíu, Slóveníu, Makedóníu, Dalmatíu, Bosníu, Herzegovínu og Vojvodínu ásamt Montenegro. Þetta ríki fékk síðar nafnið Suður-Slavía eða Júgóslavía og svo heitir það enn eftir að Josif Broz Tito breytti konungsríkinu í sambandslýðveldi sex ríkja og tveggja sjálfstjórnarhéraöa meö kommúnísku stjórnarfari árið 1946. Það sem hélt Júgóslavíu saman lengi vel undir miðstjóm Titos var fjandskapur Sovétmanna og til- heyrandi hemaðarviðbúnaður Júgóslava eftir að Tito sagði skiliö við Stalín 1948 og hafnaði forsjá Sovétríkjanna. Á þeim árum var jafnvel búist við innrás Sovét- manna í Júgóslavíu og vestræn ríki vinguðust við Tito, sendu honum vopn og stofnuðu til viðskipta við Júgóslavíu. Júgóslavía varð aldrei lokaö land austan járntjalds, eins og hin kommúnistaríkin í Evrópu, lýð- réttindi voru þar meiri en annars staöar meðal kommúistaríkja, þar var ferðafrelsi og nokkurt tjáning- arfrelsi sem reyndar var oft skert. Allt var þetta villutrú í augum Stal- íns og eftirmanna hans, þótt Krústjoff tæki Tito í sátt um síöir. Sambúð Júgóslavíu við Vestur- lönd hefur verið góð og með allt öörum hætti en samskipti annarra kommúnistaríkja, enda þótt Júgó- slavar hafi stundum verið for- dæmdir fyrir mannréttindabrot. Tito átti á sínum tíma frumkvæði að stofnun samtaka ríkja utan hernaðarbandalaga og sem tals- maður þeirra samtaka, sem mynd- uðu blökk í alþjóöastjórnmálum og var talsvert áhrifarík upp úr 1970, var Tito áhrifamaöur í heimsmál- um. Heima fyrir hafði Tito í krafti vinsælda sinna og klókinda góð tök á því sundurleita safni þjóöa og þjóðabrota sem mynda sambands- ríkið. Ef eftir lát Tiíos 1980 hefur hallað undan fæti. Ógöngur Eins og annars staðar hefur kommúnískt hagkerfi leitt Júgó- slavíu í efnahagslegar ógöngur, jafnvel þótt einkaframtak sé þar ekki með öllu bannaö og land- búnaður sé að mestum hluta í höndum smábænda. Þar sem ann- ars staðar er ríkisrekstur óhag-' kvæmur og óskilvirkur og auk þess víðast rekinn meö stórfelldu tapi. Afkomu almennings hefur hnignað jafnt og þétt síðustu ár og jafnframt hafa ríkin sex safnað gífurlegum skuldum erlendis. Atvinnuleysi er mjög útbreitt og milljónir Júgóslava hafa flust til Vestur-Evrópu til að sjá sér far- borða. Það fé sem þeir senda heim er ein helsta gjaldeyristekjulind Júgóslava. Ástandið er samt misslæmt. Langbest er það í Sló- veníu, sem er þróaðast allra ríkja Kjallarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður Júgóslavíu og hefur sterkust tengsl við Vestur-Evrópu. Króatar eru líka tiltölulega betur settir en Ser- bar en fátækt er mest í sjálfstjórn- arhéraðinu Kosovo sem Serbar hafa nú innlimað með tilheyrandi ófriði. Eftir fráfall Titos hefur mið- stjórnin í Belgrad stöðugt verið að missa ítök í stjórn hinna einstöku ríkja, enda þótt reynt hafi verið að styrkja miðstjórnina með þvd að láta ríkin eiga forseta til skiptis og efla valdsvið alríkisþingsins. Nú er svo komið að kommúnistaflokkur Júgóslavíu, móðurflokkur flokk- anna í ríkjunum, hefur að heita má misst öll ítök. Flokkarnir í Sló- veníu og Króatíu hafa sagt skiliö vdð móðurflokkinn og þrátt fyrir tilraunir Serba til að stofna nýjan og öflugri kommúnistaflokk alls landsins vdrðist vald flokksins vera að gufa upp. Kosningar Á síðustu tveimur vdkum voru kosningar haldnar í Slóveníu og Króatíu. í Slóveníu vann stjórnar- andstaðan stórsigur en frambjóð- andi kommúnista var kjörinn for- seti í krafti persónulegra vinsælda vegna þess að hann hefur sem for- maður kommúnistaflokks ríkisins í raun breytt flokknum í jafnaðar- mannaflokk. Aðskilnaöarsinnar fengu meirihluta í Slóveníu en kommúnistar um 17 prósent. í Króatíu unnu aðskilnaðarsinnar líka stórsigur og kommúnistar fengu um 10 af hundraði. Þrátt fyr- ir þetta er ekki ljóst hvort þessi tvö ríki segja endanlega skilið viö júgó- slavneska sambandið. íbúar Júgóslavíu eru um 25 millj- ónir, þar af búa um tvær milljónir í Slóveníu, um 5 milljónir í Króatíu en um 10 milljónir í Serbiu. Slóven- ía er svo samtengd hinum hlutum ríkisins að ólíklegt er talið að fullt sjálfstæði sé framkvæmanlegt. Oðru máli gegnir um sambandsríki Króatíu og Slóveníu sem kæmi vel til greina. Slóvenar og Króatar eru rómversk-katólskir og eiga sameig- inlega menningararfleifð sem hluti austurrísk/ungverska keisara- dæmisins þar sem Serbía og hin ríkin voru á tyrknesku yfirráða- svæði. Serbar, Makedóníumenn og Svartfellingar eru grísk/orþódoxir en um 15 prósent af íbúum Júgó- slavíu eru múslimar. Mikil spenna hefur lengi verið í sambúð Króata og Serba og öfga- sinnaðir Króatar hafa öðru hverju gripið til hermdarverka í sjálfstæð- isbaráttu sinni. í kosningunum á sunnudaginn var helsta sjálfstæð- ishetja Króata, Tudjman hershöfð- ingi, afdráttarlaus sigurvegari og hann hefur sjálfstæöi Króatíu á stefnuskrá sinni. En hinir nýju valdhafar í Slóveníu og Króatíu eru samt ekki taldir ganga til verks eins og Litháar og lýsa einhliöa yfir sjálfstæði. Samveldishugmyndir Fyrsta forgangsverkefni þeirra mun verða að tryggja ríkjum sín- um hvoru um sig fullt sjálfstæði innan sambandsríkisins og losna vdð öll afskipti miðstjórnarinnar í Belgrad. Ef það markmið næst er óvíst að þessi ríki sjái sér hag í því að slíta öll tengsl við önnur ríki Júgóslavdu heldur telji hag sínum betur borgið í eins konar Júgóslav- nesku samveldi. Ef svo fer gæti aðskilnaður þessara tveggja ríkja frá miðstjórninni orðið fyrirmynd aö sams konar ríkjasamveldi í Sov- étríkjunum þar sem aðstæður eru að mörgu leyti ekki ólíkar. En í Júgóslavíu er enginn Gor- batsjov. Núverandi forseti sam- bandsríkisins, Milosevdc, er Serbi og ákafur þjóðernissinni og múg- æsingamaður. Ef Serbar neita að veita nauðsynlegar tilslakanir gæti allt farið í bál og brand. í Belgrad hefur jafnvel verið minnst á vald- beitingu til að koma í veg fyrir að Slóvenía eða Króatía fari sína leið. Enginn skortur er á öfgasinnum í Serbíu, Króatíu eða Slóveníu. Eft- ir er að koma í Ijós hvernig stjórn- in í Belgrad bregst við úrslitum kosninganna en hver sem við- brögðin verða er ljóst að núverandi ríkjaskipan í Júgóslavíu er að líða undir lok, það er aðeins spurning hvort breytingarnar verða frið- samlegar eða ekki. Gunnar Eyþórsson „Þau sundurleitu ríki sem mynda Júgóslavíu eru nú hvert af ööru að árétta rétt sinn til sjálfstæðis og ef svo fer sem nú horfir gæti júgóslavneska ríkjasambandið gliðnað endanlega á næstu árum með tilheyrandi glund- roða og óstöðugleika á Balkan- skaga.. Júgóslavia hefur aldrei verið lokað land austan járntjalds eins og hin kommúnistarikin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.