Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 1990. 15 Glansmyndin og raunveruleikinn í þeirri glansmynd sem sífellt er hampað af fámennisveldi Sjálf- stæðisílokksins í Reykjavík er dregið fram að í borginni sé einkar traust fjármálastjórn. Nú er borgin gífurlega stórt „fyrirtæki" og því kemur orðið forstjóri oft upp í huga manna þegar borgarstjóra ber á góma. En hvaða mynd yrði dregin upp af forstjóra sem hefði ámóta feril í fjármálastjórn og vinnu- brögðum og kemur fram í eftirfar- andi dæmum? Fyrsta dæmi: Við fyrstu fjárhagsáætlun þar sem ráðhús kom við sögu í árslok 1987 var heildarkostnaður áætlað- ur 750 milljónir króna. Þar var innifalinn hönnunarkostnaður og þriggja hæða bílakjallari. Það þarf vart að taka fram að áform um byggingu ráðhúss á kjörtímabilinu voru ekki tíunduð fyrir kjósendum fyrir kosningarnar 1986. í árslok á þessu ári er kostnaður vegna ráðhússins kominn í tæplega 1700 milljónir króna. Bílakjallarinn þriggja hæða hefur skroppið sam- an í rúma eina hæð. Og reikna má með að heildarkostnaöur verði kominn í tæpa þrjá milljarða þegar byggingin verður fullbúin. Hönnunarkostnaður ráðhússins er að nálgast hálfan milljarð, 500 milljónir króna, en ekki mátti hanna bygginguna af yfirvegun áður en verkið var hafið Það lá svo mikið á að byggja að það þurfti að hanna þessa flóknu framkvæmd samtímis byggingarstarfinu. Þó tekið sé tillit til verðbólgu hef- ur kostnaður hátt í þrefaldast frá því fyrsta fjárhagsáætlun var kynnt. Þætti þetta vönduð íjár- málastjórn í stórfyrirtækjum? Annaðdæmi: Um áramótin voru tvær hæðir Kjallariim Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi. 2. maður á H-lista Nýs vettvangs teknar af Fæðingarheimili Reykja- víkur og þær leigðar út til lækna. Leigugjaldið vitnar um tillitssemi við læknahópinn en ekki borgar- sjóð. Örfáum mánuöum síðar fer fámennisvaldið til sömu lækna og biður þá að leigja borginni hálfa hæð til baka. Vitnar þetta um trausta og góða stjórnun? Endurleigan var auðvitað aum- legt yfirklór af ótta við harða gagn- rýni. Og hún bjargar ekki því að metnaðarfullt starfsfólk fæðingar- heimilisins er hætt störfum eða búið að segja upp. Það nýjasta í þessu ljóta máli er svo rétt komið upp á yfirborðið. Enn er ófrágengið samkomulag við læknana um það húsnæði sem meirihlutinn hrósaði sér af í borgarstjórn fyrir mánuði að vera búinn að fá. Hvað væri gert við stjórnendur fyrirtækis sem ástunduðu svona vinnubrögð? Þriðja dæmi: Einatt er látið í það skína að ríf- legar tekjur borgarinnar séu traustri fiármálastjórn að þakka. Staðreyndin er hins vegar sú að síðustu 2 kjörtímabil hafa veriö borgarsjóði einkar hagstæð. 1984 urðu skatttekjur verðmeiri en áður vegna þess að verðbólga hafði verið keyrð niður. Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp 1988 breikkaði útsvarsstofn sveitarfélaga og skil- aði fullverðtryggðum krónum inn í borgarsjóð jafnharðan. Útsvarið var 1.380 milljón krónum hærra en árið á undan eða tvöfóld aukning milli ár^ miðað við 1986/1987. Þar að auki hefur borgin fengið óvænta „happdrættisvinninga“ eins og fiölgun íbúa um 10.635 „Þegar fámennisveldi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík sýnir myndir af athöfnum sínum taka flestir fjölmiðlar landsins upp glansmyndina og birta gagnrýnislaust. Þeir hafa ekki treyst sér til að skyggnast á bak við myndina og skoða kaldan raunveruleikann.“ „I árslok á þessu ári er kostnaður vegna ráðhússins kominn í tæplega 1700 miilj. króna,“ segir greinarhöf. m.a. manns frá 1982 fram að síðustu áramótum. Þetta gefur að sjálf- sögðu meiri útsvarstekjur. Enn fremur „gleymist“ oft í samanburði Reykjavíkur við önnur sveitarfélög að borgin fær mun meiri aðstöðu- gjöld en þau. Það kemur m.a. til vegna þess að hér eru ýmis lands- fyrirtæki og ríkisstofnanir sem gefa vel af sér. Fasteignamat er hér hærra en víðast annars staðar og þar af leiðandi eru fasteignagjöld, sem Reykvíkingar þurfa að greiða, hærri en hjá öðrum landsmönnum. Hagkvæmni stærðarinnar skilar einnig sínu. Ef arður fyrirtækja veröur mikill láta góðir stjórnendur eigendur og starfsmenn njóta þess. En hvað gera þeir í Reykjavík? Samkvæmt samanburði í desember sl. á laun- um 12 sveitarfélaga til starfsmanna sinna í 11 starfsgreinum kom í ljós að höfuðborgin var á botninum í öllum tilfellum nema einu. 8-12 þúsund króna munur á grunn- mánaðarlaunum var algengur og fór upp i 19 þúsund krónur. Þætti þetta traust fyrirtæki? Er sennilegt að það veitti góða þjónustu? Þegar glansmyndin hrynur Þegar fámennisveldi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík sýnir myndir af athöfnum sínum taka flestir fiöl- miðlar landsins upp glansmyndina og birta gagnrýnislaust. Þeir hafa ekki treyst sér til að skyggnast á bak við myndina og skoöa kaldan raunveruleikann. Þótt þúsundir borgarbúa mót- mæltu fyrirhugaöri byggingu ráð- húss var ekki hlustað á fólkið. Aðal sáttasemjari „kolkrabbans" og talsmaður fámennisveldisins í Reykjavík sagði meira að segja af landskunnu lítillæti sínu að hann hygðist láta mótmæh borgarbúa rykfalla í skjalageymslum borgar- innar. Svipaða sögu er að segja um Fæð- ingarheimili Reykjavíkur: - En að- fór fámennisveldisins að því verð- ur Sjálfstæðisflokknum til ævar- andi skammar. Þegar glansmyndin hrynur og hrollkaldur veruleikinn kemur í ljós mun Flokkurinn vænt- anlega átta sig á því. Kristín Á. Ólafsdóttir Manngildið fyrst Kvennalistinn er öðruvísi en önnur samtök sem bjóða sig fram til bæjarstjórnar í komandi kosn- ingum 26. maí nk. Þetta vita flestir og finna, en ekki er víst að allir geri sér grein fyrir því hver sé raunverulegi munurinn. Megin- kjarninn er röðun málaflokka. Kvennalistinn vill manngildið fyrst. Börnin, fiölskylduna, dagvistar- málin, skólamáhn og umhverfið í fyrsta sætið. Síðan er allt hitt. Gömlu flokkamir ætla allt í ann- arri röð. Þeir vilja skreyta turninn áður en búið er að koma upp sökkl- inum og aðalhæðinni. Þeð gengur bara ekki upp. Turninn getur ekki hangið í lausu lofti, hann verður aldrei fag- urlega skreyttur fyrr en búið er að slá upp og steypa traustan grunn neðst, síðan örugga og styrka aðal- hæð og þá fyrst er komið að bygg- ingu turnsins sem má skreyta eins og hver vill. Ef þetta hkingamál skilst ekki þá skal ég færa þetta yfir á forgangsröð okkar kvenna- hstakvenna svo alhr skilji. Treystum undirstöðurnar- börnin Við vitum að til að upp rísi efni- legt, ungt fólk sem getur tekist á við vandamál líðandi stundar, fólk sem byggir upp atvinnuhf framtíð- arinnar, ungt heilbrigt fólk sem er tilbúið að takast á við lífið og allt sem því fylgir, þá þarf að búa því öruggt uppeldi frá fæðingu og í KjaUarinn Hulda Harðardóttir, skipar sæti á framboðslista Kvennalistans i Kópavogi gegnum skólann. Þetta er svo ein- falt að það er með ólíkindum að enn í dag, árið 1990, skuli þessi mál vera í jafnmiklum ólestri og raun ber vitni. Bær eins og Kópavogur, sem áður var annálaður fyrir óvenjulegt framtak í ýmsum félagsmálum, s.s. hærri laun fóstra og heimahjúkr- unarfólks, fleiri dagvistarstofnanir en önnur bæjarfélög, minnkun vinnuskyldu eldri launþega o.fl. í svipuðúm dúr, á að halda áfram að hafa forystu um slík mál. Kópavogsbær á að sýna fordæmi í góðu atlæti við ungar fiölskyldur og sjá um að dagvistarþörfinni sé fuhnægt, að skólatími allra barna frá 6 ára til 16 ára sé fullir 8 tímar og boðið sé upp á léttar máltíð- ir. Það þýðir ekkert að berja sér á brjóst og segja, „við settum okkur mark fyrir 10 árum og nú er því náð,“ basta! Nei það eru komnar nýjar þarfir og því þarf að breyta áætlunum og halda áfram. Þetta getur slíkur bær gert ef hann legg- ur alla áherslu á. Höfum ekki börnin á vergangi <Við getum ekki með nokkurri samvisku tuktað 16 ára unglinga til og sagt þeim að hætta ofbeldi og vímuefnaneyslu. Það er orðið allt of seint. Þau þurfa sérstaka meðferð komin á þennan aldur. Nei, við verðum að byrja á sökklin- um, byrja með ungbörnin. Sköpum fordæmið. Vinnum að því að ung- börn fái örugga umönnun foreldra sinna a.m.k. í 9 mánuði. Gerum ungum feðrum kleift að fá líka aö kynnast barninu sínu. Leyfum foreldrunum a.m.k. að hafa eitthvert val. Sjáum til þess að nægileg dagvistarrými séu ávallt fyrir hendi og þegar börnin hefii skólagöngu 6 ára gomul verði skóhnn samfelldur, 8 tímar á dag. Bjóðum ekki ungum börnum að véra á hálfgerðum vergangi þar til þau eru orðin of stór til að vilja þiggja stuðning eldra fólks. Þetta er ekki eitthvert kvenna- hjal, þetta er blákaldur veruleiki. Börn á íslandi í dag ala sig að mestu upp sjálf og svo eru allir hissa á þessum börnum, þetta séu ónytj- ungar o.s.frv. Nei, drengir mínir, þetta eru hin raunverulegu svoköhuöu mjúku mál, hið daglega líf. Gott mannlíf þrífst ekki af sjálfu sér. Við verðum að hlúa að því. Við verðum að leggja á okkur vinnu svo þessi mál komist í höfn. Nauðsyn á sérframboði kvenna Öll má eru kvennamál, segjum viö gjarnan. En við viljum hafa áhrif á forgangsröðunina. Fjöl- skyldan á að vera í fyrirrúmi. Síðan getum við talið öll hin máhn í röö, atvinnumál, fiármál, íþróttamál og öll hin kvennamáhn. Við viljum að konur séu metnar á sínum forsend- um en það verður að viðurkennast að enn vantar mikið upp á aö svo sé. Það er hálfsorglegt dæmi um slíkt í blaði sjálfstæðismanna í Kópavogi nú síðast. Þar birta þeir eitt örstutt viðtal við þrjár konur í einu. Telja sjálfstæðismenn þar með lokið því sem sjálfstæðiskonur hafa fram að færa? Yfirskrift viðtalsins er: „Mis- ráðið að konur myndi sérstaka stjórnmálafy lkingú ‘. Þessi fyrirsögn er greinilega okk- ur kvennalistakonum til höfuðs. En allt viðtalið er hrópandi dæmi um þá nauösyn sem sérframboð kvenna er enn. Það er hálfsorglegt að lesa þessar línur. í lokin segir síðasta konan í viðtalinu: „Mín reynsla í stjórnmálum segir mér að karlarnir eru tilbúnari að berj- ast lengur, en konurnar draga sig meira í hlé. Það er eins og það myndist einhver veggur sem erfitt er að komast í gegnum. Karlarnir vilja ólmir hafa konur á listanum, en helst upp á punt og það getur verið letjandi. Húsbóndavaldið seg- ir til sín og þau rótgrónu viðhorf sem því fylgja. Konum hefur alltaf veirð haldið til baka og því miður verö ég að segja það líka að oft eru konur konum verstar." Fá orð geta betur sagt þaö sem er kannski megininntakið í stefnu Kvennalist- ans. Konur í Kópavogi, snúum bök- um saman, fáum karlana til að hlusta og heyra og þá getum verið með þeim á jöfnum grunni. Hulda Harðardóttir „Öll má eru kvennamál, segjum við gjarnan. En við viljum hafa áhrif á for- gangsröðunina. Fjölskyldan á að vera í fyrirrúmi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.