Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 4
24
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990.
Garðar og gróður
Grisjun og klipping
tnáa er yandaverk
Þaö er vandaverk aö klippa tré og
runna svo að vel sé. Sá sem tekur
slíkt verk aö sér þarf aö hafa góða
þekkingu á þörfum og eðli viðkom-
andi plantna. Best er að klippa trjá-
gróður meðan plönturnar eru enn í
dvala. Betra er að klippa minna og
jafnara heldur en klippa mikið í einu
og sjaldnar, kannski á nokkurra ára
HELLUR
&ÞREP
fresti. Ef garðeigendum íinnst þeir
ekki hafa haldbæra þekkingu á
khppingu tijáa og runna er sjálfsagt
að leita til fagmanna og fá upplýsing-
ar hjá þeim eða fá þá til að vinna
verkið.
Runnar og limgerði
Runna og Umgerði er óhætt að
snyrta allt sumarið, til dæmis víði-
hekk. Óhætt er að byija að klippa í
júlí en ekki má kUppa á vorin þegar
hætta er á að fari að blæða eða vætla
úr sárinu, rétt á meðan trén eru að
sprengja brum. Stórum greinum get-
ur blætt töluvert. Þegar þetta tímabil
stendur yfir á að varast að klippa.
Gljávíðir kemur yfirleitt seint til á
vorin og hann er viðkvæmur fyrir
kali. Því verður að hafa í huga að
klippa hann ekki fyrr en öruggt að
ekki frysti aftur.
Sum limgerði má kUppa alveg nið-
ur og endurnýja þannig. Til að
mynda má endurnýja ílesta úrsér-
sprottna runna í áfögnum, með þess-
um hætti, taka nokkuð af elstu grein-
unum svo að nýir sprotar nái að
myndast, síðan er þeim fækkað hæfi-
lega.
Berjarunna og blóstrandi runna
þarf að klippa svo að ljós og loft kom-
ist að þeim. Og af þeim þarf að fjar-
lægja kalsprota og skemmdar grein-
ar. Best er að taka miö af blómgunar-
tímanum en að honum loknum á að
klippa runnana, ef það er gert næst
fram lengstur vaxtartími.
Það er vandaverk að klippa trjágróður svo að vel sé.
Sólstofur - Svalahvsi
Smíðum
úr viðhaldsfríu PVC-efni:
Sólstofur, renniglugga, reruti-
huröir, útihurðir, fellihuröir,
skjólveggi o.m.fl.
Komiö og sannfærist um gæóin.
'Gluggar og Gardhús hf.
Smiðsbúð 8, 210 Garðabæ, sími 44300.
ÍIC
Það er mikið atriði að halda trjám
einstofna. Auk þess á að klippa allt
í burtu sem skagar út og vex í veg
fyrir aðarar greinar og öll rótarskot
á að fjarlægja. Svo þarf að sjálfsögðu
að fjarlægja alla kalsprota og kross-
lægar greinar. Það á að klippa alveg
að stofni trésins eða greinum en
gæta verður þess að skaða ekki börk-
inn.
Ýmsar trjátegundir, svo sem ösp
og reynir, eiga það til að skjóta upp
rótarskotum eða laufgast á dverg-
greinum eða frá sofandi brumum á
stofni. Sprota þessa verður að íjar
lægja þvi þeir draga úr eðhlegum
vexti trjánna.
Með því að klippa tré má lagfæra
vöxt þeirra svo þau njóti sín betur.
Aðalatriðiö er að tréð hafi beinan og
fallegan stofn með fallegri krónu,
margstofna tré eru sjaldan augna-
yndi. En það er ekki nóg að klippa
tréð að neðan heldur verður að
klippa og grisja krónuna til.
Grenitré má klippa í kúlur en fólk
ætti að hafa í huga að það tekur tölu-
verðan tíma að ná þeim góðum. Sum
grenitré eru með tvo eða fleiri toppa
og þá verður að klippa aukatoppana
í burtu.
Heimild: Tré og runnar eftir Ásberg
Svanbergsson og fleiri. -J.Mar
"'NORM-X
Við eigum ávallt á lager hellur, þrep,
kant- og hleðslusteina í ýmsum stærð-
um og gerðum. Hellur í gangstéttir,
bílastæði, innkeyrslur, leiksvæði, úti-
vistarsvæði o.tl. Hleðsluefni í úrvali til
ýmissa nota. Þrepin og kantsteinninn
henta hvar sem er.
STÉII
HELLUSTEYPA
Vandaðar setlaugar í fullri dýpt 90 cm
NORM-X setlaugarnar eru sérhannaðar fyrir íslenska veðráttu og hitaveituvatn. Efnið er poly-
ethylene, sem þolir jafnvel að vatnið frjósi í lauginni. Liturinn og yfirborðsáferðin halda sér
óbreytt árum saman. Verðið er ótrúlega lágt vegna háþróaðrar framleiðsluaðferðar og magn-
framleiðslu. Átta ára reynsla við íslenskar aðstæður.
Hyrjarhðfða 8,110 Reykjavík - Sími 686211
Verð frá 39.900 - gerið verðsamanburð
SUÐURHRAUN 1, 210 GARÐABÆR
SÍMI 538 22