Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Page 24
32
FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990.
Stjómmál
Seltjamames:
Sjálfstæðisflokkurinn
hefur stjórnað í 28 ár
- Nýtt afl reynir aö fá kjósendur til aö gera breytingar
Framboðslisti Nýs afis:
1. Siv Friðleifsdóttir sjúkra-
þjálfari.
2. Guðrún K. Þorbergsdóttir
framkvæmdastjóri.
3. Katrín Pálsdóttir hjúkruna-
rfræðingur.
4. Björn Hermannsson fræðslu-
fulltrúi.
5. Sverrir Ólafsson rafmagns-
verkfræðingur.
6. Páll Á. Jónsson yfirtækni-
fræöingur.
7. Anna Kristín Jónsdóttir,
nemi í heimspeki og latínu.
8. Hallgrímur Þ. Magnússon
læknir.
9. Amþór Helgason deildar-
stjóri.
10. Eggert Eggertsson yfirlyfja-
fræðingur.
11. Sunneva Hafsteinsdóttir
kennari.
12. Guðmundur Sigurðsson
læknir.
13. Kristín Halldórsdóttir, fyrr-
verandi alþingiskona.
14. Guðmundur Einarsson for-
stjóri,
Framboöslisti Sjálfstæðis-
flokks:
1. Sigurgeir Sigurðsson bæjar-
stjóri.
2. Ema Nielsen skrifstofumað-
ur.
3. Ásgeir S. Ásgeirsson kaup-
maður.
4. Petrea I. Jónsdóttir ritari.
5. Björg Sigurðardóttir ritari.
6: Guðmundur Jón Helgason
húsasmiður.
7. Gunnar Lúðvíksson verslun-
armaður.
8. Hildur G. Jónsdóttir deildar-
stjórl
9. Steinn Jónsson læknir.
10. Magnús Margeirsson bryti.
11. Þröstur H. Eyvinds rann-
sóknarlögreglumaður.
12. Ásgeir Snæbjörnsson fram-
kvæmdastjóri.
13. ÞóraEinarsdóttirfélagsmála-
fulltrúi.
14. Guðmar Magnússon stór-
kaupmaður.
KOSNINGAR 1990
Haukur L. Hauksson og Slgurjón Egllsson
SELTJARNARNES
Núverandi bæjarstjórn
Sjálfstæðisflokkurinn er einn í
meirihluta í bæjarstjórn Seltjamar-
ness. Flokkurinn hefur verið einn í
meirihluta frá árinu 1962.
Tveir framboðslistar eru í kjöri á
Seltjamamesi, D-listi Sjálfstæðis-
flokks og N-listi Nýs afls. Að Nýju
afli stendur nýstofnað Bæjarmálafé-
lag Seltjamarness. Að Bæjarmálafé-
laginu standa Alþýðubandalag, Al-
þýðuflokkur, Borgaraflokkur, Fram-
sóknarflokkur, Kvennalisti og óháð-
ir.
Þessi sameiginlegi listi er að sjálf-
sögðu tilkominn til að freista þess aö
stöðva langa stjómarsetu Sjálfstæð-
isflokks. Ekki er annað að sjá en
mikil eining sé um framboðið og allir
sem að því standa leggist á eitt um
að ná settu marki.
Eins virðist sem Sjálfstæöisflokk-
urinn hafi sterku liði á að skipa og
innan flokksins virðist vera eining
um framboðshstann. Það verða
spennandi kosningar á Seltjamar-
nesi.
Siv Friöleifsdóttir, Nýju afli:
Umhverfismálin
hafa forgang
„Umhverfismálin veröa forgangs-
verkefni á næstu árum og því eru
þau ofarlega á málefnaskrá okkar.
Þar ber helst að nefna holræsin. Hér
á Seltjamamesi eru opin ræsi beint
út í fjöm. Þetta þarf að laga,“ sagði
Siv Friðleifsdóttir sem skipar efsta
sæti á framboðslista Nýs afls.
„Við viljum opnari stjórnsýslu
þannig að íbúarnir hafi bein áhrif á
stjóm og stofnanir bæjarins. í Bæjar-
málafélaginu verða starfandi nefnd-
ir, sams konar og starfa innan bæjar-
ins. Bæjaríúlltrúar og þau sem koma
til með að starfa í kjömum nefndum
á vegum bæjarins munu taka þátt í
bæjarmálafundum til að félags-
mönnum gefist kostur á aö vera meö
í stefnumótun. Þeir sem koma til með
að starfa innan bæjarstjórnar verða
ekki fulltrúar flokka heldur Bæjar-
málafélagsins en það er opið öllum
sem eiga samleið með því.
Við viljum endurskoöa aðalskipu-
lag svæðisins vestan núverandi
byggðar. Á gildandi aðalskipulagi er
gert ráö fyrir talsverði byggð þar.
En með breyttum áherslum, það er
meiri áhuga á útilífi og umhverfis-
vemd, teljum við að það svæði eigi
að vera grænt og náttúrulegt fyrir
komandi kynslóðir. Það er einnig
þörf á að skipuleggja svæðið með til-
liti til vemdar náttúrunni og fugla-
lífi. Það þarf aö auövelda aðgengi
með lagningu göngu- og skokkstíga.
Við viljum einnig laga og fegra
umhverfi Valhúsahæðar, Valhúsa-
skóla og Mýrarhúsaskóla.
Viö viljum lækka dagvistargjöld til
móts við það sem tíðkast í öðrum
sveitarfélögum. Hraða þarf upp-
Siv Friðleifsdóttir skipar efsta sæti
framboðslista Nýs afls.
DV-mynd BG
byggingu hjúkrunarheimilis því að
þörf fyrir það vex óðum. Við munum
styðja við íþrótta- og æskulýðsstarfs-
semi. Sérstaklega viljum við vanda
til reksturs æskulýðsmiðstöðvarinn-
ar í kjallara heilsugæslustöðvarinn-
ar.
En aðaláherslan er á bætt mannlíf
og umhverfi á Nesinu okkar."
, Sigurgeir Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki:
Við höf um stjórnað
bærilega þessi ár
Úrslitin 1986
Framsóknarflokkur fékk 282 at-
kvæði og einn mann kjörinn í kosn-
ingunum 1986. Hafði einn áður. Sjálf-
stæðisflokkur fékk 1.271 atkvæði og
fjóra menn. Haföi fimm áður. Al-
þýðubandalag fékk 509 atkvæði og
tvo menn. Hafði einn áður.
Þessi voru kjörin í bæjarstjóm
1986:
Guðmundur Einarsson (B), Sigur-
geir Sigurðsson (D), Guðmar Magn-
ússon (D), Björg Sigurðardóttir (D),
Ásgeir S. Ásgeirsson (D), Guðrún K.
Þorgbergsdóttir (G) og Svava Stef-
ánsdóttir (G).
„Það verður mesta áherslan lögð á
umhverfismálin og þá sérstaklega
skolplagnir og hreinsun fjaranna.
Skolplagnir í sjó fram verða stærsta
verkefni tveggja næstu kjörtímabila.
Við eigum í samstarfi við Reykjavík
og Kópavog um það verkefni og hugs-
anlega verður Garðabær einnig með
okkur," sagði Sigurgeir Sigurðsson
bæjarstjóri en hann skipar efsta sæti
á framboðslista Sjálfstæðisflokksins.
„Við höfum hugsað um þá öldruöu.
Við höfum lokiö við byggingu fjöru-
tíu vemdaðra íbúða. Það þarf að
huga meira að þessum málum þar
sem meðalaldur fer hækkandi. Bæj-
arfélagið verður að huga að þvi
hvemig er hægt að aöstoöa þetta fólk.
Við lítum alls ekki á þetta sem vanda-
mál - þetta fólk hefur komið undir
okkur fótunum.
Við höfum átt viðræður við Skjól,
DAS og Reyjavíkurborg um bygg-
ingu tveggja hjúkrunarheimila. Það
fyrrá verður byggt í Reykjavík og það
síðara hér á Seltjarnarnesi.
Það liggur fyrir að byggja viðbót
við Mýrarhúsaskóla. Stefnt er að því
að kennsla hefjist þar á árinu 1992.
Stefnan er að allir skólar verði ein-
settir með samfelldan skóladag.
Viö höfum sett stóríé í sjóvarnir -
það er stórt verkefni. Við höfum gert
mikið í þessu á Suðumesinu. Það er
verið aö vinna í smábátahöfnin í
Bakkavör, en hún er hálfgert dekur-
verkefni.
Ég held að við höfum rekið þetta
bæjarfélag bærilega öll þessi ár.
Mjúku málin em í góðu lagi. Það er
ekki biðlisti eftir dagvistunarpláss-
um. Við erum vel stödd í íþróttamál-
um. Það koma 3 til 400 þúsund gestir
í íþróttamannvirki okkar árlega.
Sigurgeir Sigurðsson skipar efsta
sæti framboðslista Sjálfstæðis-
flokks.
íþróttavöllurinn verður stækkaður
og í framtíðinni verður sett gervigras
á malarvöllinn.
Það þarf að breyta byggðinni, gera
hana fjölbreyttari þannig að allir ald-
ursflokkar fái búið hér.“
-sme
Spurt á Seltjarnarnesi:
Hverju spáir þú um
úrslit kosninganna
á Seltjarnarnesi?
Þorsteinn Gottskálksson: Það er erf-
itt að segja til um þaö. Það verður
tvísýnt núna.
Helga Bryndís Jónsdóttir: Sjálfstæð-
isflokkurinn heldur meirihlutanum.
Björk Sigurðardóttir: Vona að Sjálf-
stæðisflokkurinn sigri í þessum
kosningum.
Lárus Guðmundssson: Sigurgeir er
öruggur - það er alla vega mín von.
Sigurður Sigurðsson: Vona að Sigur-
geir vinni og ég vona að hann stjórni
í 25 ár til viðbótar.
Guðni Björnsson: Get ekki sagt til
um það. Líklega verður þetta óbreytt.