Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Side 2
2
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1990.
Fréttir
Kvennalisti:
Hagfræði hinnar
hagsýnu
húsmóður
Kosningastýra Kvennalistans er
Sigríður Stefánsdóttir ásamt Guð-
rúnu Erlu Geirsdóttur.
„Við höfum opna kosningaskrif-
stofu að Laugavegi 17, þar sem mik-
ill fjöldi kvenna hefur unnið óeigin-
gjamt starf. Dreifingu á upplýsing-
um höfum við að mestu leyti séð um
sjálfar eins og aðra vinnu en tvær
konur eru hér í hálfu starfi. Öll ljós-
ritun á okkar vegum er unnin á end-
uranninn pappír. Við höfum úr litlu
fjármagni að spila og beitum því hag-
fræði hinnar hagsýnu húsmóður.
Við höfum fjármagnaö undirbúning
kosninganna að hluta með sölu á
ýmsum vamingi og reynum að dreifa
vinnunni á sem flestar konur í sam*
bandi við fundarhöld og annað.“
Stemningin hér er mjög góð. Hér
hefur komið mikið af nýjum konum
til starfa. Við höfum trú á að fólk sem
vill vinna gegn Sjálfstæðisflokknum
meti vönduð vinnubrögð okkar og
sjái í gegnum upphlaup. Síöustu daga
hafa þeir notað borgarkerfiö í sinni
Sjálfstæðisflokkurinn:
kosningabaráttu og við treystum því
að fólk sjái í gegnum slikt. Ég er
sannfærð um að við höldum okkar
konu og nánast sannfærð um að við
náumannarriinn. pj
Stefnum að góðum sigri
Sjálfstæðisflokkurinn hefur 13
kosningaskrifstofur víös vegar um
borgina. Kosningastjóri hans er Guð-
mundur Magnússon.
„Frambjóðendur okkar hafa verið
á ferð og flugi um alla borgina. Á
þriðja hundrað manns hafa unnið í
sjálfboðavinnu á okkar vegum og
verða að þar til kjörstaðir loka. Á
miðvikudag voram við með útifund
á Lækjartorgi og í gær var vorfagn-
aður í Háaleitishverfi sem báðir voru
mjög vel sóttir. Við höfum sent tals-
vert efni frá okkur, m.a Bláu bókina
sem hefur komiö út frá því fyrir stríð
og ungir sjálfstæðismenn dreifðu
pakka með smáskilaboðum. Kosn-
ingaskrifstofur okkar eru opnar frá
miðjum degi og langt fram á kvöld.“
„Á kjördag munum við sjá um að
aka fólki á kjörstað. Við verðum með
eftirlitsmenn á öllum kjörstöðum
sem okkur finnst sjálfsögð virðing
við kjósendur. Unnið verður á skrif-
stofum okkartig okkar fólk verður
við talningu eins og hjá öðram flokk-
um. Allt þetta starf er unnið í sjálf-
boðavinnu.
„Það er hugur í okkar fólki og mik-
il baráttustemning. Við stefnum að
því að vinna góðan sigur og úrslitin
verði í samræmi við hið mikla og
góða starf sem unnið hefur verið á
undanfómum vikum.
pj
Grænt framboð:
Róttæka
breytingu í
umhverfismálum
Kosningastjóri hjá Grænu fram-
boði er Methúsalem Þórisson. Þeir
reka tvær kosningaskrifstofur og er
mikill hugur í þeim.
„Við höfum verið með kynningar í
Kringlunni og uppákomur til þess
að vekja athygli á mengun m.a. með
þvi að fara um bæinn með gasgrím-
ur. Þá höfum við hjólað um bæinn
og endum á rokktónleikum í dag þar
sem áherslan verður gegn sorpbögg-
un og með endurvinnslu. Viö höfum
gefið út einn lítinn bækling á endur-
unninn pappír.
Við höfum ekki unnið upp úr kjör-
skrám með skipulögðum hringing-
um heldur höfum við spilað maður
á mann þ.e. talað við vini og kunn-
ingja. Við höfum einnig tekiö fólk
tali í bænum og fundiö að fjöldinn
veit ekki af framboðinu. Við höfum
úr engu fjármagni að spila, höfum
ekkert auglýst og munum aö sjálf-
sögðu ekki keyra fólk á kjörstað.
Mér finnst lítill áhugi á kosningun-
um en því fleiri sem vita af framboði
okkar, þeim mun meiri verður
stuöningurinn. Það eru áhöld um
hvort við náum manni inn en það
væri það besta sem gæti komið fyrir
borginaokkar.“ pj
Nýr vettvangur:
Verðum ótvíræð-
ir sigurvegarar
kosninganna
Nýr vettvangur er með opið á
tveimur kosningaskrifstofum í
Reykjavík. Kosningastjóri H-listans
er Ámundi Ámundason:
„Hér er mikill baráttuhugur í
mannskapnum. Gífurlegur fjöldi
sjálfboðaÚða hefur unnið hér, allt
upp undir hundrað manns sum
kvöldin. Viö opnum skrifstofuna
klukkan 7 á morgnana og erum að
fram undir morgun. Langmest vinna
er unnin í sjálíboðavinnu en að auki
eru fiórir menn í launuðu starfi. Við
höfum stundað stífar símhringingar
og staðiö fyrir uppákomum í stór-
mörkuðum þar sem við dreifum
bæklingum og ræðum við fólk. Að
auki höfum við haldið marga fiöl-
menna fundi.
Á kjördag bjóðum við fólki upp á
akstur á kjörstaö en verðum ekki
með eftirlit á kjörstað. Um kvöldiö
verður síðan kosningavaka í Dans-
höllinni, Brautarholti 20. Viö höfum
fundið^ fyrir gífurlegri stemningu
meðal fólks og það er engin spuming
að H-listinn stendur uppi sem ótví-
ræður sigurvegari kosninganna. Ég
hef trú á að við fáum 25% fylgi og 4
menn kjörna. Ég vil hins vegar ekki
valda öðrum kosningastjórum von-
brigðum meö því að spá um fylgi
annarra flokka. ‘ ‘ -pj
Flokkur mannsins
Röddin er okkar
fjölmiðill
Flokkur mannsins er með eina
kosningaskrifstofu. Kosningastjóri
hans er Helga Gísladóttir:
„Efstu menn listans hafa veriö á
þönum á vinnustaðafundum um alla
borg að ræða viö starfsfólk. Þá höfum
við verið mikið í miðbænum og uppi
í Kringlu aö ræða við fólk og dreifa
bæklingnum okkar. Hann er fiórar
síður, ekki í ht en sannari en bækl-
ingar margra annarra. Hjá okkur er
enginn launaður starfsmaður en um
60 manns hafa unnið hér í sjálf-
boðavinnu. Við opnum skrifstofuna
eftir vinnu og erum að fram á rauöa
nótt. Við höfum úr engu fiármagni
að spila og ekki tekið þátt í þessu
auglýsingabrjálæöi. Bæklingurinn
og rödd okkar era okkar fiölmiðiU. Á
kjördag verðum við reiðubúin að aka
fólki á kjörstað.
Við höfum fundið að fólk er sam-
mála því sem við eram að segja. Því
finnst við halda lífi í kosningabarátt-
unni með ferskleika. Við viljum hins
vegar koma þessari nýju pólitík inn
í borgarstjórn. Fólk verður að muna
að atkvæðin eru nauðsynleg til þess
að svo megi verða. Miðað við þau
viðbrögð sem viö höfum fengið trúi
ég því að við náum einum manni
inn.“ -pj
Framsóknarflokkurinn:
Lykill að
betri borg
Framsóknarflokkurinn rekur eina
kosningaskrifstofu. Kosningasfióri
hans er Unnur Stefánsdóttir.
„Efstu menn listans hafa aðallega
verið í greinarskrifum og fundum
hjá vinnustöðum og félagasamtök-
um. Við höfum verið meö kynningu
í Kringlunni og alltaf haft tvo gest-
gjafa á skrifstofunni til að sjá um
veitingar og spjalla við fólk. Nýjum
kjósendum sendum við fiórblöðung
og unga fólkið á listanum stóð fyrir
hátíð fyrir ungt fólk. Á listanum eru
14 aðilar undir 35 ára aldri og unglið-
amir hafa tekið mikinn þátt í starf-
inu. í gær var síöan fagnaður fyrir
aldraða í Glæsibæ. Þá höfum við
dreift blaði í öll hús og gefið lykil að
betri borg. Á kjördag verðum við með
opið hús og sjáum um að aka fólki á
kjörstað. A kosninganóttina verður
kosningavaka með standandi veit-
ingum alla nóttina."
„Það er mjög jákvæður andi í hús-
inu, jákvæðari en oft áður. Ég vona
að sem flestir styðji Framsóknar-
flokkinn. Þá vil ég hvetja ungt fólk
til að kjósa því ég hef fundið fyrir
áhugaleysi meðal þess. Ég vonast eft-
ir því að við höldum okkar fulltrúa
og trúi raunar ekki öðra en Sigrún
verðiáframborgarfulltrúi. pj
Alþyðubandalagið:
Berjumst
til þrautar
Alþýðubandalagið er með eina
kosningaskrifstofu. Kosningastjóri
þess er Steinar Harðarson.
„Kosningabaráttan hefur farið
fram á hefðbundinn hátt. Það var
þungt að komast í gang. Áhugi al-
mennings virðist lítill en hefur þó
glæðst. Borgarbúar virðast sann-
færðir um að Sjálfstæðisflokkurinn
haldi meirihlutanum. Hér er stór
hópur sjálfboðaliða í hringingum og
dreifingu. Við höfum verið mikið í
miðbænum og í Kringlunni að dreifa
bæklingum og hitta fólk.
Auglýsingamennska hefur veriö
mikil. Ég tel lýðræðinu settar skorð-
ur þegar máttur peninga er orðinn
svona mikill. Það er þó erfitt að
banna þetta því auglýsingar hafa
mikið gildi. Hjá okkur er kostnaðin-
um haldið í lágmarki með fáum aug-
lýsingum og útgáfukostnaði er haldið
í skefium.
„Stemningin er mjög góð og við
munum berjast til þrautar. Ef út-
koman verður slæm er það ekki
vegna þess að við höfum barist slæ-
lega. í einhuga sveit okkar hefur
baráttuandinn sjaldan verið betri.
Ég held aö við fáum tvo fulltrúa,
Kvennalisti og Framsókn einn hvor
ogH-listinnfærtvotilþrjá.“ pj