Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Page 13
FIMMTUDAGUR 10. MÁÍ 1990.
13
Þegar mjólkurbúðir lögðust at:
Muna menn loforðin?
Svava Guðmundsdóttir skrifar:
í morgunútvarpi rásar 2 í morgun,
föstud. 4. þ.m., var rætt við Magnús
E. Finnsson um áfengisútsölu í mat-
vöruverslunum. Taldi hann alla
kosti við það fyrirkomulag. Og ekki
myndi áfengið hækka í verði. Yrði
til mikilla hagsbóta fyrir neytendur.
Hann tók sem dæmi þegar mjólk-
urbúðirnar voru lagðar niður og far-
ið að selja mjólkina í matvöruversl-
unum. Þetta var góð viðmiðun, eða
hitt þó heldur! Muna neytendur ekki
eftir öllum fögru loforðunum um að
engar skyldu hækkanir verða við þá
breytingu? -. Bara ef kaupmenn
fengju mjólkina!
En hvemig eru efndirnar? Starfs-
menn Mjólkursamsölunnar aka allri
mjólk til kaupmanna, bera hana inn
í kæli og taka burt mjólk sem ekki
hefur selst þannig að engan skaða
bera kaupmenn. Allir sem kaupa
mjólk verða að sækja hana sjálfir og
oftar en ekki lengst eða innst í versl-
unina svo að eitthvað annað verði
nú keypt í búðinni.
En ekki nóg með það. Álagningin
er orðin allt of mikil, þrátt fyrir öll
stóru loforðin. Hvemig væri að Ell-
ert Schram ritstjóri skrifaði nú svo
sem einn pistil um raunhæfan ágóða
almennings af þessum „framförum“
sem hann barðist fyrir á sínum tíma
á þingi? DV gæti svo gert könnun á
verði til bænda þá og nú og hins veg-
ar álagningu kaupmanna þá og nú.
Kannski DV fyndi þá eitthvað já-
kvætt fyrir bændur - svona rétt til
tilbreytingar?
Lesendasíða DV kannaöi þá hlið sem
snýr að kaupmönnum. Hjá Kaup-
mannasamtökum íslands varð fyrir
svörum forstjórinn og sá aðih sem
Magnaðir armbaugar
Á. J. skrifar:
Ég er alveg í sjöunda himni yflr
segularmbandi eða „armbaug" sem
ég keypti í Heilsuhúsinu í Kringlunni
um daginn. Síðan ég fór að ganga
með armbauginn um úlnhðinn hefur
mér Uðið allt öðruvísi en áður, losn-
aði við verki í öxlum og aftan á hálsi
og hef verið sallaróleg og góð á taug-
um þótt eitthvað hafi bjátað á.
Það er áreiðanlega armbaugurinn,
frekar en eitthvað annað sem hefur
bætt heilsuna hjá mér því að t.d. sat
ég nýlega næstum heilan dag við
borð bograndi yfir vinnu sem ég
þurfti nauðsynlega að ljúka við. Þetta
hefur hingað -til verið alveg dæmi-
gerð stelling til að fá hræðilegan axla-
og hnakkaverk, jafnvel svo dögum
skiptir. - En ég fann ekki fyrir neinu
á eftir.
Kunningjafólk mitt, sem keypti sín
armbönd á Mallorca áður en farið
var að selja þau hér, segir að þar
fáist þau í hverju apóteki og bæði
íbúarnir og ferðamenn viti um lækn-
ingamáttinn. Mér finnst undarlegt
að þetta skuli ekki vera betur kynnt
hér. Margir eru stressaðir og með
alls konar vöðva- og beinverki. Ef
Lesendur
Svava vitnar til í morgunútvarpi
Rásar 2, Magnús E. Finnsson.
í svari hans kom fram að álagning
kaupmanna hefði einmitt lækkað
miðað við það sem áður var þegar
Mjólkursamsalan skammtaði sér
17%. Nú sé álagningin 12%. Þetta
fyrirkomulag, að hafa mjólkina í al-
mennum matvöruverslunum, sé til
hagsbóta fyrir alla. Á sínum tíma
ætlaði allt um koll að keyra vegna
þessarar fyrirætlunar og töldu sumir
að hér væri hið versta mál á ferð-
inni, ætti jafnvel eftir að bitna á ung-
börnum. Svo hafi þó farið að allir
hafi löngu sæst á núverandi fyrir-
komulag. Það skyldi þó ekki verða
svipað uppi á teningnun ef farið væri
að selja áfengt öl og létt vín í mat-
vöruverslunum?
eitt svona armband sem kostar
kannski ekki nema um 3 þúsund
krónur getur látið manni líða miklu
betur því þá ekki að fá sér það? -
Maður gleymir að taka pillur og gera
æfingar en ef maður gengur alltaf
með svona armband, og ef það leysir
vandann, þá held ég að margir vildu
gjarnan vita af þvi.
Ég held að það séu nógu margir
búnir að sannreyna hvað þau eru
heilsubætandi til að hafa þau til sölu
í hverju apóteki um allt land.
3 Olfufélagiðhf
ADALFUNDUR
Aðalfundur Olíufélagsins hf.
verður haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal,
fimmtudaginn 17. maí 1990 kl. 14.
DAGSKRÁ:
1. Fundarsetning.
2. Kosinn fundarstjóri og ritari fundarins.
3. Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra um starf-
semi félagsins s. I. starfsár.
4. Ársreikningar félagsins fyrir liðiö starfsár, ásamt
skýringum endurskoðenda lagðir fram til sam-
þykktar.
5. Tillögur stjórnar félagsins um arð fyrir árið 1989.
6. Ákveðin þóknun til stjórnar félagsins og endur-
skoðenda.
7. Tillaga félagsstjórnar um útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa.
8. Stjórnarkosning.
9. Kosning endurskoðenda.
10. Önnur mál.
LÍF í TUSKUNUM
MEÐ
OHusqvarna
PRISMA 1100 ER HREINT
ÓTRÚLEG SAUMAVÉL
liiilll
Kynnum í Ikea, Kringlunni, nýjasta tækni-
undur Husqvarna, Prisma 1100 sauma-
tölvuna.
©Husqvarna
meira en venjuleg saumavél
Söluumboð i Reykjavik
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16
Umboðsmenn um allt land
HEILDVERSLUNIN
VOLUSTEINNhf
SUÐURLANDSBRAUT 16 SfMAR 30380 og 39135