Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990. Fréttir Frjáls fjölmiðlun sendi stjóm Sýnar bréf í gær: Ahugi á að ganga inn í kaup Stöðvar 2 á - vill nýta sér forkaupsréttinn sem einn hluthafa Frjáls fjölmiölun hf., sem gefur út DV, hefur lýst yfir áhuga viö stjóm Sýnar um að ganga inn í kaup Stöðvar 2 á hlutabréfunum í Sýn og nýta sér þar með forkaups- réttinn á hlutabréfunum sem félag- ið á sem einn hluthafa í Sýn. Þetta kom fram í bréfl Fijálsrar fjölmiðl- unar til stjórnar Sýnar í gær. Ástæðan fyrir þessari óvæntu ósk Frjálsrar fjölmiðlunar er sú að félagið telur að hlutabréf Sýnar hafi verið of lágt metin í saman- buröi viö verðlagningu hlutabréf- anna í Stöð 2 þegar helstu eigendur beggja fyrirtæki skrifuðu undir samning um sameiningu aðfara- nótt 4. maí síðastliðinn. Hlutabréf- in í Sýn voru metin á 50 prósent yfir nafnverði eða á sölugenginu 1,5. Hlutabréfm í Stöð 2 voru hins vegar metin á pari, genginu 1,0. Frjáls fjölmiðlun telur að það sé hagkvæmara að kaupa hlutabréf í Sýn á þessu verði en að selja þau. Innborgað hlutafé í Sýn var 108 milljónir króna. Þetta 108 milljóna hlutafé var metið á 165 milljónir í sameiningarsamningi Sýnar og Stöðvar 2. Af þessu 108 milljóna króna hlutafé á Frjáls fiölmiðlun hf. alls 10 milljónir króna. Aðrir hluthafar eru Bíóhöllin, Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðj- unnar Odda, og Hvíta húsið, gamh Sýnarhópurinn. Með því að Frjáls fiölmiðlun kaupir afganginn af hlutabréfun- um kaupir félagið hlutabréf að nafnverði 98 milljónir króna. Fé- lagið er tilbúið að kaupa þau á 50 prósent yfir nafnverði eða á sama verði og gert er ráð fyrir í sölunni til Stöðvar 2. í bréfi Frjálsrar fiölmiðlunar hf. til stjómar Sýnar hf. í gær segir að vegna fregna af samningi nokk- urra hluthafa í Sýn hf. við eigendur Stöðvar 2 telji Frjáls fiölmiðlun sig knúna til að benda á að óhjákvæmi- legt er að stjórn Sýnar bjóöi hlut- höfum í félaginu forkaupsrétt að hinum folu hlutabréfum með þeim hætti sem samþykktir félagsins áskilja. Þá segir ennfremur í bréfinu: „Tekið skal fram, að tilefni þessar- ar ábendingar okkar er það, að viö höfum fullan hug á að nýta okkur forkaupsréttinn." Undir bréfið Sýn skrifa þeir Sveinn R. Eyjólfsson stjórnarformaður og Hörður Ein- arsson, framkvæmdastjóri Frjálsr- ar fiölmiðlunar. í þeim samningum sem helstu eigendur Stöðvar 2 og Sýnar gerðu með sér um sameiningu stöðvanna er gert ráð fyrir að fyrirtækin verði sameinuð þannig að Stöð 2 kaupi öll hlutabréf í Sýn hf. Innifalið í kaupunum er fullkomið starfsleyfi, öll tæki, viðskiptasambönd, sjóöur og aðrar eignir hlutafélagsins. -JGH Kötturinn Mjása haíöi verið týnd í tvær vikur: Fannst nær dauða en líf i með snæri um hálsinn - var oröin grindhoruð og máttlaus liggjandi á víðavangi „Það voru ung hjón sem komu með Mjásu til okkar aftur. Þá hafði hún verið týnd í nákvæmlega tvær vikur. Hjónin höfðu verið í gönguferö með börnunum sínum í Elliðaárdalnum þegar þau fundu Mjásu liggjandi í grasinu. Þau sáu að snæri var bund- ið óhugnanlega strekkt um hálsinn á henni. Hún var orðin grindhoruð, slöpp og vægast sagt illa á sig komin. Við fórum með hana til dýralæknis sem sagði að hún hefði auðsjáanlega verið pínd líka. Við skiljum ekki aö einhver geti framið svona óþokka- verk,“ sögðu þau Jórunn Thorlacius og Sigtryggur Guðmundsson á heim- ili sínu í Hjaltabakka í samtali við DV eftir að hafa endurheimt heimil- isköttinn sem þau höíðu saknað í tvær vikur. „Mjása haföi greinilega verið tjóðr- uð föst einhvers staðar. Auk þess er skottið illa farið - það er þó ekki brot- ið. Snærið hafði hún nagað í sundur en lykkjuna um hálsinn, tókst henni ekki að losa af sér. Það var margfald- ur hnútur á snærinu sem herti mjög að hálsinum. Lykkjan var ótrúlega þröng. Það var hræðilegt að sjá hana þegar hún kom aftur. Ungu hjónin fundu okkur vegna þess að Mjása var merkt. Annars hefði ekkert verið hægt að fara með hana nema á Dýra- spítalann þar sem hún hefði senni- lega verið svæfð,“ sögðu Jórunn og Sigtryggur. „Mjása var alsæl þegar hún kom aftur. Þó hún sé kraftlítil er hún allt- af utan í ökkur. Hún hafði greinilega ekkert fengið að éta og ég veit ekki hvað hún heföi getað lifað lengi í við- bót. Hún drakk og drakk þegar hún kom aftur og viö urðum aö passa okkur á því að hún fengi ekki of mikið," sagöi Sigtryggur. Jórunn sagði að Mjása hrykki stundum veinandi upp úr svefni eftir þessa hræðilegu meðferö. Mjása fékk sprautu hjá dýralækni og pillur fær hún síðan með matnum sínum. Hún er nú óðum að ná sér. Þegar Jórunn og Sigtryggur fengu Mjásu fyrst sem nýfæddan kettling hafði hún verið hirt upp ásamt tveimur öðrum kettlingum einhvers staðar í Holtunum. Kona hafði fund- ið Mjásu eina lifandi - hinir kettling- arnir höfðu frosið í hel. Konan fór meö Mjásu á skrifstofu DV í Þver- holti. Þaðan var þessum lífseiga ketti komið þangað sem hann ér núna. -ÓTT Óvenjulegur matseðill: Furðufiskar besti matur Togarinn Ýmir frá Hafnarfirði hef- ur verið aö veiðum langt suður af landinu. í trollið hafa komið nokkrir fáséöir fiskar. Áhafnarmeðlimir hirtu hluta þessara furöufiska. í gær- kvöld voru þeir matreiddir í Café Óperu. Fiskamir eru hver öörum ljótari í útliti. Þeir heita trjónufiskur, broddbakur, langhali og geirnefur eöa álsnípa. Blaöamaður DV og tveir aðrir menn smökkuðu á fiskunum eftir að matreiðslumenn hofðu farið höndum um þá. Það var samdóma álit allra að tveir fiskanna fengju falleinkunn. í þeim flokki eru broddfiskur og geir- nefur eða álsnípa. Þaö er ekki vitað hvorrar tegundar fiskurinn er. Trjónufiskurinn .þótti mjög góður og fékk einkanir á bilinu 7 til 8. Lang- halinn fékk sömu einkunn hjá öllum, eöa 10. Hann reyndist vera hinn besti matur. Langhalinn er til í einhverju magni á íslandsmiðum. Hinir fisk- arnir eru fátíðir. Kötturinn Mjása heimt úr helju eftir að hafa verið týnd i tvær vikur. Hún fannst með þrönga snærislykkju, sem sést á myndinni, bundna um hálsinn. Einhver hafði tjóörað köttinn en honum greinilega tekist að naga bandið i sund- ur. Lykkjuna, sem hertist að hálsinum, tókst Mjásu hins vegar ekki að losa. Þegar hún fannst í Elliðaárdalnum var hún aðframkomin af máttleysi. Hún var merkt og tókst því að finna eigendurna. - sjá bls. 2 DV-mynd Hanna Tíö eigendaskipti og gjaldþrot á matvörumarkaðnum: Bakarar hafa tapað 30 til 50 milljónum - á síöustu tveimur árum „Það kom fram á félagsfundi hjá okkur fyrir skömmu að bakarar hafa tapað 30 til 50 milljónum króna á síðustu árum vegna gjald- þrota og eigendaskipta á matvöru- verslunum. Nú virðist vera að myndast samstaöa um að selja ekki hverjum sem er brauö. Það hafa ekki verið mynduð nein baráttu- samtök um þetta heldur viröast menn vera búnir að fá nóg,“ sagði Ingólfur Sigurösson í Bakaríinu Krás. Ingólfur sagði aö vegna þess sem á undan væri gengið væri nú svo komið að Grundarkjör við Furu- grund fengi engin brauð. „Bakari seldi þeim brauð á mánudag. Síðar voru nokkrir bak- arar sem töluðu við þann mann og bentu honum á, mjög vinsamlega, hvernig staðan væri orðin á þessu markaði. Það varð til þess að bak- arinn hætti að selja þeim brauð. Verslunin er enn innan sömu fiöl- skyldu. Ég veit ekki hvað vanskil Grundarkjörs eru mikil. Það virðist loks vera að myndast einhver hreyfing milli manna um að reyna að sporna við þessu. Það hefur stundum verið þannig að það hafa verið þrír eigendur aö sömu versluninni í einum og sama mán- uðinum. Bakarar, og aðrir sem selja þessum mönnum vörur, hafa oft farið illa út úr þessu. Þetta hef- ur verið lærdómsríkt fyrir þá sem hafa staöið í þessu,“ sagði Ingólfur Sigurðsson. Ingólfur sagði að nú virtust menn frekar vera á því að selja ekki hverjum sem er brauð, í von um skyndigróöa. Þá sagði Ingólfur aö mörg bakarí hefðu nánast orðið gjaldþrota vegna þess mikla taps sem hefur orðiö vegna gjaldþrota og eigendaskipta á matvörumark- aðnum. -sme -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.