Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1990, Page 26
34
MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1990.
Smáauglýsingar - Sími 27022
Ymislegt
Framleiði hliðarfellihurðir, áratuga
reynsla, hafa staðist alla ísl. veðráttu.
Framl. einnig handrið, hringstiga,
pallastiga o.fl. Járnsmiðja Jónasar, s.
91-54468, einnig á kvöldin og um helg-
ar (símsvari).
Mjög sterk gróðurhús til sölu, stærðir
frá 6,8-40 fm, með 4,2 mm gleri. Hafa
staðið af sér öll veður í vetur. Tilvalið
yfir hitapotta. Fáanleg í litum. Garð-
skálar hf., Lindarflöt 43, s. 657737.
Líkamsrækt
Golfarar. Æfmgatækið komið aftur,
_ pantanir óskast sóttar. Æfið í bíl-
skúrnum í vetur, í garðinum í sumar.
Sendum i póstkröfu. Verð 9.950. Raf-
borg sf., Rauðarárstíg 1. S. 622130.
Vermireitir
á góðu verði,
^ stærð 180x80 cm.
Uppl. í síma 91-675529.
Ferðaklúbburinn
4x4
Fundur i kvöld í Kristalsal Hótel Loft-
leiða. Sýna þarf félagsskírteinin við
innganginn. Stjórnin.
Sumartilboð: „Ultra flex“. fullkomn-
asti pressubekkur sem við höfum boð-
ið upp á, með 100 punda (44 kg) lyft-
ingasetti. Verð aðeins kr. 35.420 eða
kr. 32.940 stgr. Sendum í faxkröfu.
Hreysti hf., Skeifunni 19, 108 Rvík, s.
681717.
/ Bifhjólamenn \
hafa enga heimild
til að aka hraðar
en aðrir!
Sviðsljós
Örfá sæti laus
næsta haust
Að undanfórnu hafa Spaugstofu-
mennirnir fimm sem hvert manns-
barn þekkir setið með sveittan skall-
ann við að semja og æfa kolkhkkaðan
farsa sem þeir nefna Örfá sæti laus.
Ætlunin var að taka farsann tii sýn-
ingar á þessu ári en því hefur nú
verið frestað fram til næsta hausts
vegna húsnæðisvandræða.
Auk fimmmenninganna Karls
Ágústs Úlfssonar, Pálma Gestssonar,
Randvers Þorlákssonar, Sigurðar
Sigurjónssonar og Arnar Árnasonar
koma fram í sýningunni leikararnir
Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bessi
Bjamason, Jóhann Sigurðarsson,
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Lilja
Þórisdóttir, Rúrik Haraldsson og
Tinna Gunnlaugsdóttir. Leikstjóri er
Egill Eðvarðsson, tóniistina semur
Gunnar Þórðarson og leikmynd gerir
Jón Þórisson.
Að sögn er Örfá sæti laus hugljúfur
hvunndagsleikur með dularfulllu ef
ekki beinlínis dulrænu ívafi, að hluta
til byggður á sönnum heimiidum en
að öðru leyti argasta lygi frá rótum.
Sögusviðið er leikhús og umhverfi
þess. Á meðan á misheppnaðri sýn-
ingu á spennuleikriti stendur verða
ólíklegustu uppákomur innan sviðs
sem utan.
Sýningin á að vera fullæfð í vor og
er ætlunin að fmmsýning verði í
september og það ætti engum að
koma á óvart þóttfarsinn yrði sýnd-
ur allan næsta vetur.
Þessi mynd er tekin á sviði Þjóðleikhússins þar sem hluta af stólkosti hússins hefur verið komið fyrir til bráða
birgða. Leikarar og aðstandendur sýningarinnar eru á myndinni og hafa sumir komið sér vel fyrir í stólum hússins
fjiil
\ w mmé
^ J_Is 0$|^|p| J |
Sgý’,
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
Hvert sæti var skipað í leiguflugvél
frá spænska flugfélaginu Oasis Int-
ernational frá Keflavíkurflugvelli
fyrir páska þegar flogið var með far-
þega á vegum ferðaskrifstofunnar
Veraldar til Costa del Sol og Beni-
dorm á Spáni. Næsta ferð verður eft-
ir viku og síðan vikulega til 22. maí.
Eftir það verður flogið tvisvar í viku
til 31. október. Starfsmaður Veraldar
verður um borð í flugvélinni í hverri
ferð.
Að sögn Andra Más Ingólfsssonar,
framkvæmdastjóra Veraldar, hefur
eftirspurn verið mikil í þessar ferðir.
Farkosturinn er flugvél af gerðinni
MD-83, ný vel frá McDonnel Douglas
verksmiðjunum sem tekur 163 far-
þega í sæti.
Spænska flugvélin á Keflavikurflugvelli. Spænskar flugfreyjur buðu gestum upp á girnilegar kræsingar.
DV-myndir Ægir Már
Nýlega flufti Axis húagögn hf.
- ■ -3- iHKni nyiuiiyar i laiasxapum og SKritstofu-
húsgögnum, auk þess sem sett var upp sýnlng á nýjum steinþrykkum
eftir Tolla. Var mynd þessi tekin við opnunina. Á myndinni er myndlistar-
maðurinn Þorlákur Kristinsson (Tolli), Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra,
Eyjólfur Eyjólfsson og Eyjólfur Axelsson, en þeir eru forstjórar Axis
húsgagna.
Dorgarar verð-
launaðir fyrir
stærstu fiskana
Verðlaun fyrir stærstu fiskana í
dorgveiðikeppni Laxlóns, Veiðivon-
ar og Sportveiðiblaðsins voru aíhent
fyrir fáum dögum. Sigurður Bene-
'*rdiktsson veiddi stærsta fiskinn, sem
var 5 pund, í eldri flokki og Ingi
Sturluson veiddi þann stærsta í yngri
flokki, 3 punda fisk. Það voru Ólafur
Skúlason og Aðalsteinn Pétursson
sem afhentu verðlaunin, stöng og
hjól, veiðikort og blaðaáskrift.
-G.Bender
Olafur Skúlason, Sigurður Benediktsson, Ingi Sturluson og Aöalsteinn Pétursson hressir [ bragði eftir verðlaunaaf-
hendinguna.
DV-mynd G.Bender