Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Page 9
FÍMMTUDÁGUR 10. MaÍ 19£ g 9 Útlönd Frá mótmælum stúdenta í Kína á síðasta ári en nú hefur 211 mönnum verið sleppt. Símamynd Reuter Andófsmenn leystir úr haldi Kínversk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau hefðu sleppt 211 mönnum úr fangelsi, þ. á m. þekktum andófs- mönnum sem handteknir voru fyrir að hafa tekið þátt í lýðræðishreyfing- unni á síðasta ári. Kínverska fréttastofan sagði að fangarnir hefðu fengið væga meðferð og fengið frelsi sitt aftur þegar rann- sókn var lokið en hún varaði jafn- framt við því að þeim yrði harðlega refsað ef þeir héídu áfram að haga sér illa og sæju ekki að sér. Vestræn mannréttindasamtök áætla að þúsundir manna hafi verið fangelsaðar þegar yfirvöld hófu her- ferð til að finna gagnbyltingarsinna eftir atburðina í júní á síðasta ári. Nokkrum leiðtogum lýðræðis- hreyfingarinnar tókst að flýja frá Kína og komast til landa eins og Bandaríkjanna, Frakklands og ann- arra vestrænna landa. Nafn aðalleið- toga lýðræðishreyfingar stúdenta, Wang Dan, var ekki meðal þeirra sem látnir voru lausir og er talið að hann sé enn í fangelsi. Talið er að með því að láta alla þessa fanga lausa sé Kína að reyna að ná sáttum aftur við vestrænar þjóðir, sérstaklega Bandaríkin sem munu innan mánaðar ákveða hvort þau muni halda áfram að veita Kín- verjum hagstæð viðskiptakjör. Ef Bandaríkjamenn ákveða að gera það ekki mun innflutningur á kínversk- um vörum til Bandaríkjanna minnka talsvert vegna viðskiptahindrana. Reuter Stjórnmálakreppa á ný í Færeyjum Sveiney Sverrisdóttir, DV, Færeyjum; Nú er aftur kominn skjálfti í sam- starf stjórnarflokkanna í Færeyjum vegna tillögu um breytingu á nýjum lögum um skiptingu aflans. Fyrr í vor voru samþykkt lög um að frystihúsin skyldu fá ákveðið pró- sentuhlutfall af aflanum. Um mánaðamótin lagði þriggja manna nefnd, sem í átti sæti sjávar- útvegsráðherrann Jogvan I. Olsen úr Sambandsflokknum, tillögu um breytingu á lögunum sem felur í sér að horfið verði núverandi skiptingu en ákveðnum tonnafjölda úthlutað til frystihúsanna í staðinn. Pauli Ellefsen, formaður Sam- bandsflokksins, eins af þremur stjórnarflokkunum, krefst þess aö tillagan verði dregin tilbaka. Óþarfi er að segja að hann var einn helsti hvatamaöur að lögunum frá því fyrr í vor. Hinir stjórnarflokkarnir eru ósamþykkir því að tillagan verði dregin til baka og hótar Pauli Ellefs- en því nú að Sambandsflokkurinn muni slíta stjórnarsamstarfinu. Ekki er víst að hægt verði að taka málið fyrir áður en þingi verður sht- ið því að tillagan er ekki tilbúin. Þing kemur næst saman á Ólafsvöku, um mánaðamótin júlí/ágúst. Lögmaður Færeyja, Jogvan Sund- stein, hefur boðað fund með for- mönnum stjórnarflokkanna til að reyna að leysa deiluna. Ágreiningur einkenndi hátíðahöldin Sovéski herinn hélt í gær upp á uppgjöf Þjóðverja í síðari heimsstyrj- öldinni en hátíðahöldin einkenndust þó af þeim deilum sem snúist hafa kringum herinn. Ágreiningurinn kom greinilega fram í ræðu varnarmálaráðherrans, Dmitri Jazovs, á Rauða torginu í Moskvu. Annars vegar minntist hann á þá hættu sem væri yfirvof- andi en hins vegar þörfina á breyt- ingum innan hersins. Ráðherrann sagði hernaðarlega hættu enn vera yfirvofandi og að Sovétríkin þyrftu að varðveita herstyrk sinn en tók það jafnframt fram að mikil og jákvæð breyting hefði orðið í alþjóðlegum samskiptum. Það þótti greinilegt að Jazov var að reyna að fara milliveginn. Heyrst hafa háværar gagnrýnisraddir vegna aukinna hemaðarútgjalda en innan hersins gætir einnig óánægju með umbótastefnuna í Sovétríkjunum. Síðast um helgina kom það greini- lega fram á fundi gamalla herfor- ingja og Sovétleiðtogans að óánægja ríkir með umbótastefnuna. En þrátt fyrir það lagði Gorbatsjov á það áherslu í fyrradag, daginn fyrir her- sýninguna á Rauða torginu, að her- inn gæti ekki látið sig engu skipta þær umbætur sem boðaðar hafa ver- ið í þjóðfélaginu. Sjálf hersýningin tók aðeins hálfa klukkustund og var hún frábrugðin öðrum hersýningum 10. maí í Sovét- ríkjunum að því leyti að engir gaml- ir hermenn gengu yfir torgið. Mest bar á þeim brynvörðu herbílum sem taldir eru gegna mikilvægu hlut- verki. En einnig mátti sjá herbíla frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. í sjónvarpsútsendingu af hersýn- ingunni var nokkrum sinnum Stillum hraða í hóf og HUGSUM FRAM Á VEGINN! yUMFERÐAR RAÐ HÁMARKSGREIÐSLUR vegna sérfræðilæknishjálpar Frá 1. maí 1990 til ársloka skulu hámarksgreiðslur sjúkra- tryggðra, armarra en elli- og örorkulífeyrisþega, vegna sérfræðilæknishjálpar, röntgengreininga og rannsólma, miðast við kr. 8.000. Gegn framvísun kvittana fyrir greiðslum þessum hjá skrif- stofu Tryggingastofnunar ríkisins, Tryggvagötu 28, Reykjavík, fá sjúkratryggðir skírteini, sem undanþiggja þá frekari greiðslum til áramóta. Kvittanirnar skulu auk nafns útgefanda bera með sér teg- und þjónustu, fjárhæð, greiðsludag, nafn og kennitölu hins sjúkratryggða. Tryggmgastofnun ríkisins. Sovéskir hermenn ganga yfir Rauða torgið ígær. Moskvu á hersýningunni þar Simamynd Reuter minnst á þær væntingar sem menn hafa vegpa fyrirhugaðs fundar Bush Bandaríkjaforseta og Gorbatsjovs en samtímis var bent á það að eldflaug- ar og flugskeyti væru kjarninn í vörnum Sovétríkjanna jafnvel þótt aðstæðurnar væru breyttar. Hátíðahöldin í gær veittu Rauða hemum ágætt tækifæri til að láta í ljósi skoðanir sínar á ríkjandi ástandi og vilja til umbóta. Á síðustu árum hafa bæði ungir liösforingjar og óbreyttir borgarar lýst yfir auk- inni óánægju með aukin hernaðar- umsvif. Kröfurnar um minni at- vinnumennsku í hernum heyrast æ oftar og óánægjan með aðbúnað her- mannanna hefur breiðst út. Sífellt fleiri liðsforingjar eru sagðir hafa haft samband við þá róttæku þing- menn sem lýst hafa eftir nýju hlut- verki hersins. FNB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.