Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 6
26
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990.
Garðar og gróður dv
Grunnmync [óðar, rr ikv. 1:100
45.58
45-65
Teikningin er af garði sem Pétur Jónsson iandslagsarkitekt vann. Lóðin er á horni umferðargötu. Þó nokkur hæðarmunur er á lóðinni, bæði framan við hana og í baklóð. Frá bifreiðastæði eru
tröppur að aðalinngangi og eru þær hellulagðar og með gróðri til beggja handa. Hugsað er fyrir lýsingu beggja vegna við inngang. Til hliðar við aðalinngang er verönd sem liggur vel við sólu
fyrri part dags og þetta svæði hentar einnig vel sem leikaðstaða barna. Frá morgunsólarverönd er góð stétt að aðaldvalarsvæði fjölskyldunnar sem snýr móti suðri og vestri og á því svæði er gert
ráð fyrir heitum potti. Frá verönd er nokkur hæðarmunur að götu og ónæði vegna umferðar. Þetta er leyst með holtagrjóthleðslu og steinhæð með mismunandi stórum steinum sem blasa
viö veröndinni og stofunni. Þar er fyrirhugað að gróðursetja ýmsan skrautgróður. Ofan á hleðslu kemur svo skjólveggur sem er aðeins frá lóðarmörkunum þannig að gróður er báðum megin
við hann, til ánægju fyrir þá sem eiga leið fram hjá, jafnt sem og eigendur hússins.