Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1990, Side 15
MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1990.
15
Frelsi og ábyrgð fréttamanna
Athyglisverö deila reis nýlega á
milli Utvarpsráðs og nokkurra
fréttamanna í Ríkisútvarpinu. Til-
drögin eru þau, aö Atli Rúnar Hall-
dórsson samdi frétt í hljóðvarpiö,
þar sem gefið var sterklega í skyn,
að VT-teiknistofan á Akranesi
hefði hnuplað hugmynd að húsa-
teikningu frá Svíþjóð. Þessu vildi
teiknistofan ekki una og sendi at-
hugasemd til upplestrar í hljóð-
varp. Fréttastofan neitaði að birta
athugasemdina.
Þá ályktaði Útvarpsráö að frétta-
stofan skyldi birta hana og var það
gert fostudaginn 27. apríl. Því var
hins vegar hnýtt aftan við athuga-
semdina aö fréttastofan stæði við
frétt sína.
Útvarpsráð brást hart við og sam-
þykkti næsta dag að þau orð skyldu
ómerk og var fréttastofunni skipað
að flytja samþykktina þá um kvöld-
ið. Héldu fréttamenn síðan fundi
næstu daga, hótuðu uppsögnum og
höfðu stór orð um gerræði Út-
varpsráðs.
Ríkari ábyrgð ríkisfjölmiðla
Enn verður að minna á það, að
Ríkisútvarpið á að vera það sem
það segist vera í auglýsingum, -
útvarp allra landsmanna. Það ber
meiri ábyrgð en einkafjölmiðlar af
þeirri einfóldu ástæðu, að okkur
er öllum skylt að greiða til þess
afnotagjöld. Það getur þess vegna
ekki verið tæki í höndum manna í
valdabaráttu þeirra (eins og einka-
fjölmiðill má vera) og því síður
leikfang fréttamanna, sem þurfa að
sýna umheiminum, hversu harð-
skeyttir þeir eru. Það á að vera
sameiningarafl.
Ef það bregst þeirri skyldu sinni
KjaUarinn
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
lektor í stjórnmálafræði
eru forsendur brostnar undan
skyldu landsmanna til þess að
halda því uppi. Hvers vegna ættu
eigendur og starfsmenn VT-teikni-
stofunnar á Akranesi að greiða af-
notagjöld til stofnunar, sem reynir
að ræna þá ærunni?
Munurinn á Þjóðviljanum og
Ríkisútvarpinu er, að við þurfum
ekki að vera áskrifendur að Þjóð-
viljanum og getum sagt blaðinu
upp, mislíki okkur það. Hvernig
þætti þér það lesandi góður, ef þú
þyrftir ekki aðeins að vera áskrif-
andi að Þjóðviljanum, heldur líka
að sæta því, að Þjóðviljinn neitaði
að birta frá þér athugasemdir við
fréttir blaðsins, sem væru fjand-
samlegar þér?
Sannleikurog lygi
Þessu munu fréttamenn Ríkis-
hljóðvarpsins svara svo, að þeir séu
einmitt að gera skyldu sína með
því að halda uppi einörðum frétta-
flutningi. Nú sé sú tíö komin, að
fréttamenn verði að taka að sér að
vera samviska þjóðarinnar, ötulir
verðir laga og siðgæðis, hvergi
smeykir við yfirvöld og einkafyrir-
tæki. Ég hef kynnst nokkrum af
og veit að þeim gengur flestum gott
eitt tíl. Þeir eru, eins og langflestir
íslendingar, heiðarlegt og sam-
viskusamt fólk. En ég hygg, að fólk
geri sér ekki fulla grein fyrir að-
stöðu sinni og ábyrgð.
Ég á ekki aðeins við það, að þaö
má ekki leyfa sér eins margt og
starfsfólk einkafjölmiðla. Tvennt
skiptir annaö máli. Það áttar sig
ef til vill ekki á því fremur en aðrir
fjölmiðlamenn, hversu miklu máli
ein frétt getur skipt einstaklinga
úti í bæ. Fyrir fréttamanninn er
hún aðeins þáttur í daglegu starfi,
gleymd næsta dag. Fyrir fórnar-
lambið kemur fréttin hins vegar
eins og þruma úr heiöskíru lofti. í
annan stað varðar ekki mestu,
hvort allt sé satt í frétt, heldur í
hvaða samhengi fréttin er. Það er
rétt, að VT-teiknistofan studdist við
sænskar hugmyndir (eins og marg-
ir fréttamenn og félagsfræðingar
gera raunar í stjórnmálum), en hún
dró aldrei neina dul á þaö. Þetta
kom ekki skýrt fram. Hálfsannleik-
ur getur verið óhrekjandi lygi, eins
og Stephan G. Stephansson kvað.
Málskotsréttur
Fréttamenn Ríkishljóövarpsins
vilja greinilega ekki lúta neinum
húsaga. Vafalaust tala þeir í þessu
sambandi um frelsisskerðingu. En
frelsi fylgir ábyrgð. Ég hygg, að
Útvarpsráð gæti oft fremur hags-
muna stjórnmálaflokkanna en alls
almennings (eins og ég rek nokkur
dæmi um í bók minni, Fjölmiðlum
nútimans). En það er samt sem
áður eini fulltrúi þeirra, sem greiöa
starfsfólki Ríkisútvarpsins laun. Á
meðan Ríkisútvarpið nýtur lög-
boðinna fríðinda eða fjárframlaga,
verða einstaklingar, sem telja á sér
brotið, að hafa málskotsrétt.
Fréttamenn eru ekki fremur en við
hin óskeikulir eða hafnir yfir gagn-
rýni. Á sama tíma og þeir beina
gagnrýni sinni hiklaust að öðrum,
draga aðra til ábyrgðar, verða þeir
að taka því ofsalaust, að aðrir beini
gagnrýni sinni að þeim.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
„Fréttamenn Rikishljóðvarpsins vilja greinilega ekki lúta neinum hús-
aga“, segir greinarhöfundur m.a. - Fréttamenn hljóðvarps og sjónvarps
RÚV á fundi.
fréttamönnum Rikishljoðvarpsins
„Á meöan Ríkisútvarpið nýtur lög-
boðinna fríðinda eða fjárframlaga,
verða einstaklingar, sem telja á sér
brotið, að hafa málskotsrétt. Frétta-
menn eru ekki, fremur en við hin,
óskeikulir eða hafnir yfir gagnrýni.“
Lægri unglingafargjöld í
Strætisvagna Reykjavíkur
Marga hefur undrað sú árátta
borgaryfirvalda að okra á ungling-
um í strætó. Unglingar eru dygg-
asti viðskiptavinahópur strætis-
vagnanna, enda eiga þeir engan
annan kost til ferða, jafnvel þó
þjónusta strætisvagnanna sé ekki
eins góð og æskilegt getur talist.
Fyrir réttum fjórum árum gerðum
við ungt framsóknarfólk strætó-
málin aö sérstöku baráttumáli og
lögðum áherslu á að upp yrðu tekin
sérstök unglinga- og framhalds-
skólafargjöld. Samhliða vildum við
að upp yrði tekið nýtt fyrirkomulag
í fargjaldamálum þannig að í stað
núverandi afsláttarmiða kæmu
sérstök tímabilakort eins og tíðkast
í nágrannalöndum okkar. Þannig
gætu fastir viðskiptavinir strætó
keypt sér afsláttarskírteini er
giltu í strætisvagnana ákveðið
tímabil.
Sjálfstæðismenn vilja okra á
unglingum.
Þaö var ekki síst vegna þessarar
baráttu ungs framsóknarfólks að
ég var kjörinn í stjórn Strætis-
vagna Reykjavíkur eftir síðustu
borgarstjcrnarkosningar, enda var
ég þá valinn fulltrúi ungra fram-
sóknarmanna í framvarðasveit
Framsóknarflokksins í borgarmál-
um. Hóf ég strax að berjast fyrir
þessum sjálfsögðu réttindamálum
unglinga. En ég þurfti ekki aö sitja
lengi í stjórn Strætisvagna Reykja-
víkur til þess að komast að raun
um algert áhugaleysi sjálfstæðis-
manna sem eru í meirihluta í
stjórninni, eins og reyndar öllum
stjórnum og nefndum Reykjavík-
urborgar. Tillögur mínar um
breytta skipan fargjaldamála voru
snarlega felldar. Tímabilakort
töldu sjálfstæðismenn ekki koma
KjaUarinn
Hallur Magnússon
3. maður á B-listanum
i Reykjavík
til greina þótt þau gæfust vel í ná-
grannalöndunum og yrðu að ölium
líkindum til þess að notkun stræt-
isvagnanna ykist. Ekki höfðu þeir
heldur áhuga á því að taka upp
sérstök unglingafargjöld þótt þeir
viðurkenndu að líklega væri óeðli-
legt að 13 ára unglingur greiddi
þrisvar sinnum hærra fargjald en
12 ára unglingur.
Þrátt fyrir þessa útreið ákvað ég
árinu seinna, þegar hækka átti far-
gjöldin í strætó, að endurflytja til-
lögur um unglinga- og framhalds-
skólafargjöld. Þaö kom mér á óvart
að sjálfstæðismennirnir voru nú
aðeins opnari fyrir þessum mögu-
leika. Hins vegar aftóku þeir með
öllu að koma á fót þremur verð-
flokkum. Var niðurstaða umræðna
í stjórn strætó sú að líklega væri
heppilegast að breyta fargjalda-
kerfinu þannig að börn og ungling-
ar á aldrinum 6 ára til 16 ára
greiddu sama fargjald, sem yrði
helmingur af fullorðinsfargjaldi.
Nú er barnafargjald einungis þriðj-
ungur fullorðinsfargjalds en 13 ára
til 16 ára unglingar greiða fullt far-
gjald.
Ég verð að segja að mér fannst
ég hafa unnið mikinn sigur með
þessari málamiðlun og taldi mig
hafa komið sanngjörnu baráttu-
máli í farsæla höfn. En viti menn.
Þegar ég lagði fram tillögu um
breytta fargjaldaskipan í anda þess
sem sjálfstæðismenn höföu svo gott
sem samþykkt var hún aftur snar-
felld. Tillaga mín geröi ráð fyrir að
börn 6 ára til 16 ára myndu greiöa
hálft fargjald, einnig aldraðir og
örorkulífeyrisþegar en aðrir fulit
fullorðinsfargjald. Vegna vissu
minnar um andstöðu sjálfstæðis-
manna gerði ég ekki ráð fyrir að
framhaldsskólanemar nytu sér-
staks námsmannaafsláttar eins og
ungt framsóknarfólk hefur barist
fyrir.
Framsóknarflokkurinn vill
lægri fargjöld fyrir unglinga
Að ofansögðu má það ljóst vera
að Framsóknarflokkurinn vill
lægri fargjöld fyrir unglinga, enda
er það óeðlilegt og óréttlátt að þeir
greiði sama gjald og fullorönir. Það
var því ekki að undra að ungling-
arnir sjálfir settu breytta skipan í
fargjaldamálum strætisvagnanna á
oddinn sem sérstakt baráttumál í
kjölfar pallborðsumræðna ungl-
inga sem haldnar voru í Tónabæ
13. mars á síðasta ári. Pallborðsum-
ræðurnar voru haldnar á vegum
verkalýðshreyfmgarinnar og
íþrótta- og tómstundaráðs Reykja-
víkur. Ræddu unglingarnir þar sín
helstu hagsmunamál og ályktaði
fundur þeirra eftirfarandi um
strætisvagnamál:
„Ur.glingum finnst óréttlátt að
borga fullorðinsgjald í strætisvagn-
ana áður en þeir verða 16 ára. 50
kr. eru margar krónur fyrir ungl-
ing sem er í skóla. Unglingar eru
einn stærsti hópur strætisvagna-
farþega og telja sig borga niður far-
gjald þeirra fáu fullorðnu er ferðast
nú orðið með strætisvögnum."
Sjálfstæðismenn hafa látið bæn-
arskjöl unglinganna um sérstök
unglingafargjöld sem vind um eyru
þjóta, enda hafa unglingar ekki
kosningarétt og eru því flokkaðir
sem þriðja flokks borgarbúar af
núverandi meirihluta borgar-
stjórnar.
Hins vegar er ljóst að fargjöld
unglinganna eru greidd fyrst og
fremst af foreldrum þeirra og geta
fargjöld orðið vænn póstur í heim-
ilishaldi barnmargra fjölskyldna.
Lægri unglinga- og framhalds-
skólafargjöld eru því mikið hags-'
munamál íjölda fjölskyldna, sérs-
taklega þó þeirra er lægstar hafa
tekjurnar.
Strætó verði raunhæfur
valkostur
En Framsóknarflokkurinn vill
ekki aðeins breyta fargjaldaskipan
strætisvagnanna þeim er minna
mega sín í hag. Framsóknarflokk-
urinn vill bæta almenningssam-
göngur og gera strætó að raun-
hæfum valkosti við einkabílinn.
Eins og staðan er í dag er ekki
hægt að tala um frjálst val milli
einkabílsins og strætisvagnanna.
Þeir íjölmörgu, sem gjarnan vildu
nota strætisvagnana til að komast
leiöar sinnar á hagkvæman og
þægilegan máta, geta það ekki þar
sem þjónusta þeirra er ekki nógu
góð. Ástæða þess er meðal annars
sú að sjálfstæðismenn hafa notað
öll möguleg tækifæri til að draga
úr þjónustu strætisvagnanna,
fækka ferðum og bíða í lengstu lög
með að bæta inn nýjum leiðum.
Það er löngu sannað að almenn-
ingssamgöngur eru þjóðhagslega
hagkvæmar. Ef að þeim er hlúð,
þannig að fólk fari aftur að nota
strætó og skilja einkabílinn eftir
heima, dregur verulega úr mengun
sem borgarbúar eru farnir að sjá í
auknum mæli meðfram stóru um-
ferðaræðunum. Betri strætó, betra
loft.
Þá vill Framsóknarflokkurinn
horfa til framtíðar og láta kanna
hvort fleiri kostir en strætisvagnar
komi til greina í almenningssam-
göngum í borginni. Úti í hinum
stóra heimi er sífellt lögð meiri
áhersla á bættar almenningssam-
göngur sem svar við umhverfis-
spjöllum og því er verið að vinna
að hagkvæmum nýjungum í al-
menningssamgöngum, nýjungum
sem ekki menga umhverflð. Með
þeirri þróun verðum við að fylgjast.
Hallur Magnússon
„Að ofansögðu má það ljóst vera að
Framsóknarflokkurinn vill lægri far-
gjöld fyrir unglinga, enda er það óeðli-
legt og óréttlátt að þeir greiði sama
gjald og fullorðnir.“