Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 12
32
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990.'
Garðar og gróður_________________dv
Vorverkin í garðinum:
Húsdýraáburður
misjafn að gæðum
- segir Markús Guðjónsson skrúögarðyrkjumeistari
„Pétur og Páll mega ekki samkvæmt lögum taka að sér garðyrkjustörf gegn grélðslu nema hafa til þess full rétt-
indi,“ segir Markús.
Urval - vcrðið
hefur lækkað
Þurfið þið að skipuleggja
nýja garðinn eða
lagfæra þann gamla?
Hringið eða skrifið
og ykkur verður
sendur plöntulisti
yfir allar algengustu
plöntutegundir.
Mikið úrval
Garðyrkjustöðin
Grímsstaðir
Hveragerði
S. 98-34161 og 98-34230
Trjáhlífar
Meirí vöxtur,
minni afföll
Söludcild, sími 98-11500
-------;--------------------
HOZ&OCK
GARÐÚÐARAR
ÚÐUNARKÚTAR
SLÖNGUSTATÍV
SLÖNGUTENGI
GARÐVERKFÆRAÚRVAL
HEKKKLIPPUR
GREINAKLIPPUR
GRASKLIPPUR
SLÁTTUORF
SMÁVERKFÆRI
# BLACK DECKER
RAFMAGNSSLÁTTUVÉLAR
n
ÁRMLILA11
„Fyrstu vorverkin eru trjáklipp-
ingar, stærstu klippingunum er lokið
á þessu vori, en allt sumarið þarf
hins vegar stöðugt aö vera að snyrta
runna og limgerði. Það eru þó ein-
staka tré sem ekki má klippa nema
fyrst á vorin, til dæmis birkið,“ segir
Markús Guðjónsson skrúðgarð-
yrkjumeistari.
í gömlum göróum
„Þeir sem ætla að fara að skipu-
leggja garðinn sinn í vor ættu aö
hafa í huga aö í öllum görðum eru
jarðvegsskiptin eitt það mikilvæg-
asta sem gert er fyrir garðinn. Áður
Kantskurður er eitt af þeim verkum
sem fólk fær garðyrkjumeistara
gjarnan til að gera fyrir sig.
Þær plöntur, sem eru notaðar í
garða hér á landi, eru yfirleitt harð-
gerar.
fyrr hugsaði fólk ekki svo mikið um
þau. Það er algengt í gömlum görðum
að jarðvegsskiptin hafi ekki náö
nema fet ofan í jöröina. Þá var sett
möl eða sandur ofan á mold og síðan
steyptar stéttir eða lagðar hellur ofan
á þetta þunna lag. Þetta hefur hins
vegar dugað illa og hellurnar og
stéttirnar hafa skekkst og aflagast. í
dag hefur fólk orðiö mun betri skiln-
ing á jarðvegsskiptum en það hafði,
sama hvort um er að ræða jarðvegs-
skipti fyrir hellulagnir eða í trjá- og
blómabeðum."
Jaróvegsskipti í
blóma-
ogtrjábeðum
,,í blómabeðum þurfa jarðvegs-
skiptin ekki að ná nema 10-15 cm
niður í jörðina en í trjábeöum þarf
að fara mun dýpra eða niður á 30-50
cm dýpt. Það fer svolítið eftir stærð
plantnanna hversu langt jarðvegs-
skiptin þurfa að ná.
Þegar húsdýraáburður er notaöur
í beð er 'hann pældur saman við
moldina en efsta lagiö verður þó að
vera hrein mold. í húsdýraáburði eru
illgresisfræ, sem fólki er í nöp viö
aö nái að spíra, og því verður að vera
moldarlag ofan á skítnum.
Ofan á moldina er svo nauðsynlegt
að bera áburð, kalk, blákorn eða
blandaöan áburð.
Húsdýraáburður er misjafn að
gæðum. Kúamykjan er til dæmis
miklu næringarríkari en hrossatað
og sauðatað er einnig betra en þaö.
Þaö er hins vegar erfiðara að ná í
kúamykju og sauðatað en hrossatað-
iö.
Vinnureglan er sú að það þarf um
það bil rúmmetra af skít i hverja 100
fermetra. Hins vegar getur það veriö
dálítið afstætt hversu mikið þarf af
skítnum, það fer eftir jarðveginum
hversu mikið þarf að nota. Það þarf
því að vega og meta í hverju tilviki
hversu mikinn húsdýraáburð þarf á
hverjum stað.
Á þessum árstíma hefur það lítinn
tilgang að bera húsdýraáburð á gras.
Húsdýraáburð á að bera á lóðir fyrri-
part vetrar, á auða jörö, helst strax
upp úr áramótum eða í febrúar og í
byrjun mars. Skíturinn verður að
hafa tíma til að brotna og skolast
niöur í jörðina. Þaö þarf ekki að bera
hann á á hverju ári en ég mæli fneð
því að húsdýraáburður sé borinn á
grasflatir og í beö á 4-5 ára fresti
vegna margvíslegra snefilefna sem
fmnast í áburðinum.
Tilbúinn áburð á aö bera á gras-
flatir fyrir fyrsta slátt á vorin.
Fólk á ekki að bera hann á í miklu
magni einu sinni á vorin, það getur
sviðiö grasið. Það er betra að bera
þrisvar sinnum tilbúinn áburð á lóö-
ina yflr sumarið og hafa þá i huga
aö bera ekki mjög mikið á í hvert
skipti. Á þennan hátt getur gróður-
inn betur nýtt áburðinn."
Hvað er í tísku
„Það er ómögulegt aö segja hvaða
plöntur veröa mest í tísku í vor og
sumar. Það kemur ekki í Ijós fyrr en
fólk fer aö kaupa plönturnar hvað
verða tískufyrirbærin í ár. Á síöari
árum hefur fólk haft miklar mætur
á plöntum sem vaxa hratt og verða
umfangsmiklar á stuttum tíma. Loð-
kvistur hefur notið mikillar hylli og
öspin sömuleiðis. Rósir eru vinsælar
enda hefur afbrigðum og tegundum
af rósum fjölgað mjög á undánförn-
um árum.
Þær plöntur, sem eru notaðar í
garða hér á landi, eru yflrleitt harð-
gerar en flestar eiga þær þó viö sín
vandamál aö stríða. Ein getur til
dæmis verið viðkvæm fyrir ákveð-
inni tegund af veðurfari á meðan
önnur þolir það vel.“
Hvenær á að
gróðursetja
blóm og tré
„Þaö er í raun og veru ekki hægt
að tala um hvenær sé orðið of seint
aö gróðursetja tré og runna. Það má
þó segja aö þaö sé best að ljúka gróð-
ursetningu sem fyrst á vorin því þá
verður vaxtartími plantnanna
lengstur og trjágróður nær að rót-
festa sig betur.
Gróðursetningartíminn hefur