Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. : skrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst, óháð dagblað FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990. Starfsfólk Grundarkjörs: Hvað eigum við að gera? - fáum ekkert að vita „Viö sem unnum hjá Grundarkjöri höfum ekkert fengiö aö vita. Það tal- ar enginn viö okkur. Hvaö eigum við aö gera? Eigum viö aö leita okkur að annarri vinnu? Það hefur enginn talað við okkur og við höfum engin svör fengið þar sem við höfum leitað eftir þeim,“ sagði kona sem starfaði hjá Grundarkjöri. „Jens er yndislegur og góður mað- ur. Hann talaði við allt starfsfólkið á laugardag og sagði að hann væri búinn að selja Vallarási verslanirn- ar. Hann vildi segja okkur það áður en fréttir af sölunni kæmu í fjölmiðl- um. Það var mjög gott að vinna hjá honum. Við bíðum ekki aðeins eftir svari frá honum heldur einnig frá þeim sem hafa tekið við. Þegar Jens sagði okkur frá sölunni kom það fram að við fylgdum með í kaup- samningnum. Þegar við mættum á mánudagsmorgun var okkur sagt að fara heim. Síöan höfum við ekkert heyrt. Við höfum reynt að ná sam- bandi við Vallarás en þar svarar aldrei í síma,“ sagði konan. Hún tók fram að margt af stars- fólkinu væri einstæðar mæður og fólk með íjölskyldur. Óvissa um at- ^ vinnu getur verið þessu fólki mjög erfið. „Það hefur aldrei oröið dráttur á að við fengjum útborgað. Jens greiddi út um síðustu mánaðamót. Nú vitum við ekkert hvernig okkar réttindum er komiö. Við vitum ekki einu sinni hver á verslanirnar." -sme Björguðu konu úr sjónum í nótt 28 ára gömul íslensk kona féll á milli skips og bryggju við Faxagarð í nótt er hún var að fara um borð í þýskt rannsóknarskip. Enginn land- gangur var við skipið. Konan var í sjónum í töluverðan tíma og var flutt í sjúkrabíl á slysadeild Borgarspítal- ans. Þegar lögregla var á eftirlitsferð um höfnina sá hún menn vera að stumra yfir einhverju við skipið í höfninni. Brátt kom í ljós að kona hafði fallið í sjóinn. Lögregluþjónn seig niður í bjarghring og tókst hon- um að ná í konuna og halda henni á floti þar til frekari hjálp barst. Lág- sjávað var í höfninni og því erfltt um vik að koma konunni upp. Gúmmí- bátur lögreglunnar var strax fluttur niður að höfn og tókst þannig að bjarga konunni á þurrt. Hún var síð- an flutt með sjúkrabíl á slysadeild Borgarspítalans þar sem hún fékk aðhlynningu. -ÓTT LOKI Eru Hafnfirðingar að gefa í skyn að borg Davíðs sé hættulegri en heilt álver? Þessi gamalkunni Ijósviti, sem mennirnir eru að vinna við, mun brátt flytjast um set en honum á að koma fyrir á toppi Perlunnar í baksýn. Ljósvitinn hefur snúist hring eftir hring á hitaveitutönkunum í Öskjuhlíð í áratugi og kastað gulhvítu og grænu Ijósi yfir borgina. í fyrstu var vitinn á gömlu tönkunum, þar sem nýju tankarnir eru núna. Síðan var hann fluttur yfir á annan tveggja tanka sem nú á að rifa. Nú liggur leiðin hins vegar upp á topp Perlunnar þar sem hann mun væntanlega hringsóla um ókomin ár. DV-mynd GVA Veðríð á morgun: Víða fyrir norðan Á morgun verður hæg suðvest- anátt á landinu, smáskúrir á Suð- ur- og Vesturlandi en víða létt- skýjað norðaustanlands. Þar verða þá á stöku stað þokubakkar við ströndina. Hitinn verður 5-9 stig. Slitlagið rifnaði upp eins og bréf Eg vaknaði þegar flóðið féll. Þetta var mikíll hvellur. Ég-flýtti mér út að glugganum. Þegar ég Ieit út sá ég að stýó- og aurskriða náði alveg niður undir efstu hús í kauptúninu en mikill vatnsflaumur rann niður að sjó. Þrír eða fjórir rafmagns- staurar brotnuðu og línurnar fóru í sundur - rafmagnið fór því af. Þegar ég fór út sá ég að flóðið hafði rifið slitlag upp af Strandveginum við höfnina, eins og bréf, Þetta var ansi mikið flóð - vatnselgurinn er ennþá að renna niður,“ sagði Bjarni Sigurmundsson i Bíldudal í samtali við DV í morgun. Snjó- og aurflóð með miklum vatnselg féll í Búðargili í Bíldudal á sjöunda tímanum í morgun og olli það töluverðum skemmdum í kauptúninu. „Ejalliö er flatt hér fyrir ofan og þar myndast gjaman stöðuvatn í leysingum. Þegar það verður fullt brýst vatnið fram og niður i Búð- argil og þar tekur vatnselgurinn snjóskaflana raeð sér. Ég sé að helmingurinn af stórum skafli efst í gilinu er farinn. Ef vatnið hefði tekið allan skailinn meö sér niöur heíði spennistöðin sennilega farið líka en hún er fyrir neðan. Vatns- flaumurinn rann í gegn á milli verslunarinnar Edinborgar og veit- ingahússins Vegamóta. Síðan flæddi að húsi sem er þar fyrir neðan. Slitlagið flettist af Strand- veginum á 6-8 metra kafla og krap- elgurinn rann niður að smábáta- bryggju og fram í sjó,“ sagði Bjarni. „Þegar ég kom niður að barna- skólanum sá ég að flóðiö var svo mikiö að það fór yfir garð, ruddi burtu hindrun þar, helltist yflr veg- inn og ruddi fram skurði. Flóðið gróf líka í sundur jörðina við tanka hjá bensínstööinnísagði Bjarni. Hann sagði að rafmagn hefði kom- ist fljótt á aftur í kauptúninu eftir að vararafstöð var sett í gang. -ÓTT Mengun við Straumsvík: Meiri mengun af byggð en álveri Mengun á Hvaleyrarholti við Hafn- arfjörð getur orðið meiri þegar vind- ur stendur frá höfuðborgarsvæðinu en þegar vindur stendur af álverinu í Straumsvík. Umferð og atvinnu- starfsemi á höfuðborgarsvæðinu er því meiri mengunarvaldur á Hval- eyrarholtinu, sem er skammt frá Straumsvík, en verksmiðjan í næsta nágrenni. Þetta má lesa af niðurstöðum mæl- inga heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarð- ar á loftmengun á Hvaleyrarholti. Mengunin reyndist undir viðmiðun- armörkum. Meðalgildi í vetur hefur verið um 2,5 míkrógrömm á rúm- metra en viðmiðunarmörk eru 30 míkrógrömm. Versta einstaka dag- inn mældust 12,6 míkrógrömm í rúmmetra en mörk Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar um mengun á einum degi eru 125 míkrógrömm. Af 18 verstu sólarhringunum stóð vindátt af byggðinni í höfuðborgar- svæðinu í þrettán daga en frá Straumsvík í fimm daga. Sérfræðing- ar heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar telja ástæðu þess hversu lítil mengun mæhst svo skammt frá Straumsvík annars vegar þá að fátítt er að vindur standi af verksmiðjunni og hins veg- ar að blöndunarskilyrði í þeim áttum sé góð; það er mengunin dreifist og blandist loftinu fljótt og vel. -gse Stokkseyri: Fengu 90 miiljj. Atvinnutryggingarsjóður hefur af- greitt 90 milljónir til Hraðfrystihúss Stokkseyrar. Eins og DV skýrði frá í gær vonuðust forráðamenn fyrir- tækisins eftir 120 milljónum. Af þess- um 90 milljónum eru 15 miUjónir lán tU sveitarfélagsins og einstakUnga til að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu en 75 mflljónir eru til skuldbreytinga á eldri skuldum fyrirtækisins. -gse ísraelsmenn: Mótmæla Sendiherra ísraels á íslandi, Yehiel Yativ, sem er meö aðsetur í Stokk- hólmi, hringdi í Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra á þriðju- dagskvöldið og mótmælti fundi Steingríms Hermannssonar forsæt- isráðherra við Yassir Arafat, leiðtoga Palsetínumanna, en fundurinn verð- ur í Túnis á laugardaginn. Lýsti sendiherrann yfir undrun Isrelsmanna á þessu ferðalagi en enginn vestrænn leiðtogi hefur heimsótt Arafat í Túnis eftir að hann lýsti sig forseta sjálfstæðs ríkis. -SMJ -E ffl bb ffl ffl m ::: SAFARÍKAR GRILLSTEIKUR /uyj Jarlinn TRYGGVAGÖTU ■ SPRENGISANDI BÍLALEIGA v/FIugvallarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.