Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Page 17
FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990. 25 Iþróttir í morgun: afa ia“ teNieuws itaborg i gærkvöldi. Símamynd/Reuter yrði farið yfir, sama hver ætti í hlut. Þegar belgískir blaðamenn sögðu við ítalska kollega sína í Gautaborg í gær að hæst launuðu leikmenn í Belgíu væru með um 16 miltjónir islenskra króna í árslaun hlógu þeir ítölsku og sögðu að það væri svipað og 2. deild- ar félögin í þeirra heimalandi borg- uðu! Úrslitaleikurinn á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu verður á gervigrasinu í Laugardal í kvöld kl. 20.30. Það eru liö Fram og KR sem eigast viö í úrslitum og er þetta þriðja árið í röð sem þessi félög mætast í úrslitum. KR-ingar hafa haft betur í síðustu tvö skipti og unnið báðar viðureignirn- ar. Fraraarar hafa leikið í úrslitum mótsins sex ár í röð. Það er kærkomið tækifæri fyrir knattspymuáhugamenn að fiölmenna á úrslitaleikinn í kvöld og fylgjast með fyrsta stórleik ársins. Bæði liðin munu liklega tefla fram sínum sterkustu leikmönnura að því undanskildu að Kristinn R. Jónsson úr Fram er nefbrotinn. -JKS • Diego Maradona sést hér puða á æf- ingahjóli en hana hefur lagt mikið á sig undanfarnar vikur við erfiðar æfingar samfara ströngum megrunarkúr. Hefur streðið þegar skilað miklum árangri og kappinn lést um 8 kiló. Simamynd/Reuter en hann skoraði bæði mörk Sampdoria Símamynd/Reuter Sport- stúfar Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Amór Guðjohnsen er ekki eini leikmaður Anderlecht sem kann- ar þessa dagana hvað önnur félög hafa upp á að bjóða. Daninn Hen- rik Andersen er einnig að ljúka samningi sínum við félagið og er með tilboð frá Köln upp á vasann og annað frá ónefndu frönsku liði. Patrick Vervoort er með til- boð frá Liege en vill helst komast suður á bóginn. Preud’homme yrði of dýr Kristján Bemburg, DV, Belgíu: KV Mechelen hefur sett 340 milljóna króna verðmiða á lands- liðsmarkvörðinn Michael Preud- ’homme sem er talinn einn besti markvörður heims í dag. Þetta gerir félagið til vonar og vara ef hann verður eftirsóttur að lok- inni heimsmeistarakeppninni á Ítalíu en öruggt ætti að vera að hann seljist ekki á þessu verði. Preud’homme segir sjálfur að það sé enginn svo vitlaus að kaupa 31 árs gamlan markvörð fyrir þessa upphæð og hann sé fyllilega sáttur við að leika með Mechelen næstu fjögur árin. Félagi Sigurjóns lést Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Patrick Vermeiren, sem lék við hlið Sigurjóns Kristjánssonar með FC Boom í belgísku 2. deild- inni í knattspymu í vetur, lést í bílslysi fyrr í vikunni. Vérmeiren var 28 ára gamall og lék áður með KV Mechelen og Antwerpen. Standard græðir Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Belgíska félagið Standard Liege hefur hagnast vel á góðu gengi ísraelska knattspyrnumannsins Ronnie Rosenthal, sem það seldi til Liverpool fyrir nokkrum vik- um. Liverpool greiddi um 30 milljónir króna fyrir Rosenthal og síðan átti sú tala að hækka við hvert mark sem hann myndi skora fyrir enska félagið - allt að 60 milljónum króna. Rosenthal hefur verið mjög markheppinn í ensku knattspyrnunni og er kaupverðið þegar komið að há- markinu og ljóst að Standard fær 60 milljónimar fyrir hann. Detroit malaði Knicks og Lakers tapaði Meistarar Detroit Pistons tóku New York Knicks í bakaríið í úrslitakeppni bandarísku NBA- deildarinnar í körfuknattleik í fyrrinótt. Lokatölur urðu 112-77. Staðan er 1-0 í einvígi liðanna. Los Angeles Lakers tapaði hins vegar fyrsta leik sínum gegn Pho- enix Suns, 104-102, og Portland lagði San Antonio Spurs öðru sinni, nú 122-112. Maradona eins og úrbræddur Rolls Royce - fyrir megrun sem skilað hefur miklum árangri £ „Maradona er eins og gamall og úrbræddur Rolls Royce - en hann mun ljúka keppnistímabilinu á glæsUegan hátt og verður konung- ur heimsmeistarakeppninnar í sumar.“ Þetta sagði ítalski íþrótta- læknirinn Antonio Dal Monte eftir að hafa kannað líkamsástand argentínsku knattspymustjörnunnar síðari hluta vetrar. Maradona leitaði til Dal Monte, virtasta meiðslasérfræðings í ítölsku knattspyrnunni, þar sem hann hafði áhyggjur af þrálátum meiðslum og aukakílóum. Dal Monte lagði fyrir hann sérstaka æfingaáætlun, sem Maradona hefur fylgt til hins ítrasta, og árangurinn er þegar kominn í ljós. Fyrri hlutinn þegar kominn fram Maradona lauk keppnistímabilinu á glæsilegan hátt, lék snilldarlega í lokaumferðunum þegar Napoli sigldi fram úr AC Milan og tryggði sér ít- alska meistaratitilinn. Breytingin var augljós, hann hafði lést um átta kíló frá því í mars og var ekki lengur órakaður og áhyggjufullur á svip. Svo virðist sem Maradona sé nú kominn í sama form og í heimsmeist- arakeppninni 1986 þegar hann átti stærstan þátt í að færa Argentínu heimsbikarinn. Hann er líka búinn að vinna á ný hug og hjörtu knatt- spyrnuáhugamanna í Napoli og þaö kemur argentínska landsliðinu ör- ugglega til góða þar sem það leikur í Napoli í forriðli heimsmeistara- keppninnar í sumar. „Við urðum að byrja á að sýna honum fram á að likamíi hans væri þrátt fyrir allt tilbúinn í átökin og sannfærðum hann um það með nokkrum prófum. Æflngaáætlunin miðaðist við aö koma Maradona í nægilega gott form til að geta leikið heilan leik af fullum krafti, auka hraða hans og kraft. En það eina sem ég gerði var að benda honum á hvað hann gæti gert - afganginn sá hann um sjálfur," segir Dal Monte. c Ætlar að koma Valdano í form Dal Monte fæst þessa dagana við annað verkefni sem gæti einnig kom- ið argentínska landsliðinu til góða. Hann er að reyna að koma hinum 34 ára gamla Jorge Valdano í form til að geta leikið með Argentínu- mönnum á Ítalíu í sumar. Valdano, sem varð heimsmeistari 1986, hætti að leika knattspyrnu fyrir þremur árum en Carlos Bilardo, landsliðs- þjálfari Argentínu, hvatti hann til að reyna að vinna sér landsliðssæti á ný. „Valdano athyglisverðasta verkefnið til þessa“ „Frá vísindalegu sjónarmiði er Vald- ano athyglisverðasta verkefni sem ég hef fengist við. Það verður krafta- verk ef hann slær í gegn á nýjan leik,“segirítalskilæknirinn. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.