Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1990.
Spumingin
Lesendur
Hvernig hefur þér fundist
kosningabaráttan?
Valgarð Thoroddsen nemi: Ég fylgist
nú ekki mikið með en það er allt of
mikiö af auglýsingum.
Sonja Berglind Hauksdóttir nemi: Ég
hef ekkert fylgst með þessu.
Hjálmar Sigmarsson nemi: Ég hef
ekkert fylgst með þessu. Nýr vett-
vangur og Sjálfstæðisflokkurinn eru
þeir einu sem ég hef tekið eftir.
Marta Siguijónsdóttir húsmóðir: Það
hefur farið lítið fyrir henni. Ég hef
ósköp lítið orðið vör við hana.
Kristján Kristjánsson verslunarmað-
ur: Voðalega leiðinleg og litlaus.
Þetta er sama gamla kvabbið.
Bjartmar Sigurðsson sjómaður: Mjög
dauð. Ég hef ekki orðið var við
nokkra kosningabaráttu. Þetta hefur
oft verið fjörlegra.
Erum við vanþróuð
þjóð?
en við vilja sem allra lengst í burtu
frá sér. - Er okkur við bjargandi?
Nú er rétti tíminn fyrir hinn al-
menna borgara að segja; Nei, takk!
íslendingur skrifar:
Mikil vanþekking á sér stað um
gjörvalla heimsbyggðina vegna
hinnar háskalegu mengunar náttúr-
unnar og nánasta umhverfls okkar.
- „Buried alive“ eða grafinn lifandi,
stóð yfir þvera forsíðu bandaríska
tímaritsins Newsweek hinn 27. nóv.
sl. - Mönnum er farið að skiljast að
mengunin er að verða nánast óvið-
ráðanlegt vandamál. Já, við erum að
drukkna í eigin sorpi.
Öllu verra mun þó vera að eitur-
efni sem við sumpart sjáum ekki og
sumpart eru falin augum fólks eru
að læðast aftan að okkur, eitra vatns-
ból, fengsæl fiskimið - og það hættu-
legasta; að eitra svo andrúmsloftið,
að þeim sem andann draga er búinn
bani verði ekkert að gert.
Við uggðum ekki að okkur þegar
áburðarverksmiðja var byggð, en við
megum ekki ásaka þá sem að því
stóðu. Áburðarverskmiöjan var og
er nauðsynleg. Hún hefur eflt rækt-
un í landinu og því staðið fyrir sínu.
Staðsetningin var skammsýni. En
var verksmiðjan í Straumsvík það
ekki líka, og þó e.t.v. alvarlegra mál?
Klaufalegt atvik vegna rafmagns-
loka ofan á ammoníaksgeymi, sem
sumir töldu óþarfan, ætti ekki að
verða til þess að þjóðfélagið færi á
hvolf. Við getum gert þessa verk-
smiðju þannig úr garði, að hún geti
þjónaö hlutverki sínu enn um skeiö.
Vinna þarf hins vegar að því að hún
verði flutt þegar endurnýja þarf
tækjabúnaðinn. - Allt óðagot og
Sorpið sækir á - einnig á íslandi.
taugaveiklun í þessu sambandi er
varla sæmandi vel menntuðu fólki.
En hugum að okkur sjálfum og því
sem við erum að gera á því ári sem
allar þjóðir heims eru að vakna til
meðvitundar um að mengun og sorp
eru að drekkja okkur. - í sömu andrá
og við erum að breiða út þann áróður
að hér sé hreint loft, hreinn sjór og
ómengað gras, erum við sem óðir að
reyna að fá til okkar eiturspúandi
stóriðjuverksmiðjur sem allir aörir
Fjárflutningur frá Skriðuklaustri
Guðmundur Nikulásson, oddviti
Vallahrepps, skrifar:
Vegna fréttar í DV 11. maí sl. um
flutning á fé frá Skriðuklaustri í
Freyshóla vil ég taka fram eftirfar-
andi:
í des. sl. kom beiðni frá Tilrauna-
stöðinni Skriðuklaustri um flutning
á fé frá Klaustri í Mjóanes til að varð-
veita ullareiginleika stofnsins á
Klaustri ef þar kæmi riðuveiki. Sauð-
fé í Mjóanesi var ekki lógað þegar
öðru fé í Vallahreppi var fargað
vegna þess að land hafði verið girt
fyrir 10 árum. - Hreppsnefnd gerði
ekki athugasemd við þá flutninga,
ef sauðfjárveikivarnir, héraðsdýra-
læknir og riðunefnd gæfu samþykki.
Samþykkið fékkst.
í vor hætti bóndinn í Mjóanesi að
taka féð og ræddi tilraunastjórinn
við bóndann á Freyshólum, sem er
næsti bær við Mjóanes, en þar var
öllu fé lógað 1987. - Tókust samning-
ar vð ábúanda og leyfi sauíjárveiki-
varna og dýralæknis fyrir þessari
ráðstöfun. Töldu þeir þetta betri kost
en áður var rætt um og yröi féð í
einangrun þarna næstu árin. Kæmu
fram breytingar á heilasýnum við
lógun flár á Klaustri í haust yröi
þessu fé slátrað strax.
Þegar flárflutningurinn í Freys-
hóla á 50-80 kindum kom til umræðu
hjá hreppsnefnd var ákveðið að hafa
þennan flutning til umræðu á vænt-
anlegum sveitarfundi. Fyrirspurn
kom fratn hvort málið kæmi til at-
kvæðagreiðslu og hverjir hefðu at-
kvæðisrétt. Hreppsnefnd ákvað fyrir
fundinn að leggja málið ekki fyrir til
atkvæðagreiðslu en menn gátu að
sjálfsögðu lagt fram tillögu á fundin-
um varðandi þessa flutninga og hefði
húmþá verið tekin til afgreiðslu. - Á
fundinum komu ekki fram nein þau
rök að sérstök sýkingarhætta væri
af þessum flutningum.
Þáð varð því ákvörðun meirihluta
hreppsnefndar á sérstökum fundi
eftir umræddan sveitarfund að leyfa
þessa flutninga. Talið var brýnt að
reyna aö bjarga hinum einstöku ull-
areiginieikum sem ræktast hafa upp
á Klaustri. - Til að útiloka það að
aðrir bændur í Vallahreppi, sem eru
að taka fé aftur, verði settir í hættu,
ef riða reyndist í þessu fé, var sett
það skilyrði að féð yrði innan tvö-
faldrar girðingar.
Hjósá
Guðmundur Sigurðsson skrifar:
Ef beðið væri um umsögn hjá t.d.
bresku fyrirtæki um viðskiptavin
sem erfitt væri að mæla með yrði
svarið oftast eitthvað á þá leið að því
miður væri ekki hægt að veita um-
beðnar upplýsingar. - Hjá fyrirtækj-
um, sem vilja láta taka sig alvarlega,
gilda nefnilega vissar umgengnis-
venjur og í aðalatriðum byggðar á
almennri kurteisi.
Hjá okkur íslendingum er annaö
uppi á teningnum. Við erum ennþá
eftirbátar annarra þjóða á mörgum
sviðum mannlegra samskipta. Dæmi
úr íslensku viðskiptalífl sýnir þetta
berlega: - Arnarflugsmenn róa lí-
fróður um þessar mundir til þess að
bjarga fyrirtæki sínu. Framkoma
sumra viöskiptaaðila Arnarflugs í
garð félagsins af þessu tilefni er væg-
ast sagt forvitnileg.
Þannig hafa t.d. forráðamenn Flug-
leiða farið offari í yfirlýsingakæti
sinni við flölmiðla um viðskipti sín
við Arnarflug. - Arnarflug fær ekk-
ert hjá Flugleiðum nema gegn stað-
greiðslu... og; Arnarflugsmenn verða
að borga fyrirfram fyrir leiguflugið
sem fara á kl. 17, annars verður ekk-
ert flogið. - Flugleiðir eru hættar að
taka farseðla Arnarflugs gilda...
Fleiri þess háttar yfirlýsingum hefur
verið komiö á framfæri á færibandi
frá Flugleiðum i gegn um fiölmiðlana
að undanfórnu.
er hlífa skyldi?
„Forréttindi í íslenskum flugsamgöngum hafa sært réttiætiskennd margra,“
segir hér m.a.
’ Nú er í sjálfu sér ekkert athugavert
við það, þótt krafist sé fyrirfram-
greiðslu frá illa stöddum fyrirtækj-
um. En það, að því til viðbótar skuli
viðskiptavinur þurfa að bíða álits-
hnekki í flölmiðlum í kaupbæti fyrir
viðskipti (staðgreiðsluviðskipti, vel
að merkja) getur varla átt sér nokkra
hliðstæðu. - Sé haft í huga að hér er
aðeins verið að flalla um hluti sem
blasað hafa við á yfirborðinu hljóta
að vakna áleitnar spurningar um það
hvað geti þá átt sér stað að tjaldabaki.
Sú auömýking sem Arnarflug hef-
ur mátt þola frá Flugleiðum með
þessum og álíka hætti segir í raun
miklu meiri sögu um síðarnefnda
félagið en Arnarflug. Flugleiðamenn
virðast nefnilega alveg hafa gleymt
því að fyrir aðeins tíu árum áttu þeir
sjálfir í miklum rekstrarerfiðleikum.
Urðu þeir þá auðmjúkir að fara bón-
arveg til þjóðarinnar eftir flárstuðn-
ingi. Þeir voru bænheyrðir og flár-
stuðningur veittur. Og Flugleiðir
náðu sér aftur á strik. Það er því
mikil reisn yflr framkomu þeirra við
Arnarflug nú!
Sú danska einokun, sem hefur ver-
ið látin viðgangast í samgöngumál-
um íslendinga, hefur sært réttlætis-
kennd margra. Reynslan hefur ótvír-
ætt sýnt að skjólstæðingar einokun-
ar hafa ekkert gott af þeirri vernd.
Vegna forréttindanna hættir þeim til
aö fyllast hroka þess sem ekkert að-
hald þekkir og engin takmörk kann.
Forréttindi ætti að afnema sem allra
fyrst.
Lækkun á
fasteigna-
skatti?
Sigurveig Guðmundsdóttir
skrifar:
Getur hugsanlega einhver fært
mér upplýsingar um hvort Ör-
yrkjar og aðrir með tekjur undir
skattleysismörkum og eru að
basla í íbúðakaupum fái lækkun
á fasteignaskatti hér í Reykjavík?
Nú er þessi skattur fallinn í
gjalddaga og þeir sem geta hafa
greitt hann. Verður þá um endur-
greiðslu að ræða og væri ekki
einfaldara að ákveða þetta fyrr
eins og ég held að gert sé í öðrum
sveitarfélögum?
Lesendasíða DV hafði samband
við Skrásetningardeild fasteigna
vegna þessarar fyrirspurnar. í
svari hjá deildinni kom fram að
framtaisnefnd sem miðar við
tekjur viðkomandi samkvæmt
skattaframtali tekur ákvörðun
um hvort endurgreiösla skuli
framkvæmd. - Þessu starfi á nú
að vera lokið og á greiðsla að
koma sjálfkrafa inn á reikning
viðkomandi aðila ef um endur-
greiðslu er að ræða. Sé um ein-
hver vafaatriöi aö ræöa sem bréf-
ritari þarf frekari skýringar á
ætti hann því að snúa sér beint
til Skattstofunnar og fá endanleg-
an úrskurð hvað endurgreiðslu
varðar.
Hringið í síma
27022
milli
kl. 14 og 16
eða skrifið
ATH.: Nafn og sími
verður að fylgja
bréfum.