Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: \ PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr.~ Helgarblað 115 kr. Frumhlaup fjármálaráðherra Erfitt er að átta sig á því upphlaupi fjármálaráðherra að vilja breyta aðstöðu- og fasteignagjaldakerfi Reykja- vikurborgar á þann veg að önnur sveitarfélög njóti þeirra að hluta til á þeirri forsendu að í Reykjavík starfi hölmörg fyrirtæki og stofnanir sem þjóni fleirum en Reykvíkingum. Vera má að slík hugmynd sé að ein- hverju leyti málefnaleg í heildaruppstokkun á tekju- stofnum ríkis og sveitarfélaga en hún er í meira lagi vitlaus sem póhtískt innlegg nokkrum dögum fyrir al- mennar sveitarstjórnarkosningar. Ólafur Ragnar telur ugglaust að með þessu útspih geri hann hosur sinar grænar fyrir landsbyggðarfólki. En hvaða kjósandi utan Reykjavíkur lætur það ráða afstöðu sinni við kjörborðið í sínu byggðarlagi hvort Reykjavík hefur meiri eða minni tekjur af aðstöðugjöld- um og fasteignagjöldum? Fyrir nú utan hitt, sem er þó miklu stærra mál, að fjármálaráðherra leggur th atlögu við hagsmuni ahra Reykvíkinga, hvar í flokki sem þeir standa. Enda þótt sjálfstæðismenn stjórni borginni og hafi þar meirihluta búa þar fleiri en þeir einir sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn og allt hefur það fólk hag af því að íjárhagur borgarinnar sé traustur. Með því að kippa fótunum undan fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar er verið að storka borgarbúum öhum. Með þessari dæmalausu tihögu sinni hefur formanni Alþýðubandalagsins tekist að segja Reykvíkingum stríð á hendur á einu bretti. Enda sjá þeir flokkar og þau framboð sem standa fjármálaráðherra næst að málflutn- ingur ráðherrans er óðs manns æði í kosningabaráttu þeirra og lýsa andstöðu sinni gegn honum. Ólafur Ragnar hefur þótt sleipur stjórnmálamður og á stundum nokkuð slyngur. Hann hefur og komist til áhrifa í þeim flokkum sem hann hefur starfað í. Ólafur Ragnar er ekkert barn í póhtík. Það er hins vegar með öhu óskhjanlegt hvað honum gengur th með vanhugs- aðri árás á fjárhag höfuðborgarinnar sem verður að teljast enn eitt axarskaftið í gjörsamlega misheppnaðri kosningabaráttu þeirra vinstri afla sem vhja veita meiri- hlutanum aðhald í Reykjavík. Með því að afneita þessum hugmyndum Ólafs Ragnars eru aðstandendur Alþýðu- bandalagsins og Nýs vettvangs í rauninni að skilja for- mann Alþýðubandalagsins og gúrúinn á vinstri vængn- um eftir út á víðavangi. Afhjúpa hann sem persona non grata í þessum kosningum. Það gera þeir ekki af sjálfsdáðum. Það gera þeir vegna þess að Ólafur Ragnar neyðir þá til þess. Hann hefur sjálfur haldið af stað í sína eigin eyðimerkugöngu. Einn síns liðs. Ef Ólafur Ragnar vhl láta jafna út aðstöðugjöldum stofnana og fyrirtækja með hhðsjón af því hveijum þau þjóna má auðvitað um leið velta fyrir sér þeirri spurn- ingu hvort ekki séu sömuleiðis mörg fyrirtæki og stofn- anir úti á landsbyggðinni sem byggja afkomu sína á þjónustu við Reykvíkinga. Eiga þessi fyrirtæki og stofn- anir að greiða gjöld sín th Reykjavíkur í sama mæh og samkvæmt höfðatölu viðskiptavinanna? Yrði þessi ahs- herjarútreikningur landsbyggðinni th góða þegar upp væri staðið? Thlaga Ólafs Ragnars er vanhugsuð í báðar áttir og verður því miður að afgreiðast sem frumhlaup sem á sér engin rök. Fjandskapur flármálaráðherra gagnvart Davíð Oddssyni má ekki byrgja honum aha sýn. Ehert B. Schram Ólafur Ragnar Grimsson fjármálaráðherra. - „Skyldi ráðherrann kynna íslendingum þann efnahagsbata, sem hallarekstur ríkisins er að eyðileggja?" spyr greinarhöfundur. Ólafur Ragnar og efnahagsbatinn Lesandi góður. í ársbyrjun voru gerðir sögulegir kjarasamningar sem réttara væri að kalla þjóðar- sátt gegn verðbólgu og versnandi lífskjörum. Þar voru einstaklingar og atvinnufyrirtæki látin axla miklar fjárhagslegar byrðar. Allt var þetta gert í von um betri tíð með blóm í haga fyrir einstakling- ana og atvinnufyrirtækin. Það er því átakanlegt að þurfa að horfa upp á það nú að stór hluti þess efna- hagsbata, sem þjóðin hefur unnið sér inn hörðum höndum, skuh eyöilagður með óráðsíu í ríkis- rekstrinum. Ríkisstjórnin og kjarasamningarnir Einn aðalþáttur þess efnahags- vanda sem við er að fást er hár fjár- magnskostnaður. Lækkun vaxta og fjármagnskostnaðar almennt er því eitt aðaimarkmiðið sem stefnt var að með kjarasáttinni. Það segir sig sjálft að þegar búið er að skuld- sefja heimihn og atvinnufyrirtæk- in meira en nokkum tímann áður verða þessir aðhar líka háðari fjár- magnskostnaöinum en áður. Þess vegna var það grundvallarforsenda fyrir kjarasáttinni að flármagns- kostnaður lækkaði hratt og örugg- lega í framhaldi af henni. Því hrað- ar sem flármagnskostnaðurinn lækkaði því fyrr myndu heimihn og atvinnufyrirtækin uppskera ávöxt erfiðisins. En nú kemur ríkið til skjalanna og eyðUeggur upp- skerana fyrir landsmönnum, rétt eins og hver önnur óáran. Á síðustu mánuðum hefur bankakerfið tekið sér tak og náð að minnka vaxtamun. Almenn út- lán bankakerfisins hafa minnkað vegna þess að almenningur og at- vinnufyrirtæki hafa hert sultar- óhna. Innlán til bankanna hafa líka aukist af sömu ástæðu. Allt er þetta af hinu góða og stuðlar að lækkun vaxta. En þá kemur bara ríkissjóður og tekur aö láni það sem afgangs er í bankakerfmu til að flármagna haharekstur sinn! Þannig étur haharekstur ríkissjóðs upp stærsta part þess fóðurs sem átti að fara tU KjaUarinn Brynjólfur Jónsson hagfræðingur lækkunar vaxta. Hallarekstur rík- isins getur mjög einfaldlega étið upp allan ávinning af efnahags- batanum. Og hann getur gert meira. Hann getur valdið vaxta- hækkunum og auknum flármagns- kostnaöi og verðbólgu þrátt fyrir aUa viðleitni einstaklinganna og atvinnufyrirtækjanna. Ef hann er bara nógu mikill og flármagnaður innanlands. Þannig vinnur ríkis- stjórnin gegn markmiöum kjara- samninganna meö stórfehdum haUarekstri ríkisjóðs sem flár- magnaður er innanlands. Skattahækkanir framundan Á ársfundi Seðlabankans um daginn sagði seölabankastjóri með- al annars: „Góð lausaflárstaða bankakerfisins gerði kleift að fiár- magna ríkissjóðshallann innan- lands.“ Það voru stór orð. Það má öllum vera ljóst aö þeir peningar, sem ríkið tók að láni í bankakerf- inu við þessar aðstæöur, koma ekki tU með að stuðla að lækkun vaxta eins og tíl var ætlast. Og hvemig ætlar svo ríkissjóður að endurgreiöa sparifláreigendum þessi auknu lán? Jú, eins og vant er, með auknum lántökum eða auknum sköttum. Þannig er nú í dag verið að leggja grundvölhnn aö stórfelldum skattahækkunum. Skattahækkunum sem menn neyð- ast tU að grípa tU í byijun næsta kjörtímabils. Það var fleira athyghsvert sem kom fram á ársfundi Seðlabank- ans. Nettóskuldir ríkissjóðs hafa þrefaldast að raungUdi síðastliðin 5 ár þrátt fyrir stóraukna skatt- lagningu. Vaxtagreiðslur ríkisins eru nú orðnar um 10% af ríkisút- gjöldunum og fara vaxandi. Og svo var það rúsínan í pylsuendanum. Ef ríkissjóður hefði ekki getað fiár- magnað haharekstur sinn meö auknum lántökum í bankakerfinu væri hér bullandi verðbólga ennþá og töluverður viðskiptahalh. Þá höfum við það. Þaö hafa sem sagt alhr í þessu landi, nema ríkissjóð- ur, sameinast um lækkun verð- bólgu og flármagnskostnaðar. Lesandi góður. Á sama tíma og ríkissjóður er langstærsti bófinn í efnahagskerfinu efnir flármálaráð- herra svo til fundarherferðar um landið til að kynna efnahagsbatann fyrir landsmönnum. Skyldi ráö- herrann vera að kynna Islending- um þann efnahagsbata sem halla- rekstur ríkisins er að eyðileggja, eða einhvern annan efnahagsbata? Brynjólfur Jónsson „Það hafa sem sé allir í þessu landi, nema ríkissjóður, sameinast um lækk- un verðbólgu og Q ármagnskostnaðar. ‘ ‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.