Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Síða 11
FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990. 11 Athugasemd við grein Páls Kr. Pálssonar: samstarfsverkefni Slitá Nýlega birtist við hlið forystu- greinar ritstjóra DV grein eftir for- stjóra Iðntæknistofnunar íslands, Pál Kr. Pálsson, um sjónarmið hans og að því er virðist starfs- manna stofnunarinnar vegna slita á samstarfi milli Blönduósbæjar og Iðntæknistofnunar um verkefnið „Blönduós - ný atvinnutækifæri". Þar sem í mörgu er hallað réttu máli og undirrituðum gerðar upp skoðanir er óhjákvæmilegt að stinga niður penna og gera í stuttu máh grein fyrir staðreyndum máls- ins. Aðdragandinn Þann 12. júlí 1989 gerði ég sam- komulag við kaupfélagsstjóra Kaupfélags Húnvetninga um að verja kr. 300.000 hvor aðili, bær og kaupfélag til að heíja undirbúning að fjölgun atvinnutækifæra í hér- aðinu. Síðar gerðist verkalýðsfélag Austur-Húnvetninga fjárhagslegur ábyrgðaraðili að verkefninu og ná- grannasveitarfélög lýstu vilja sín- um til að standa að því. Stefnumótun fram- kvæmdarinnar Með bréfi dags. 4. sept. 1989 gerði fulltrúi Iðntæknistofnunar, sem fenginn var til að veita verkefninu forstöðu, grein fyrir því hvemig hann vildi stilla upp verkefninu sem hann nefndi „Blönduós - ný atvinnutækifæri". Jafnframt lagði hann fram kostnaðaráætlun vegna verkþáttanna. Einnig tímaáætlun hvers áfanga fyrir sig, þannig leit dæmið út. 1. Undirbúningur og kynning - Lokið 22.09.’89 - Kostn- aður kr. 159.600.2. Upplýsingaöflun og úrvinnsla - Lokið 24.11.’89 - Kostnaður kr. 584.400. 3. Stefnu- mótun - Lokið 15.01. '90 - Kostnaður kr. 230.400. Veita átti 10% afslátt kr. 97.440. Á verkið var lagður 12% söluskattur. - Eða samtals kr. 973.368 til greiðslu. Þessi áætlun var samþykkt enda féll hún að því fjármagni sem var til ráðstöfunar. Framkvæmdin Vinna við 1. áfanga verkefnisins fór vel af stað. Þegar leið á haustið fóru að koma fram alls konar sjúk- dómar á framkvæmdinni. Kjallaiinn Ófeigur Gestsson bæjarstjóri 1. Tímaáætlun Iðntæknistofnunar hrundi. 2. Lofuðum tímasettum viðtölum við fulltrúa atvinnulífs var ekki sinnt. 3. Fundir illa eða óundirbúnir og ákvarðaðir fyrirvaralítið. 4. Fundur boðaður meö utanað- komandi aðilum sem komu langt að, á þann fund komu þrír fulltrúar frá Iðntæknistofnun, allt óundirbúið. Fundurinn ekki skilgreindur fyrirfram hvorki einstök verkefni hans eða mark- miö (niðurstaða, væntingar). Það er rangt hjá Páli Kr. ... að þessi mál hafi ekki verið rædd. Þau voru rædd ítarlega en heimamönnum ofbauð. Hér stóðu heimamenn frammi fyrir því að greiða næsta áfanga, um 600 þús. Fleiri ómarkvissir fundir, óundirbúnir. Hreinn tíma- og pen- ingaaustur. Fullt samráð var haft við þá aðila í verkefnisstjórninni sem báru fjár- hagslega ábyrgð á verkefninu, alla ábyrgðaraðilana. Það má einnig koma fram úr því á annað borð kosið er að skattyrðast á síðum DV, að gagnrýni og athuga- semdir samstarfsaðilanna voru ekkert síðri en mínar um fram- gangsmáta verkefnisins af hálfu Iðntæknistofnunar. Með bréfi Páls Kr. til undirritaðs 23. feb. 1990 kem- ur fram sú skoðun hans að röö mistaka hafi valdið því að upp úr samstarfmu slitnaði. Ekki var gerð grein fyrir þeirri mistakaröð. Gefið er í skyn að ein af ástæðunum fyrir því að upp úr slitnaði, hafi verið mismunandi skoöanir á því hvers konar nýsköpún sé nauðsyn- legt að leggja áherslu á, í fyrr- nefndu bréfi eru mér gerðar upp skoðanir og þær endurteknar í grein Páls Kr. sl. fimmtudag. Þessi skoðanatilbúningur forstjórans er fráleitur og má honum vera það fullljóst eftir að hafa lesið svarbréf mitt til hans (sem áður er getið). Þá er jafnfráleitt að halda því fram að ólík sjónarmið um eflingu at- vinnulífs hafi ráðið einhverjum slitum verkefnisins því aðeins í upphafi þessa verkefnis voru mín sjónarmiö viðruð, þau eru þessi, (komu fram í fyrrnefndu svar- bréfi): 1. Efla skal það sem fyrir er. 2. Bæta skal við það sem fyrir er. 3. Kaupa inn fyrirtæki sé þess kost- ur. 4. Leita nýrra tækifæra. Þessi voru sjónarmið mín í upphafi og eru enn. Eftirmáli: í niðurlagi greinarinnar 24. apríl segir Páll Kr. að lítið hafi gerst í áformum um aö efla ný atvinnu- tækifæri á Blönduósi síðan sam- starfsverkefninu var slitið og í mydnatexta meö greininni segir. „Lítið gert í að efla ný atvinnu- tækifæri á Blönduósi”. Hér er sleg- ið upp fullyrðingum af einstakri óskammfeilni sem furðulegt er að forstjóri Iðntæknistofnunar skuli leyfa sér að láta frá sér fara. Þessi ummæli bera vott um vanþekkingu þess manns sem betur ætti að vita. A.m.k. hlýtur myndatexti að vera frá öðrum kominn. Á Blönduósi hefur verið unnið að margvíslegum verkefnum, bæði fyrr og síðar. Einnig eftir að sam- starfinu við Iðntæknistofnun var slitið. Nei, fullyrðingar af þessu tagi eru til þess að skemmta skratt- anum, Páll minn, þær skila engum árangri. Niðurstaða Forstjóri Iðntæknistofnunar ís- lands, Páll Kr. Pálsson, býður til samstarfs aö nýju á síðum DV, um leiö gerir hann mönnum upp skoð- anir og skrökvar til um meðferð mála. Hér er skólabókardæmi um það hvernig ekki á að standa að málum. Ég læt málatilbúnað þenn- an liggja milli hluta. Við skulum horfa á það sem aðalatriöi aö boðið er til samstarfs sé þess óskað af hálfu heimamanna. Þrátt fyrir ýmislegt sem betur hefði mátt ósagt í títtnefndri fimmtudagsgrein. eru heimamenn tilbúnir aö taka málið upp að nýju, að vísu er óeðlilegt að gera það á síðum DV en úr því forstjórinn tel- ur þaö heppilegan vettvang get ég einnig sagt á þessum sömu síðum að hann er velkominn til Blönduóss að spjalla um atvinnumálaverkef- nið, ekki fortíðina heldur framtíð- ina. Það skulum við gera yfir kaffi- bolla með fulltrúa verkalýðsfélags Austur-Húnvetninga og Kaupfé- lags Húnvetninga. Ef til vill lítum viö saman á fjölbreytt atvinnulíf Blönduóss á eftir og veltum vöng- um yfir aðgerðum sem til bóta mega vera fyrir fyrirtæki og gott mannlíf á Blönduósi. Vertu hjart- anlega velkominn! F.h. samstarfsaðila á Blönduósi, Ófeigur Gestsson. Lyktarlaus hvítlaukur Eina lyktarlausa hvítlauksafurðin með allicini. Varist eftirlíkingar © ÍSLENSKA VÖRUSALAN BORGARTÚNI28-104 REYKJAVÍK SlMI: 624522 Úrval tímarit fyrir alla „Hér stóðu heimamenn frammi fyrir því að greiða næsta áfanga, um 600 þús. Fleiri ómarkvissir fundir, óundir- búnir. Hreinn tíma- og peningaaustur.“ VÍSINDASTYRKIR ATLANTSHAFSBANDALAGSINS 1990 Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja unga vísindamenn til rannsókna eða náms- dvalar við erlendar vísindastofnanir í aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á einhverjum eftirtalinna sviða: Náttúruvísindum, líf- og læknisfræði, hug- og fé- lagsvísindum og verkfræði. Umsóknum um styrki af fé þessu - ,,Nato Science Fellowships“ - skal komið til Vísindaráðs, Bárugötu 3, 101 Reykjavík, fyrir 10. júní nk. Þeim skulu fylgja stað- fest afrit prófskírteina og meðmæla, svo og upplýsingar um starfsferil og ritverkaskrá. Umsóknareyðublöð fást hjá Vísindaráði, Bárugötu 3. Afgreiðslutími þar er kl. 10-12 og kl. 14-16 daglega. VINIMUSKÓLI REYKJAVÍKUR Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa í byrjun júní nk. I skólann verða teknir unglingar fæddir 1975 og 1976 sem voru nemendur í 7. og 8. bekk grunn- skóla Reykjavíkur skólaárið 1989-1990. ERÐFRA Hátalarar verð frá kr. 1.980,- stgr. parið. Einnig kraftmagnarar og tónjafnarar á verði sem seint verður slegið út. Umsóknareyðublöð fást í Ráðningarstofu Reykjavík- urborgar, Borgartúni 3, sími 62 26 48 og skal um- sóknum skilað þangað fyrir 18. maí nk. Nauðsynlegt er að gefa upp kennitölu. Vinnuskólinn býður ennfremur störf á Miklatúni fyrir fatlaða einstaklinga sem þurfa mikinn stuðning í starfi. Takmarkaður fjöldi í hóp. VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR SJÓNVÖRP, MYNDBANDS-, HLJÖMFUJTNINOS-, FIRÐA-, BÍLTJUQ O.FL. Faxafeni 12, sfmi 670420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.