Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Page 28
36 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990. Axidlát Kjartan Þ. Ólafsson fiskmatsmaður, fyrrum bóndi að Leirum, Austur- Eyjaijöllum, lést á heimili sínu, Hraunbæ 132, Reykjavík, aðfaranótt 25. apríl sl. Jarðarfarir Sigurþór Árni Þorleifsson, Skólavegi 9, Keflavík, sem lést 23. apríl verður jarðsettur laugardaginn 28. apríl, kl. 14.00 frá Keflavíkurkirkju. Anna S. Guðmundsdóttir Julnes, 6420 Aukra, Noregi, lést í sjúkrahús- inu í Molde 17. apríl. Jarðarförin hefur farið fram. ^ Garðar Sveinn Árnason (frá Nes- kaupstað), Austurgötu 4, Hofsósi, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 30. apríl kl. 13.30. Matthildur Matthiasdóttir frá Litlu- hólum, Vestmannaeyjum, er andað- ist á Hvítabandinu aðfaranótt 22. apríl, verður jarðsunginn frá Innri- Njarðvíkurkirkju laugardaginn 28. apríl kl. 15. Útför Valdimars Stefánssonar frá Laugardælum fer fram frá Selfoss- kirkju laugardaginn 28. apríl kl. 13.30. Árni Jón Sigurðsson, fyrrverandi kaupmaður, Langholtsvegi 174, verð- > ur jarðsunginn frá Áskirkju mánu- daginn 30. apríl kl. 13.30. Steinunn Marteinsdóttir Bogahlíð 13, Reykjavik, sem lést 10. apríl verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstu- daginn 27. apríl kl. 15.00. Hún fædd- ist að Hjáleigueyri í Helgustaða- hreppi við Reyðarljörð 11. júlí 1910. Foreldrar hennar voru Stefanía El- ísabet Lilhendahl frá Vopnafirði og Marteinn Magnússon frá Kolmúla við Reyðaríjörð. Steinunn hóf bú- skap 1934 í Neskaupstað með eigin- manni sínum, Benjamín Guðmunds- syni frá Ýmastöðum í Vöðlavík. Bjuggu þau lengst af í Freyju, Nes- kaupstað en fiuttu í kringum 1960 til Reykjavíkur. Benjamín lést árið 1967. Þeim var fjögurra bama auðið en tvö eru á lífi. Kristín Kristjánsdóttir lést 19. apríl. Hún var fædd 22. mars 1917 á Suður- eyri við Súgandafjörð. Foreldrai hennar vom hjónin Amfríður Guð- mundsdóttir og Kristján G. Þorvalds- son. Ung að ámm fór Kristín til náms að Kvennaskólanum á Blönduósi. Fljótlega eftir það fluttist hún til Reykjavíkur og hóf störf á Sauma- stofu Önnu Þóröar. Seinna réðst hún á Saumastofuna Fix, þaðan sem hún útskrifaðist sem kjólameistari. Upp > irá því starfaði hún ætíð við sauma- skap. Kristín giftist Ingibergi Vil- mundarsyni og saman eignuðust þau tvö böm. Kristín og Ingibergur shtu samvistum. Útför Kristinar verður gerð frá Neskirkju í dag kl. 15. Tilkyimingar Minjasafn Rafmagns- veitu Reykjavíkur Minjasafn Rafmagnsveitu Reykjavíkur í EUiðarárdal hefur verið tekið í notkun. í safninu stendur nú yfir sýning á mynd- um og uppdráttum sem segja ffá undir- búningi og framkvæmdum við Rafstöð- ina í Elliðarárdal fyrir um það bil sjötíu ^ árum. Þá eru sýndir munir sem tengjast sögu Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Safnið verður opið fyrst um sinn á sunnudögum frá kl. 14-16. Þá geta hópar pantað tima í safninu. Safnið er á annarri hæð að- veitustöðvar andspænis Rafstöðinni viö Rafstöðvarveg. Þitt framlag getur orðið til góðs Lionsklúbburinn Eir í Reykjavík stendur fyrir forsýningu á kvikmyndinni Shirley Valentine í Háskólabíói laugardaginn 28. april kl. 17. Þetta er fimmta árið í röð sem Lionsklúbburinn Eir stendur fyrir kvik- myndasýningu í Háskólabíó. Öllum ágóða af sýningunni er varið til baráttu w gegn flkniefnum. Fíkniefnalögreglan í Reykjavík hefur notið góðs af ágóða sýn- ingarinnar sl. ár. Einnig hefur Lions- klúbburinn Eir tekið stóran þátt í þýð- ingu á námsefninu „Að ná tökum á tilve- runni“ (Lions-Quest). Kvikmyndin sem nú er valin, Shirley Valentine, er að sögn forráðamanna Háskólabíós afbragös góð gamanmynd fyrir alla fjölskyldima. Á undan sýningunni mun kór Kársnes- skóla syngja nokkur lög. Það er ósk Li- onsklúbbsins að vel verði tekið á móti félagskonum en þær sjá sjálfar um sölu aögöngumjða. Miðaverð er kr. 600. Atvinnumiðlun námsmanna tekin til starfa Atvinnumiðlun námsmanna er nú að hefja sitt þrettánda starfsár. Miðlunin hóf störf þann 17. apríl og eru fyrirtæki þegar farin að skrá sig. Opnuð hefur verið al- menn þjónusta og skráning atvinnuum- sókna hafin. Miðlunin verður starfrækt ffarn í júlí. Atvinnumiðlunin er rekin af Stúdentaráði Háskóla íslands, en auk SHÍ stendur Bandalag íslenskra sérskóla- nema, Félag framhaldsskólanema og Samband íslenskra námsmanna erlendis að miðluninni. Starfsemin hefur verið töluvædd og m.a. notast við sérhannað leitarforrit. Þaö býður upp á hraöa og góða þjónustu þar sem fljótlegt er að hafa uppi á starfskröftum sem falla að óskum vinnuveitenda. Miðlunin er til húsa á skrifstofu Stúdentaráðs, Háskóla íslands, í húsnæði Félagsstofnunar stúdenta við Hringbraut. Framkvæmdastjóri er Elsa B. Valsdóttir. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 9-18 og eru staifsmenn hennar boðnir og búnir að veita þeim sem til hennar leita skjóta og góða þjónustu. Síminn er 621080 og 621081. Húnvetningafélagið Félagsvist nk. laugardag kl. 14 í Húna- búð, Skeifunni 17. Parakeppni hefst. Nk. sunnudag er eldri Húnvetningum boðið í kaffi kl. 14.30 í Glæsibæ. Síðustu sýningar á vorvindum íslenski dansflokkurinn frumsýndi sl. fimmtudag Vorvinda í Borgarleikhúsinu. Á efnisskránni eru fiórir ballettar eftir 3 sænska danshöfunda: Birgit Cullberg, Vlado Juras og Per Jonsson. Gestadans- arar í sýningunni eru þeir Joacim Keusch, Per Jonsson og Kenneth Kvam- ström. Vegna þess hve gestadansaramir em tímabundnir er einungis möguleiki á að hafa fimm sýningar að þessu sinni og em síðustu sýningar um næstu helgi: fóstudaginn 27. apríl og sunnudaginn 29. april. Sýningunni hefur verið vel tekið jafnt af áhorfendum og gagnrýnendum. Sýning í Slunkaríki Hollendingurinn Kees Visser opnar sýn- ingu í Slunkaríki, ísafirði, á morgun, laugardaginn 28. april kl. 16.00. Sýningin, sem er á báðum hæðurri gallerísins, er opin fimmtudaga-sunnudaga klukkan 16-18 til sunnudagsins 13. maí. Hæfileikakeppni Tómstunda- ráðs Kópavogs Tómstundaráð Kópavogs stóð nýlega fyr- ir hæfileikakeppni í félagsheimili bæjar- ins. 17 atriði (40 flyfiendur) komu frá Grunnskólum Kópavogs, þar má nefna frumsamin ljóð, leikþátt, hljómsveitir, tríó og einleik á selló. Þráinn Hallgríms- son, formaður Tómstundaráðs, afhenti verðlaunin sem vom: 1. verðlaun 15.000 kr. 2. Matarveisla á Pizza Hut og 3. konf- ektkassi. Verðlaunahafar: 1. Froskarokk - Þór Marteinsson, Guðlaugur Júníusson og Kristinn Júníusson. 2. Það er spuming - Ragnheiður gdda viðarsdóttir, Finnur Geir Beck og Haraldur Vignir Svein- bjömsson. 3. Hljómsveitin X-ið - Carl Carlsson, Karl Guðmundsson og Kol- beinn Marteinsson. Tónleikar Selkórinn Selkórinn heldur Árlega vortónleika sína hinn 1. maí í Seltjarnameskirkju. Tón- leikamir hefiast kl. 17.00. Kórinn var stofnaður árið 1968 og em þetta því 22. vortónleikar hans. Á efnisskránni em lög frá endurreisnartimanum, rómantísk þýsk og norræn lög og íslensk nútima- tónlist. Þá frumflytur kórinn verk eftir Hallgrím Helgason við kvæði eftir Einar Benediktsson. Stjómandi kórsins er Frið- rik Guðni Þórleifsson. Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tónleika í Bústaðakirkju mánu- daginn 30. apríl og hefiast þeir kl. 20.30. Á efnisskránni em aríur úr óperum eftir Gluck, Verdi og Rossini. Einsöngvari verður þar Sigurdríf Jónatansdóttir messósópran. Einnig fimm lög eftir Wagner sem Hlíf Káradóttir syngur. Unnur Vilhelmsdóttir leikur á píanó kon- sert nr. 2. eftir Sjostakovitsj og frumflutt verða verkin Torgið eftir Gunnar Krist- insson, Svartnætti eftir Hilmar Sverris- son og Einskonar þögn eftir Úlfar Har- aldsson. Hljómsveit skólans leikur undir stjón Bemharðs Wilkinssonar. Aðgangur er ókeypis. Ljóðatónleikum Eddu Moser aflýst Ljóðatónleikar Eddu Moser og Dalton Baldwin, sem vera áttu í íslensku óper- unni. laugardagjnn 28. apríl kl. 16.30 á vegum Tónlistarfélagsins, falla niður vegna veikinda söngkonunnar. Til stóð að listamennimir héldu námskeið fyrir söngvara og píanóleikara í húsnæði Tón- listarskólans í Reykjavík og fellur það einnig niður. Aðgöngumiðar veröa end- urgreiddir á sölustað. Listvinafélag Hallgrímskirkju Listvinafélaga Hallgrímskirkju gengst fyrir tónleikum sunnudaginn 29. apríl kl. 17.00. Bera þeir yfirskriftina Trompeter- ia. Flutt verður hátiðartónlist fyrir trompeta, fagott og orgel. Flytjendur em Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Öm Pálsson og Láms Sveinsson, allir á trompet og Rúnar Vilbergsson á fagott og Hörður Áskelsson á orgel. Efnisskráin er fiölbreytt og spannar timabilið frá endurreisnartímanum og til 20 aldar. Hljóðfæraskipanin er einnig fiölbreytileg. Trompetar af ýmsum gerð- um í þríleik eða einleik emða eða án undirleiks orgels og fagotts. Auk þess er eitt verk fyrir fagott og orgel. Leikhús Þjóðleikhúsið sýnir Stefnumót í Iðnó í kvöld og á sunnudagskvöld kl. 20.30. Endurbygging verður sýnd í Iláskólabíói á laugardagskvöld kl. 20.30. Þetta er næstsíðasta sýningarhelgi hjá Þjóðleikhúsinu. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Hótel Þingvelli á stóra sviðinu á laugardagskvöld kl. 20.00 og sunnudags- kvöld kl. 20.00. Á litla sviðinuSigrún Ástrósönnur sýn- ing föstudagskvöld kl. 20.00. Sýnt laugar- dags- og sunnudagskvöld. Síðustu sýningar á Vorvindum fostudag og sunnudag. íslenska leikhúsið sýnir Hjartatrompet í Leikhúsi frú Emil- íu, Skeifunni 3c, á sunnudagskvöld kl. 20.30. Hugleikur sýnir skrautleikinn Yndisferðir á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9, á sunnu- dagskvöld kl. 20.30. íslenska óperan sýnir Carmina Burana og Pagliacci í Gamla bíói á laugardagskvöld kl. 20. Aukasýning. Kaþarsis leiksmiðja sýnir Sumardag eftir Slawomir Mrozek í Skeifunni 3c laugarsafinn 28. apríl kl. 21.00. Síminn er 679192. Örleikhúsið Fer með leikritið Logskerann í leikfór um landið. Hvammstanga í dag og á Blönduósi í kvöld. Hrísey annað kvöld og á Akureyri 1. maí. Ráöstefnur Ráðstefna samtakanna Barnaheilla Föstudaginn 27. apríl munu samtökin Barnaheill standa fyrir ráðstefnu um málefni barna á íslandi. Ráðstefnan verð- ur að Borgartúni 6 og hefst kl. 13 og mun forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sefia ráöstefnuna. Innritun þátttakenda hefst kl. 12.30. Á dagskrá er erindi Bald- urs Kristjánssonar sálfræðings um að- stæður forskólabarna á íslandi. Erindi þetta byggir hann á könnun sem gerð var á vegum menntamálaráðuneytisins og kemur þar fram samanburður á aðstæð- um barna á íslandi og á Norðurlönd- unum. Síðara erindiö fiallar um aðstæð- ur fiölskyldna á íslandi og byggir á könn- un Sigrúnar Júlíusdóttur félagsráðgjafa um þetta efni. Málshefiendur í umræðum verða: Svavar Gestsson menntamálaráð- herra, Bigir isleifur Gunnarsson, fyrrv. menntamálaráðherra, Guörún Agnars- dóttir alþingismaður og Jóna Ósk Guð- jónsdóttir bæjarfulltrúi. Að lokum verða pallborðsumræður með þátttöku allra á mælendaskrá og svarað verður fyrir- spumum þátttakenda. Þátttaka er öllum opin. Meiming Vængjablak fiðrildanna Á síðustu árum hefur manni stundum þótt sem of margir íslenskir listamenn væru að gera allt annað en það sem þeir gera best og er þeim eiginlegast. Auglýsingahönnuðir, grafíklistamenn, jafnvel vefar- ar virðast finna hjá sér hvöt til að mála en leirlista- menn og gullsmiðir eru ekki í rónni fyrr en þeir eru búnir að hasla sér völl sem myndhöggvarar. í þessu stjómast listamennimir sjálfsagt af brýnni þörf. En sjaldnast eru þeir að gera sjálfum sér eða öðrum greiða með hstrænum útúrdúrum sem þessum. Árangurinn er oftast í formi hstrænna málamiðlana. Ragnheiður Jónsdóttir grafíkhstamaður þarf hins vegar ekki að fyrirverða sig fyrir þrettán stórar kola- teikningar sínar, sem hún nú sýnir í kjallara Norræna hússins fram á sunnudagskvöld nk. Þó eru þær mjög svo frábragðnar flestu því sem hún hefur gert í grafík- hst sinni th þessa. Þarna er ekki um að ræða myndir með táknrænu, erkitýpísku eða bókmenntalegu yfirbragði heldur hrein og bein tilbrigöi við náttúruleg mótíf, stækkuð og stílfærö. Lautir og troðningar Þessi mótíf virðast í fyrstu ekki líkleg th að gefa af sér mikla hstræna rentu. Meðal þeirra þykist áhorf- andinn sjá smáleg og lítt áberandi fyrirbæri eins og grasskúfa, lautir, troðninga milli þúfna eða úr sér sprottið gras sem leggst eins og haddur á grandu. í meðföram Ragnheiðar, og þá aðallega fyrir kröft- uga og blæbrigðaríka teikningu hennar, magnast þessi mótíf upp í smækkaða útgáfu af heimsmyndinni. í þeim er eins og endurspeghst umbrot náttúrukraf- tanna, öldugangur á ströndu, jökulraðningur við fjallsrót, hvirfhbylir við sjónhring, svelgur í hafi en einnig þau augnablik þegar náttúran birtist sem ímynd ahs þess sem eftirsóknarverðast er i þessu lífi, sjálfur Ragnheiður Jónsdóttir ásamt einni teikninga sinna. DV-mynd GVA Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson sælureiturinn sem hugsjónamenn allra tíma hafa látið sig dreyma um. Heildstæð veröld Þessi myndveröld er svo heildstæð að smæstu atriði skipta jafnmiklu máli og hin stærstu og áhorfandinn hefur á tilfinningunni að minnsta tilhhðrun í henni geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Ósjálfrátt koma upp í hugann ljóðrænar lýsingar nútíma vísinda- manna á þeim áhrifum sem jafnvel vængjablak minnstu fiðrilda ku hafa á heimsmyndina. -ai. Fjölmiðlar Heillavæn dagsverk Ég hlusta ekki á útvarp og ég held aö böm nútil dags geri fáar tilraun- ir til þess. Ég er stundum að reyna að segja mínum börnum að fyrir daga sjónvarpsins hafi fjölskyldur safnast saman fyrir framan út- varps viðtækið í stofunni og hlustað agndofa á framhaldslcikritin á þriðjudögum, laugardagsleikritin og Sunnudagskvöld með Svavari Gests. En þetta skilja ekki nútlma- böm og fátt við því að gera. Að vísu er það ekki rétt að ég hlusti aldrei á útvarp því yfirleitt hlusta ég í bílnum á leiðinni í vinn- una og svo aftur á heimleiðínni á kvöldin. Og þá stendur mér hreint ekki á sama um þaö hvemig málum erháttaö. í útvarpsmálunum er Bjarni Ðag- ur minn maður og kemur þar eink- um tvennt til: Hann er hvort tveggja í senn, smekkmaður og kunnáttu- maður þegar dægurtónlist er ann- ars vegar en það er auðvitaö hrapal- legur misskhningur að öll dægur- tónhst sé ómerkfieg og að ekki skipti máh hvaö sé spilaö í þeim efnum og hvernig það sé kynnt. Hitt er svo ekki minna virði aö eftir að Aðalstöðin kom til skjalanna gíraöi Bjami Dagur sig niður í fyrsta gír með þeim glæsilega árangri að nú geislar af honum rósemd og frið- ur í svo ríkum mæh að hann er áreiðanlega á við marga presta, sál- íræðinga og félagsráðgjafa. Slikur maður er eins og vin í eyðimörk hinnar taugashtandi hfsbaráttu. Það er Bjarna Degi aðþakka að ég er hættur að flauta á ökumenn fyrir framan mig sem ekki geta drattast af stað þegar komið er grænt fjós þó svo ég sé orðinn of seinn í vinnuna. Slíkur er máttur þessa músíkalska sálnahirðis. Kjartan Gurrnar Kjartansson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.