Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990. 27 DV Skipulagning lóðarinnar: Garðar og gróður Markviss vinnu- Fjölbreytt starf Hér á landi eru nú starfandi 17 landslagsarkitektar en brátt mun þeim fjölga um nær helming þar sem aörir 15 eru í námi erlendís um þess- ar mundir. Starf þeirra er mjög fjöl- breytt. í starfslýsingu Félagsvísinda- stofnunar Háskóla íslands er. starfs- sviðið skilgreint þannig: „Landslags- arkitekt skipuleggur nýtingu land- svæða og mótun lands; hannar úti- vistar- og íþróttasvæði, kirkjugarða, torg og stræti, lóðir við stofnanir og íbúðabyggingar og ákvarðar um meðhöndlun lands við stór- framkvædir, svo sem virkjanir, efn- istöku og vegagerð; vinnur að þeim þætti lands- og bæjarskipulags er varðar umhverfi, útivist, ræktun og náttúruvernd: Vinnur úr gögnum Landslagsarkitekt safnar saman, greinir og vinnur úr gögnum um náttúrfarslegar forsedur á svæðinu, það er vistfræði, landslag, jarðfræði, jarðveg, afrennsli, gróðurfar, dýralíf og veðurfar, hugar einnig að gögnum um tæknilega og félagslega þætti sem hafa áhrif á umhverfið; gerir land- nýtingaráætlun, ræktunaráætlanir og tillögur að staðsetningu mann- virkja, til dæmis húsa, akbrauta, gönguleiða, gróðurs og götugatna, svo gætt sé heildarsamræmis milli mannvirkja og landslags; útbýr skipulagsuppdrætti, vinnuteikning- ar, verklýsingar, viðhaldslýsingar, greinargerðir og kostnaðaráætlanir, starfar náið meö arkitektum, skipu- lagsfræðingum og verkfræðingum að hönnum og frekari vinnslu þeirra verkefna sem um er að ræða; lítur eftir framkvæmdum til að tryggja að þær samræmist hönnunaráætlunum og að gæði efnis og vinnu séu full- nægjandi og veitir hlutaðeigandi að- ilum ráðgjöf. Landslagsarkitekt get- ur sérhæft sig annaðhvort í heildar- skipulagningu stórra svæða, svo sem lands-, þjóðgarða- og orlofshúsa- byggðar og bæjarskipulags, eða í innra skipulagi þéttbýlis, svo sem útivistar- og íþróttasvæðum, heim- ilsgörðum, götum og torgum; starfar ýmist sjálfstætt eða hjá hinu opin- bera.“ Svo mörg voru þau orð. brögð borga framkvæmdum. En landslagsarkitektar eru ekki eingöngu í því að skipuleggja lóöir við nýbyggingar, þeir taka einnig að sér að endurskipuleggja eldri lóðir. Það er að mörgu leyti viðkvæmara starf. Það er til dæmis ekki hægt að vaða með gröfur inn á slíkar lóðir og það eru fleiri þættir sem þarf að taka tillit til svo sem hvort eitthvað af þeim gróðri sem er fyrir í lóðinni sé nýtilegt áfram en yfirleitt er reynt að nýta allt það sem nothæft er í garðinum áfram. Það er mjög mis- jafnt hversu mikið það kostar að fá landlagsarkitekt til að skipuleggja lóð við íbúðarhús, taxti þeirra fer eftir starfsreynslu og menntun, en í dag er lægsti taxti 1700 krónur á tím- ann. Það tekur yfirleitt svona 20-25 tíma að gera grófar tillögur að einni lóö, fullnaðarhönnun tekur annan eins tíma svo það kostar lágmark frá tæp- um 70.000 krónum og upp 85.000 þús- und krónum að skipuleggja meðallóð en inn í þetta verð er ekki reiknað eftirlit með framkvæmdum. Svo er algengt að gerð séu föst verðtilboð í lóðina og þá er miðað við að sá sem tekur verkið að sér taki 8 prósent af því sem það kostar að fullvinna lóð- ina í laun.“ Of seint að fá tíma „Það er mjög algengt að fólk fari allt of seint af stað með að láta teikna lóðir fyrir sig á vorin. Þegar sóhn fer að skína í endaðan apríl og byrjun maí hringja margir og biöja um að- stoð en þá er yfirleitt orðið allt of seint að fá hana. Best er að hafa sam- band við landslagsarkitekt að hausti eða í byrjun vetrar og fá hann til að teikna lóðina á þeim tíma. Það segir sig sjálft að maður skipuleggur ekki margar lóðir í mai þegar það tekur 40 til 50 tíma að vinna tillögur að hverri. Ef fólk hefur hins vegar vaðið fyrir neöan sig og hefur samband snemma vetrar gefst arkitektinum og garðeig- andanum mun betri tími til að átta sig á hvernig best sé að skipuleggja garðinn. Þetta er ekki verk sem á að kasta höndunum til.“ Tískubylgjur „Það er ekki hægt að segja að þaö séu ákveðnar tískubylgjur í sam- bandi við skipulagningu lóða. Þó er, í dag, frekar tilhneiging til að formin séu mjúk. Margir vilja einnig hafa lóðina þannig að þeir þurfi ekki að eyða allt of miklum tíma við vinnu í garðinum á sumrin. Grasið er ekki eins vinsælt og það var, í staðinn vill fólk heldur hellulagnir, malar- stíga og alls kyns trépalla og blóma- og trjábeð verða stöðugt vinsælli. Margir vilja einnig hafa eitthvert landslag í lóðinni en það fer náttúr- lega eftir stærð lóðarinnar hversu mikið er hægt að hafa af slíku. Ef lóðin er stór getur verið fallegt að lyfta henni aðeins með steinbeðum eða grashæðum. Hins vegar verður alltaf aö hafa í huga að lóðin stingi ekki í stúf við húsið eða nánasta umhverfi sitt - hús, lóð og umhverfi - þarf að mynda eina heild.“ -J.Mar „Þegar fólk lætur teikna fyrir sig hús mæli ég eindregið með að það láti teikna lóðina umhverfis í leið- inni. Sé litið til lengri tíma sparar það bæði íjármagn og tíma. Ef lóðin er teiknuð um leið og húsið er hægt að setja frostfrí efni þar sem þau eiga að vera um leið og grunnurinn er unninn, til dæmis þar sem verönd- inni er ætlaður staður og svo er hægt að skipta um jarðveg í lóðinni þar sem þess þarf. íbúarnir komast þá strax upp úr drullunni ef svo má að orði komast," segir Pétur Jónsson landslagsarkitekt. „Það er hins vegar sjaldgjæft að fólk láti teikna lóð og hús samhliða. Það heldur oft að það sé 'að spara með því að geyma lóöina og heldur aö það geti fengið þessa hluti ódýrt seinna meir. En eftir því sem hlutirn- ir eru unnir á ómarkvissari hátt þess dýrari verða þeir á endanum. Ef teikningar liggja fyrir er líka hægt að vinna lóðina meira í áföngum." - segir Pétur Jónsson landslagsarkitekt Fallegur garður, þar sem gróðurinn myndar eina heild, er augnayndi. „Það þarf alltaf að hafa í huga að lóðin stingi ekki i stúf við húsið eða nánasta umhverfi sitt - hús, lóð og umhverfi - þarf að mynda eina heild,“ segir Pétur Jónsson. Nýting lóðar „Þegar hafist er handa við skipu- lagningu lóðar þarf fólk að byrja á að gera sér grein fyrir því til hvers það ætlar að nýta hana í framtíð- inni. Best er að skrifa allar sínar óskir niður á blað því þannig á sá sem hannar lóðina mun auðveldara með að gera sér grein fyrir því hvað er verið að fara fram á. Þegar þessu er lokið leitar fólk til fagmanns í grein- inni eða ef þaö treystir sér til að skipuleggja garðinn alfariö upp á eig- in spýtur þá gerir það það sjálft. í þeim tilvikum sem fólk leitar til landslagsarkitekts byrjar hann á aö rissa lóðina upp. Segir til um heppi- lega nýtingu lóðarinnar, jarðvegs- skipti fyrir hellulagnir og beð og jafn- framt segir hann til um hvaða plönt- ur komi til með að njóta sín best í garðinum. Margir láta sér nægja þessar upplýsingar og vinna lóðina út frá þessum tillögum. Annars má skipta hönnun lóðar í þrennt: Fyrsta stig er það sem ég var að lýsa og felst í því að gera grófar tillögur að skipulagi lóðarinnar. Annað stigið er svo teikna lóðina nákvæmlega upp, hallamæla hana, gera tillögur að hellulögnum, skjól- veggjum, að plöntuvali og svo fram- vegis. Þriðja stigið er svo eftirlit með Slg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.