Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Qupperneq 8
8
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1990.
f/ö/d/ bílasala híi,
Umboðannl 'bla'
ssissS^
dóðumárxn kummeo
álau9ardögum'DV'BÍLA^
>V-&LARðb,U9flýsin9ari
's'óastalaniV aadL>eras
te9'ZT?a^iner
,a M.00
lau9ardacia f<-6 i,n nema
'40°°9sunnT09 0°til
kl-18.0 OtinzoÍ^^
au9lýsingí
Utlönd
Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti:
Býður Litháum
málamiðlun
- fellur sovéska stjómin vegna efnahagstiUagnanna?
Gorbatsjov Sovétforseti bauö Lit-
háum í gær fullveldi innan tveggja
til þriggja ára gegn því skilyrði aö
þeir fresti gildistöku sjálfstæðisyfir-
lýsingar sinnar frá 11. mars síðast-
liðnum. Þá hafa róttækir sovéskir
þingmenn farið fram á aö van-
trauststillaga á stjórnlna verði lögð
fram á þingi vegna nýkynntra efna-
hagstillagna en það er í fyrsta sinn
sem slík krafa heyrist þar í landi.
í gær, í fyrsta sinn frá því að Lithá-
ar lýstu yfir sjálfstæði, gætti sátta-
tóns í afstöðu Moskuvaldsins til sjálf-
stæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna.
Nikolai Medvedev, einn fulltrúa í
Æðsta ráðinu, skýrði frá því að Gor-
batsjov hefði, á fundi með fulltrúum
Litháa, boöið þá málamiðlun að Lit-
háar fái sjálfstæði innan nokkurra
ára gegn því að þeir fresti gildistöku
sjálfstæðisyfirlýsingar sinnar. „Gor-
batsjov kvaðst þarfnast tveggja til
þriggja ára... til að leysa alla efna-
hagslega hnúta í þjóðfélaginu," sagði
Medvedev sem, í samtali við Reuter-
fréttastofuna, kvaðst sjá þarna eilitla
afstöðubreytingu hjá forsetanum.
Medvedev kvað Gorbatjov hafa ít-
rekað þá kröfu sína að fullveldisyfir-
lýsingin verði fryst, þ.e. gildistöku
hennar verði frestað. „Við sögðumst
mundu hugsa málið,“ sagði hann.
Þetta sáttatilboð Gorbatsjov kemur
á sama tíma og efnahagslegar refsi-
aögerðir sovéskra yfirvalda eru farn-
ar að hafa alvarleg áhrif á stöðu iðn-
aðar og efnahags í lýðveldinu. „Inn-
an tíu daga verða ekki neinar birgðir
af kjöti, brauði né mjólk,“ sagði einn
talsmanna litháiskra stjórnvalda í
gær. Litháar, sem eru í fararbroddi
baráttu Eystrasaltsríkjanna þriggja
- Litháens, Lettlands og Eistlands -
Kópavoqsvöllur
2. deild
Breiðablik - Víðir
í kvöld kl. 20:00
Kópavogsbúar
fjölmeniúð á völlinn
BYKO
Gorbatsjov Sovétforseti á ekki sjö dagana sæla nú.
Símamynd Reuter
AUK/SlA k10d11-151
fyrir endurheimt sjálfstæðis þeirra
hafa mátt sæta efnahagsþvingunum
af hendi Moskvu. Til að sýna van-
þóknun sína á samþykkt litháiska
þingsins á þremur lagafrumvörpum,
sem m.a. kveða á um litháisk per-
sónuskilríki, skrúfuðu sovésk stjórn-
völd fyrir ohu til lýðveldisins. Lithá-
ar hafa boðist til að falla frá þessum
lögum setjist fulltrúar Moskvu-
stjórnarinnar að samningaborðinu.
Aukinn þrýstingur
Pólitískur og efnahagslegur þrýst-
ingur á Gorbatsjov eykst sífellt.
Vegna fyrirhugaðra breytinga í efna-
hagsmálum, breytinga í átt að mark-
aðshagkerfi, hamstra landar hans nú
sem óðast ýmsar nauðsynjavörur því
þessar fyrirhuguðu breytingar munu
hafa í fór með sér miklar verð-
hækkanir. Áætlanirnar hafa þegar
verið harðlega gagnrýndar af al-
menningi og róttækum fulltrúum á
löggjafarþinginu og hafa hinir síðar-
nefndu farið fram á að vantrausts-
tillaga á stjómina verði lögð fram í
þinginu. Þetta er í fyrsta sinn sem
slík krafa er lögð fram í Sovétríkjun-
um.
Róttækir umbótasinnar segja að
efnahagstillögur Ryzhkovs forsætis-
ráðherra innihaldi ekki áætlanir fyr-
ir markaðshagkerfi heldur leggi alla
áherslu á verðhækkanir. Búast má
við að þingmenn gangi til atkvæða
um vantrauststillöguna í dag. Til að
tryggja fall stjómar Ryzhkovs þurfa
tveir þriðju þingmanna að sam-
þykkja tillöguna. I fréttum Interfas í
gær sagði að róttækir hefðu tryggt
sér stuðning um tvö hundruð þing-
manna af 542.
Reuter
Forsetakosningar 1 Rússlandi:
Vaxandi stuðning>
ur við Jeltsin
Boris Jeltsin, hinn umbótasinnaði
þingmaður, var í gær útnefndur til
framboðs í embætti forseta sovéska
lýðveldisins Rússlands en líklega
verður kosið til þessa embættis síðar
í dag. Jeltsin verður einn átta framj-
óðenda til þessa embættis sem er tal-
ið meöal valdamestu embætta í Sov-
étríkjunum. í upphafl voru þrettán
sem sóttust eftir emætti forseta en
fimm þeirra, þar á meðal fráfarandi
forseti lýðveldisins, drógu framboð
sín til baka.
Stuðningur við framboð Jeltsins
hefur greinilega farið vaxandi síð-
ustu daga. Margir fulltrúar á rúss-
neska þinginu, þar sem kosning for-
seta fer fram, segja að árásir Gor-
batsjovs Sovétforseta á Jeltsin og
stefnu hans kunni að hafa úrslita-
áhrif í kosningunum en stirt er milli
Gorbatsjovs og Jeltsins. Á miðviku-
dag sakaði Sovétforseti Jeltsin um
að vilja „bannfæra" kommúnisma
frá Sovétríkjunum og segja sumir að
þessi ummæli kunni að breyta stöðu
mála Jeltsin í hag.
Helstu keppinautar Jeltsins eru
Alexander Vlasov, sem er stuðnings-
maður Gorbatsjovs, og harðlínumað-
urinn Ivan Polozkov. Litið er á kosn-
ingarnar um forseta þessa stærsta
lýðveldis Sovétríkjanna sem próf-
stein á styrk róttækra umbótasinna
í Rússlandi. Jeltsin er leiðtogi sam-
takanna Lýðræðislegt Rússland en
þau samtök ráöa yfir um ijörutíu
prósent sæta á rússneska þinginu.
En þrátt fyrir það er ekki ljóst hvort
Jeltsin geti tryggt sér stuðning meiri-
hluta þingmanna eins og þarf til að
nákjöriforseta. Reuter