Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Qupperneq 29
FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990. 37 DV Spurt í Njarðvík: Hver verða úrslit kosninganna? Berglind Karlsdóttir afgreiðslu- stúlka: Ég er ekkert farin að spá í þau mál. Grímur Karlsson sjómaður: Ég held að þetta verði svipað og verið hefur en trúi því að A-listinn komi hest út, hann á það skihð. Viðar Ólafsson trésmiður: Sjálfstæð- isflokurinn vinnur á. Valgeir Þorláksson bakarameistari: D-listi fær þrjá menn, A-listi tvo, F- listi einn og N-listi einn. Guðbjört Ingólfsdóttir skrifstofu- maður: Sjálfstæðisflokkurinn kemst í meirihluta. Þórður Eiríksson sjómaður: Ég hef ekki hugmynd um það. Stjómmál Njarðvík: Séð fram á snarpa kosningabaráttu Fjórir listar bjóða fram í Njarðvík í kosningunum 26. maí. A-listi Al- þýðuflokks, B-fisti Framsóknar- ffokks, D-fisti Sjálfstæðisffokks og N-listi féfagshyggjufófks. Fyrir fjór- um árum buðu sex listar fram, þrír hinna fyrstnefndu, Bandafag jafnað- armanna, Alþýðubandalag og Flokk- ur mannsins. Nú hefur N-Iistinn boð- ið fram í stað þessara fista, að nokkru. Þetta kjörtímabif hefur meirihluta- samstarf verið miili A-lista og B-Iista. Kjörtímabilið 1982-1986 hafði D-hsti hins vegar meirihluta í bæjarstjórn Njarðvíkur, eða 4 fulltúa gegn þrem- ur. Sú spurning brennur á vörum margra Njarðvíkinga hvort D-listinn nái aftur meirihlutanum. Nýtt fram- boð N-hstans skapar aftur á móti nokkra óvissu í spám um kosninga- úrslitin og séð er fram á snarpa kosn- ingabaráttu. Njarðvík er nánast samvaxin Keflavík og hefur spurningin um sameiningu þessara bæjarfélaga og fleiri oft skotið upp kollinum. Jafn- framt því sem Njarðvíkingar kjósa sér bæjarstjórn verður skoðana- könnun þar sem kannað verður við- horf kjósenda til sameiningar sveit- arfélaga á Suðurnesjum. Ef kjósandi er samþykkur sameiningu er hann beðinn um að thnefna hvaða sveitar- félagi eða sveitarfélögum hann vill að Njarðvík sameinist. í Njarövík búa um 2400 manns. Á kjörskrá 8. maí voru 1568 manns, 794 karlarog774konur. -hlh Steindór Sigurðsson, Framsóknarflokki: Atvinnumálin efst á blaði „Atvinnumáhn eru efst á blaði. Hér hefur nokkuð af fyrirtækjum farið á hausinn. Það þarf að reisa atvinnuhf Njarðvíkur við en atvinna hefur minnkað töluvert á svæðinu. í umhverfismálum höldum við áfram við fegrun bæjarins eins og á þessu kjörtímabili. Við höfum eytt tölu- verðum peningum í að kaupa upp gömul mannvirki frá stríðsárunum til að þétta byggðina og við eigum enn eftir að losa okkur við fleiri shk lýti á bænum. Þá þarf að gera stórá- tak í að laga frárennshsmál fyrir Njarðvík, Keflavík og flugvöllinn,“ sagði Steindór Sigurðsson fram- kvæmdastjóri sem skipar efsta sæti á B-lista Framsóknarflokks. „Við ætlum að taka á málefnum afdraðra, sérstaklega húsnæðismál- unum. Við vhjum sporna við þeirri þróun að gamalt fólk flytji úr heima- byggð. Það á að gera því kleift að eyða elhnni í Njarðvík. Það hefur verið framkvæmt mikið á þessu kjörtímabili. Reist hefur ver- ið viðbygging við skólann og einnig keyptar gamlar byggingar í nágrenni Steindór Sigurðsson skipar efsta sæti á B-lista Framsóknarflokks. hans til að auka rýmið. Fram- kvæmdafé er ekki eins mikið og við vildum hafa en fjárhagsstaða Njarð- víkur er þó ekki slæm.“ -hlh Ingólfur Bárðarson, Sjálfstæðisflokki: Fjármálastjórn bæjar- félagsins verði bætt „Sjálfstæðismenn í Njarðvík leggja mikla áherslu á atvinnumálin og að fjármálastjóm bæjarfélagsins verði bætt og skuldasöfnun tafarlaust hætt. Umhverfis- og fegrunarmál eru mjög ofarlega á baugi og einnig sam- göngumál milh innra og ytra hverfis í Njarðvík. Samtenging hverfanna verður forgangsverkefni okkar. Þá er einnig brýnt að hlutdeildaríbúðir verði byggðar fyrir aldraða í Njarð- vík en að sjálfsögðu munum við vinna öhhlega að öllum málaflokk- um,“ sagði Ingólfur Bárðarson fram- kvæmdastjóri sem skipar efsta sæti D-hsta Sjálfstæðisflokks. „Nánari útfærlsu á verkum okkar er að finna í stefnuskránni og ég hvet aha Njarðvíkinga th að kynna sér hana vel. Við vhjum vekja sér- staka athygli á Suðurnesjasvæðinu sem góðan kost fyrir staðsetningu stóriðjufyrirtækja. Gera þarf átak í að laða að bæði stór og smá fyrirtæki og jafnframt munum við treysta þann atvinnurekstur sem fyrir er í bænum án þess að ganga inn í rekst- ur fyrirtækjanna. Sjálfstæðisflokk- Ingólfur Bárðarson skipar efsta sæti á D-lista Sjálfstæðisflokks. urinn hefur fjölhæft athafna- og framkvæmdafólk á lista sínum sem er tilbúið að takast á við að bæta og efla hag Njarðvíkur og gera góðan bæ betri.“ -hlh Sólveig Þórðardóttir, lista félagshyggjufólks: Atvinna fyrir allar vinnubærar hendur „Aðaláherslumál okkar er að næg atvinna sé fyrir ahar vinnubærar hendur.Það á að vera hvetjandi val- kostur fyrirtækja að starfrækja at- vinnustarfsemi í Njarðvíkum og við leggjum því áherslu á tímabundndar fyrirgreiðslur þeim til handa. Við viljum taka þátt í sameinuðu átaki sveitarfélaga á Suðurnesjum til skipulagningar og atvinnuuppbygg- ingar. Viljum við aö komið verði á fót hehsubótarhóteli við Bláa lónið. Við leggjum áherslu á manneskjulegt og heilbrigt umhverfi, að hávaða- mengun verði minnkuð, aðstaða verði fyrir alla til íþróttaiðkana og útivistar, að öruggt umhverfi verði fyrir börn og unglinga og að öll böm eigi kost á umhyggju á dagvistun, leikskóla og á heimilum," sagði Sól- veig Þórðardóttir forstöðukona sem skipar efsta sæti á N-lista félags- hyggjufólks. „Við viljum halda áfram uppbygg- ingu grunnskólans, að félagsheimihð Stapi verði gert að menningarmið- stöð og könnuð verði bygging menn- ingarhallar fyrir Suðurnes. Við leggjum mikla áherslu á uppbygg- ingu hjúkrunarheimilisins í Grinda- Ragnar HaUdórsson, Alþýðuflokki: Leggjum áherslu á félagslegar íbúðir „Njarðvíkurbær hefur stutt at- vinnufyrirtæki í bæjarins með ýms- um hætti, tekið þátt í hlutafjárkaup- um og ýtt úr vör án beinnar þátttöku í rekstrinum. Við munum halda því áfram og reyna að laða að ný fyrir- tæki. í umhverfismálum vhjum við halda áfram stóráraki við fegrun og snyrtingu Njarðvíkur. Munum við sérstaklega beina spjótum okkar að Innri-Njarðvík. í félagsmálum vhjum við halda áfram byggingu verka- mannabústaða og kaupleiguíbúða. Á þessu kjörtímabih höfum við veitt 29 fjölskyldum húsaskjól í gegnum fé- lagslega kerfið sem er bylting frá því sem áður var,“ sagði Ragnar Hall- dórsson bæjarfulltrúi sem skipar efsta sæti á A-lista Alþýðuflokks. „Við leggjum mikla áherslu á bygg- ingu hlutdeildaríbúða fyrir 60 ára og eldri sem mikhl áhugi er fyrir. Við höldum stuðningi við iþrótta- og æskulýðsstörf áfram. Bygging leikvallar í Móahverfi er að hefjast. Við munum síðan halda áfram af festu og öryggi við fjármálastjórn bæjarins. Úrbætur í holræsamálum á Fitja- svæði er stórverkefni næstu ára. Við Ragnar Halldórsson skipar efsta sæti á A-lista Alþýðuflokks. gerum kröfu um að Varnarliðiö gangi frá sínum útrásarmálum og stefnum að því að bærinn geri slíkt hið sama.“ -hlh KOSNINGAR 1990 Haukur L Hauksoon og Slgurjón Egllsaon NJARÐVÍK Núverandi bæjarstjórn Urslitin 1986 •v Sex listar buöu fram í kosningun- um 1986. A-listi Alþýðuflokks fékk 507 atkvæði og þrjá fulltrúa kjörna, bætti við sig einum. B-hsti Fram- sóknarflokks fékk 145 atkvæði og einn mann, missti tvo. D-listi Sjálf- stæðisflokks fékk 420 atkvæði og þrjá fulltrúa, missti einn. G-hsti Alþýðu- bandalags fékk 130 atkvæði og engan mann, hafði einn. C-hsti Bandalags jafnaðarmanna fékk 130 atkvæði og engan mann og heldur ekki M-listi Flokks mannsins sem fékk 17 at- kvæði. C- og M-listar buðu ekki fram 1982. Þessi voru kjörin í bæjarstjórn 1986: Ragnar Halldórsson (A), Eðvald Bó- 9 asson (A), Guðjón Sigbjörnsson (A), Steindór Sigurðsson (B), Ingólfur Bárðarson (D), Ingi F. Gunnarsson (D) og Guðmundur Sigurðsson (D). Sólveig Þórðardóttir skipar efsta sæti á N-lista félagshyggjufólks. vík, D-álmu sjúkrahússins og endur- hæfingaraðstöðu á svæðinu og að sjúkrahúsinu verði gert kleift að veita bráðaþjónustu allan sólar- hringinn. Þá á bæjarfélagið að sníða sér stakk eftir vexti svo erfingjarnir þurfi ekki að taka við skuldum og niðurlægingu." -hlh A-listi Alþýðuflokks. 1. RagnarHalldórsson bæjarfuhtrúi. 2. Þorbjörg Garðarsdóttir kennari. 3. Skúh Snæbjörn Ásgeirsson framkvæmdastjóri. 4. Hilmar Hafsteinsson húsasmíðameistari. 5. Bergþóra Ósk Jóhannsdóttir bankamaður. 6. Haukur Guðmundsson yörubílstjóri. 7. Ólafur V. Thoroddsen framkvæmdastjóri. 8. BorgarL. Jónsson afgreiðslumaður. B-listi Framsóknarflokks. 1. SteindórSigurðsson framkvæmdastjóri. 2. Sveindís Ámadóttir húsmóðir. 3. Jónas Pétursson slökvhiðsmaöur. 4. Jónas Jóhannesson húsasmiður. 5. KrisijanaGísladóttir atvinnurekandi. 6. ÓlafurGuðbergsson bifreiðastjóri. 7. Gunnar Guðmundsson atvinnurekandí. 8. Valur Guðmundsson húsasmiður. D-listi Sjálfstæðisflokks. 1. Ingólfur Bárðarson rafverktaki. 2. Kristbjöra Albertsson kennari. 3. Valþór Söring Jónsson yfirverkstjóri. 4. Arni Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri. 5. Hafdís Garðarsdóttir ritari. 6. Rebekka E. Guðfinnsdóttir bókavöröur. 7. Jón Aðalsteinn Jóhannsson læknir. 8. Guðrún Greipsdóttir skrifstofustjóri. N-listi félagshyggjufólks. 1. SólveigÞórðardóttir forstöðukon.1. 2. Jón Bjarni Helgason verslunarmaður. 3. Gróa Hrmnsdótth'organisti. 4. Gunnar Ólafsson bhstjóri. 5. Óskai’Bjai’nason húsasmiður. 6. Fi-iðrik Ingi Rúnarsson nemi. 7. Ásdís Friöriksdóttir tannsmiður. 8. Þórarinn Þórarinsson lögregluþjónn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.