Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 1990. 37 DV Lífsstfll Leifur Guðjónsson hjá verólagseftirliti verkalýðsfélaga segir að flestar upphringingar þessa dagana séu vegna hækkunar á húsaieigu og vöruverði. DV-mynd GVA Verðlagseftirlit verkalýðsfélagaiina: HÚSEiGENDAÞJÓNUSTAN: (M) MOTOFtOLA FARSÍMAR Verð frá 85.657,- Fjarskipti hf. Fákafeni 11 sími 678740 Rækjur á 2.800 krónur kílóið - eða þreföldu innkaupsverði Þann 23. febrúar sl, opnaði Dags- brún og önnur félög sérstaka skrif- stofu í húsnæði Dagsbrúnar sem sinna átti verðlagseftirliti meö aðstoð almennings. Skrifstofan er nú búin að vera opin í tæplega þijá mánuði og því ekki úr vegi að forvitnast um hvemig starflð hefur gengið. Leifur Guðjónsson, starfsmaður verðlagseftirhts verkalýðsfélaga, sagði að starfið hefði hingað til geng- ið þokkalega. Heldur hefur dregið úr hringingum og nú eru þær flmm til sex á dag, stundum fleiri. Hækkun húsaleigu og vöruverð Það sem fólk gerir helst athuga- semdir við þessa dagana er hækkun húsaleigu um 1,8% og þó að þetta sé ef til vill ekki há prósentuhækkun hefur hún samt sín áhrif. Einnig kvartar fólk yfir óeðlilegum hækk- unum á vöruverði. Leifur sagði að óeðlileg hækkun á vöruverði hlyti að teljast allt umfram það sem kaup- menn hafa ekki á valdi sínu vegna innflutnings. Sagði hann að svo virt- ist sem meira jafnvægi ríkti í vöru- verði á stórmörkuðunum, en aftur á móti hefðu sérverslanir tilhneigingu til að hækka verðiö talsvert. Leifur tók í þessu sambandi dæmi um upphringingu sem hann fékk vegna verðs á rækjupoka. Þessi ákveðna verslun seldi pokann á 2.800 krónur kílóið, en það hefði í mesta lagi átt að vera 1.300-1.400 krónur því innkaupsverðið var rúmlega 900 krónur. Leifur hefur verið að reyna að ná í kaupmann verslunarinnar en hann hefur ekki látið svo lítið að svara því. „Kaupmenn taka þessu yfirleitt mjög vel og eru samvinnuþýðir," sagði Leifur, „og verðið verið lagað. Sumt eru mistök og það er þá lagað Neytendur all snarlega. Á heildina litið hefur þetta starf skilað árangri." Aðrir með hærra verð Til stóð að verðlagseftirlitið myndi birta lista yflr þær verslanir sem hefðu óeðlilega hátt vöruverð, en lít- ið hefur orðið úr því í framkvæmd. Ástæöan mun vera sú, að sögn Leifs, að í þau fáu skipti sem slíkt var gert kom ef til vill í ljós að aðrar verslan- ir voru kannski með ennþá hærra verð. Verslanir á höfuðborgarsvæð- inu væru einfaldlega of margar til þess að hægt væri að hrinda slíku í framkvæmd. Leifur minntist á að ekki liti út fyr- ir að lækkun vaxta hefði skilað sér út í verðlagið og fannst honum það undarlegt. Hann bætti líka við að svo virtist sem ákveðnir aðilar í þjóð- félaginu vildu ekki að þaö heppnaðist að halda verðlaginu í skefjum. Nefndi hann að Reykjavíkurborg hafi verið duglég við að hækka verð á ýmissi þjónustu, t.d. hefur garð- leiga á kartöflugörðum hækkað um 28%, leiga á íþróttaaðstöðu um 30% og svo mætti lengi telja. Brauðið hækkaði um 2 krónur „Ég vona að kaupmenn séu að átta sig á að þaö er ekkert sniðugt að fá fólkið upp á mófi sér,“ sagði Leifur. “Aðalatriðið með þessari þjónustu er að fá fólk með og að það verði meira meðvitað. Gleggsta dæmið um þetta er þegar fólk er að hringja inn verðhækkun á brauði um 2 krónur, slíkt hefði ekki gerst áður en þessi þjónusta kom tíl.“ Leifur var ráðin til þriggja mánaða til verðlagseftirlitsins og er það und- ir verkalýðsfélögunum komið hvort því verður haldið áfram. Skrifstofan er nú opin frá kl. 9 til hádegis og er svarað í síma 624230. -GHK Athugasemd frá Ljósmyndahúsinu Ljósmyndahúsið Dalshrauni 13, Hafnarfirði, óskar eftir að koma eft- irfarandi á framfæri: í nýafstaðinni verðkönnun kom í ijós að verðlagning á filmum og fram- köllun var eilítið hærri hjá Ljós- myndahúsinu en öörum stöðum sem taldir voru upp. Viljum við taka fram í því sambandi: 1. Viö bjóðum 5% staðgreiðsluaf- slátt af fllmuvinnslu og öllum vörum í versluninni. Sé það reiknaö inn í dæmiö eru verð Ljósmyndahússins lægri en hjá flestum öðrum. Mjög margir notfæra sér staðgreiðsluaf- sláttinn. 2. Magnafsláttur. Ef komiö er með þrjár fllmur eða fleiri er gefinn veru- legur magnafsláttur. 3. Ljósmyndahúsið veitir einnig íþróttafélögum, góðgerðarstarfsemi, eldri borgurum, fyrirtækjum o.íl. 10% afslátt. Ljósmyndahúsið veitir magnafslátt ef komið er með þrjár filmur eða fleiri. ■ Ertu farinn að huga ad viðhaldi? ■ Þarftu nýjar hurðir, glugga eða innréttingar? ■ Er húsið haldið steypuskemmdum? ■ Hvað með þakið eða svaiirnar? ■ Áttu í vandræóum með flatt þak? ■ Leki? ■ Vantar þig trésmið, múrara, málara, blikksmið? ■ Við hjá húseigendaþjónustunni höfum áralanga reynslu í viðhaldi og nýsmíði. I Látið fagmenn vinna verkin og annast þau fyrir ykkur. I Húseigendaþjónustan S. Sigurðsson hf., Skemmuvegi 34, 200 Kóp. Sigurður Sigurgeirsson byggingameistari, s. 670780. r: ERTU ENN A NEGLDUM? ÍS V0RIÐ ER K0MIÐ VIÐERUMTIL-ENÞÚ? Það er staðreynd að mikíl- vægasta atriði hvers bils eru góðir og öruggir hjólbarðar. Það er lika staðreynd að Michelin eru góðir og öruggir hjólbarðar. MUNDU MICHELIN MARKAÐINN michelin MICHELIN - MIKILVÆGT ATRIÐI m,CHel,n HMBAMSTÖM H/F SKEIFUNNI 5, SÍMAR 68-96-60 OG 68-75-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.