Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Qupperneq 3
3
—FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1990.
Fréttir
Ekkert virðist óhult fyrir af brotamönnum
I
„Ákveöin hættuleg efni á að geyma
undir lás og slá eins og hráefni sem
eru notuð til lyfjagerðar og eru jafn-
vel ekki notuð lengur. Um það gilda
ákveðnar reglur. Hins vegar virðist
oft sem ekkert sé óhult ef menn ætla
sér á annað borð að stela einhverju,
þrátt fyrir lás og slá, þjófavarnakerfi
og ýmislegt íleira,“ sagði Guðrún
Eyjólfsdóttir hjá Lyíjaeftirliti ríkis-
ins í samtali við DV er hún var spurð
um reglur um eftirht með ýmsum
stórhættulegum efnum eins og þeim
sem stolið var nýlega úr apóteki Ið-
unnar.
Eins og fram kom í DV á miðviku-
dag var töluvert magn af nítróglyser-
íni, sem notað er í svokallaðar
sprengitöflur fyrir hjartasjúklinga,
arseniki, blásýru og fleiri hættuleg-
um efnum grafið upp um helgina
fyrir utan Reykjavík í tengslum við
morðmáhð í Stóragerði. Mennirnir
tveir sem grunaðir eru um morðið
höfðu brotist inn í apótek Iðunnar.
' Efnin sem þeir höföu komist yfir eru
stórhættuleg og urðu margir skelfdir
um hvar þýfið var niður komið enda
I hurfu eiturefni sem eru stórhættuleg
bæði mönnum og umhverfi.
Innbrotið vekur upp spurningar
varðandi geymslustaði efna sem
þessara í apótekum og víöar þar sem
þau eru niðurkomin, sérstaklega
hráefni til lyfjagerðar sem komin eru
út af lyfjaskrá.
Guðrún segir að vandamál hafi
Akureyri:
Billinn ónýtur
eftir veltu
- ökumaðurgrunaðururaölvun
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Fullorðinn maður velti bifreið
sinni á veginum við Kristnes skammt
innan Akureyrar í gærkvöldi.
I Maðurinn var fluttur til skoðunar
á sjúkrahúsið á Akureyri en reyndist
ekki slasaður. Hann var hins vegar
grunaður um að hafa ekið undir
áhrifum áfengis. Bifreiðin er gjöró-
nýt eftir veltuna.
Dómur í Hæstarétti:
Reyndi að
nauðga
þroskaheft-
um manni
Hæstiréttur hefur dæmt mann til
þriggja mánaða fangelsisvistar, skil-
orðsbundið í tvö ár, fyrir að hafa
reynt að nauðga þroskaheftum
manni í apríl 1985. Atvik þetta gerð-
ist í sjávarplássi á landsbyggðinni.
Það var að loknum dansleik sem
maðurinn og fórnarlambið tóku tal
saman. Tvö vitni hafa borið að hafa
séð þá að tali og þar sem þroskahefti
maðurinn var með buxurnar niöur
um sig. Framburðir þess ákærða og
fórnarlambsins eru talsvert á reiki.
Við sameiginlega samræður hjá
lögreglu daginn eftir var ekki ágrein-
ingur mhli mannanna um að ákærði
hefði þrívegis gyrt niður um fórnar-
lambið og reynt kynmök.
Hæstiréttur tekur undir dóm hér-
aðsdóms að öðru leyti en því að hér-
aðsdómur skilyrti ekki refsinguna.
Eftir að héraðsdómur hafði dæmt
í málinu var óskað eftir að það feng-
ist endurflutt. Meðal annars var því
borið við að ákærði hefði ekki heyrt,
en hann er heyrnardaufur, það sem
fram fór og ekki gert sér þess vegna
nægilega grein fyrir málsmeðferð-
inni. Við þessum óskum var orðið
og því var málið tvíflutt í héraði.
Hæstaréttardóminn kváðu upp
hæstaréttardómararnir Guðmundur
Jónsson, Bjarni K. Bjarnason, Hrafn
Bragason, Þór Vilhjálmsson og
Gunnar M. Guðmundsson.
verið að losna við ýmis eiturefni í
apótekum.
„Til þessa hefur enginn aðili hér á
landi séð um aö eyða slíkum efnum
þegar ljóst er að þau verða ekki not-
uð áfram. Þetta hefur verið vanda-
mál. Þess vegna hefur verið betra að
geyma þau, tryggilega innilokuð,
fremur en að hella þeim í klósettið,
út í umhverfið eöa á annan miöur
góðan máta. Nú standa þessi mál
hins vegar til bóta með tilkomu eit-
urmóttökustöðvar í Kópavogi," sagði
Guðrún.
Guðrún segir að greinilegt sé að
innbrot í apótek hafi aukist á síðustu
tveimur til þremur árum og nauö-
synlegt sé að setja upp tryggar varn-
ir og þjófavarnarkerfi.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
og annarra aðila, tengjast innbrot
mjög oft fíkniefnaneyslu. Neytendur
virðast gera allt til að ná sér í eitur-
lyf, brjótast inn í apótek og fremja
önnur auðgunarbrot. Fjöldi innbrota
hefur aukist, svo og fjöldi fikniefna-
neytenda.
Ásetningur mannanna, sem tengj-
ast morðmálinu og brutust inn í apó-
tek Iðunnar í síðasta mánuði, var
greinilega að verða sér úti um hrá-
efni til að útbúa fikniefni. Þeir voru
mjög stórtækir og höfðu tugi kílóa
af flöskum og hylkjum á brott með
sér. Þó er ljóst að þeir gerðu sér enga
grein fyrir hve hættuleg efnin voru
sem þeir létu greipar sópa um,
nokkrum dögum áður en morðið var
framið.
-ÓTT
ULTRA
CAST
DESIGN
...og þú kastar lengra
Veiðitnaöurinn
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
-sme