Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Síða 15
FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990.
15
Fyrirheit í ferðaþjónustu
2. maí sl. birtist hér í DV grein
eftir undirritaða þar sem raktir
voru ókostir álvers, sem því miður
virðist eina úrræði stjórnvalda í
uppbyggingu atvinnu hér á landi.
Landsmenn verða að skoða hug
sinn rækilega um það hvort þeir
vilja kaupa lítils háttar aukningu
hagvaxtar því verði sem stóriðja
kostar. Er það tilvinnandi að fá
yfir sig stórauknar erlendar skuld-
ir, skyndilega þenslu í efnahagslíf-
inu, röskun á vinnumapkaðinum,
úlfúð milli landshluta og umhverf-
ismengun?
10 milljaröa
tekjur af ferðamönnum
í áróðri fyrir álverinu er sífellt
vitnað í skýrslur, þar sem spáð er
auknum hagvexti, meiri kaupmætti
og minna atvinnuleysi en ella, ef
ekkert yrði úr álveri. Engu er hins
vegar spáð um árangur, ef hugað
væri að öðrum atvinnukostum.
Ein vænlegasta atvinnugrein okk-
ar nú er ferðaþjónusta, sem hefur
vaxið ótrúlega og skilaö nálægt 10%
af gjaldeyristekjum okkar á síðasta
ári. Beinar tekjur af ferðamönnum
voru á þvi ári áætlaðar um 10 millj-
arðar og má með gildum rökum
fullyrða að unnt væri að tvöfalda
þær tekjur með markvissri upp-
byggingu án þess að oíbjóða þoh
landsins, ef rétt væri að staðið.
123% aukning ársverka
Fjöldi erlendra ferðamanna hér á
landi hefur vaxið geysilega á síðari
árum og íslendingar sjálflr ferðast
æ meira um eigiö land, sem ekki
er síður gleðilegt. Á síðasta ári
komu um 131 þúsund útlendingar
hingað til lands, sem er um 82%
aukning frá 1981.
Öllu merkilegri staðreynd er þó
hvernig og hvar þessi aukning
ferðamanna hefur nýst lands-
Kjallarinn
Kristín Halidórsdóttir
starfskona Kvennalistans
mönnum. Samkvæmt heimildum
Hagstofu íslands voru skráð 554
ársverk viö hótel- og veitingarekst-
ur á landsbyggðinni árið 1981 en
áriö 1987 voru þau orðin 1237. Á
höfuðborgarsvæðinu voru þau tal-
in 1450 árið 1981 en árið 1987 voru
þau talin 1998. Þannig hefur aukn-
ing ársverka á landsbyggðinni orð-
ið um 123% í þessum greinum á
árunum 1981-1987 en 38% á sama
tíma á höfuðborgarsvæðinu.
Ferðaþjónusta styrkir
landsbyggðina
Þessi mikli vöxtur í hótel- og veit-
ingarekstri á landsbyggðinni er
enn merkilegri fyrir þá staðreynd
að á sama árabili jókst heildarfjöldi
ársverka aðeins um 13,4% utan
höfuðborgarsvæðisins en innan
þess um 27%.
Þessi aukning hefur vitanlega
einnig skilað sér í öðrum störfum
tengdum ferðamennsku, svo sem í
fólksflutningum, ferðaleiösögn,
verslun og þjónustu af ýmsu tagi.
Ferðaþjónusta bænda á ekki lít-
inn þátt í þessari þróun, en þar
hefur verið byggt upp af forsjálni
og myndarskap, og er óhætt að full-
yrða að fátt hefur skilað sér betur
til mótvægis við samdráttinn í
hefðbundnum búgreinum.
Vægi ferðaþjónustu á lands-
byggðinni er því umtalsvert og
mikilvægt að ráðamenn, bæði í
sveitarstjómum og landsstjórn,
átti sig vel á fyrrgreindum stað-
reyndum.
Framsýn og arðbær
fjárfesting
Vissulega þarf að fara að öllu meö
gát í þessu efni sem öðrum. Aukin
ferðamennska hefur þegar markað
sín spor í landinu. Vaxandi umferð
veldur átroðningi og jafnvel land-
spjöllum, þegar verst lætur, og svo
er nú komið að nokkrir fjölsóttir
staðir hggja undir skemmdum.
Slíkum stöðum gæti hreinlega
þurft að loka eða telja inn á þá,
nema gerðar verði þær ráðstafanir
sem hindrað geti spjöll af völdum
ferðamanna.
Á öllum sviðum umhverfismála
er mjög brýnt að taka duglega til
hendinni. Um það þarf þjóðarsátt
og þjóðarátak. Kostnaður við slíkt
átak og viðhald þess yrði aðeins
lítið brot af því sem uppbygging
stóriðju mundi kosta.
Raunar má fullyrða að myndar-
legt átak í umhverfismálum um
allt land væri arðbærari og fram-
sýnni fjárfesting en margt það sem
menn kasta hundruðum milljóna í
undir merkjum byggðastefnu.
Af öðrum verkefnum til upp-
byggingar ferðaþjónustu má nefna
aukna og samræmda menntun
starfsfólks í ferðaþjónustu, aukna
öflun og miðlun upplýsinga og ráð-
gjöf fyrir þá sem vilja hasla sér
völl í þessari grein.
Á öllum þessum sviðum er mikið
verk óunnið, en ástandinu mætti
gjörbreyta ef stjórnvöld leyfðu lög-
boðnum tekjustofni aö renna
óskertum til ferðamála. Því miður
hefur skammsýnin ráðiö ferðinni
til þessa.
Ævintýri og svaðil-
farir óskast
Margt bendir til að þróunin í
ferðamennsku sé íslandi í hag. Við
getum aldrei keppt við önnur lönd
um hylli sóldýrkenda né áhuga
þeirra sem vilja líta markverð
mannanna verk. Nú er hins vegar
vaxandi áhugi á einhverju óvenju-
legu og ævintýralegu, jafnvel hæfi-
legum svaðilfórum. Og í heimi vax-
andi mengunar er íslenskt um-
hverfi ómetanlegt. Vandinn er að
varðveita það og bæta fyrir þau
spjöll sem orðin eru. Það þurfum
við að .gera áður en við förum að
kynna landið sem ímynd hrein-
leika og umhverfisverndar.
Við eigum einnig mikla mögu-
leika ónýtta á sviði heilsuræktar
þar sem hitinn í iðrum jarðar er
sú auðlind sem sækja ber í. Þar er
fólginn helsti möguleikinn til upp-
byggingar sem getur nýst á öllum
tímum ársins.
Óskiljanlegt áhugaleysi
Ferðaþjónustan hefur svo marga
kosti að áhugaleysi ráðamanna um
uppbyggingu hennar er óskiljan-
legt. I raun hafa stjórnvöld hindrað
eðlilega uppbyggingu á ýmsan
máta, ekki aðeins með árvissum
niðurskurði lögboðins tekjustofns
til ferðamála, heldur einnig með
óeðlilegri álagninu skatta. Flug-
vallarskattur er hér geysilega hár,
og matarskatturinn illræmdi ofan
á hátt grundvallarverð matvöru
hefur reynst veitingaþjónustunni
þung byrði.
Þrátt fyrir allt þetta hefur ferða-
þjónustan dafnaö ótrúlega vel, og
við hljótum að vera bjartsýn með
tilliti til alls sem að framan er sagt.
Ekki síst á það við um þá sem vilja
vöxt og viðgang byggðar utan höf-
uðborgarsvæðisins sem mestan.
Aukning starfa í tengslum við
ferðaþjónustu hefur nýst best á
landsbyggðinni, einmitt þar sem
hennar var frékast þörf, og ekki er
síður mikilvægt að þessi störf dreif-
ast nokkuö jafnt og vel um landið
og valda því hvergi óheppilegri
röskun. Loks má nefna að feröa-
þjónustan býður upp á fjölmörg
störf, sem henta konum vel, en
óhjákvæmilegt er að taka tillit til
þarfa kvenna þegar hugað er að
uppbyggingu í atvinnulífinu.
Samanburðurinn á uppbyggingu
í ferðaþjónustu og stóriðjumálum
er því allur ferðaþjónustu í hag.
Kristín Halldórsdóttir
„Við eigum einnig mikla möguleika
ónýtta á sviði heilsuræktar, þar sem
hitinn 1 iðrum jarðar er sú auðlind, sem
sækja ber í.“
Hersetið land
í hálfa öld
Það var einmitt vordag þann 10.
maí að sólin vék sér frá, rétt eins
og hún blygðaðist sín fyrir órétt-
læti heimsins. Hver veit nema hún
hafi gert það, þessi lífgjafi okkar,
því einmitt þá steig hér fyrst her á
íslenska grund. Þaö var breski her-
inn sem braut þann múr, þrátt fyr-
ir yfirlýsta hlutleysisstefnu ís-
lensku þjóðarinnar sem vildi
hvergi nærri koma þeim hildarleik
sem geisaði í Evrópu, En þar með
var fótum troðinn sjálfsákvörðun-
arréttur smáþjóðar.
Alls kyns tólum, sem notuð eru
í styrjöldum, var komið fyrir á
ílestum stöðum landsins og fór þá
hrollur um margan sem aldrei
hafði séð slíkt áður. Hér voru ein-
göngu Bretar til að byrja með en
síðar einnig Bandaríkjamenn (frá
1941). Báðir þessir aðilar lofuðu að
hverfa brott að styrjöld lokinni.
Keflavíkursamningurinn
Bretar fóru en Bandaríkjamenn
höfðu engan veginn fengið nóg af
vist sinni hér því áfram vildu þeir
vera á þeim forsendum að þeir
þyrftu að nota Keflavíkurflugvöll
sem millilendingarstöð á leið sinni
til Þýskalands og fengu það. Síðan
árið 1945 fóru þessir sömu Banda-
ríkjamenn fram á herstöðvar hér
til 99 ára. Þessu var þá hafnað af
ríkisstjóminni.
En þar sem herhðið sat sem
fastast settist uggur að landsmönn-
um. Fjöldi félagasamtaka og fólk
hvaöanæva af landinu krafðist þess
KjaHaiinn
Ástríður Karlsdóttir
hjúkrunarfræðingur og
i miðnefnd Samtaka
herstöðvaandstæðinga
að erlent herlið færi brott af
landinu og engu erlendu ríki yrði
veitt hernaðaraðstaða hér. Gegn
vilja almennings var gerður hinn
svokallaði Keflavíkursamningur
þann 5. október 1946 eftir miklar
deilur.
Ríkisstjórnin gerði þann samning
vafalaust vegna hótana stjórnvalda
í Bandaríkjunum. í þeim samningi
fólst m.a. að dulbúið herlið yrði
næstu fimm ár á Keflavíkurflug-
velh. Þar með var skrattanum rétt-
ur litliputti en hann greip höndina
alla því hermennirnir eru ekki
farnir enn.
Það skýtur því skökku við að
þegar sjálfstæði íslands var viður-
kennt 1918 lýsti það yfir ævarandi
hlutleysi, auk þess vopnlaus þjóð.
Hefur því margt farið á annan veg
en ætlað var þegar þjóðin stóð sam-
einuð í frelsisbaráttunni og menn
litu vonglaðir fram á veginn.
Fjöldi stjómmálamanna lofaði að
aldrei skyldi erlendur her vera hér
á friðartímum en orðið „friðar-
tímar“ hafa þeir túlkað að eigin
geðþótta. Síðar þann 30. mars 194S
var samþykkt á Alþingi innganga
íslands í. Atlantshafsbandalagið
(NATÓ). Þótti þá sem vegið væri
aftan að landsmönnum því að þjóð-
„Fjöldi stjórnmálamanna lofaði að
aldrei skyldi erlendur her vera hér á
friðartímum, en orðið ,,friðartímar“
hafa þeir túlkað að eigin geðþótta.“
\ 1 \ 1
Wl ' 1
„Hér voru eingöngu Bretar til að byrja með en síðar einnig Bandaríkja-
menn (frá 1941). Báðir þessir aðilar lofuðu að hverfa brott að styrjöld
lokinni." - Hermenn á ferð í Reykjavik.
in var aldrei spurð. Fleira fylgdi
fast á eftir því vorið 1951 steig
bandarískur her opinberlega á land
og hefur hann hreiðrað um sig að
vild síðan.
Hermangsgróðinn
Eftir á að hyggja, var ekki eitt-
hvað að gerast hjá oddvitum lands-
ins? Voru ekki bandarískir ráða-
menn að kaupa sér landsréttindi
hjá utanríkisráðherrum á þeim
tíma allt til þessa dags?
Það var engin tilviljun að sú rík-
isstjórn, sem sat að völdum í byij-
un landsölu, eygði gróðavon og
kæmi málum sínum þannig fyrir
að helstu fjáreigendaíjölskyldur,
sem stofnuðu íslenska aðalverk-
taka, fengu helmings eignarhluta
að einokunarfyrirtækinu, þ.e.a.S.
50%, Reginn hf. 25% og síðan Ríkis-
sjóður Islands 1/4 - 25% af fyrir-
tækinu - til að baktryggja póhtíska
stöðu eða heit þessara skríðandi
kaupsýslumanna.
Þar með var hersetan samofin
keðja auðmagns og gróða = her-
mangsgróða dælt inn í landið og
ekki þarf að tíunda gjaldeyrisöfiun-
ina.
Allt of margir líta fram hjá þeirri
áhættu sem landið tekur á sig með
þessari skömm og þar með þeir
landsmenn, sem vilja' ekki her-
magnsgróða, og vita að Bandaríkja-
menn eru ekki hér til að verja
landið en hafa það sem víghreiður,
sem þeir halda sífellt áfram að fylla
í.
Sá háski, sem fylgir hérvist hers-
ins, mætti vekja menn til vitundar
og væri vel ef hyer og einn lands-
manna íhugaði þetta alvarlega
mál. Víst hefur ryki verið kastað í
augu fólks þegar talað er um vam-
arhð. Þessir menn, sem hafa leyft
her og helstefnu að ríöa yfir hvern
landsfjórðung, skilja eftir sig
ómælda mengun og drasl sem óvíst
er að eyðist í tímanna rás og gæti
orðið enn meira böl og þjóðinni
dýrkeypt.
Viljið þið einhver hafa herinn
hálfa öld í viðbót þar sem niðjar
ykkar þekkja ekki annað en her og
helstefnu? Við íslendingar höfum
lengi beðið eftir að verða sjálfstæð
þjóð því að enn er th fólk, sem vih
herlaust, hlutlaust, hreint land.
Ástríður Karlsdóttir