Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 2
22
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990.
Garðar og gróður
13 V
Hlutlausa ráðgjöf, án hagsmuna, er erfitt að finna:
Mikilvægt er fyrir hinn almenna húseiganda að fá hlutlausar upplýsingar um málningarverk og viðhaldsvinnu, án litaðra hagsmuna seljenda eða
þjónustuaðila.
Þetta er tvímælalaust
það besta á markaðnum
- sagði kaupmaðurinn um málninguna sem pokaði eftir eitt ár
Áður en málning er keypt fyrir tugi eða hundruð þúsunda, og kaup-
maðurinn mælir með sem traustri vöru, er viturlegt að húseigandinn
kanni hvort málningin passar fyrir hús hans. Vandamálið er að raki
leynist oft í veggjum og þá þýðir ekki að mála bara yfir. í auglýsingum
er málning sögð vera vörn gegn steypuskemmdum, hún andi og sé
pottþétt fyrir þitt hús. Þetta á neytandinn að kanna hjá hlutlausum aðila
sem ekki hefur hagsmuna að gæta. DV-mynd BG
Það eru bara til góðar vörur í
málningarverslunun og þær passa
allar við húsið þitt - ef þú vilt og
átt pening. Eins og víða hefur kom-
ið fram hefur margur húseigand-
inn lent í þvi að kaupa afar
„trausta“ málningu í verslun en
afleiðingarnar hafa þvi miður oft
verið hræðilegar.
„Þetta er tvímælalaust það besta
á markaðnum," sagði kaupmaður-
inn áður en húseigandinn keypti
heilan vagn af málningu fyrir tugi
eða hundruð þúsunda króna. En
hvað gerðist svo? Húsið var málað
um sumarið. Áriö eftir fóru pokar
að sjást á stöku stað. Smábólur
urðu að stórum pokum og ef maður
þrýsti flngri á einn slíkan lak vatn
út. Slæmt mál. Ástæðan fyrir þessu
ér sú að viðkomandi húseigandi -
sem auðvitað ber skaðann þrátt
fyrir allan áróðurinn í kaupmann-
inum - áttaði sig ekki á því að hann
var að kaupa málningu sem var svo
þétt að hún hélt öllu vatni inni.
Hann vildi þétta málningu sem átti
að halda regnvatni fyrir utan en
hann vissi ekki að veggirnir í hús-
inu hans voru rakir.
Málningin
passaói ekki
Þetta fannst húseigandanum
skrýtið þar sem á málingardollun-
um stóð að varan væri svo góð að
hún væri meira að segja vörn gegn
steypuskemmdum. Það hlýtur bara
að vera eitthvað að húsinu mínu,
hugsaði kaupandinn að málningar-
vagninum. Hann hafði rétt fyrir sér
því hann hafði keypt allt of þétta
málningu - þó svo að það væri sagt
að hún „andaði“.
Það sem kaupmaðurinn og fram-
leiöandinn komu ekki til skila var
að múrveggirnir áttu að vera þurr-
ir. Það er ekki þeirra mál að hús-
veggirnir eru oft blautir. Þeirra
hlutverk er að auglýsa og selja vör-
una.
Málningin í umræddu tilfelli
passaði ekki fyrir hvaða veggi sem
var. Margir halda að vatnið í pok-
unum komi utan frá. Það er ekki
rétt til getið. Það kemur innan úr
múrveggjunum. Nýja málningin
hélt Tegnvatninu fyrir utan en að
sama skapi hleypti ekki rakanum
í veggnum út. Einmitt þetta er
vandamálið. Allt ónýtt. Það verður
að mála upp á nýtt. Húseigandinn
ber skaðann. Ekki framleiöandinn.
Ekki kaupmaðurinn. Málningin
var í lagi en húseigandanum var
bara nær að vera ekki nægilega
tortrygginn. Þetta er reynsla
margra neytenda.
Litaðir
hagsmunaaðilar
En hvert á þá aö snúa sér til að
fá faglegar ráðleggingar? Getur
maður þá ekki treyst neinum fyrir
því sem maður er að gera - mála
húsið sitt eða sameignina fyrir
hundruð þúsunda? Hér er ekki ver-
ið aö lýsa algjöru vantrausti á þá
sem til þekkja. Hins vegar ber að
opna augu neytenda fyrir þvi að
vandinn er sá að verktakar, kaup-
menn og fleiri sem teljast fagmenn
eru litaðir af eigin vörum og vinnu-
brögðum. Þeirra merki og þeirra
vinnubrögð eru best - það sem þeir
eru að vinna og selja er best á
markaðnum - þaö kannast neyt-
endur best við sjálflr. Lítiö land
með mörgum spámönnum.
Hlutlaus ráðgjöf
Það sem húseigandinn getur gert
er að fá hlutlausa ráögjöf til aö
koma í veg fyrir tilfelli sem þessi.
Hann á að gefa sér tíma áður en
hann fer og talar við kaupmanninn
eða framleiðandann. Best er að fá
ráðleggingar frá einhverjum sem
hefur ekki beinna hagsmuna að
gæta hvað vörur eða þjónustu
varðar. Eini staðurinn á landinu,
sem undirritaður getur mælt með
sem hlutlausum, er Byggingaþjón-
ustan við Hallveigarstíg. Þar er
hægt að fá ókeypis ráðleggingar og
ábendingar.
Það er engan veginn nóg að fara
inn í verslun og kaupa málningu.
Einhver sem þekkir hvernig best
er að meðhöndla veggina verður
að koma á staðinn og fá eins miklar
upplýsingar og kostur er. Sérstak-
lega þegar á að fara að mála yfir
fleti sem hafa staðið viðhaldslausir
í mörg ár. í slíkum tilfellum er oft-
ast að finna einhvern raka fyrir
innan. Þá þýðir ekki að kaupa bara
„það besta" og láta síðan vaða á
veggina.
Einmitt í slíkum tilfellum verður
oft að hreinsa alla málninguna af,
þó það sé dýrt, silanbe'ra veggina,
þó það sé ljótt, og mála þegar mað-
ur er fullviss um að rakinn sé far-
inn út. Silanefnin hleypa nefnilega
rakanum út en rigningarvatninu
halda þau úti. Þegar silanefnin hafa
þurrkað múrveggina er óhætt aö
mála. Hvað þessi mál snertir er
ástæða fyrir neytandann að vera
tortrygginn. Þarna er um að ræða
framkvæmdir sem hinn almenni
húseigandi hefur ekki efni á að láta
mistakast vegna þess að hann bar
sig ekki eftir hlutlausum upplýs-
ingum.
-ÓTT