Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990. 5 Fréttir Ný skýrsla landlæknis og meðferðarsamtaka um dæmigerð tilfelli: Fíkniefnaneytandi kostar vel á aðra milljón á ári - kostnaðurinn er hóflega reiknaður, segir yfirmaður fíkniefnadeildar Aætlaður kostnaður þjóðfélagsins á hvern virkan fíkniefnaneytanda nemur um 1,3 milljórium króna á ári, samkvæmt nýjum útreikningum frá Landlæknisembættinu og með- ferðarsamtökunum Krossgötum. Arnar Jensson, yfirmaður fíkniefna- deildar lögreglunnar, segir þessar tölur endurspegla niðurstöður úr skýrslutökum vegna skjólstæðinga fíkniefnadeildarinnar. Hann telur þó hóflega farið í þessa útreikninga. Magnús Gunnarsson hjá Kross- götum hefur haft forgöngu í því að vinna nýútkomna skýrslu ásamt landlækni. Þriggja ára ferill eitur- lyfjaneytanda er skoðaöur. og kostn- aður hins opinbera reiknaður út. Þar kemur fram að lágt reiknað sé áætl- aður kostnaður vegna dæmigerðs fíkniefnaneytanda tæparfjórar millj- ónir króna á þremur árum. Að sögn landlæknis má frá þessum tölum álykta að töluverðum fjármunum megi verja til að koma í veg fyrir slík- an feril og endurhæfa þá er hafa orð- ið vímuefnum að bráð. í skýrslunni er tekið dæmi um ákveðið dæmi eins neytandá og selj- anda. Þar kemur fram að kostnaður vegna vímuefnameðferðar og sjúkra- hússdvalar var aðeins um 250 þús- und krónur en aðstoð frá Félags- málastofnun nam 155 þúsundum. Dvöl í fangelsi í sjö mánuði kostaði þjóðfélagið rúma eina og hálfa millj- ón, önnur fjárhagsaðstoð var um 600 þúsund og vangoldin opinber gjöld ásamt öðrum skuldum voru um 200 þúsund krónur. Tjón vegna stolinna verðmæta og ávísanafals kostaði aðra um 130 þúsund. Þetta eru sam- tals tæpar þrjár milljónir. Kostnað- artölur vegna auðgunarbrota eru mjög hóflega áætlaðar þar sem sann- að er að fíkniefnaneyslu tengjast verulega mörg afbrot til að fjár- magna fíkniefnakaup. Töpuð vinnulaun, sem telst fram- leiðslutap, eru reiknuð á röskar 1,6 milljónir á þremur árum. Þessu til frádráttar eru 600 þúsund krónur sem neytandinn varði til áfengis- kaupa og greiddi því til ríkisins. Út- koman verður því 3,9 milljónir, sem fíkniefnaneytandinn kostar þjóðfé- lagiö. Undanskilið í útreikningunum eru kostnaðarþættir vegna dóms- og löggæslu og sjúkrasamlagskostnað- ar. Ofan á bætist það tjón sem ein- staklingurinn hefur valdið öðrum ungmennum með innfíutningi og sölu á fíkniefnum - en það vérður ekki metið til fjár. Magnús Gunnarsson er forstöðu- maður samtakanna Krossgötur en það er sjálfseignarstofnun sem sér um rekstur og fjáröflun áfangaheim- ilis Krossins. Magnús sagði í samtali við DV að tíu einstaklingum væri hjálpað á ári í svokallaðri eftirmeð- ferð - að lokinni dvöl hjá SÁÁ. Land- læknir og forvarnarfulltrúar lögregl- unnar telja samtökin spara þjóðfé- laginu margar milljónir á ári. Sam- tökin hafa þrisvar sinnum óskað eft- ir að komast inn á fjárlög ríkisins en þeim óskum hefur aldrei verið svar- gð. -ÓTT Breiðafjarðarferjan Baldur við bryggju í Stykkishólmi. DV-myndir Valdimar Koma nýju BreiöaQaröarferjunnar Baldurs: Gjörbreytir samgöngum við Vestfirði Valdimar Hreiðarsson, DV, Stykkishólmi: Það var dagurinn langþráði er nýi Baldur kom til Stykkishólms. Bær- inn skartaði sínu fegursta, fánar voru dregnir að hún og bæjarbúar fjölmenntu niður að höfn til að fagna nýja skipinu. Veðurguðirnir virtust samfagna bæjarbúum því að þetta var einn fegursti dagurinn sem hér hefur komið í langan tíma. í ræðu sem bæjarstjórinn, Sturla Böðvarsson, hélt við móttöku ferj- unnar kom m.a. fram að koma Bald- urs markaði nýjan tíma í flutningum og ferðum á Breiðafirði og táknaði það að Stykkishólmur yrði enn þýð- ingarmeiri sem samgöngumiðstöð. Hann lýsti því að bæjarbúar og stjórn bæjarins hefðu trú á þessu fyrir- tæki, sem gjörbreytti samgöngum við Vestfirði, og þvi hefði verið ráðist í kostnaðarsama hafnargerð sem var nauðsynleg til að ferjan gæti athafn- að sig hér í Stykkishólmi. Ferða- mannaþjónusta hefur verið mjög vaxandi hér og er Baldur mikilvægur liður í þeirri uppbyggingu sem tengir Vesturland og Vestfirði. Þess er að vænta að samstarf muni aukast milli þessara landshluta sem nú tengjast með nýrri ferju sem gjörbreytir allri aðstöðu fyrir ferðamenn jafnt sem þá sem sinna vöruflutningum á landi. Alþjóðleg f rímerkjasýning á Dalvík Geir A. Guðsteinsson, DV, Dalvflc Nýlega var opnuð í íþróttahúsinu á Dalvík alþjóðleg frímerkjasýning sem bar heitið Dalsýn 1990. Að sýningunni stóð AKKA, félag frímerkjasafnara á Dalvík og ná- grenni. Þetta er stærsta frímerkja- sýningin, sem haldin hefur verið hér á landi, þegar frá er talin alþjóðleg frímerkjasýning sem bar heitið NORDIA1984 sem var haldin í Laug- ardalshöOinni í Reykjavík. Sýnendur voru milli 40 og 50, bæði innlendir og erlendir og rammafjöldi nálægt 190. Sýningin skiptist í heið- ursdeild, kynningardeild og sam- keppnisdeild. Sýningardagana var opið pósthús og þar notaður sérstak- ur póststimpill sem tengdist sýning- unni. Á laugardag var landsþing LÍF, landssambands ísl.frímerkj asafnara, haldið og var Hálfdán Helgason Reykjavík kjörinn formaður samtak- anna. Leiðrétting við Kosningar í Neskaupstað Smári Geirsson, sem skipar efsta tali viö Smára. í viðtalinu stóð; „Við \jera slæm.“ Smári Geirsson er beð- sæti framboðslista Alþýðubanda- skuldum of mikið án þess að staðan inn velvirðingar á þessum mistökum lagsins í Neskaupstað, hefur óskað sé fjarri því að vera slæm.“ Rétt er blaðamanns. eftir að leiðrétt verði mistök sem setningin á þessa leið: „Við skuldum -sme blaðamaður gerði við frágang á við- of mikið þó staðan sé fjarri því að PANOSONK OPEN 1990 VERÐUR HALDIÐ 12. MAÍ Á HVALEYRARVELLI KEPPNISFYRIRKOMULAG: Stableford punktakeppni (7/8) 1. VERÐLAUN: Panasonic SG-HM10 hljómtækjasamstæða 2. VERÐLAUN: Panasonic KXT-2386 sími með símsvara 3. VERÐLAUN: RXF-T500 ferðaútvarp með tvöföldu kassettutæki Fyrir að vera næslur holu á 6., 11., 14., 16 og 17 braut 6. braut: Panasonic RF-502 ferðaútvarpstæki 11. braut: RF-502 ferðaútvarpstæki 14. braut: ES-862 rakvél 16. braut: RF-1630 ferðaútvarpstæki 17. braut: KXT-2342 sími Aukaverðlaun fyrir að fara holu i höggi á 17. braut: Panasonic NV-MC20 fullkomin videomyndavél fyrir golfara. Ræst verður út frá kl. 08.00. w Skráning og upplýsingar verða föstudaginn 11 skálanum, simi 53360. mai i o JAPIS HF. - PANASONIC - HEKLA HF. - GOLFKLÚBBURINN KEILIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.