Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1990, Side 8
8
MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1990.
Libresse
KVENLEGU
DÖMUBINDIN
Æ
m \ to)
Gabriel
HÖGGDEYFAR
STERKIR, ORUGGIR
ÓDÝRIR!
SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91 - 8 47 88
Utlönd
Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í A-Þýskalandi:
Hægri flokkar
sigurvegarar
Stjórnarflokkar Austur-Þýska-
lands misstu eilítið fylgi í nýafstöðn-
um bæjar- og sveitarstjórnarkosn-
ingum en teljast samt sigurvegarar
kosninganna. Kristilegir demó-
kratar, ílokkur Lothar de Maiziere
forsætisráðherra, var einn þeirra
flokka sem missti fylgi en í morgun
var ljóst að hann var samt sem áður
sá flokkur sem mests fylgis naut í
þessum kosningum alveg eins og í
almennu þingkosningunum sem
fram fóru fyrr á árinu.
Þegar búið var að telja 92 prósent
atkvæða hafði flokkur de Maiziere
fengið 34,6 prósent atkvæða en þaö
er 6,2 prósentum minna en í almennu
þingkosningunum í mars síðastliön-
um. Jafnaðarmenn, sem eiga aðild
að stjórn de Maiziere, höfðu alls hlot-
ið 20,9 prósent atkvæða sem er eilítið
minna fylgi en þeir fengu í'þing-
kosningunum. Fréttaskýrendur telja
að rekja megi þetta fylgistap flokks
ráðherrans og aðildarflokka sam-
steypustjórnar hans til þeirra mála-
miðlunar sem austur-þýsk stjórn-
völd náðu við vestur-þýska ráða-
menn um sameiningu efnahags- og
fjármála þýsku ríkjanna.
Kommúnistar, sem breytt hafa
nafni flokks síns í Lýðræðislegi jafn-
aðarmannaflokkurinn, töpuðu einn-
ig fylgi. Samkvæmt fyrrnefndum
niöurstöðum höfðu þeir hlotið 2,2
prósentum færri atkvæði en í mars
en þá fengu þeir alls 14,2 prósent.
Fyrir ári héldu kommúnistar öllum
völdum í kjölfar úrslita kosninga
sem þeir breyttu sér í hag.
Um áttatíu prósent kjörsókn var í
bæjar- og sveitarstjórnarkosningun-
um í gær. Alls höfðu 12 milljónir
Austur-Þjóðverja kosningarétt.
Reuter
Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd
ásamt acupunchturmeðferð með lacer
Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf-
uðverk.
ELSA HALL,
Langholtsvegi 160, síml 68-77-02.
Austur-Þjóðverjar gengu að kjörborðinu í gær i bæjar- og sveitarstjórnarkosningum í hinu mesta blíðviðri.
Simamynd Reuter
Fundur sjö helstu iðnríkja heims:
Auka aðstoð til þróunarlanda
Helstu iðnríki heims lögöu ágrein-
ingsefni sín á hilluna um helgina og
samþykktu sextíu milljarða dollara
aukningu í framlögum til Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins svo að sjóðurinn
gæti af auknum krafti stuðlað að lýð-
ræði í ríkjum Austur-Evrópu sem og
aðstoöa uppbyggingu efnahags þró-
unarlanda. Frakkland, Bretland,
Kanada, Ítalía, Japan, Bandaríkin og
Vestur-Þýskaland, hinn svokallaði
G-7 hópur, samþykktu á fundi sínum
að auka fé sjóðsins um fimmtíu pró-
sent en fjármagn hans nemur nú 120
milljörðum dollara. Fréttaskýrendur
eru þó ekki á eitt sáttir að þessi aukn-
ing nægi til aö fullnægja þörfum þró-
unarlanda hvað þá sjóðsins sjálfs.
Sjóðurinn hafði farið fram á að fjár-
magn hans yrði tVöfaldað.
Þá lýsti G-7 hópurinn yfir stuðningi
sínum við Brady-áætlunina svoköll-
uðu sem miðar að því að létta skulda-
byrði þróunarlanda en hún nemur
nú alls 1300 milljörðum dollara. Enn
á ný er óvíst hvort slík stuðningsyfir-
lýsing fullnægi kröfum fátækari
ríkja heims. Þau vilja að Brady-
áætlunin, sem nefnd er eftir höfund-
inum, bandaríska fjármálaráðherr-
anum, verði tekin til vítækrar endur-
skoðunar. Þau vilja einnig að fjár-
magn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
verði aukiö svo að sjóðurinn geti
veitt fé bæði til uppbyggingar lýö-
ræðis í Austur-Evrópu sem og til
hinna fátæku ríkja þriðja heimsins.
Reuter
Sigur þjóðernissinna
Útlit er fyrir stórsigur þjóðernis-
sinnaðra í júgóslavneska lýðveldinu
Króatíu í síöari umferð kosninganna
sem fram fóru í gær.
En talið er aö innan við helmingur
þeirra sem hafa atkvæðisrétt hafi
kosið um þau 225 þingsæti sem eftir
eru.
í fyrstu umferð kosninganna, sem
fram fór þann 22. apríl, fengu þjóð-
ernissinnar 104 þingsæti af 356 og
höfðu forystu í flestum þeim kjör-
dæmum þar sem enginn frambjóð-
Útlit er fyrir stórsigur þjóðernis-
sinna í Króatíu.
andi fékk hreinan meirihluta.
Kommúnistar, sem hafa stjórnað
Króatíu í 45 ár, fengu aðeins 13 þing-
sæti í fyrstu umferð og aðrir flokkar
14 til samans.
Þetta þýðir að þjóðernissinnar geta
myndaö stjórn án hjálpar annarra
flokka og þar með binda þeir enda á
45 ára valdatíma kommúnista. Búist
er við endanlegum úrslitum um
miöja þessa viku.
Reuter