Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1990, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Andstaða við álver
Athygli vakti í eldhúsdagsumræðunum á fimmtudag-
inn hversu ákaft kvennalistakonur gagnrýndu áformin
um byggingu nýs álvers hér á landi. Má segja að ræðu-
menn Kvennalistans hafi varið mestu af sínum ræðu-
tíma til að vara við álverinu og er það heldur óvanaleg-
ur málfutningur af þeirra hálfu, eftir að hafa lagt allt
kapp á að lýsa stöðu kvenna þann tíma sem kvenna-
listakonur hafa átt sæti á alþingi.
Röksemdir þeirra gegn nýju álveri eru þær helstar
að álverið muni valda mikilli mengun og umhverfis-
spjöllum. Einnig er varað við því að álverið sogi til sín
mikið vinnuafl á kostnað uppbyggingar í hefðbundnum
atvinnugreinum. Kvennalistakonur vilja leggja áherslu
á þjóðlegri atvinnugreinar og telja að ráðamenn leggi
ekki við hlustirnar þegar ábendingar um nýjungar og
önnur atvinnutækifæri koma fram. Gagnrýnin beinist
ekki að raforkuverði, eignarumráðum útlendinga né
heldur þeirri byggðaröskun sem staðsetning álvers get-
ur haft í för með sér. Þetta hafa þó verið aðal mótbárur
andstæðinga stóriðju í gegnum tíðina. Kvennalistakon-
ur vilja fyrst og fremst vara við stóriðjunni sem slíkri.
Rökin með samningum um byggingu álvers eru flest-
um kunn. íslendingum verður kleift að selja óbeislaða
orku fallvatnanna, reisa nýtt orkuver eða jafnvel fleiri,
skjóta fleiri stoðum undir svipult atvinnulíf og auka
útflutningstekjur okkar. Talsmenn Alþýðuflokksins
halda því fram að tvö hundruð þúsund tonna álver jafn-
gildi tvö hundruð þúsund tonna þorskafla. Það er ekki
lítil búbót ef rétt er. Enda hefur enginn stjórnmálaflokk-
anna treyst sér til að beita sér gegn stóriðjuáformunum
nema þá með minniháttar fyrirvörum af hálfu Alþýðu-
bandalagsins.
Kvennalistakonur hafa einar lýst andstöðu við álver-
ið,
í þeim málatilbúnaði, sem uppi er hafður við undir-
búning þessa máls, má margt gagnrýna. Sá ákafi sem
augljós er af hálfu íslenskra stjórnvalda bætir ekki
samningsstöðu okkar þegar kemur að samningum um
orkuverð, staðsetningu og ýmsa aðra fyrirvara sem ís-
lendingar kunna að vilja setja. Eins verður að gera
strangar kröfur um mengunarvarnir og þess vegna er
það óvarlegt af íslenskum stjórnvöldum að básúna alla
þá kosti sem fylgja stóriðjunni áður en búið er að hnýta
þá hnúta sem binda hendur viðsemjenda okkar.
Það er í þessum efnum sem andæfa má gegn þeirri
barnalegu uppljómun á andlitum ráðamanna í hvert
skipti sem álverið er nefnt. Afstaða kvennlistaþing-
manna er hins vegar af tilfmningalegum toga. En hversu
vænt sem okkur kann að þykja um hreint og ósnortið
land þá er ekki hjá því komist að verksmiðjur rísi og
stóriðja haldi innreið sína. Ef og þegar íslendingar heyja
samkeppni innan Evrópubandalagsmarkaðarins og ef
íslendingar vilja búa við sömu lífskjör og aðrar vestræn-
ar þjóðir er óhjákvæmilegt að auka hagvöxt og þjóðar-
tekjur.
Þegar álverið í Straumsvík var reist heyrðust efa-
semdarraddir, líkt og nú. Járnblendiverksmiðjan á
Grundartanga mætti harðri andstöðu umhverfisvernd-
arsinna. Þær raddir eru þagnaðar. Nýtt álver mun hafa
sömu þýðingu og meiri skilningur á umhverfisvernd,
reynslan af nálægð stóriðjunnar og vaxandi alþjóðlegt
samstarf gerir álverið viðráðanlegri og ákjósanlegri
kost. Við þurfum ekki að hræðast útlendinga, við eigum
ekki að einangra okkur frá umheiminum.
Ellert B. Schram
„Fiskurinn í sjónum er ekki lengur frjáls gæöi þar sem menn eru tilbúnir að greiða fyrir veiðiheimildir."
Lágvaxtagildra
Talið er aö hin iðnvæddu ríki
Vesturlanda séu fallin í svokallaða
lágvaxtagildru, sem á rætur sínar
að rekja til þess að halli á fjárlögum
þessara ríkja eykur eftirspurn eftir
íánsfé af hálfu ríkissjóða og hefur
í fór með sér að vextir haldast há-
ir. Fjárfesting og hagvöxtur
minnka og þessi ríki eiga erfitt með
að standast samkeppni frá ýmsum
iðnvæddum ríkjum Asíu. Atvinnu-
leysi hefur verið viðvarandi. Erfitt
hefur reynst aö draga úr því án
þess að aukin verðbólga fylgdi í
kjölfariö.
Þjóðartekjur minnka
Eftir gífurlegan hagvöxt áranna
1986 og 1987 sjáum við fram á að
þjóðartekjur á íbúa á íslandi fara
minnkandi þriðja árið í röð. Full
ástæða er því aö ígrunda hvað farið
hefur úrskeiðis við hagstjóm. Þrátt
fyrir fámenni eru íslendingar fólk
sem býr í landi og hér gilda almenn
efnahagslögmál eins og annars
staðar á Vesturlöndum. Tilskip-
anahagkerfi Austur-Evrópuríkja,
þar sem handaflið réð ríkjum, er
að renna sitt skeiö á enda eftir að
hafa verið þrautreynt af þrjósku
einni saman í fjörutíu til sjötíu ár,
löngu eftir aö séð varð í hvert óefni
stefndi. Framundan er ómælt starf
viö að rífa hagkerfi þessara ríkja
upp úr rústum óstjórnar.
Að óbreyttu hvílir skuggi lág-
vaxtagildrunnar yfir íslensku efna-
hagslífi. Sjávarútvegurinn, sem
verið hefur aflvaki vaxtar í þjóð-
félaginu, býr við ákveðna við-
gangskreppu, sem er að langmestu
leyti heimatilbúin og á rætur sínar
að rekja til handaflsins. Hagræn
markmið með rekstri sjávarútvegs
hafa orðið að lúta í lægra haldi fyr-
ir félagslegum þótt löngu sé viður-
kennd staðreynd að forsenda fé-
lagslegra markmiða eru þau hag-
rænu. Mjúku málin eru skilgetin
afkvæmi hinna hörðu en ekki
öfugt. Hér Verður ekki deilt um
hvort varð til fyrr, hænan eða egg-
iö. Ríkar þjóöir eiga ólíkt léttara
með að halda uppi góðu heilbrigðis-
kerfi, menntakerfi og sinna sjúkum
og sorgmæddum en fátækar.
Varað við afkastagetu flota
Baráttan fyrir útfærslu fiskveiði-
lögsögu og landhelgi hefur yfirleitt
verið háð undir merkjum vemd-
unar fiskstofna og sjávarspendýra.
Stríðið vannst gegn Bretum og
Þjóðverjum en tvímælis orkar
hvort landhelgisstríðið gegn okkur
sjálfum sé unnið eða tapað. Fyrir
meira en hálfum öörum áratug
voru þær raddir farnar að heyrast
sem vöruðu við frekari aukningu á
afkastagetu flota, hún væri þá þeg-
ar orðin yfrin. Norðvestur-Atlants-
hafsfiskveiðinefndin taldi að fisk-
veiöidánarstuöull þorskstofnsins
væri fimm sinnum hærri en svar-
aði til bestu sóknar. íslendingar
voru ábyrgir fyrir 70% af sókninni
á þeim árum. Þar með er ekki sagt
að þriðji hluti flota íslendinga hefði
nægt til að nýta helstu stofna nytja-
fiska á sem hagkvæmastan hátt.
Nokkrum árum áður var farið út í
sérstakar aðgerðir til að örva fjár-
festingu í fískiskipum, t.d. með
lækkun vaxta, lengingu lánstíma
og auknum lánum. Þessar aðgerðir
hefðu veriö í lagi ef í kjölfarið hefði
fylgt stóraukin úrelding þess flota
KjaHariim
Kristjón Kolbeins
viðskiptafræðingur
sem fyrir var því að aukning af-
kastagetu var óþörf. Stimplaðir
voru menn úrtölumenn er töldu
aðgátar þörf eins og ungi maður-
inn, sem komst að því eftir mikla
útreikninga á arðsemi, núvirði, og
afkastavöxtum að hitaveitufram-
kvæmdir í ákveðnu vestfirsku
sjávarþorpi væru óráðlegar þar eð
vatnið, sem væri fyrir hendi, væri
bæði lítið og kait. Heimamenn
þurftu enga útreikninga en töldu
manninn á móti hinum dreifðu
byggðum landsins. Vatnið reyndist
lítið og kalt og hefur eflaust runnið
á milli skinns og hörunds staðar-
manna er þeir gerðu sér grein fyrir
því hversu glórulaus rekstur þessa
fyrirtækis var. Eflaust hefir því
verið haldið gangandi með aðgerð-
um sem eru sérstaklega vinsælar
um þessar mundir og kallast fjár-
hagsleg endurskipulagning, s.s.
skuldbreytingu, lánalengingu,
víkjandi lánum, niðurfellingu
skulda og beinum framlögum.
Orð í tíma töluð
Þaö hefur aldrei veriö skoðun
þeirra sem halda vildu afkastagetu
flotans í skefjum að hætta bæri
allri nýsmíði heldur að stefnt yrði
að því aö endurnýja aðeins hluta
þess flota sem úr sér gengi. Annaö
hefði þýtt að skipakosturinn hefði
orðið tæknilega úreltur. Nú mót-
mælir því vart nokkur að þau varn-
aðarorð sem mælt voru fyrir hálf-
um öðrum áratug eða jafnvel fyrr
og virt voru aö vettugi, voru orð í
tíma töluð og hefði verið tekið tillit
til þeirra þá með raunhæfum að-
gerðum væri ástand sjávarútvegs
nú annað og betra en raun ber
vitni. Barnið hefir vaxið en brókin
ekki. Brókin hefir reyndar hlaupið
því gengið hefur verið á stofna
helstu nytjafiska og þeir gefa því
af sér minni afla en vera ætti.
Þorskárgangurinn frá árinu 1983
var talinn lofa góðu en samkvæmt
fréttum er aðeins tíundi hluti hans
eftir nú. Með helmingi minni sókn
heföi hann gefiö af sér meiri afla
og þá væri enn eftir að landa a.m.k.
þriðja hluta þess sem hann gæti
gefið af sér. Því miður eru yngstu
árgangar þorskstofnsins álitnir
slakir.
Vandinn, sem sjávarútvegurinn á
við aö etja, er margþættur. Skuldir
greinarinnar hafa stóraukist á
undanfornum árum á fóstu verði
ásamt tilheyrandi vaxta- og
greiðslubyrði. Undirstaðan sem
greinin hvílir á er ótraust. Flotinn
heldur uppi of mikilli sókn þannig
aö nýting margra stofna er óhag-
kvæm og aflinn minni en eðlilegt
getur talist. Slíkt leiðir til þess að
stór hluti flotans er verkefnalaus
mikinn hluta ársins. Til þess að
hægt sé að auka afrakstur fisk-
stofna þarf fyrst að draga úr sókn,
sem þýðir óhjákvæmilega tekju-
missi um nokkurn tíma en óvíst er
að greinin geti eöa þoli að taka á
sig eins og skuldastaðan er nú. í
þessu felst lágvaxtagildra sjávarút-
vegsins sem vart verður komist út
úr án verulegrar sameiningar afla-
heimilda og úreldingar óhag-
kvæmra skipa. Tækninýjungar
hafa gjörbreytt stöðu margra fyrir-
tækja og rýrt grundvöll vinnslunn-
ar. Sjófrysting, landanir erlendis
og útflutningur á fiski í gámum
draga úr framboði á hráefni til
frystingar og söltunar í landi.
Samræmi milli flota og fiski-
stofna
Kjörstaða sjávarútvegs er óum-
deilanlega sú staða að sem best
samræmi sé á milli afkastagetu
flota og vinnslustöðva og afrakst-
ursgetu fiskstofna. Þannig aö allur
flotinn gæti stundað óheftar veiöar
þegar gæftir leyfa. Eitt af markmið-
um frumvarps til laga um stjóm
fiskveiða, sem liggur fyrir Alþingi
þegar þetta er skrifaö, er að þessu
markmiöi verði náð. Þegar skaðinn
er skeður er oft erfitt að laga þaö
sem úrskeiðis hefir farið, því er
alls óvíst að hin hagrænu markmið
frumvarpsins náist heldur verði
niöurstaðan félagsleg dúsa í munn
þeirra sem ólíkra hagsmuna eiga
að gæta, rétt til að seðja sárasta
hungrið.
Andrúmsloft er frjáls gæði, því
er það ekki markaðsvara. Fiskur-
inn í sjónum er ekki lengur frjáls
gæði þar sem menn eru tilbúnir að
greiða fyrir veiðiheimildir. Fjár-
hagslegar aðgerðir voru notaðar til
að auka sókn í fiskstofna umfram
heilbrigða skynsemi. Fjárhagsleg-
ar aðgerðir eru því eðlilegar til að
koma á samræmi á milli afkasta-
getu flota og afrakstursgetu fisk-
stofna og jafnframt að tryggja öll-
um íslenskum þegnum óheftan að-
gang að miðunum, sé það gjald
greitt sem óhjákvæmilega hefur
myndast vegna skortsins. Grá-
sleppukarl á Grenivík ætti þá að
hafa jafna aðstöðu og frystihúsið á
Fáskrúðsfirði.
„Kjörstaða sjávarútvegs er óumdeilan-
lega sú staða að sem best samræmi sé
á milli afkastagetu flota og vinnslu-
stöðva og afrakstursgetu fiskstofna.“
Kristjón Kolbeins