Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1990, Qupperneq 12
12
MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1990.
Spumingin
Hvernig finnst þér þingið
hafa starfað í vetur?
Ásbjöm Guðmundsson borgarstarfs-
maður: Það var meira rifist en vana-
lega en árangur ekki í samræmi við
það.
Helgi Magnús Gunnarsson húsa-
smiður: Ég hef nú lítið fylgst með
því, þó skömm sé frá að segja.
Hrönn Antonsdóttir gjaldkeri: Ég hef
htla skoðun á því enda fylgist ég lítið
með þingstörfum.
Ólafur Gissurarson 'ellilífeyrisþegi:
Bara nokkuð vel, held ég.
Magnús Egilsson nemi: Mjög illa, al-!
veg hörmulega.
Viðar Egilsson bakari: Ég hef ekkert'
fylgst með því.
Lesendur
Reiðhross Reyknes-
inga og gróðureyðing
Félagi í Hestamannafélaginu Fáki
skrifar:
í DV hinn 27. apríl gerir gróður-
vemdarmaður reiðhross Reyknes-
inga að blóraböggli vegna gróður-
eyðingar. í skrifum hans virðist gæta
nokkurs misskilnings.
Sárafá reiðhross eru í sumarhög-
um á Reykjanesi. Ýmis hestamanna-
félög eiga jarðir eða hafa aðgang að
jörðum fyrir félagsmenn sína í nær-
sveitum. Hestmannafélagið Fákur er
t.d. með Geldinganesið, Korpúlfs-
staði, Blikastaði og Ragnheiðarstaði
í Gaulverjabæjarhreppi o.fl. fyrir fé-
laga sína á sumrin og haustbeit á
nokkrum jörðum. A þetta land er
yfirleitt borinn áburður.
Reiðhross em almennt á húsi út
maí og fram í júní. Traðk á vorin er
ekki eftir reiðhross. Bannað er aö
reka hross á afrétt víðast hvar. Orkar
því tvímælis að reiðhross Reyknes-
inga gangi laus á Mosfellsheiði eða
Bréfritari segir sárafá reiðhross vera í sumarhögum á Reykjanesi.
Jón eða séra Jón?
Guðmundur Jónsson:
Stundum verður manni á að hugsa
sem svo: Hvernig er komið í okkar
þjóöfélagi? í hvaða ástandi er sið-
ferði, réttarfar og hugsanagangur
þeirra er komist hafa í þá aðstöðu
að gæta laga, öryggis og velfarnaðar
okkar samborgaranna? Eða er þjóð-
félagið allt orðið kolruglað? Hvaða
ályktun eigum við kannski að draga
af eftirfarandi?
Svo bar við að nokkrir unglingar
ákváðu að fara í smáökuferð í nálæg-
um kaupstað. Ekki höfðu þeir ekið
' lengi er leið þeirra lá fram hjá fjölbýl-
ishúsi með utanáliggjandi svölum.
Það vakti strax athygli þeirra að á
svölum annarrar hæðar stóö maður
nokkur í áberandi klæðnaði með
byssu í hendi. Hvað getur nú veriö
að gerast? Hugsanir sem þessar flugu
um hugann.
Bílhnn hægði ferð og þau litu út
um gluggann. Það skipti engum tog-
um, á svipstundu var byssunni lyft,
miðað á bílinn og hleypt af skoti. Þau
beygðu sig niður í sætunum um leið
og höglin úr byssunni dundu á bíln-
um. Ökumaður gaf skjótlega í og
þeim tókst að flýja ósködduð áður
en tími gafst til að skjóta aftur.
„Þekktu þau manninn?“ sagði öku-
maður. „Þetta var ábyggilega ein
löggan sem var skjóta á okkur. För-
um niður á lögreglustöð."
Þegar þangað var komið voru lok-
aðar dyr en ljós inni. Langa stund
reyndu þau að vekja á sér athygli en
án árangurs. Loks var þó opnað svo
að þau gátu greint frá erindi sínu.
Því var heldur fálega tekið og sagt
sem svo: „Málið er í athugun, þið
getið komið seinna. Það hggur ekkert
á að kæra svona lagað."
Þarna var sem sagt um að ræða
fjögur ungmenni sem urðu fyrir
þeirri óþægilegu lífsreynslu að á þau
var ráðist með skotvopni og var ein-
ungis heppni að ekki varð af stór-
slys. Ekki var af þessum atburði sagt
í fréttum eða fjölmiðlum utan þess
að í einu dagblaöi kom um það smá-
grein með myndum.
Ekki skal þessi saga rakin lengur
en svo gerist það síðasta dag apríl-
mánaðar að í hádegis- og kvöldfrétt-
um útvarps auk umfjöllunar sjón-
varps var sagt frá mjög svipuðum
atburði er gerðist í kaupstað norðan-
lands en þar brást lögreglan öðru
Léleg afgreiðsla
á skattstofunni
Arnar hringdi:
Mig langar til að vekja athygli á
því hversu frámunalega léleg af-
greiðsla er á skattstofunni. Þegar
ég kom þangað inn um daginn voru
það allavega tíu sem biðu eftir af-
greiðslu en aðeins ein manneskja
var við afgreiðslu.
Þegar ég var búinn að bíða í hálf-
tíma var hluturinn sem ég hafði
pantað nokkrum dögum áður ekki
enn tilbúinn.
Það vantar skipulagðri afgreiðslu
á skattstofuna, t.d. númerakerfi
sem er orðið mjög algengt í bönk-
um og í Hagkaupum. Það myndi
allavega hjálpa til að bæta móral
hjá þeim sem þurfa á þjónustu
skattstofunnar að halda.
vísi við er haglabyssumaður skaut á
lögreglubíl með einum laganna
manna innan borðs. Þar var tilkölluð
sjálf víkingasveit höfuðborgarinnar,
einnig björgunarsveit staðarins, göt-
um lokað, öll umferð stöðvuð um
nærliggjandi svæði vegna stórhættu-
legs ástands sem skapast hefði.
Hvaða ályktun má nú draga af við-
brögðum við þessum tveimur at-
burðum, annars vegar að gera sem
minnst úr mjög svo alvariegum at-
burði, skotárás á fjögur ungmenni,
auk þess sem íbúar í fjölbýlishúsi
voru í stórkostlegri hættu, ungir sem
gamlir, hins vegar hlutlaus umfjöll-
um allra fjölmiðla um svipaðan at-
burð sem gæti kannski vakið fólk til
umhugsunar þegar einn laganna
vörður verður fyrir skotárás í bíl sín-
um?
Eigum við nú, lesendur góðir, að
trúa því að viöbrögð við framkvæmd
öryggisgæslu samborgaranna fari
eftir því hver hlut eigi að máli og að
enn sé við lýði gamla máltækið sem
segir að það sé ekki sama hvort um
er að ræða Jón eða séra Jón?
Hringið í síma
verður að fylgja
bréfum.
Hellisheiði.
Búsetan er talin höfuðorsök land-
eyöingar. Erfitt er að ímynda sér að
hrístekjan ein sé höfuðorsök land-
eyðingar því til þess hefði orðið að
hreinsa allan skóg af tvö til þrjú þús-
und hekturum með handafli á hverju
ári síðan land byggðist án þess að
nokkuð sprytti upp aftur.
Beit og ekki síst vetrarbeit hefir
síðan komið í veg fyrir að skógurinn
næði að endurnýja sig þar sem
skepnur virðast'sérstaklega sólgnar
í nýjabrumið og rótarskot. Sunn-
lenska birkið er talið skammhft,
þannig að það er fljótt að láta undan
síga fyrir svona meðferð og hverfur
á nokkrum áratugum ef það nær
ekki að endurnýja sig.
Ekki liggur ljóst fyrir hversu mikið
er af reiðhrossum í landinu en arð-
litlum stóðhrossum mætti eflaust
fækka. Sú tíð er væntanlega hðin að
útigangshross séu sett á guð og gadd-
inn og ekki gefin tugga nema í alger-
um jarðbönnum.
Ástæðulaust er að deila um hvort
eigi meiri þátt í gróðureyðingu sauð-
fé eða hrossin heldur ber að skipu-
leggja beit hvors um sig þannig að
landinu verði ekki misboðið. Ef ár-
angur á að nást í þessum efnum
þyrftu að starfa landgræðslunefndir
í hveijum hreppi en á þann hátt hef-
ur Bandaríkjamönnum, Áströlum og
Nýsjálendingum tekist að snúa vörn
í sókn.
Jakka stofið
í Tunglinu
Stefán Marteinsson hringdi:
Aðfaranótt föstudagsins 27.
april, er ég var að skemmta mér
i Tunglinu, varð ég fyrir því óláni
að jakkinn minn var tekinn í
misgripum eða ófrjálsri hendi,
nánar tiltekið þá hvarf hann sj ón-
um minum í Bíókjallaranum svo-
kahaða.
Hér er um ræða brúnan og loð-
fóðraðan flugmannaleðurjakka
sem hefur mikið tilíinningalegt
ghdi fyrir mig. Þeir sem geta gef-
ið mér einhverjar upplýsingar
um það hvar jakkinn minn er
niðurkominn geta haft samband
i síma 617379. Ég vil taka það fram
að góð fundarlaun eru í boði.
Slæm
(engin)
þjónusta
Sigríður hiángdi:
Ég fór í verslunina Evu við
Laugaveg fyrir nokkru og var
vægast sagt mjög óhress með af-
greiðslustúlkurnar því þær kjöft-
uöu hvor upp í aðra. Eg var að
skoða flík sem mér líkaði og hefði
sjálfsagt keypt hana ef ég hefði
fengið einhverja þjónustu. Þarna
missti eigandinn af „business“.
Ég hef heyrt fleiri konur tala
um það hversu slæm þjónustan
sé orðin þarna, og þá sérstakiega
í vetur. Það lilýtur aö vera mikill
skaði fyrir verslunina að hafa
ekki almennilegt afgreiðslufólk.
Til hvers er afgreiðslufólk ef ekki
til að sinna kúnnunum.
Ég vil samt taka þaö fram aö
ég hef verslað talsvert við Evu í
gegnum árin og þá verið ánægð
með þjónustuna.
4