Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1990. Fréttir Frá vmnustaðafundum frambjóðenda 1 Reykjavlk: „Ég vildi nú helst fá að borða í ffiði“ Guðrún Agnarsdóttir kynnti Kvennalistann meöal eldri borgara á Droplaug- arstööum. DV-mynd Brynjar Gauti „Þetta hefur mjög djúptæk áhrif á mig,“ sagöi starfsmaður einnar stofnunar í Reykjavík í hádeginu á miövikudaginn. Hann glotti og ekki var laust viö kaldhæöni í röddinni. Hann bætti því við að hann hefði fyrir löngu ákveðið hvað hann ætlaði að kjósa og þessir frambjóðendur mættu tala sig hása hans vegna. Hann var að koma úr mötuneytinu þar sem hann hafði matast undir miklum kosningaræðum tveggja fulltrúa eins framboðslistans í Reykjavík. Frambjóðendur í Reykjavík hafa þrætt vinnustaði borgarinnar aö undanfórnu og haldiö þar fundi yfir starfsfólkinu. Hafa þessar uppákom- ur aðallega átt sér stað í hádeginu meðan fólk hefur verið að snæða. Sigrún Magnúsdóttir frá Fram- sóknarflokki heimsótti starfsfólk Búnaðarbankans í Austurstræti í gær, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson frá Sjálfstæðisflokki hélt fund í matsal Toll- og skattstofu, Guðrún Agnars- dóttir frá Kvennalista heimsótti aldr- aða á Droplaugarstöðum, Guðrún Ágústsdóttir og Astráður Haraldsson frá Alþýðubandalagi heimsóttu mötuneyti Orkustofnunar og Guð- rún Jónsdóttir og Reynir Ingibjarts- son frá Nýjum vettvangi heimsóttu Múlabæ við Ármúla. Kjartan Jóns- son, Metúsalem Þórisson og fleiri af lista Græna framboðsins stóðu í Austurstræti og dreifðu bæklingum. Áshildur Jónsdóttir og Helga Gísla- dóttir frá Flokki mannsins heimsóttu starfsmenn Vatnsveitunnar á Höfða og dreifðu bæklingum á götunni. Fólk frá fleiri listum dreiföi einnig bæklingum á götunni. Meiri bragur í gamla daga Móttökur hafa verið á alla vegu en Hér er einn af kosningasmölum Nýs vettvangs að rétta vegfarendum niðri i bæ bækling meö boðskap H-listans. DV-mynd BG (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og viö- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb=Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, af lista Sjálfstæðisflokks, kynnti stefnumál flokks- ins fyrir starfsfólki Tollstofu og Skattstofu. DV-mynd GVA Sigrún Magnúsdóttir á lista Framsóknarflokks afhenti starfsfólki Búnaðar- bankans í Austurstræti lykla að betri borg og hélt tölu. DV-mynd GVA almennt má segja að skortur á áhuga hafi verið mest áberandi. „Ég vildi nú helst fá að borða í friði,“ sagði karl í einu mötuneytinu og var ekki sérlega hrifinn af ræðu- höldunum. Hann sat þó, og hlustaði, sem er meira en hægt er aö segja um starfsmann á öðrum stað. Þegar frambjóðandi eins listans sló skeið í glas og tilkynnti að nú ætlaði hann að kynna stefnuskrá síns flokks stóð maður við borð næst honum á fætur og sagði með þjósti: „Ætli það,“ og nánast olnbogaði sig út úr salnum. „Fólk hefur fengið yfir sig nóg af stjórnmálum. Svo er þessi kosninga- barátta svo líflaus og leiðinleg að maður missir alveg áhugann á að fylgjast með. Það var meiri bragur á þessu í gamla daga,“ sagði eldri mað- ur. „Það er alltaf sama tuggan hjá þessum frambjóðendum, sama frá hvaða hsta þeir koma. Þeir eru fara fram á ólíkustu hluti hjá borginni og hjá kjósendum en gera sjálfir ekkert annað en þvaðra. Það var einn að segja að við ættum að hjóla í stað þess að aka bíl. Ég á nú eftir að sjá þessa frambjóðendur sleppa stýrinu. Þeir eru síðastir manna til að ganga á undan með góðu fordæmi," sögðu konur við eitt matarborðið. Loforð og skítkast Þær bættu við að frambjóðendur ættu frekar að láta sjá sig reglulega á kjörtímabilinu og kynna fram- kvæmdir og fleira fyrir fólki en að vera að koma rétt fyrir kosningar. „Hvað heldurðu að maður taki mark á þessu fólki rétt fyrir kosning- ar. Þetta eru tóm loforð og skítkast út i hina. Ég hef löngu ákveðið hvað ég ætla að kjósa og því hafa þessi ræðuhöld engin áhrif á mig,“ sagði ein kvennanna við borðið. Síðustu orð konunnar féllu af vör- um fleiri mötuneytisgesta og því ekki víst að frambjóðendumir hafi haft erindi sem erfiði í vinnustaðaheim- sóknum sínum. Á götunni gekk fólk annaðhvort framhjá frambjóðendum sem buðu bæklinga eða tók við þeim. Aðspurð- ir sögðu tveir menn á gangi að þeir læsu nú yfir bæklingana en þeir hefðu þegar ákveðið hvaða lista þeir ætluðu að kjósa. Aðrir vegfarendur tóku í svipaðan streng. Árangurinn af götustarfinu virðist því heldur ekkihafaveriðafgerandi. -hlh Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækur ób. Sparireikningar 3.0 Allir 3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp 6 mán. uppsógn 4-5 Ib.Sb 12mán. uppsögn 4-5,5 lb 18mán. uppsögn 11 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar Innlán verðtryggð 3.0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb Innlán með sérkjörum Innlángengistryggð 2,5-3,25 Ib Bandarikjadalir 7-7.25 Lb.Sb Sterlingspund 13,6-14,25 Sb Vestur-þýsk mörk 6,75-7,5 Lb Danskar krónur 9,25-10,75 Sb ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennirvixlar(forv) 13,5-13,75 Bb.Sb Viðskiptavixlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 14,0 Allir Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) Útlán verðtryggð 16,5-17,5 Bb Skuldabréf 7,5-8.25 Lb.Bb Útlántilframleiðslu Isl. krónur 13,75-14,25 Bb SDR 10.75-11 Bb Bandaríkjadalir 10.10-10.25 Bb Sterlingspund 16,8-17 Sp Vestur-þýsk mörk 9,9-10,5 Bb Húsnæðislán 4,0 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR Óverðtr. mai 90 14,0 Verðtr. maí 90 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júní 2887 stig Lánskjaravísitala mai 2873 stig Byggingavísitala maí 541 stig Byggingavisitala mai 169,3 stig Húsaleiguvisitala 1.8% hækkaði 1. apríl. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjó^a Einingabréf 1 4,858 Einingabréf 2 2,656 Einingabréf 3 3.200 Skammtímabréf 1.648 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,127 Kjarabréf 4,832 Markbréf 2.568 Tekjubréf 1,975 Skyndibréf 1,445 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,346 Sjóðsbréf 2 1.761 Sjóðsbréf 3 1.640 Sjóðsbréf 4 1,391 Vaxtasjóðsbréf 1,6570 Valsjóðsbréf HLUTABRÉF 1.5605 Söluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 420 kr. Flugleiðir 168 kr. Hampiðjan 159 kr. Hlutabréfasjóður 180 kr. Eignfél. Iðnaðarb 159 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf 155 kr. Eignfél. Verslunarb. 126 kr. Oliufélagið hf. 449 kr. Grandi hf. 166 kr. Tollvörugeymslan hf. 105 kr. Skeljungur hf. 441 kr. Guðrún Ágústsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra og borgarfulltrúi G-listans, kynnir hér málflutning þeirra i matsal Orkustofnunar. DV-mynd BG Metúsalem Þórisson kynnir Græna framboðið fyrir vegfaranda í Austur- stræti. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.