Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990. 15 Að kasta perlum. 1982 - Sr. Gunnar Björnsson kjörinn fríkirkjuprestur með rúm- um 1.100 atkvæðum safnaðar- manna. Júní 1988 - 5 stjómarmenn ákveða án samráðs við söfnuð sinn að segja sr. Gunnari upp. 12. sept. 1988 - Fjölmennasti safn- aðarfundur sögunnar á íslandi aft- urkallar uppsögn, hafnar prests- kosningum og skorar á stjórn að segja af sér. Cecil tjáir Gunnari að hann muni skila honum kirkju- lyklum og kirkjubókum og að hann muni ekki sækja um stöðu frí- kirkjuprests. 13. sept. 1988 - Cecil Haraldsson sækir um stöðu fríkirkjuprests. Haust 1988 - Stjórnin hundsar úrslit safnaðarfundar en heldur hlutdrægustu „skoðanakönnun" sögunnar og á hún sér reyndar hvergi stoð í lögum safnaðarins. Úrslit hennar eru fyrirfram ákveð- in; allir stuðningsmenn sr. Gunn- ars sniðganga hana. Eftir vantraustið Fljótlega eftir fundinn í Gamla bíói var ieitað eftir því við Bertu Kristinsdóttur Bernburg, forsvars- mann safnaðarstjórnar, að hún af- henti sr. Gunnari kirkjulyklana en hún neitaði því. Leið nú veturinn. Fríkirkjusöfn- urðinn var kloflnn og var safnaðar- starflð unnið á tveim stöðum. Þjón- aði sr. Gunnar meirihiuta safnað- armanna um 9 mánaða skeiö án launa. Sóknargjöld stuðnings- manna hans runnu ekki til þess starfs sem unnið var á vegum sr. Kjallarinn Heidi Kristiansen húsmóðir og í stjórn Safnaðar félags Fríkirkjunnar Gunnars og þeirra heldur runnu þau óskert til Fríkirkjunnar. Þetta mikla safnaðarstarf var því fjár- magnað með frjálsum framlögum safnaðarmanna og sjálfboðavinnu. Allan veturinn reyndu stuðn- ingsmenn sr. Gunnars margar leið- ir til að leysa deiluna eða réttara sagt delluna. Öll stjórnvöld vísuðu málinu frá sér með þeim orðum að Fríkirkjan væri ekki ríkisrekinn söfnuður heldur utan þjóðkirkju. Þó afhenti ríkissjóður Fríkirkjunni um eina milljón króna á mánuði í safnaðargjöld. Hneykslið heldur áfram Aðalfundur var haldinn í Frí- kirkjusöfnuðinum í Háskólabíói hinn 15. apríl 1989. Skyldi hann hefjast kl. 13.30. En áður en fundur var settur var húsinu lokað og mörgum meinuð innganga á fund,- inn. Nokkrum fundarmönnum var neitað um kjörgögn með þeim um- mælum að „þeir myndu ekki kjósa rétt“. Andrés Fr. Andrésson kom hér mikið við sögu. Á fundinum var ákveðiö að kjósa kjörstjórn og halda prestskosning- ar þvert ofan í ákvarðanir fundar- ins í Gamla bíói. Þó var staðan ekki auglýst laus heldur var um- sókn sr. Cecils frá því í september 1988 látin gilda! Sr. Cecil var að vonum eini um- „Ljóst er að Fríkirkjusöfnuðurinn hef- ur goldið mikið afhroð vegna þessa máls. Þrátt fyrir öflugar auglýsingar fyrir á aðra milljón króna 1989 um sam- komur og athafnir, og sumar ókeypis (á tilboði), má safnaðarstarfið heita í molum.“ sækjandinn og var hann kosinn fríkirkjuprestur með rúmum 700 atkvæöum helgina sem páfinn í Róm heimsótti Island. Mörg hundr- uð seðlar voru auðir. Kosningin heföi ekki verið álitin lögmæt í þjóðkirkju. En Fríkirkjan lýtur sín- um eigin lögmálum. Mörgum sárnaði mjög hvernig hér hafði verið að málum staðið. Fólk flykktist á Hagstofu og sagði sig úr söfnuðinum hundruðum saman. Ljóst er að Fríkirkjusöfnuðurinn hefur goldið mikið afhroð vegna þessa máls. Þrátt fyrir öflugar aug- lýsingar fyrir á aðra milljón króna 1989 um samkomur og athafnir, og sumar ókeypis (á tilboði), má safn- aðarstarfiö heita í molum. Enn eru stjórnarmenn í safnaðarstjórn með vantraust safnaðarfundar 12/91988 á herðunum. Staðreyndir um kirkjusókn í almennar guðsþjónustur sr. Gunnars komu frá 50 til 150 manns og í barnaguðsþjónustur frá 70 til 200 manns. Á hátíðum var kirkjan jafnan þéttsetin. En nú er af sem áður var. í dag má heita gott ef 20 manns koma í guðsþjónustur í kirkjunni. Á gamlárskvöld og ný- ársdag sl. voru innan við 30 kirkju- gestir hvoru sinni og margir þeir sömu. Hinn 28. janúar komu 5 kirkjugestir fyrir utan starfsfólk kirkjunnar. Oftar en einU sinni hefur orðið messufall því enginn kom til kirkju. Var þá látið heita að það væri vegna veðurs. Árið 1988 skírði sr. Gunnar 68 börn, fermdi 56 börn, gaf saman 20 hjón, greftraði 43 og tók 878 manns til altaris. Árið eftir skráði sr. Cec- il 12 í skírnarbók, fermdi 10 böm, gaf saman þrenn hjón og skráði 21 í dánarbók. (Heimildir safnaðar- blaðið). Þátttaka í safnaðarstarfl Fríkirkjunnar hefur hrunið. Allir vita hvers vegna. Sr. Gunnar tónaði að sjálfsögðu sjálfur við guðsþjónustur. En nú hefur orðið að ráða söngvara til að annast þetta. Sr. Gunnar sá um allt barnastarf sjálfur en nú hefur Kvenfélagið greitt aðstoðarmanni við barnastarfið. í stað sr. Gunnars hefur þurft þrjár manneskjur - og dugir ekki til! Inn og út um gluggann Stjórnin, sem sagði sr. Gunnari upp, hafði um 90 atkvæði á aðal- fundi á bak við sig. Þetta fannst safnaðarstjórn nægur styrkur til að geta rekið vel metinn safnaðar- prest. Hátt á fjórða hundrað manns samþykkti vantraust á þetta fólk. En stjórninni þótti það of lágt hlut- fall safnaðarmanna. Rúmlega 100 manns ákváðu á aðalfundi Frí- kirkjunnar í mars 1990 að rífa safn- aðarheimiliö Betaníu og byggja nýtt safnaðarheimili fyrir a.m.k. 35 milljónir króna. Þá þótti það ekki of> lágt hlutfall safnaðarmanna. Kannski að kirkjugestum íjölgi þegar Betanía hefur verið rifin og nýtt safnaöarheimili með bílastæð- um í kjallara verður reist? Þetta mál er hneyksli frá upphafi til enda. Því mun ekki ljúka nema með sáttum eða dómi. Heidi Kristiansen Sælla að gefa en þiggja? Ný kenning er komin fram. Fisk- veiðikvóti er ekki verðmæti! Þegar betur er að gáð rifjast upp að kenn- ingin er ekki að öllu leyti ný enda er hún sömu ættar og sú bábilja Karls Marx að verðmæti verði að- eins til vegna þeirrar vinnu sem í þau er lögð. Sá sem heldur þessari firru fram er enginn annar en frjálshyggju- maðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson eins og eftirfarandi til- vitnun í DV 9. þ.m. ber með sér: „Það er hugsunarvilla að með kvótafrumvarpinu sé verið að gefa einhverjum eitthvaö. Gjöf er í því fólgin, að verðmæti, sem þegar eru til, eru færð úr einni hendi í aðra. Með kvótafrumvarpinu er hins vegar veriö að gera útgerðarmönn- um kleift að skapa verðmæti, sem nú eru ekki til.“ Til þess að taka af allan vafa um aö þetta sé hinn eini sannleikur í máli þessu eru þeir sem leyfa sér að efast um þessa marxísku kenn- ingu kallaöir rógberar eða hroka- fullir hagfræðingar. Er kvóti ekki verðmæti? Þeir sem læöast samt sem áður til að gaumgæfa ofangreinda stað- hæfingu HHG og voga sér þar að auki að andmæla henni hljóta að undrast með hliðsjón af meintu frjálslyndi höfundar. Sannleikur- inn er sá að flestir sæmilega skyn- samir menn nota þá einfóldu kenn- ingu um þessi mál að sá sem á eitt- hvað sem annar aðili vill borga fyr- ir er handhafl verðmæta. Ef enginn vill hins vegar reiða fram fé til þess að ná yfirráðum yflr þeim sömu gæðum má færa rök fyrir því að þau séu verðlaus eða þau séu ekki til í raun. Þaö er alkunna að margir vilja greiða vel fyrir að komast yfir fisk- veiðikvóta og því er hann verð- mæti. Að því gefnu er augljóst að afhending kvóta er gjöf samkvæmt skilgreiningu HHG sjálfs. Ef haldið er áfram með röksemdafærslu hans eru námuréttindi ekki verð- mæti. Ég er hræddur um að þeir KjaUarinn Ingólfur Sverrisson framkvæmdastjóri Félags málmiðnaðarfyrirtækja sem hingað til hafa talið sig skoð- anabræður HHG séu ekki reiðu- búnir að taka undir þá staðhæf- ingu. Hins vegar getur hann fundið fjölda skoðanabræðra á þessu sviði fyrir austan hálflirumð járntjald, þar sem enn ríkir víða sú marxíska skilgreining að verðmæti skapist eingöngu af þeirri vinnu sem í þau er lögð. Gullnámur hafa því til skamms tíma ekki verið metnar til verðmæta austur þar. Hér á landi er meira að segja farið að eignfæra kvóta í ársreikningum enda er hann í raun verðmæti sem gengur kaupum og sölum. Af framansögðu verður ekki ann- að séð en HHG sé farinn að ganga í smiðju til Karls gamla Marx til þess að leita að rökum fyrir mál- flutningi sínum. Ekki er ég viss um að útgerðarmönnum sé af því nokkur aufúsa. Sala veiðileyfa eykur arð af útgerð Þeirri skoðun vex sífellt meira fylgi um heimsbyggðina að frjáls samkeppni stuðli best að eðlilegri verðmyndun og komi bæði neyt- endum og framleiðendum til góða. Forsenda þess að umrædd sam- keppni fái notið sín er m.a. sú að öll gæði sem fela í sér þjóðhagsleg verðmæti séu verðlögð á markaði. Að öðrum kosti eru þau ofnýtt eða lélega nýtt eins og gerst hefur með flskinn hér á landi. Samkvæmt hugmyndafræði frjálsrar samkeppni er eðlilegast að verðleggja það sem takmarkað framboð er af. í Sovétríkjunum er það hins vegar ekki gert og árang- urinn eftir því. Með því að verö- leggja auðæfi sem takmarkað framboð er af, eins og t.d. fiskveiði- kvóta, og selja á frjálsum markaði, næst að öðru jöfnu fram hag- kvæmasta nýting þeirra. Þá munu útgerðarmenn sem skapa mest verðmæti úr flskinum með minnst- um kostnaði geta greitt hæsta verð fyrir veiðileyfi. Á þann hátt nýtur sá duglegi og útsjónarsami sín best og allt þjóðfélagið eykur afrakstur sinn. Að verðleggja hin takmörk- uðu auðæfl sjávarins eykur m.ö.o. arð af þeim með því að lækka til- kostnað við veiðarnar. Þá vaknar spurningin, hver á að hirða arðinn sem skapast með bættri stjórn fiskveiða. Ef menn svara spurningunni á sama hátt og HHG - þ.e. að útgerðarmennirnir taki einir gróðann til sín, þá er um leið lagt til að þeir skeri upp af akri sem þeir hafa ekki sáð í. Þeir sem voru svo lánsamir á sínum tíma að fá auðlindina gefins og þurftu því ekki að kaupa sér aö- gang að henni á frjálsum markaði, geta gert hvort heldur þeir vilja, skapað sér meiri hagnað en aðrar atvinnugreinar í skjóli einokunar, eða selt þann hluta auðlindarinnar sem þeir fengu á silfurfati og haft af því umtalsverðar tekjur. Það gefur því augaleið að þessir aðilar geta að öðru jöfnu greitt hærri laun og arð til eigenda en aðrir atvinnu- vegir sem þurfa að borga fyrir allt sem til þarf. Nauðsyn á réttri gengis- skráningu fyrir alla atvinnu- vegi Ein afleiðing alls þessa er að út- gerðin þolir mun hærra raungengi en aðrar atvinnugreinar sem aftur leiöir til þess að samkeppnisstaða þeirra síðarnefndu verður verri en efni standa til. Gott dæmi um það er samkeppnisstaða íslensks málmiðnaðar, sem m.a. þjónar út- gerð og fiskvinnslu. Staða þessarar greinar er tvimælalaust verri af ofangreindum ástæðum. Þess vegna er íslenskur málmiðnaður ekki vel í stakk búinn til að mæta alþjóðlegri samkeppni. Það er m.a. ein ástæða þess aö útgerðin leitar í auknum mæli eftir þjónustu og smíði erlendis. Sama gildir um aðr- ar atvinnugreinar sem búa við óhefta alþjóðlega samkeppni og nægir þar að minna á ferðamanna- iðnaðinn. Vegna stærðar og mikil- vægis sjávarútvegsins í þjóðarbú- inu hefur afkoma hans ráðið úrslit- um um skráningu gengis krónunn- ar. Því er enn meiri ástæða til þess að allar rekstrarforsendur þessa mikilvæga atvinnuvegar séu í anda frjálsrar samkeppni. Þegar hins vegar svo stór þáttur sem hér hefur verið gerður að umræðuefni lýtur ekki þessu lögmáli þá er um leið verið að mismuna öðrum atvinnu- vegum þar sem svo mikilvæg atriði eins og gengisskráningin hefur víð- tæk áhrif á allt þjóðlíflö. Hættan er líka sú að við íslend- ingar lendum í sömu vandamálum og auðug olíuríki þar sém olíu- hagnaður hefur gert stöðu annarra atvinnugreina svo erfiða að þær eru margar á ríkisframfæri. Eitt helsta efnahagsviðfangsefni Nor- egs vegna olíunnar var að tak- marka áhrif olíuhagnaðarins á norskt efnahagslíf og tryggja með því aö aðrar atvinnugreinar gætu þriflst áfram. Þar stinga menn ekki höfðinu í sandinn eins og HHG ger- ir með því að halda því fram að kvótakerfið og gengisskráning séu óháð hvort öðru. Okkur er nauð- synlegt að skoða alla þessa þætti í samhengi ef við ætlum á annað borð að tryggja fjölbreytt og blóm- legt atvinnulíf hér á landi. Ríkið lækki aðra skatta Ef við snúum okkur aftur að kvótanum og sölu veiðileyfa á frjálsum markaði, þá er eftir að svara því hvert afraksturinn á að fara. Eðlilegt hlýtur að teljast að hann færi til sameiginlegra þarfa allra landsmanna og hann notaður til þess að leggja af eða lækka aðra mun óréttlátari skatta. Ekki ætti heldur að spilla fyrir að hér yrði væntanlega um að ræða skatt sem greiðendur (þ.e. bestu útgerðar- mennirnir) yrðu fúsir að inna af hendi. Auðvitað mætti ná viðlíka áhrifum gegnum skattakerfið með öðrum hætti en beinni sölu veiði- leyfa á frjálsum markaði. Þá er hins vegar hætta á að farið yrði að verðlauna skussana með milli- færslum eins og stjórnmálamenn eru meistarar í. Við það myndu hin jákvæðu áhrif samkeppninnar hverfa. Ég er híns vegar sammála HHG um það að svipta eigi ríkið eyðslu- möguleikum og í öllu falli að tak- marka íjárlagahalla. Þar er hins vegar verið að tala um allt annað mál. Ingólfur Sverrisson „Með því að verðleggja auðæfl sem tak- markað framboð er af, eins og t.d. fisk- veiðikvóta, og selja á frjálsum mark- aði, næst að öðru jöfnu fram hag- kvæmasta nýting þeirra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.