Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1990, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1990. 9 Án hjálpar á Norðurpólinn Tvéir Norömenn, Erling Kagge og Boerge Ousland, uröu fyrstu mennirnir til aö ganga á Norður- pólinn án nokkurrar hjálpar á laugardaginn. Breskur leiðangur sem einnig var að reyna það sama varð aö gefast upp fyrir viku. Mennirnir, sem notuðu göngu- skíði, uröu að snúa frá pólnum í gær þar sem ísinn virtist ótraust- ur og ætlaði kanadísk flugvél að sækja þá í dag. Bræður Ceau- sescu seldu upplýsingar í sunnudagsblaði bandaríska stórblaðsins Washington Post er þess getiö að tveir bræður rúm- enska harðstjórans Nicolae Ce- ausescu hafi selt Bandaríkja- mönnum háþróaða sovéska tækniþekkingu. Mun CIA hafa staðið aö baki kaupunum og hafa eytt til þeirra um 40 milljónum dollara en 20% þeirrar upphæðar mun hafa endað á svissneskum bankareikiúngum Ceausescu fjölskyldunnar. Tólf tonn af kókaíni Kólombískir hermenn fúndu á laugardaginn um 12 tonn af kóka- ini í versksmiðju lengst inni i frumskógum landsins og er taliö að fundurinn sé um 860 milljóna dollara virði. Þettaernæststærsti kókaínfundur í landinu frá því að hermenn fundu tæplega 14 tonn árið 1984. í gær var svo vörubíll hlaðinn sprengiefni sprengdur í loft upp i Bogota, höfuðborg landsins, og telur lögreglan að sprengingin sé þáttur í stríöinu milli valdamestu kókaínbaróna landsins. Kólombtskir hermenn fundu 12 tortr) af kókaíni inni í frumskógum landsins á laugardaginn. Flóð í Sovét- ríkjunum Gífurleg flóð í Úralíjöllunum í Sovétríkjunum hafa neytt um þúsundir íbúa til að flýja heimili sín en flöldi heimila hafa eyði- lagst og tveggia er saknað. Um 23 bæir og þorp á Bashkir svæð- inu munu nánast þvi vera í kafi og íbúarnir höfðu ekki einu sinni tíma til að taka þaö allra nauð- synlegasta með sér. Mikil efnamengun varð í drykkjarvatninu á svæðinu í apríl og á síðasta ári sprakk gas- leiðsla með þeim afleiðingum að tvær lestir sprungu í loft upp og 500 farþegar létust. Flugslys í Guatemala Að minnsta kosti 16 manns lét- ust á laugardaginn er flutninga- vél af gerðinrú DC-6 hrapaði nið- ur í íbúaðahverfi stuttu eftir flug- tak frá flugyellinum í Guatemala- borg. Þrír voru í áhöfn vélarinnar og létust þeir aflir en einnig létust 13 manns á jörðu niðri er vélin ienti á húsi þar sem fjöldi manns var að skemmta sér. Talið er aö vélin hafi hrapaö vegna bilunar í tækjum. Utanríkisráöherrar Bandarikjanna, James Baker, Sovétrikjanna, Eduard Sévardnadze, Austur-Þýskalands, Markus Meckel, Vestur-Þýskalands, Hans Dietrich-Genscher, Bretlands, Douglas Hurd og Frakklands, Roland Dumas, hitt- ust i Bonn um helgina til að raeða sameiningu þýsku rikjanna. Simamynd Reuter Sameiningi þýsku ríkjanna: Sovétríkin ryðja brautina Sovétmenn hafa látið í ljósi vilja sinn til að fallast á að sameining þýsku ríkjanna eigi sér stað fljótlega svo fremi sem fulltrúar þeirra aðild- arríkja sem sátu um helgina viðræð- ur um sameiningu Þýskalands fallist á að fresta að sinni ákvörðun um hernaöarlega stöðu þjóðarinnar að sameiningu lokinni. Frá þessu var skýrt í bandaríska dagblaðinu Was- hington Post í morgun. Þessi afstöðu- breyting Sovétmanna til sameining- ar þýsku ríkjanna haföi þegar komið fram í máli heimildarmanna í Bonn þar sem viðræður sex-þjóðanefndar- innar um sameiningu Þýskalands standa yfir. Fréttastöðvar hafa haft eftir ónafn- greindum vestur-þýskum og banda- rískum heimildarmönnum við við- ræðurnar að sovéski utanríkisráð- herrann, Eduard Sévardnadze, hafi lagt til að umræðum um hugsanlega aðild sameinaðs Þýskalands að Nato, Atlantshafsbandalaginu, verði frest- að um nokkur ár. Þetta lagði ráð- herrann til á laugardag þegar samn- ingaviðræður utanríkisráðherra sex-þjóðanefndarinnar - Bandaríkj- anna, Sovétríkjanna, Frakka, Breta auk þýsku ríkjanna - hófust. Með þessari tillögu hafa Sovétmenn í raun komið fulltrúum á ráðstefnunni hjá því að ræða málefni sem reynast mun erfitt að leysa. Heimildarmenn segja að sovéski ráðherrann hafi sagt að ekki þurfi að leysa öll málefni varðandi utan- ríkisstöðu og utanríkismál þýsku ríkjanna á sama tíma og innaríkis- málin sem er þýsku þjóðanna að ákvarða. Heimildir herma að í tillög- um Sévardnandze felist að þar til öll málefni er varða utanríkismál sam- einingar hafa verið ákveðin - svo- kallaður aðlögunartími sameiningar - gildi yfirráðaréttur Bandamanna úr síðari heimsstyrjöldinni, Banda- ríkjanna, Sovétríkjanna, Frakklands og Bretlands. Einn vestur-þýskur heimildarmaöur sagði að í samræmi við þessa tillögu gætu innanríkismál sameiningar þýsku ríkjanna nú ver- ið leyst. Sovétmenn hafa lýst andstöðu sinni við að sameinað Þýskaland eigi aðild að Nato á þeim forsendum að slíkt myndi ógna öryggishagsmun- um Sovétríkjanna í Evrópu. Ekki er tahð líklegt að tillaga Sévardnadze falli utanríkisráðherrum Bandaríkj- anna, Bretlands og Frakklands vel í geð en Vesturlönd hafa lagt á það ríka áherslu að sameinað Þýskaland verði innan vébanda Nato. Vestur- Þjóðverjar kynnu hins vegar aö taka vel í þessa tillögu þar sem talið er að hún geti hraðað sameiningu. Til- lagan gæti þýtt að sameining sæi dagsins ljós á þessu ári. Kohl, kansl- ari Vestur-Þýskalands, sagði í gær að ekki væru frekari tálmar í vegi þess að allir Þjóðverjar gætu neytt réttar síns til sjálfsforræðis. Samkvæmt þessari tillögu yrði deilan um hernaðarlega stöðu og aðild Þýskalands að hernaðarbanda- lögum leyst með samningaviðræðum sem færu fram á á aðlögunartíman- um fyrrnefnda en að honum loknum yrði formlegri og fullri sameiningu ríkjanna lokið. Reuter Lettar reiðubúnir til viðræðna - Gorbatsjov fordæmir sjálfstæöisyfirlýsinguna Anatolis Gorbunovs, forseti Lett- lands, sagði í gær í ræðu, sem sjón- varpað var um stóran hluta Sovét- ríkjanna, að yfirlýsingþings lýðveld- isins sl. fostudag um sjálfstæði í áfongum, hvetti til viðræðna við þá sem væru andsnúnir því að Lettland fengi sjálfstæði aftur. Hann sagði að yfirlýsingin lokaði hvorki dyrunum á viðræður innan lýðveldisins né við yfirvöld í Moskvu. Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, sem hingað til hefur for- dæmt sjálfstæðisyfirlýsingar Lithá- en og Eistlands, mun hafa sagt að yfirlýsing Lettlands bryti í bága við stjórnarskrána. Hann hefur ítrekað að lýðveldin þrjú hefðu nú rétt vegna nýrra laga til að segja sig úr ríkja- sambandi við Sovétríkin en þá yrði þaö lagt fyrir íbúa lýðveldisins og tveir þriðju hlutar íbúanna þyrftu að samþykkja úrsögnina. Gorbunovs, sem beindi máli sínu einnig til rússneska minnihlutans í Lettlandi, sagði að engum breyting- um yrði hrundið í framkvæmd án Anatolis Gorbunovs meðal fagnandi Letta eftir að þingið samþykkti sjálf- stæðisyfirlýsinguna. Simamynd Reuter samráðs við íbúa lýðveldisins. Hann sagði að betra væri að byrja á því að hlusta á hin ólíku sjónarmið en að hóta fólki með þvingunum. Valdis Berzin hjá lettneska dag- blaöinu Rigas Balss sagði að kjarni ræðu Gorbunovs hefði verið að eng- inn þyrfti að óttast neitt. Hann sagði að enn væri allt fremur rólegt en að margir væru á varðbergi og fólk væri byrjað að hamstra ýmsar vör- ur, minnugt vöruskömmtunarinnar í Litháen. Blaðamenn hafa spáð því að Gorbatsjov muni á endanum beita Lettland efnahagsþvingunum eins og Litháen en nú þegar hafa 12.000 manns þar misst atvinnuna vegna þeirra. Anton Gustaitis, starfsmaður dag- blaðs Þjóðarfylkingarinnar, Atmoda, sagði að Lettland myndi þola efna- hagsþvinganirnar verr en nágranni þess í suðri, Litháen. En það hefur einnig áhrif hversu mikill fiöldi Rússa og annarra þjóðarbrota vinn- ur í aðaliðnaði Lettlands. Um helm- ingur íbúa Lettlands er Rússar eða önnur þjóðarbrot. Á síðasta ári efndu Rússar til verkfalla i Moldavíu og Eistlandi til að mótmæla lagaákvæð- um sem gáfu innfæddum réttindi fram yfir aðra og takmörkuðu kosn- ingarétt við þá er höfðu búið lengst í lýðveldinu. Reuter Utlönd BandaríMn: Leggja niður Straumfirði Bandaríkjamenn standa nú fastir á þeirri ákvörðun sinni að leggja niður herstöðina í Straumfirði á Grænlandi og því geta Danir ekki breytt. Danska stjórnin hefur kosiö að lita á lok- unina sem jákveeðan hlut, nefni- lega sem innlegg í þá þíðu sem er nú á milli austurs og vesturs. Ákvörðun Bandaríkjamanna var gerð heyrinkunnug eftir fund Uffe Ellemann-Jensen, utanríkis- ráölierra Dana, við félaga sinn James Baker, utanríkisráöherra Bandaríkjanna. Ellemann-Jens- en sagði að Bandarikjamenn hefðu skilning á því að herstöðin hefði mikla þýðingu fyrir græn- lenska samfélagiö en þeir væru að leggja niður herstöðvar alls staðar í heiminum og það yrðu Danir og Grænlendingar að sætta sig við og reyndar gleðjast yfir. Lokunin er þáttur í niðurskurð- inum á hermálum og Bandaríkja- menn hefðu hreinlega ekki not fyrir stöðina lengur. Baker mun hafa lofað Uffe- Ellemann aö hann myndi reyna að finna lausn á þeim efnahags- vanda sem lokun herstöðvarinn- ar gæti haft í fór með sér fyrir Grænlendinga en ekki var upp- gefið hversu háar fiárhæöir hér er um að ræða. Ritzau Fyrir sumar- bústaði. Verð frá kr. 8.650,- PÓIAR HF. Einholti 6 sími 618401

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.