Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990.
29
Garðarog gróður
Skrúðgarðyrkjumeistar eru meðal þeirra sem gefa góð ráð hjá Bygginga-
þjónustinni. DV-mynd BG
Byggingaþjónustan:
Ókeypis ráðgjöf
Byggingaþjónustan, Hallveigarstíg
1, býður nú garðeigendum upp á
ókeypis ráðgjafarþjónustu um garð-
rækt og skipulagningu garða.
Alla miðvikudaga frá klukkan
16-18 til 13. júní getur fólk litið inn
hjá Byggingaþjónustunni og þegið
góð ráð.
Það eru landslagsarkitektar,
skrúðgarðyrkjumeistarar, arkitekt-
ar og sérsfræðingar frá Rannsóknar-
stofnún byggingariðnaðarins sem
þar til staðar á Hallveigastígnum á
þessum tíma reiðubúnir að reyna að
leysa vanda hvers og eins.
Þessi þjónustua hefur verið starf-
rækt í nokkur ár og hefur hún notið
mikilla vinsælda.
Margir sem leggja leið sína á HaU-
veigarstíginn koma með teikningar
og riss að görðum sínum til að fá
upplýsingar um hvernig sé best að
skipuleggja þá og svo eru margir sem
koma og spyrja um meðhöndlun
plantna og trjáa og heppilega stað-
setningu einstakra tegunda í garðin-
um.
-J.Mar
Garðyrkjumeistarar:
Flest verk unnin í útboði
Frjáls álagning er á vinnu garð-
yrkjumeistara og því ekki hægt að
segja nákvæmlega til um hvað hver
útseld vinnustund kostar.
Flest stærri verk eru enda unnin
samkvæmt tilboðum og því ekki
greitt tímakaup í þeim tilfellum. Hins
vegar eru smærri verk unnin sam-
kvæmt tímakaupi.
Eftir því sem DV kemst næst taka
garðyrkjumeistar frá 850-1050 krón-
ur á tímann, inn í þá tölu er reiknuð
leiga á verkfærum. Lesendur ættu
því að geta stuðst við þetta meðal-
verð þegar þeir fá garðyrkjumeistara
til að vinna í garðinum hjá sér.
-J.Mar
Verð á tilbúnum áburði
Þegar fók kaupir tilbúinn áburð
ætti það að hafa í huga að: köfnunar-
efni stuðlar að grænum vexti, trífos-
fat að blómgun og kalí er gott fyrir
rætur og eykur frostþol. Ef köfnun-
arefnisríkur áburður er gefinm mik-
ið í lok júlí eða seinna getur það
stuðlað að ótímabærum vexti og að
hausti verður hættara á kali.
Blákorn er alhliða áburður fyrir
gras, tré og blóm. Verð á |50 kg sekk
er 2.211 krónur, 10 kg kosta 710 kr
og 5 kg. kosta 455 kr.
Trjákom stuðlar að hröðum vexti
trjáplantna, 5 kg poki kostar 367 kr.
Graskorn er köfnunarefnisríkt og
stuðlar að miklum grasvexti, 5 kg af
honum kosta 367 kr.
Græðir 1 eða kálkorn hentar vel í
matjurtargarða, 5 kg poki kostar 367
kr., 10 kg poki er á 579 og 50 kg sekk-
urkostar 1.757 kr. -J.Mar
eftir Ásgeir Svanbergsson
Handbók ræktunarmannsins. Leiðbeiningar
um ræktun og hirðingu. Með 170 litmyndum.
ORN OG
ár •
SÍÐUMÚLA 11 - SÍMI 84866
ÖRLYGUR
<
Sfðumúla 31
C33706
\
Heíldsala:
Sjóklæðagerðín, (iSTMl
Skúlagötu 51
Simí 11520 Opíð 9 tíl 17