Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 28
36 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 1990. Jarðarfarir Bjargey Hólmfríður Eyjólfsdóttir, Hátúni lOb, Reykjavík, sem andaðist .4 í Borgarspítalanum 5. maí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni þriðju- daginn 15. maí kl. 15. Sigríður Sigurðardóttir, Álfatúni 31, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 16. maí kl. 15. Svavar Björnsson vélstjóri, andaðist á Borgarspítalanum mánudaginn 30. apríl. Útfórin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Árdís Sigurðardóttir frá Sunnuhvoli, Bárðardal, sem andaðist 5. maí sl., verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju þriðjudaginn 15. maí kl. 13.30. - Justine Elizabeth Jolson, Fairfield, Conn., Bandaríkjunum, f. 26. mars 1902, andaðist á Landakotsspítala aö kvöldi hins 4. þessa mánaðar. Jarð- arförin fer fram frá Kristskirkju föstudaginn 18. maí kl. 15. Kristján Sigmar Ingólfsson, Eini- bergi 19, Hafnarfirði, verður jarð- sunginn frá Víðistaðakirkju í Hafn- arfirði þriðjudaginn 15. maí kl. 14.30. Helgi Árnason vélstjóri, Æsufelli 6, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju í dag, 14. maí, kl. 13.30. Katrín Gísladóttir, Urðargötu 5, Pat- reksfirði, sem lést 6. maí sl. verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju þriðjudaginn 15. maí kl. 14. Jóhannes G. Jóhannesson Mánagötn „ 6, Reykjavík, verður jarðsunginn íré Fossvogskapellu í dag, 14. maí, kl. 13.30. Sigursveinn D. Kristinsson tónskáld, Stóragerði 23, Reykjavík, sem lést 2. maí sl., verður jarðsunginn frá Lang- holtskirkju í dag, 14. maí, kl. 13.30. Minningarathöfn um Sigurlaugu Maríu Jónsdóttur frá Ósi, Hraunbæ 152, Reykjavík, fer fram frá Árbæjar- kirkju þriðjudaginn 15. maí kl. 10.30. Jarðsett verður á Narfeyri kl. 17 sama dag.____________________ Andlát Helgi Eiríksson, Fossi á Síðu, andað- ist á heimili sínu 9. maí. Sigríður Ása Gísladóttir, Breiðagerði 6, lést fimmtudaginn 10. maí. Anna Friðhjörnsdóttir lést 12. maí á Borgarspítalanum. Tónleikar Vortónleikar kórs Fjölbrauta- skóla Garðabæjar verða haldnir í Norræna húsinu, þriðju- daginn 15. maí kl. 20.30. Á efnisskrá eru m.a. íslenskt lög og lög frá Norðurlönd- um. Stjórnandi kórsins er Hildigunnur Rúnarsdóttir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill._ Fyrirlestrar Fyrirlestur á vegum Stofnunar Sigurðar Nordals Dr. Andrgw Wawn, lektor við enskudeild University of Leeds, flytur opinberan fyr- irlestur í boði Stofnunar Sigurðar Nor- dals, þriðjudaginn 15. maí kl. 17.15 í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskóla ís- lands. Fyrirlesturinn nefnist „The silk- clad skald: Þorleifur Repp, Færeyinga saga and Nineteenth-Century Britian" og verður fluttur á ensku. Dr. Andrew Wawn er landi til að vinna að ritgerð um 19. aldar fræðimanninn Þorleif Guð- mundsson Repp og störf hans á Bret- landseyjum og mun hún birtast í rit- röðinni Studia Islandica. Áður hefur dr. Wawn birt margar greinar um bók- „mennta- og menningartengsl milli fs- lands og Bretlands á síðustu öldum. Tapað-fundið Læða fannst í Þingholtunum Gulbröndótt, ung læða með dökka flekki, hvita bringu og annan framfót hvítan og hinn svartan fannst í Þingholtunum. Upplýsingar í síma 10539. t MINNINGARKORT Námskeiö Námskeið um kynferðis- legt ofbeldi Konur og böm, sem hafa orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi, ætla að halda nám- skeið dagana 23.-28. ágúst 1990 að Þela- mörk, 11 km fyrir norðan Akureyri. Fjall- að verður um kynferðislegt ofbeldi, s.s. einkenni, afleiðingar og úrræði. Nám- skeiðið er miðað við þarfir þeirra sem fá þessi mál til umfjöllunar í dreifbýlinu. Skráning fer fram á Stígamótun, Vestur- götu 3, 101 Reykjavik, símar 626868 og 626878. Þar em einnig veittar upplýsing- ar. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir lok júnímánaðar. Tilkynningar íslendingar til Japan Um þessar mundir er hópur nemenda frá hótelskólanum IHTTI í Sviss á leið til Japans til að ljúka síðasta hluta, 3 ára náms síns í hótelstjórnun. Um er að ræða verklegt nám sem fram fer hjá hinni þekktu japönsku hótelkeðju Fujiya. Tveir íslendingar, þær Sigrún Björk Jakobs- dóttir og Kristín Petersen em í hópi þess- ara nemenda sem fá þetta einstaka tæki- færi, en þær stöllur útskrifúðust með hæstu einkun skólans þann 20. apríl sl. Hótelskólinn, IHTTI, hefur tekið mið af þróun 'í alheimsviðskiptum og alþjóða ferðamálum með því að bjóða nemendum sínum upp á kennslu í japönsku og síðar möguleika á starfsþjálfun í Japan. Það mun því ekki líða á löngu þar til íslensk- ur ferðamálaiðnaður fær að njóta góðs af reynslu þeirra Sigrúnar og Kristinar á japanskri gmnd. Laus prestaköll Biskup Islands hefur auglýst fimm prest- köll laus til umsóknar og er umsóknar- frestur um þau til 5. júní nk. Þessi presta- köll era: Grindavikurprestakall í Kjalar- nesprófastsdæmi, Kársnesprestakall í Kópavogi, Setbergsprestakall í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi, Staðarprestakall í Súgandafirði, ísafjarðarprófastsdæmi og Ámesprestakall í Húnavatnsprófasts- dæmi. Útfararþjónustan tekin til starfa Tekið hefur til starfa fyrirtækið Útfarar- þjónustan hf. sem er til húsa að GrenSás- vegi 16, Reykjavík. Eins og nafnið bendir til annast fyrirtækið alhliða útfararþjón- ustu og tekist hefur gott samstarf við Kirkjugarða Reykjavíkur á því sviði. Fyr- irtækið hefur fest kaup á líkbifreið af Cadillac gerð frá Bandaríkjunum og flyt- ur inn vandaðar viðarlíkkistur frá Hol- landi. Þjónusta fyrirtækisins verður á svipuðu verði og sambærileg þjónusta hjá öðmm útfararfyrirtækjiun en leitast verður við að uppfylla séróskir ef við- skiptavinirnir fara þess á leit. Útfarar- stjóri og einn aðaleigandi fyrirtækisins er Rúnar Geirmundsson sem starfað hef- ur sl. sjö ár við útfararþjónustu Kirkju- garða Reykjavíkur. Aörir eigendur em Páll Axelsson og Birgir Finnbogason. Skrifstofa Útfararþjónustunnar er opin frá kl. 8-18 alla virka daga en auk þess verður hægt að fá upplýsingar og sam- band við útfararstjóra utan þess tíma í síma fyrirtækisins, 679110. Sprellibókin komin út Sprellibókin er komin út á vegum Nathan & Olsen hf. í henni má finna skemmtilega leiki, fóndur, ráðgátur, fróðleiksmola, litla sögu um hafragraut, gómsætar upp- skriftir og síöast en ekki síst spennandi verðlaunasamkeppni þar sem fyrstu verðlaun em hvorki meira né minna en Floridaferð fyrir tvo. Bókin er ætluð fyr- ir börn á aldrinum 3-106 ára, eins og seg- ir á forsíðu, og verður seld í matvöm- verslunum á 50 krónur. Ekki er að efa að Sprellibókin á eftir að stytta ýmsum stundirnar í skammdeginu. Auk hf. Aug- lýsingastofa Kristínar, sá um ritstjórn, hönnun og setningu bókarinnar og Korp- us hf. um prentvinnslu. Fundir 3. fundur ITC Eikar verður haldinn í kvöld, 14. maí, kl. 20 að Austurströnd 3, Seltjamarnesi. Stef fundarins er: Sjaldan fellur ephð langt frá eikinni. Upplýsingar veita Hera, s. 19747, og Snjólaug, s. 24474. Allir velkomnir. ITC deildin Kvistur heldur fund í kvöld, 14. maí, í Holiday Inn hótelinu. Nánari-upplýsingar gefur Þóra í síma 627718. Merming Um tónlistargagnrýni Undirritaður hefur tekið aö sér að rita tónlistargagn- rýni í DV á næstunni og finnst viðeigandi að hefja starfið á því að lýsa í nokkrum orðum viðmiðunum sem lagðar verða til grundvallar í skrifum þessum. Svo mætti virðast sem höfuðinntak tónlistargagn- rýni væri að gagnrýnandinn lýsti smekk sínum á lista- viðburðum og skýrði lesendum frá því hvað í hans eyrum væri fagurt og hvað ljótt. Þetta er misskilning- ur. Persónulegur smekkur gagnrýnandans á auðvitað hlutverk í gagnrýni en er einn sér of grunnur pollur að dorga í. Fleira þarf að koma til. Mikilvægt hlutverk tónlistargagnrýni er einfaldlega að skýra frá því sem gert er eða með öðrum orðum segja fréttir úr tónlistarlífinu. Þannig verður gagnrýn- in mikilvæg heimild um tónhstarlífið og vitnisburður um menningu þjóðarinnar. Hér er gagnrýnandinn í hlutverki fréttamanns og lýtur lögmálum hans um hlutlægni í frásögn og efnisvali. Þá er það eölileg viðleitni í skrifum gagnrýnanda að stuðla að eflingu tónlistarlífins. Þetta er sérstaklega mikilvægt hjá smáþjóð eins og íslendingum sem á sjálf- stæði sitt og framtíðarvelferð að verulegu leyti undir því að henni takist að efla sitt eigið menningarlíf á tímum sem eru slíkum tilburðum mjög íjandsamlegir. Við þetta bætist að tónlistin er ung hér á landi og mikið verk enn óunnið..Hér er gagnrýnandinn áróð- ursmaður sem berst fyrir málstað tónhstarinnar og íslenskrar menningar. Fræðsla og miðlun þekkingar um tónlist er nauðsyn- legur hður í störfum gagnrýnandans eftir því sem hann er maður til. Slíkt innlegg er eðlilegt að miða frekar við hinn almenna lesanda en innvígða tónlistar- menn. Síðast en ekki síst þarf gagnrýnandinn að leggja mat á frammistöðu tónskálda, flytjenda og annarra þeirra sem koma víð sögu. Hér er það listin sjálf sem kemur til skoðunar. Tækni listafólksins og faglegar aðferðir þess eru hér aukaatriði. Öndun söngvarans, úlnliðs- hreyfingar fiðluleikarans, eða það hvort tónskáldið hefur brotið reglur réttrar teoríu er ekki viðfangsefni tónhstargagnrýni. Gagnrýnandinn er fulltrúi hlust- andans en ekki tónhstarkennarans. Áhugamál hans er hin listræna útkoma en ekki aðferðin sem notuð er. Hvernig á að meta listina? Skal mælikvarðinn vera fagurfræðilegur eða þjóðfélagslegur? Hvað með tillit til sögunnar? Trúlega verða öll þessi sjónarmið að komast að með einhverjum hætti. Meðal þess sem beint liggur viö að nota eru þær forsendur sem lista- maðurinn setur sjálfur. Sá sem kynnir sig sem heims- frægan snilling verður metinn sem slíkur. Lag fyrir barnakór hefur aðrar forsendur en píanókonsert. Mikilvægast er þó að gagnrýnandinn gleymi því aldr- ei hversu lærðar og gáfulegar sem honum kann að virðast athugasemdir sínar að listrænt mat er í innsta eðli smekksatriði. Að sama skapi má það vera lesend- anum huggun, ef honum líka ekki skrif gagnrýnan- dans, að hans eigin smekkur er jafngóður. Eða hvað? Finnur Torfi Stefánsson ÖMin vanrækta í Langholtskirkju Tónleikagestir í Langholtskirkju áttu ánægjulega stund með íslensku hljómsveitinni á lokatónleikum hennar sl. sunnudag. Verkefnin voru öll frá tuttug- ustu öld og góður vitnisburður um ríkidæmi þessa vanrækta og fjölskrúðuga tímabhs tónhstarsögunnar. Tónleikamir hófust á verki Charles Ives „The Un- answered Question“. Verk þetta byggist á þeirri hug- mynd, sem Ives notar í fleiri verkum, að tefla saman í senn tveim eða fleiri efnisþáttum, sem láta eins og enginn viti af hinum. í The Unanswered Question em efnisþættirnir af sláandi ólíkum toga. Hugmyndin er áhrifarík en eftir að hún hefur verið sett fram í upp- hafi gerist htið annað en að hún er endurtekin sem skilur hlustandann eftir með nokkrar efasemdir um tilganginn. Verkið er engu að síöur ljúft áheyrnar og rekur vinsældir sínar efalaust til þess. Flutningurinn var í hehd góður þótt á köflum gætti óöryggis í strengj- unum. Eiríkur Örn Pálsson lék einleikshlutverk eink- ar fallega með flauelsmjúkum trompettóni. Næsta verk á efnisskránni „Áttskeytla“ eftir Þorkel Sigurbjömsson reyndist mun innihaldsríkara. Verkið byggist á litlum efnivið en hugmyndaauðugri útfærslu og verður þannig í senn heildstætt og fjölbreytt. Það er aðgenghegt um leið og það gefur th kynna að ekki séu öll kurl komin til grafar viö fyrstu heym. Að- ferðir Þorkels era sumar gamalkunnar en notaðar á einkar persónulegan hátt. Útkoman er stíll sem er mjög sjálfstæður jafnframt því að vera íslenskur. Flutningur Áttskeytlu var samviksusamlegur og svo- htið varfæmislegur eins og flytjendur væru ekki nægi- lega kunngir sthnum. Dhlandi spilagleði réð hins vegar ríkjum í Oktett- Igors Stravinskys. Það er í sjálfu sér merkhegt athug- unarefni hvað hljóðfæraleikarar fá mikið út úr því að spha hina stöðugu áttunduparta Stravinskys, en stað- reynd er það. Þetta verk er af mörgum tahð eitt skýr- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson asta dæmið um ný-klassísk Stravinskys. Hlutlæg tón- list, laus við tilfinningasemi og rómantík. Díatónískur tónstigi með sjö tónum. Greinhegur æðasláttur eins og í taktstokki. Þessi tónlist var í beinni andstöðu og samkeppni við tólftónatónlist Vínarskólans síðari um miðbik aldarinnar. Seinna á ævinni samdi Stravinsky tólftónamúsík og sýndi að snillingar eru snilhngar hvaða stíltegund sem þeir nota. Síðasta verkið á þessum tónleikum, „Appalachian Spring" eftir Aaron Copland, var léttvægast og trúleg- ast einnig frægast. Áhersla tónskáldsins í þessu verki er lögð frekar á vinsældir en gæði. Mikið er af kunnug- legum laglínum útsettum með þrautreyndum hætti. Það skásta er fengið að láni, útþynnt og án kvittunar, frá Stravinsky. Fegurðin er á yfirborðinu, en tómt undir. Tónlist af þessu tagi hefur verið samin í mjög miklu magni á okkar öld til notkunar í kvikmyndir. Handbragð Coplands er að vísu betra en hins venju- lega höfundar kvikmyndatónlistar, en innihaldið litlu meira. Flutningur hljómsveitarinnar var öruggur og töluvert blæbrigðaríkur á stundum enda engin ný- mæli við að eiga hvað túlkun varðar. Frammistaða hljómlistarmanna á þessum tónleikum var yfirleitt góð og hjá sumum blásaranna mjög góð. Stjómandinn, Guðmundur Óli Gunnarsson, sýndi gott vald á öllum verkunum í þessari frumraun sinni með íslensku hljómsveitinni og er líklegur til stórræða í framtíðinni. Fjölmiðlar DV Kjosið mig, kjosið mig! Þaö era sjálfsagt margir kj ósend ur sem enn hafa ekki gert upp hug sinn varðandi val á lista í komandi borgarstjómarkosningum. Eftir kosningafund Ríkissjónvarpsins í gær er undirritaöur ekki viss um að hinum óákveðnu hafi fækkað svo nokkrunemi. Það sló mann strax í upphafi að flestir þeir hstar sem hafa hug á að ná trausti kjósenda skuli ekki hafa undirbúið sitt fólk betur en raun bar vitni. Þarna stigu þeir frambjóðend- ur í pontu hver á eftir öðrum, þvegn- ir og stroknir. Það kom fyrir htið. Áhorfendur og áheyrendur heima í stofunum gripu ósjaldan um höfuð sér og veinuðu hreinlega þegar ástandið í ræðupúlitinu eða við . borðin varð hvað neyðarlegast eöa væmnast. Hvernig í ósköpunum stendur á því að listi í kosningabaráttu skuli senda fólk á skjáinn fyrir framan alþjóð án þess að undirbúa það al- mennilega. Ef menn voru ekki hætt- ir að skilja þá höfðu þeir allavega misst áhugann þegar ræðuhöldin dundu yfir. „Ó guð, farðuað hætta, ekki gera okkur þetta,“ veinaði und- irritaður og haföi mesta löngun til að hnipra sig saman undir stofu- borðinu þegar verst lét. Þvíhk ósköp. Það á að vera kunnara en frá þurfi að segja aö framkoma, flutningur og aht yfirbragð skiptir töluverðu máh þegar barist er um atkvæðin. Ekki endilega vegna þess að kjós- andinn fær glýju í augun yfir vel- hnýttu bindi eða lögulegum lærum heldur vegna þess að hann htur undan og nánast ælir þegar honum oíbýður staglið, svo ekki sé minnst á grandvallarmálfræöiatriði. Haukur Lúms Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.