Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SiMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Vakning smáþjóðanna Samhliða þeirri bylgju lýðræðislegri stjórnarhátta, sem gengið hefur yfir mestan hluta Austur-Evrópu á síðustu misserum, rís önnur alda sem getur haft af- drifarík áhrif á evrópskt landakort framtíðarinnar. Það er sú þjóðernisvakning sem orðið hefur meðal þeirra íjölmörgu smáþjóða eðá þjóðarbrota sem nú una illa stöðu sinni sem minnihluti innan stærri ríkjaheilda. Þótt lýðræðisbylgjan auðveldi og undirbúi jarðveginn fyrir nánara samstarf ríkja í álfunni allri gengur þjóð- ernisvakning smáþjóða í austri að vissu marki í and- stæða átt. Flestar þjóðir í vesturhluta álfunnar, einkum þær sem eru í Evrópubandalaginu, vinna að sífellt nán- ara yfirþjóðlegu samstarfi á mörgum sviðum þjóðlífsins á sama tíma og smáþjóðir í austri hefja hátt á loft merki þjóðernis síns, þjóðtungu og í sumum tilvikum einnig trúarbragðá og vilja ráða sínum málum sjálfar. Það ætti ekki að standa á okkur íslendingum að skilja og styðja baráttu smáþjóða og þjóðarbrota fyrir sjálf- stæði. Við erum sjálfir ein fámennasta þjóð jarðarinnar en létum engu að síður ekki staðar numið fyrr en við höfðum heimt fullt sjálfstæði úr höndum frændþjóðar okkar. Við mátum okkar eigin þjóðerni og tungu og djúpa þrá þjóðarinnar til að stjórna eigin málum öllu öðru meira. Og höfðum að lokum fullan sigur. Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna hefur verið mest í sviðsljósi flölmiðla að undanförnu. Þjóðir Eist- lands, Lettlands og Litháen hafa áður verið sjálfstæðar og landamæri þeirra eru þegar afmörkuð og óumdeild. Það mun allt verða til þess að auðvelda þeim sigur í sjálfstæðisbaráttunni. Margar smáþjóðir búa við önnur og erfiðari skilyrði. Lítum á nokkur dæmi: Ungverjar eru fjölmennir utan heimalandsins. Þeir eru um tólf prósent íbúa suðurhluta Slóvakíu sem heyr- ir undir stjórnvöld í Prag. Og um tvær milljónir þeirra búa í Transylvaníu í vesturhluta Rúmeníu þar sem ein- ræðisstjórn kommúnista reyndi að útrýma þjóðarein- kennum þeirra með því að jafna ungverskar byggðir við jörðu. Moldavar skiptast nú milli tveggja ríkja: Rúmeníu og Moldavíu í Sovétríkjunum. Serbar, Slóvan- ar og Króatar eiga erfiða sambúð í Júgóslavíu sem kynni að liðast í sundur í nokkur sjálfstæð ríki. Albanar eiga undir högg að sækja hjá Serbum í Kosovo-héraði í Júgó- slavíu. Makedóníumenn, sem nú skiptast á milli Júgó- slavíu, Grikklands og Búlgaríu, fmna til þjóðlegrar sam- stöðu. Gríski minnihlutinn í Albaníu er að fjölda til á við íslensku þjóðina. Um það bil ein milljón þýskumæl- andi manna býr enn í Póllandi. í Eystrasaltsríkjunum er fólk af rússnesku þjóðerni fjölmennur minnihluta- hópur sem er uggandi um sinn hag. Síðast en ekki síst ber að nefna þær þjóðir og þjóðarbrot í Sovétríkjunum sem hafa trúna á Islam sem sameiningartákn. í kjölfar beggja heimsstyrjaldanna beittu sigurvegar- arnir valdi sínu til þess að búa til stærri ríkjaheildir. Það var ekki hlustað á vilja smáþjóða og þjóðarbrota sem vildu fá að ráða sínum málum sjálf. Eru tímarnir að þessu leyti í raun breyttir? Prófsteinn á það verður hvort smáþjóðirnar fá í reynd að ákveða sjálfar framtíð sína og stjórnarhætti. Hvort sjálfsákvörðunarréttur smáþjóðanna verður virtur, þótt það geti haft í för með sér sundurlimun ríkja og þar með breytt landamæri í álfunni, eða verði áfram látinn víkja fyrir hagsmunum stærri og öflugri þjóða. Elías Snæland Jónsson Sameinað Þýska- land og NATO Sameiningu Þýskalands miðar jafnt og þétt og allar horfur eru á aö pólitísk og efnahagsleg samein- ing verði komin á um næstu ára- mót, eða þá í byrjun næsta árs. Það er ótrúlegt til þess að hugsa, að um þetta leyti í fyrra gerðu menn þvi skóna, að Austur Þýskaland yrði síðast allra ríkja kommúnismans til að taka breytingum í lýðræðis- átt. Enginn átti von á að ríki Honec- kers stæði á slíkum brauðfótum sem í raun reyndist. Sameining er raunar ekki rétta orðið, nær væri að segja að Vestur-Þýskaland inn- Mmi Austur-Þýskaland. Um síðustu helgi var stærsta skrefið til þessa stigið í sameining- arátt, þegar efnahagskerfl ríkjanna var í raun sameinað í eitt og ákveð- ið að vestur-þýska markið verði sameiginlegur gjaldmiðill alls Þýskalands frá 1. júlí í sumar. Frá þeim degi greiða allir Þjóðverjar skatta í einn ríkissjóð, vestur- þýska ríkið tekur við öUum útgjöld- um austur-þýska ríkisins og yfir- stjórn fiármála þess um leið. Vestur-Þjóðverjar stofna 150 miUjarða marka sjóð til að standa straum af kostnaði viö breyting- amar í Austur-Þýskalandi og taka á sig skuldbindingar austur-þýska ríkisins sem eru miklu meiri en talið var. Nú er útlit fyrir 50 milljarða marka halla á íjárlögum Austur- Þjóðverja en slíkum tölum var haldið leyndum í tíð fyrri valdhafa. Síðan er ætlunin að sameiginlegar þingkosningar verði 2. desember, og ríkin fimm, sem mynda Austur- Þýskaland, Mecklenburg, Brand- enburg, Sachsen, Sachsen-Anhalt og Thúringen sæki formlega um aðild að vestur-þýska sambands- lýðveldinu og bætist við þau 11 sem þar eru fyrir. Að því mun svo koma að Berlín verði höfuðborg Þýska- lands á ný. Kvíði Það er nú komið í ljós, sem marga grunaði, að hrifning almennings í báðum ríkjunum vegna væntan- legar sameiningar fer minnkandi í réttu hlutfalli við fyrirsjáanleg út- gjöld og óþægindi af sameining- unni. Austur-Þjóðverjar óttast mjög um sinn hag og sjá fram á stórfellt atvinnuleysi og öryggis- leysi þegar velferðarþjóðfélag þeirra hverfur og illa rekin fyrir- tæki fara hundruðum saman á hausinn, en vestur-þýskum al- menningi ógnar sá kostnaður sem þessu öllu mun fylgja. Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun telja fjórir af hverjum fimm Vestur-Þjóðveijum að sam- einingin muni skaða hagsmuni þeirra. Einkum óttast þeir skatta- hækkanir og margir óttast um at- vinnu sína vegna samkeppni við austur-þýskt vinnuafl. Austur- þýskur almenningur óttast ekki aðeins atvinnuleysi og öryggis- leysi. Almennasti óttinn þar er að Austur-Þjóðverjar verði annars flokks borgarar í þýska ríkinu, land þeirra verði einhvers konar arðrænd nýlenda. Allir þeir sem lengra hugsa en um sína eigin skammtímahags- muni sjá þó gífurlega framtíðar- möguleika í sameinuðu Þýska- landi. Vestur-Þjóðveijar búast við að fjárfesting vestrænna fyrirtækja muni innan fárra ára bæta upp það atvinnuleysi sem kann að verða í austurhlutanum, og uppbyggingin sjálf muni mjög fljótt skila báðum hlutum Þýskalands stórbættum lífskjörum, og gera Þýskaland að enn meira efnahagsstórveldi en þaö er nú. Alþjóðleg mál og fjórveldin En sameining Þýskalands er ekki aðeins innanlandsmál og hefur aldrei verið. Þýsku ríkin eru stofn- KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður uð upp úr hernámssvæðum sigur- vegaranna í síðari heimsstyrjöld- inni og friðarsamningar hafa enn ekki verið gerðir. Fjórveldin; Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland og Frakkland hafa öll enn mikið herlið á hernámssvæðum sínum austan og vestan landamæranna, og þýsku ríkin eru hvort í sínu hernaðarbandalagi. Sameining Þýskalands getur ekki farið fram endanlega nema í samráði við fjór- veldin og þar eru alvarleg ágrein- ingsmál uppi, fyrst og fremst um aðildina að NATO. Náðst hefur samkomulag um að þýsku ríkin semji um sameiningu, en íjórveldin verði með í ráðum um málefni sem þau varðar. Þetta er svokölluð „tveir plús fiórir" formúla, sem nú er mikið hampað, en áður höfðu Sovétmenn viljað „fjórir plús núll“ formúlu, það er að íjórveldin ein hafi yfirumsjón með sameiningunni. Nú eru þýsku ríkin tvö að mestu búin að koma sér saman um hvernig sameining- unni verður háttað og þá kemur til kasta fjórveldanna. í framkvæmd eru það Bandaríkin og Sovétríkin sem þurfa að koma sér saman, Bretar og Frakkar lúta forystu Bandaríkjanna. Pólverjar vildu um tíma fá aðild að fundum ijórveldanna um þessi mál, vegna ótta við útþenslu Þýskalands í aust- urátt, en þeirri kröfu var hafnað. Hún sýnir þó hug þeirra og margra annarra til sameinaðs Þýskalands. En það er framtíð Þjóðverja í NATO sem nú strandar á. Þrýstingur og Litháen Sovétmenn sjá fram á það, eftir að Austur-Þýskaland verður inn- limað í sameinað Þýskaland, að bein áhrif þeirra á gang mála í Mið-Evrópu munu að mestu leyti hverfa. Þeir reyna nú að bjarga því sem bjargaö verður eftir að ljóst varð að sameining er óumflýjanleg. Ein af ástæðunum fyrir því hversu treg vestræn ríki hafa verið til að styðja í verki sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna er ótti við að Sovétmenn muni bregðast við þrýstingi í þágu Litháa með því að setja óaðgengilegar kröfur fram á fundum fjórveldanna um samein- ingu Þýskalands. Vesturlandamönnum þykir sjálf- stæði Litháens ekki nógu mikils virði til að taka þá áhættu að Sovét- menn stöðvi sameiningu Þýska- lands. Flóknasta vandamálið í því sambandi er staðsetning herja Sov- étmanna í Austur-Þýskalandi. Sov- étmenn hafa í hendi s'ér að gera heildarlausn Þýskalandsmálsins mjög erfiða ef þeir vilja. Gorbatsjov Sovétleiðtogi lagði í vetur fram hugmyndir um að sam- einað Þýskaland yrði bæði í Nato og Varsjárbandalaginu. Sú hug- mynd féll þó um sjálfa sig, því að Varsjárbandalagið er í dauðateygj- unum, og Ungverjar og Tékkar hafa beðið Sovétmenn um að fara burt með her sinn úr löndum þeirra. Þá vildi Gorbatsjov, og vill enn, að Þýskaland verði hlutlaust, en sú hugmynd á sér fáa stuðnings- menn. Hlutleysi og NATO Önnur ríki óttast að Þýskaland, utan hernaðarbandalaga, yrði mun meiri ógnun við nágranna sína en ef það væri áfram í NATO. Tékkar, Pólverjar og Ungverjar hafa lýst þeirri skoðun að Þýskaland ætti að vera áfram í NATO. En Þýskaland í NATO mundi tákna mjög mikla uppgjöf Sovétmanna og álitshnekki fyrir Gorbatsjov og herinn heima fyrir. Nú á dögunum tók Gorbatsjov af skarið og sagði að ekki kæmi til greina að Þýskaland yrði áfram í NATO. Þetta olli vonbrigðum, því að því hefur verið trúað, að Sovét- menn myndu um síðir sætta sig við áframhaldandi aðild Þýskalands að NATO. Þetta kann að skýrast eftir fund Bush Bandaríkjaforseta með Gorbatsjov nú um mánaðarmót, og enn hafa Vésturlandamenn ekki gefið upp alla von um að Sovét- menn fallist á aðild Þýskalands að NATO. Án Þýskalands væri NATO dautt sem hernarðarbandalag, og án bandaríska hersins í Evrópu mundu ítök Bandaríkjanna þar stórminnka. Sovéskar hugmyndir hafa komið fram um að Þýskaland verði í pólitísku bandalagi við NATO, en þeirri spumingu er ósvarað hvernig hermálum yrði háttað, eða hvort Þýskaland ætti að verða eins og Frakkland, utan við yfirherstjórn NATO. Síðasta tillagan Síðasta tillaga Sévardnadses ut- anríkisráðherra Sovétmanna er á þá leið að spurningunni um aðild að NATO yrði frestað fram yfir sameiningu. En ef svo færi myndu ijórveldin, það er að segja Sovétrík- in í þessum samhengi, áfram hafa tak á þýsku stjórninni í utanríkis- málum eftir sameininguna oggætu þá hugsanlega, eftir að Þýskaland er sameinað, knúið þýsku stjórnina til að lýsa yfir hlutleysi og segja sig úr NATO. Ef þetta yrði ofan á, sem ekki er reyndar tahð líklegt, gætu Sovét- menn haldið enn um sinn nokkrum ítökum í því sem gerist í Mið- Evrópu með því að þæfast fyrir að gefa Þjóðverjum fuMt sjálfræöi um tilhögun hermála sinna. Samkvæmt þessari tillögu yrðu engir herir fluttir á brott að sinni frá Þýskalandi og Þjóðverjar yrðu aö kaupa sameininguna því verði af Sovétmönnum að þeir lýsi yfir hlutleysi. Sameining Þýskalands veröur ekki stöðvuð úr þessu, þótt mögu- legt sé að tefja hana, en því fer fjarri að póMtísk staða Þýskalands innan Evrópu sé orðin ljós. Gunnar Eyþórsson. „Sameining Þýskalands verður ekki stöðvuð úr þessu, þótt mögulegt sé að tefja hana, en því fer enn fjarri að pólit- ísk staða Þýskalands innan Evrópu sé orðin ljós.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.