Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 1990. 8 LIT-RIT HF. Ljósritun í litum á pappír og glærur. Minnkun - stækkun, stærst A3. Skipholti 29, s. 62-62-29 CCI KMS fteMwrch HAR-UÐI (Hair Mist) Hair Mist er úðað í hárið og er hægt að greiða hárið í 2-3 mínútur eftir að úðað er. Mjög hentugt fyrir tískuhárgreiðslur. Cfs/ £a Jtptíf UJlií* HuM wáfcípotsmu:-#' <•50 ML HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG SÍMI 13010 Utlönd Tvennar fylkiskosningar 1 Vestur-Þýskalandi: Jafnaðarmenn sigurvegarar úrslit fela í sér aö kristilegir demó- kratar hafa nú misst meirihluta í efri deild sambandsþingsins í Bonn. Að talningu lokinni var ljóst aö jafnaðarmenn höföu unnið í Neöra- Saxlandi meö alls 44,2 prósent at- kvæða sem er aðeins 0,1 prósenti meira en þeir hlutu í síðustu kosn- ingum, árið 1986. Kristilegir demó- kratar fengu 42 prósent. Þessar nið- urstöður nú fela í sér að jafnaðar- menn, eða sósíaldemókratar, hafa nægan stuöning á þingi fylkisins til að leiða samsteypustjórn og binda þar með enda á fjórtán ára forystu kristilegra demókrata í fylkinu. Leið- togi Jafnaðarmanna í Neðra-Sax- landi, Gerhard Schröder, kvaðst í gær munu íhuga samstarf ýmist með Græningjum, sem fengu 5,7 prósent atkvæða, eða Frjálsum demókrötum, sem fengu 6 prósent atkvæða. í Nordrhein-Westafalia fóru kosn- ingarnar svo að jafnaðarmenn fengu fimmtíu prósent atkvæða en kristi- legir demókratar 36,7 prósent. Þetta eru þriðju kosningarnar sem jafnað- armenn sigra í Nordrhein-Westfalen. Úrslit kosninganna í Neðra-Sax- landi fela í sér að jafnaðarmenn hafa nú meirihluta í efri deild þingsins í Bonn og geta í raun þannig komið í veg samþykkt frumvarpa ríkis- stjórnarinnar. Ekki er ljóst hvort þeir hyggjast nýta sér það til að hægja á sameiningarherferð Kohls. Litið var á þessar kosningar sem prófstein á sameiningarstefnu kansl- arans sem og stuðning við flokk hans og stefnumál. Kosningarnar í þessum tveimur fylkjum, þar sem húa fjörutiu pró- sent allra kosningabærra Vestur- Þjóðverja, voru fyrstu mikilvægu kosningarnar í Vestur-Þýskalandi síðan Berhnarmúrinn féll í nóvemb- - er síðastliðnum. Reuter Flokkur kristilegra demókrata í um til þinga tveggja fylkja landsins, Vestur-Þýskalandi, flokkur Helmuts Nordrhein-Westfalen og Neðra-Saxl- Kohl kanslara, beið ósigur í kosning- andi sem fram fóru um helgina. Þessi Johannes Rau, leiðtogi jafnaðarmanna i Nordrhein-Westfalen, greiöir at- kvæði i kosningunum um helgina. Simamynd Reuter Demjanjuk áfrýjar Síðasta áfrýjunarbeiðni Johns Demjanjuk, meints nasista, verður tekin fyrir í hæstarétti í ísrael í dag á sama tíma og ísraelar eru slegnir óhug yfir helgispjöllum þeim sem unnin voru í kirkjugörðum gyðinga í Frakklandi og ísrael nýlega. Demjanjuk var dæmdur til dauða í apríl 1988 að loknum fimmtán mán- aða réttarhöldum. Verjandi hans heldur því fram aö skjólstæöingur sinn sé ekki fangavöröur sá sem gekk undir nafninu „ívar grimmi" í út- rýmingarbúðunum í Treblinka í Póllandi. Demjanjuk, sem var fluttur frá Bandaríkjunum vegna réttar- haldanna, neitar að hafa verið í fangabúöunum þar sem átta hundr- uð og fimmtíu þúsund gyðingar voru sendir í gasklefana. Það kom á óvart í síðustu viku að hæstiréttur skyldi hafa fallist á að taka málið til umfjöllunar á ný vegna fullyrðingar veijanda um að hann hafi fundið pólska konu sem segir að Demjanjuk sé ekki ívar grimmi. Talsmaður lögreglunnar í Haifa í norðurhluta ísraels sagði í gær að gyðingur um fertugt, sem virtist vera andlega vanheill, hefði verið hand- tekinn eftir að hafa hegðað sér und- arlega nálægt kirkjugörðunum í borginni þar sem helgispjöll hafa verið unnin undanfama daga. Krot- að hafði veriö á tvö hundruð og fimmtíu legsteina gyðinga og mátti meðal annars lesa orðin: „Hussein, Áfrýjunarbeiðni Johns Demjanjuk, meints nasista, verður tekin fyrir í hæstarétti i ísrael í dag. Hann var dæmdur til dauða 1988. Simamynd Reuter eyðileggðu ísrael!“ og „Arabar munu myrða gyðinga". Talsmaðurinn sagöi að ekki væri víst að hinn hand- tekni bæri ábyrgð á verknaðinum en hundruð lögreglumanna rannsaka nú málið. Samskipti gyðinga og araba í Haifa eru sögð góð og leið- togar bæði kristinna og múhameðs- trúarmanna hafa heimsótt borgina til að fordæma verknaðinn. Þúsundir Gyðingurinn og Nóbelsverðlauna- hafinn Elie Wiesel og Jack Lang, menningarmálaráöherra Frakk- lands, í kirkjugarðinum í Carpentras í Frakklandi þar sem grafir gyðinga voru svívirtar í síðustu viku. Símamynd Reuter manna þyrptust til Haifa í gær til að láta í ljósi reiði sína og til Carpentras í Frakklandi komu yfir tíu þúsund manns ásamt stjórnmálaleiðtogum hægri og vinstri manna. Það var í Carpentras sem grafir gyðinga voru svívirtar á miðvikudaginn í síðustu viku. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.