Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Side 10
10
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1990.
Útlönd
ísraelsmaður hrópar ókvæðisorð að Palestínumanni í Jerúsalem
Simamynd Reuter
Andvígir komu
eftirlitsmanna
ísraelsk yfirvöld eru mótfallin því
að eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu
þjóðanna verði sendir til herteknu
svæðanna. Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna kemur saman til fundar í
dag í Genf til að ræða ástandið á
herteknu svæðunum. Búist er við því
að Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis-
samtaka Palestínu, fari þá fram á
alþjóðlega vernd til handa Palestínu-
mönnum.
Forseti ísraels, Chaim Herzog, sem
áður var fastafulltrúi hjá Sameinuðu
þjóðunum, sagði í sjónvarpsviðtali í
gær að hann sæi ekkert jákvætt við
fund Öryggisráðsins og Yitzhak
Shamir, forsætisráöherra ísraels,
sagði aö ísraelar myndu standa í
vegi fyrir komu eftirlitsmanna ef
ákvörðun um að senda slíka yrði tek-
in.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
James Baker, tilkynnti að hann væri
fús til aö ræða um að senda eftirlits-
menn Sameinuðu þjóðanna til her-
teknu svæðanna en til að foröast
ágreining við ísraelsk yfirvöld til-
kynnti bandaríska utanríkisráðu-
neytiö í gær að það væri mótfallið
því að senda eftirlitsmenn til fram-
búðar. Það væri hins vegar hlynnt
Palestinumaöur i Beirút meö val-
slöngvu á lofti mótmælir ofbeldi
ísraelskra hermanna á herteknu
svæðunum. Símamynd Reuter
því að senda menn til eftirlits í
skamman tíma.
ísraelsk yfirvöld óttast að morðin
á palestínsku verkamönnunum sjö á
sunnudaginn geti leitt til kaflaskila
í uppreisninni. Óeirðir meðal Palest-
ínumanna hafa verið víðtækar þessa
viku og meöal annars breiðst út til
Jórdaníu. Hjá varnarmálaráðuneyti
ísraels segja menn að sú staðreynd
að Öryggisráðið komi saman sé
áfangasigur Frelsissamtaka Paiest-
ínumanna sem styðja uppreisnina á
herteknu svæðunum.
ísraelskir leiðtogar segja að eftir-
litsmenn séu óþarfir þar sem ísrael-
skar öryggissveitir veiti Palestínu-
mönnum næga vernd. En Palestínu-
menn segjast vilja alþjóðlega eftir-
litsmenn í stað byssukjafta. ísrael-
skir leiðtogar fullyrða einnig að al-
þjóðlegir eftirlitsmenn verði ekki
hlutlausir.
Hjálparstarfsmenn á vegum Sam-
einuðu þjóðanna og Rauða krossins
eru nú á Vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu og eru á vissan hátt nokk-
urs konar eftirlitsmenn. Nærvera
þeirra hefur oft dregiö úr átökum
milli ísraelskra hermanna og araba.
Reuter
Húsbyggjendur * verktakar * hönnuðir
MONO-SILAN
síðan 1960
* 0
Eykur vatnsþol steinsteypu
Eykur endingu málningar
Hindrar alkalískemmdir
Efni rannsakað hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins
rannsókn nr. H85/216, type A
" " type B
KISILL
Lækjargötu 6b, Reykjavík, sími 15960
Morðalda 1 Nuuk:
Ekki bann við
sölu áfengis
Heimastjórnin á Grænlandi vill
ekki banna áfengissölu í Nuuk, höf-
uðborg landsins. Lögregluembættið
í Nuuk hafði farið fram á það við
heimastjórnina að bann yrði sett við
sölu áfengis vegna þeirrar ofbeldis-
öldu sem gengið hefur yfir höfuð-
borgina. Síðastliðinn einn og hálfan
mánuð hafa verið framin fimm morð
í Nuuk og tvær morðtilraunir hafa
verið gerðar. Yfirmenn lögreglunnar
segja að ofbeldið sé svo mikið að ekki
sé hægt að leysa vandann með því
að ráða fleiri til lögreglustarfa.
Síðustu tíu árin hafa verið framin
hundrað tuttugu og fimm morð á
Grænlandi. Flestir þeirra sem af-
plána fangelsisdóma á Grænlandi
hafa verið dæmdir vegna grófs of-
beldis. Og fangelsin eru alltaf yfir-
full. Þaö sem af er þessu ári hafa
sautján morð verið framin á Græn-
landi. Tólf morðtilraunir hafa verið
gerðar. í fyrra voru framin þrettán
morð á landinu öllu en árið 1988 átján
morð.
Það er skoðun aðstoðarlögreglu-
stjórans í Nuuk, Jens Henrik Höj-
bjerg, aö flestir afbrotamannanna
fari út á þessa braut vegna lélegra
uppvaxtarskilyrða. Þeir hafi verið
aldir upp við slæmar þjóðfélagslegar
aðstæður og í umhverfi þar sem gíf-
urleg misnotkun áfengis hefur átt sér
stað en hún er aðalorsök afbrota, að
sögn aðstoðarlögreglustjórans.
Ritzau
Fyrirhugaðar forsetakosningar í Kólumbíu:
Of beldi setur svip
sinn á baráttuna
- Qórir láta lifið í sprengingu
Að minnsta kosti fjórir létust þegar
bílasprengja sprakk í borginni Me-
dellín í Kólumbíu í gær, aðeins ör-
fáum dögum áður en forsetakosning-
ar fara fram í landinu. Lögregla seg-
ir að eiturlyfjabarónar, sem staðið
hafa að baki mörgum sprengjutil-
ræðum, séu að reyna að hafa áhrif á
fyrirhugaðar kosningar, næstkom-
andi sunnudag.
Sprengingin varð fyrir utan hótel
í borginni í gærdag. Eldur kviknaði
í þremur bifreiðum og stór gígur
myndaðist í götuna þar sem spreng-
ingin varð, auk þess sem rúður í
hótelinu brotnuðu. Sprengjan var
gífurlega öflug, milli sextíu og áttatíu
kíló af sprengiefni, að því er lögregla
hefur skýrt frá. Meðal þeirra sem
létust var ökumaöur bifreiðarinnar
sem sprengjan var í.
Það var ökumaður bifreiðarinnar
sem setti sprengjuna af stað. Bifreið-
in var stöðvuö af lögreglu um miðjan
dag er hún var á ferð fyrir utan Int-
ercontinental hótelið í úthverfi Me-
dellín, helstu eiturlyfjamiðstöð
landsins. Lögregluþjónn var í þann
veginn að leita í bifreiðinni þegar
sprengjan sprakk. Lögreglumaður-
inn og ökumaðurinn létust sam-
stundis. Tveir aðrir létu einnig lífið
í sprengingunni og tíu slösuðust, að
sögn lögreglu. Bílasprengjan í gær
var sú tíunda i Kólumbíu frá mars-
lokum en þá hertu eiturlyfjabarónar
stríð sitt við kólumbísk yfirvöld.
Rúmlega sextíu manns hafa látist í
Að minnsta kosti fjórir létust i bila-
sprengju i Medellín í Kólumbíu í
gaer. Símamynd Reuter
þessum sprengingum.
Kosningabaráttan í Kólumbíu hef-
ur einkennst af ofbeldi. Þessar kosn-
ingar munu ráða úrslitum um her-
ferð Barcos forseta gegn eiturlyfa-
barónum og auknu eiturlyfjasmygh
úr landinu. Mikil öryggisgæsla verð-
ur á kjörstöðum til að tryggja að kjós-
endur geti neytt réttar síns og lög-
regla hefur tekið í sína vörslu hundr-
uð manna til að reyna að forða árás-
um á kosningadag. Einn embætt-
ismaður í Kólumbíu segir að tvö
hundruð manns hafi þegar verið tek-
in í vörslu yfirvalda.
Reuter
Aukakosningar í Bretlandi:
Stórsigur Verka-
mannaflokksins
Breski Verkamannaflokkurinn,
sem er í stjórnarandstöðu, vann yfir-
buröasigur í aukakosningum í Bootle
kjördæminu í Liverpool sem fram
fóru í gær. Frambjóðandi flokksins,
Mike Carr, hlaut aíls 26.737 atkvæði
en frambjóðandi íhaldsflokks Thatc-
her forsætisráðherra hlaut alls 3.220
atkvæði. Þessi úrslit komu fáum á
óvart því íbúar Bootle hafa allajafna
verið hlynntir Verkamannaflokkn-
um og þetta þingsæti því taliö öruggt
sæti flokksins. Kosningaþátttaka var
dræm eða aðeins fimmtíu prósent.
Þrátt fyrir ósigurinn í kosningun-
um í gær gátu íhaldsmenn alltént
fagnað niðurstöðum nýrrar skoðana-
könnunar um fylgi flokkanna. Sam-
kvæmt niðurstöðum könnunar BBC
hefur forskot Verkamannaflokksins
á íhaldsflokkinn minnkað nokkuð
frá síðustu könnunum. Ef gengið
yrði til kosninga nú fengi Verka-
mannafiokkurinn_ 47 prósent at-
kvæða samkvæmt könnuninni en
íhaldsflokkurinn 34 prósent. Þá hafa
vinsældir Thatchers aukist, ef marka
má niðurstöður könnunarinnar.
Hún hlaut atkvæöi þrjátíu prósenta
aðspurðra en Neil Kinnock, leiðtogi
Verkamannaflokksins, þrjátíu og níu
prósenta.
Reuter