Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 8
28 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990. GARÐTÆKNI S/F Lóðastandsetningar Lóðabreytingar Hellu- og hitalagnir Trépallar og girðingar UPPLÝSINGAR í SÍMA 21781 KRISTJÁN VÍDALÍN Grensásvegi 13, sími 83577, 105 Rvk. Kr. 1195,— fermetrinn Njóttu sumarsins sem best og fáöu þér grasteppi sem endist ár eftir ár. Tilvalið á svalirnar, veröndina, leikvöllinn, gufubaöiö, sundlaugar- bakkann, og hvar sem þér dettur í hug. Teppaland • Dúkaland {§} GARDENA Atlt sem þarf til garðvinnslu „Og meira " 0\ Gunnar Asgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16,108 Reykjavík - Sími 91-680 780 Garðar og gróður Verðkönnun á garðverkfærum Þrátt fyrir heldur rysjótta tíö aö undanfomu fer samt ekki hjá því að vorið er komiö. Á næstu dögum fara eflaust margir aö gramsa úti í bílskúr eöa niðri í geymslu eftir garðverk- fæmnum sem áttu aö vera þarna ein- hvers staðar frá þvi í fyrra. Garöverkfæri eru eitt af því sem endist von úr viti en þó kemur fyrir að slíkt þarf aö endurnýja eöa bæta þarf í safnið. DV fór því á stúfana og kannaði verðið á helstu verk- færunum sem þarf til að fegra garð- inn og koma honum í lag fyrir sum- arið. Eins og sjá má er verðið á verk- færunum ákaílega misjafnt og sé allt keypt, þ.á m. vélklippur, getur verðið verið frá 18.658 krónur til 31.035 og það í sömu versluninni. Vissulega getur verið gæðamunur á verkfær- unum og sum enst lengur en önnur en hér verður ekki dæmt um slíkt. í Ellingsen voru ódýru malarskófl- urnar ekki til en til að gefa hugmynd um verð voru þær teknar með í dæ- mið. Malarskóflurnar voru ekki heldur til í Húsasmiðjunni og því gefið upp það verð sem þær voru á. Til gamans má bera saman þessa könnun við nákvæmlega eins könn- un sem gerð var í sömu verslunum fyrir ári. í Ellingsen var ódýri pakk- inn í fyrra á 7.633 krónur, en sá dýri á, 9.436 krónur. Eins og nú voru vél- klippur ekki til þá og heldur ekki greinaklippur. Séu greinaklippurnar ekki taldar með nú til að fá réttan samanburð er lægra verðið í ár 55% hærra en í fyrra og hærra verðið hefur hækkaö um 52%. Hjá Húsasmiðjunni hins vegar voru þessar tölur 13.497 krónur og 23.491 og er því munurinn á lága verðinu hvorki meiri né minni en 72% en dýrari vörurnar hafa hækkað um 24%. Sölufélag garðyrkjumanna kemur tiltölulega best út úr samanburði við árið í fyrra því ódýrustu vörurnar þar hafa lækkað um 5% en þær dýr- ustu hækkað um 24% eins og hjá Húsasmiðjunni. Verðið fyrir Sölufé- lagið í fyrra var 19.703 og 25.028. Skal að lokum bent á að þetta er aðeins lægsta og hæsta verð á hverj- um stað en í öllum verslununum er til mikið úrval af garðverkfærum á verði sem er þarna einhvers staðar mitt á milli. -GHK Hvaö kosta garðverkfærin? Ellingsen Húsasmiðjan Sölufélagið Einnarhandarklippur 1.188-2.275 669 570-1.990 Tveggja handa klippur 1.495 1.985 ' 1.701 980-2.665 Greinakiippur 2.455 2.301 1.310-2.810 Vélklippur 11.600-15.861 8.215-14.500 Stunguskóflur 1.618-1.745 1.659-1.788 1.620-1.750 Malarskóflur '1.056-1.099 805-1.604 '840 Garðhrifur 989-1.347 1.293-1.367 1.290-1.316 Heyhrífur/laufhrífur 1.495/1.935 1.928 890-1.690 Stungugafflar 1.739-1.748 1.733-1.903 1.690-1.750 Stórar klórur 1.053 831 590-690 Litlar klórur 398 410 349 Skóflur 341 114-338 166-336 Gafflar 428 163-308 148-349 Samtals 14.255/16.809 13.607/15.148 10.443/16.535 * ekki til Taflan er langt í frá að vera tæmandi en ætti að geta gefið smáhugmynd um verð á garðverkfærum í vor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.