Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 4
4 l MÁNUDAGUR 14. MAÍ 1990. Fréttir „Ef viö fáum ísraelsmenn til aö ræöa við Palestínumenn með því aö bjóöa upp á aö viðræðurnar veröi hér á landi mun ég leggja það til,“ sagöi Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra er blaöamaö- ur DV innti hann eftir hugsanlegu framhaldi á friöarviöleitni hans fyrir botni Miöjarðarhafsins. Hann sagði aö ekkert heföi veriö ákveöið um þaö enn hvort hann ræddi við ísraelsmenn í kjölfar viðræðnanna viö Arafat en af sinni hálfu fælist næsta skrefiö í forsætisráðherra- fundi Noröurlandanna í næsta mánuöi þar sem hann myndi gera grein fyrir viöræðum sínum og Arafats. Forsætisráöherra er ánægður meö Egyptalandsferðina í heild og sérstaklega ánægður meö viðræð- ur sínar við Arafat. En kom eitt- hvaö nýtt fram á fundi þeirra Stein- gríms? „Þaö er nú alltaf svolítiö afstæö spurning hvaö sé nýtt í þessum margslungnu deilum en viöræð- urnar voru mér sjálfum mjög gagn- legar enda hvarflaöi ekki að mér aö ástandið fyrir botni Miöjarðar- hafsins væri jafneldfimt og þaö í rauninni er. Eg sé enga ástæðu til að efast um þaö sem kom fram í máli þeirra beggja, Mubaraks og Arafats, aö þeir geta ekki endalaust haldið aftur af öfgafullum andstæð- ingum ísraels ef ráðamenn í ísrael fara ekki að sýna friðarvilja á næst- unni. Ástandið er því mjög ískyggi- legt fyrir botni Miðjarðarhafsins og fer versnandi. Ég er hins vegar vinveittur ísraelsmönnum og er því alveg reiöubúinn til aö greina Shamir frá t.d. þessu atriði.“ En geta íslendingar öðrum þjóð- um fremur haft jákvæö áhrif á gang mála? „Það er kannski réttast aö láta Akureyringurinn Björn G. Sig- urðsson var kosinn fyrsti formað- ur Dorgveióifélags íslands i gærdag og hér heldur hann á undirskriftalistum sem safnað hefur verið síðustu vikur. DV-mynd G.Bender Dorgveiðifé- lag íslands stofnað „Það er svo sannarlega þörf fyr- ir dorgveiðifélag og þetta á með tíð og tíma eftir að verða stórfé- lag,“ sagði Bjöm G. Sigurðsson frá Akureyri í samtali við DV, en hann var kosinn fyrsti formaður félagsins í gærdag. Síðustu vikur hafa safnast um 300 undirskriftír félagsmanna og áhuginn í vetur á dorgveiði hefur verið núkill. „í félaginu eru áhugamenn um dorgveiði víða af landinu og á stofnfundhm mættu Akureying- ar, ísfirðingar, Borgfirðingar og Reykvíkingar. Við munum afla upplýsinga um veiöivötn og auka fjölbreytni fyrir dorgveiðimenn. Á hverju ári er haldin heims- meistarakeppni í dorgveiði og hver veit nema við verðum með á næsta ári, áhuginn á því er mikill," sagði Björn G. Sigurðs- son ennfremur. -G.Bender Arafat og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hittust á laugardag. Arafat sjálfan svara þessari spurn- ingu. Hann benti mér m.a. á að ís- lendingar og reyndar Norðurlönd- in öll væru mjög mikils metin á alþjóðlegum vettvangi: við hefðum málfrelsi hjá Sameinuðu þjóðunum sem hann hefði ekki, við værum í NATO og við værum í EFTA. Síð- ast en ekki síst benti hann á þá staðreynd að í Reykjavík hefði ver- ið haldinn leiðtogafundur sem hefði brotið ísinn í afvopnunarvið- ræðum risaveldanna. Við getum því ýmislegt lagt af mörkum og eig- Simamynd Reuter um að gera það. Heimurinn er ekki stærri en svo að þessi mál koma okkur við á ýmsan hátt. Það er því engin þörf á því að stinga hausnum í sandinn.“ -KGK Egyptalandsför forsætisráðherra: Steingrímur hlynntur friðarviðræðum hér í dag mælir Dagfari Reykvísk streita Nýr vettvangur hefur heldur bet- ur komið aftan að sjálfstæöismeiri- hlutanum í Reykjavík. Nýr vett- vangur hefur það efst á stefnuskrá sinni að minnka streituna í Reykja- vík. Þetta hefur engum dottið í hug áður í íslenskri pólitík og er snjall leikur hjá því fólki sem hefur fram að þessu verið í vandræðum með að finna sér stefnu til að sameinast um. Gömlu flokkarnir sitja uppi með gamlar stefnur og úreltar og fólk er orðið löngu leitt á endur- teknum yfirlýsingum um hreina borg og fögur torg. Það er líka orð- iö úrelt að rífast um sósíalisma og kapíalisma og einkaframtak og fé- lagslega þjónustu og allar þessar klisjur sem enginn veit hvaö þýða í raun. Það er meðal annars út af þessum leiða sem Alþýðubandalagið býður fram klofið í Reykjavík og það er af þessum ástæðum sem Alþýðu- flokkurinn býður ekki lengur fram til borgarstjómar. Fólkið í Nýjum vettvangi vildi eitthvað nýtt og ferskt í pólitíkina og nú hefur það sem sagt komið í ljós að gömlu vinstri flokkarnir eru að leysast upp vegna streitunnar, sem þar hefur ríkt og ríkir sjálfsagt víðar í öörum flokkum. Á Nýjum vett- vangi hafa þeir rætt það fram og aftur hvaöa baráttumál sé best að setja á oddinn og fyrir valinu varð að ráöast gegn streitunni. Baráttan um jafnrétti, frelsi og bræðralagi kemur fólki ekki að neinum notum. Kjaftæðið um betri kjör og skiptingu stéttanna er geng- ið sér til húðar. Öll hafa þessi gömlu hugsjónamál orðið strei- tunni að bráð og raunar má kenna ihaldinu um það að streitan sé að ríða okkur að fullu. Engum stjórn- málaflokki um víða veröld hefur komið til hugar að benda á þessa orsök fyrir vanda stjórnmálanna og enginn hefur komið auga á þá geigvænlegu streitu sem almenn- ingur býr við. Nýr vettvangur hef- ur hins vegar tekið upp merkið og sameinast um aö segja streitunni stríð á hendur. Það var svo sannar- lega kominn tími til að Alþýðu- flokkurinn legöi niður sín gömlu vopn og Alþýðubandalgið klofnaöi. Þaö er ekki til einskis sem Nýr vettvangur heldur innreið sína í íslensk stjórnmál. Kristín Ólafsdóttir, sem er öllum hnútum kunnug, bæði í borgstjórn og í Alþýðubandalaginu, hefur skrifað grein i Morgunblaöið og útskýrt hvernig stendur á strei- tunni. Sjálfstæðismenn í borg- stjórn hafa ekki getað greitt starfs- fólki sínu mannsæmandi laun. íhaldsmeirihlutinn byggir ekki leiguíbúðir, hann reisir ekki dag- heimili fyrir börnin, hann vanræk- ir skólana og hann skilur gamla fólkið eftir á köldum klaka. Úr þessu skal bætt. Nýr vettvangur boðar lífsgleði og vellíðan og þar er fólk sem skilur samhengið á milli streitu og þeirra aðstæöna sem einstaklingunum eru búnar. Ef. Reykvíkingar greiða Nýjum vettvangi atkvæði sitt mun streitan hverfa og vellíðunartilfinning grípa um sig í einu vetfangi. Dagfari játar að hann er stress- aðri en fjandinn. En Dagfari hefur alltaf haldið að þessi streita stafaði af eigin stressi. Hann er núna fyrst að átta sig á því að það er allt dé- skotans íhaldinu að kenna og raun- ar öllum gömlu flokkunum að kenna að geta aldrei látið sér líða vel. Allar andvökunæturnar, öll taugaveiklunin, öll rifrildin inni á heimilinu eru stjórnmálamönnun- um að kenna. Maður á ekki að skamma maka sinn og ekki að ríf- ast við nágranna sína. Maður á ríf- ast við borgarfulltrúana og stjóm- málaflokkana og skamma þá fyrir að manni líði ekki nógu vel. Þaö er svo sannarlega tímabært að upp rísi stjórnmálaafl á íslandi sem ætlar aö afnema streituna og bjarga lífsgleðinni í borginni. Það eru hvorki lág laun, afborg- anir, þreyta eða daglegt amstur sem veldur streitunni. Reykvísk streita stafar af þeirri fjandsam- legu stefnu Davíðs Oddssonar sem hefur þaö að pólitísku keppikefli að láta Reykvíkingum líða illa. Hann ætlar okkur lifandi að drepa. Hann er óvinur Reykvíkinga eins og Kristín hefur bent á og eins og Nýr vettvangur leggur áherslu á, þarf ekki annað en að greiða Ólínu atkvæði sitt og þá hverfur streitan og vanlíðanin og lífsgleðin tekur við. Valið er auðvelt og framtíðin björt. Af hveiju hefur enginn sagt frá þessu fyrr? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.