Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1990.
15
Málefni fatlaðra í
stjórnarráisfrumvarpi
Fyrir framan mig liggur frum-
varp til laga um Stjórnarráö ís-
lands sem felur aö meginefni til í
sér uppstokkun ráðuneyta og mun
eflaust margt vísa á réttan veg,
enda ekki ætlan mín að fjalla um
frumvarpið út af fyrir sig. Það bíð-
ur síns tíma við nánari umfjöllun
Alþingis á næsta þingi að senda þar
inn beinar athugasemdir af hálfu
hagsmunasamtaka fatlaðra.
En annað og alvarlegra tilefni
þessu tengt knýr og kallar á at-
hugasemdir nú þegar og er þó at-
hugasemd afar vægt orð yfir það
tilefni.
Lengi mátti ég leita
Með frumvarpinu sjálfu sem
fylgigagni til nokkurrar vegvísun-
ar fyrir Alþingi og stjórnvöld eru
tillögur nefndar þeirrar er frum-
varpið samdi að reglugerð um við-
fangsefni hinnar nýju endurskipu-
lögðu ráðuneyta og þar staldra ég
heldur betur við.
Svo margt ágætra manna hefur
þar um vélað að full ástæða er til
að taka mark á tillögum þessum
og reikna um leið með því að sjálf-
sögðu að það muni verða gert af
þeim sem endanlega regulgerðar-
smíð annast.
Eðlilega varð mér fyrst fyrir að
leita að þeim málefnum sem ég
öðrum fremur ber fyrir brjósti -
málefnum fatlaðra og átta mig á
því hvern sess nefndin ætlaði þeim
í stjórnkerfí framtíðarinnar.
Ég efaðist í upphafi ekki um það
að miðað við sjálfstæða stöðu þess-
Kjallarixm
Helgi Seljan
félagsmálafulltrúi ÖBÍ
ara málefna í dag, þar sem er sér-
stök deild í félagsmálaráðuneytinu,
sérstök stjórnarnefnd um málefni
fatlaðra svo og skýr afmörkun
málaflokksins í íjárlögum yrði hér
um sjálfstætt viðfangsefni að ræða,
skýrt afmarkað með sinn ákveðna
stað, sinn verðuga sess.
En lengi mátti ég leita og ekkert
fann ég viðfangsefnið málefni fatl-
aðra og var þó viðfangsefnalistinn
langur og ítarlegur, ekki vantaði
það.
Vanmat á málaflokki
í þessum tillögum eru flestu milli
himins og jarðar gerð góð skil og
jaðrar við sparðatíning hjá sumum
ráðuneytum, en réttlætanlegt er
þetta eflaust og skal ekki átalið.
En þeim mun meira finnur mað-
ur til þegar yfirlestur viðfangsefna
af fjölbreyttasta toga leiðir í ljós
slíkt vanmat á málaflokki fatlaðra
sem raun ber vitni og vikið skal
að á eftir.
Ég hlýt hins vegar fyrst að segja
að ég læt það ekki hvarfla að mér
að um viljaverk nefndarmanna sé
að ræða.
Slíkt væri aö ætla þeim vísvitandi
andúð í garð þessa málaflokks eða
að vita hreinlega ekki af honum og
hvorugt er til staðar. Ég verð að
ætla að hér séu hrapalleg mistök
ein á ferð því til skemmdarverka,
einmitt í þessum málaflokki, eru
þessir menn ólíklegastir allra.
En mistökin verður að leiðrétta
og það svo snarlega að þegar frum-
varpið verður nú lagt fyrir Alþingi
á haustdögum þá treysti ég því að
málefni fatlaðra (og raunar málefni
aldraðra einnig) hafi fengið rými í
reglugerðartillögum 'sem sjálfstætt
og þýðingarmikið viðfangsefni. En
þá skal að meginmáli vikið.
Eftir ítarlega leit fann ég að lok-
um það sem ég leitaði að, en óskap-
lega mjög á annan veg en ég hugöi.
Þá kom sem sé á daginn að hér
var um innskotsaukasetningar ein-
ar að ræöa sem létu vægast sagt
lítið yfir sér - innskotsorð ein raun-
ar. Undir viðfangsefnum hins nýja
heilbrigðis- og félagsmálaráðu-
neytis - viðfangsefnin eru tólf tals-
ins - er viðfangsefni þrjú svohljóð-
andi: Mál er varða rekstur sjúkra-
húsa, hjúkrunarheimila og dvalar-
heimila aldraðra, dagvista sjúkra,
sambýla fatlaðra, endurhæfingar-
stöðva, meðferðarheimila og aðra
starfsemi sérstaklega í þágu sjúkra,
fatlaðra og aldraða. Svo mörg eða
réttara sagt - svo fá voru þau orð.
Máski best að hafa sem fæst orð
um fásinnu þessa en finna í þess
stað farsæla leið út úr þessum mis-
takaógöngum.
Óviðunandi tillögugerð
Það mætti halda að samþjöppun
mála almennt væri slík í viðfangs-
efnum ráðuneytanna að þetta væri
eðlileg afleiöing þess. En svo er al-
deilis ekki.
Viðfangsefni númer 4: Mál er
varðar vernd barna og unglinga.
Sjálfstætt viðfangsefni og sjálfsagt.
Númer 11: Atvinnuréttindi útlend-
inga. Sjálfstætt viðfangsefni og
eflaust í lagi. Og svo mætti áfram
telja.
Og ekki batnar það þegar kemur
yfir í önnur ráðuneyti. Smádæmi
um dóms- og kirkjumálaráðuneytið
nægja til að sýna hve vandlega er
fariö þar ofan í sauma um sjálfstæð
viðfangsefni.
17. viðfangsefni: Mál er varða
skipströnd og vogrek. Örugglega
þarft og ágætt. 7. viðfangsefni: Mál
er varða skráningu og meðferö per-
sónuupplýsinga. Þó það nú væri.
11. viðfangsefni: Mál er varða
greftranir og útfararstofnanir.
Virðingarvert og sjálfsagt.
Hins vegar læddist að mér sú
óguðlega hugsun hvort ekki hefði
allt eins mátt setja einliverja auka-
setnignu um fatlaða undir þetta
áðurtalda ellefta viðfangsefni
dóms- og kirkjumálaráðuneytis
miðað við þá meðferð sem ráö er
fyrir gert. Ög er nú best að fara að
segja „amen eftir efninu“.
En áður skal það undirstrikað að
svo óviðunandi er þessi tillögugerð
að engu er líkara en menn ætli að
fara áratugi aftur í tímann og hafi
enga hugmynd um þá ágætu og
mikilvægu deild um málefni fatl-
aðra sem í félagsmálaráðuneytinu
er og þá dýrmætu þróun sem í kjöl-
farið hefur fylgt.
Svo óviðunandi er hún með öllu
að það verður að ætla að hér hafi
mannleg mistök ein átt sér stað og
því verði auðveldur róður og léttur
leikur að leiðrétta þau svo ekki
hljótist af ófyrirsjáanlegur skaði:
Það veit ég enginn ætlar sér. Og
því segi ég endanlega amen nú -
að sinni.
Helgi Seljan
„Ég verð að ætla að hér séu hrapalleg
mistök ein á ferð því til skemmdar-
verka, einmitt í þessum málaflokki, eru
þessir menn ólíklegastir allra.“
Fjármálaráðherra í
frjálshyggjutaumi
Það fer mikið af orku hjá náms-
fólki innanlands og utan að hafa
áhyggjur af Lánasjóði íslenskra
námsmanna. Á hverju ári er út-
hlutunarreglum breytt, námslán
aukin eða minnkuð, ýmsum þum-
alputtareglum breytt og þar fram
eftir götunum. Það sem var öruggt
í fyrra er allt í einu orðið öðruvísi
og enginn getur gengið út frá neinu
vísu.
Núverandi ástand
Lánasjóðurinn er gríðarlegt póli-
tískt bitbein milli hægri og vinstri
- eða var það a.m.k. Samt talar fjár-
málaráðherra, formaður Alþýðu-
bandalagsins, eins og frjálshyggju-
maður í nóvemberhefti Sæmundar,
blaðs SÍNE (Sambands íslenskra
námsmanna erlendis) um að það
séu nú því miöur ekki til meiri
peningar til að standa við lög, út-
hlutunarreglur og samninga sem
gerðir voru við flokksbróður hans,
menntamálaráðherra, í ársbyrjun
1989.
Lánasjóðurinn hefur undanfarin
ár verið rekinn á þann máta að
safna skammtímaskuldum. Það
eyðir örku allra sem sinna náms-
lánamálum í að ræða hvernig hægt
sé að bjarga hinni eða þessari upp-
hæðinni við hin eða þessi áramót-
in. í þessari umræðu virðist það
oft hafa gleymst hver markmið
Lánasjóðsins voru þegar hann var
stofnaður.
Kjallarirm
Ingólfur Á. Jóhannesson,
sagnfræðingur, leiðbeinandi
kennaranema við Wisconsin-
háskóla í Bandarikjunum
Jafnrétti til náms
Rifjum upp fáein grundvallarat-
riði: Þegar námslán voru að fullu
verðtryggð með lögunum 1976 var
gengið út frá þeirri forsendu að
námslán skyldu duga til fram-
færslu svo að námsfólk þyrfti ekki
að vinna með fullu námi. Jafnframt
að tekið skyldi tillit til íjölskyldna
námsfólks. Þetta þýddi að tekjur
námsfólks voru dregnar frá náms-
láni að mestum hluta. Þrátt fyrir
að upphæð námslána væri miðuð
við að lapinn væri dauði úr skel
tókst fjölmörgu námsfólki með
þessu móti að afla sér menntunar
þótt það væri ekki af efnafólki kom-
ið. í þessum hópi er greinarhöfund-
ur og fjölmargt af hans vina- og
kunningjafólki utan af landi. Mörg-
um seinkaði aö vísu við að ljúka
náminu en minna en áður enda
veitti Lánasjóðurinn svigrúm til aö
ljúka t.d. þriggja ára námi á fjórum.
Það er bjargfost sannfæring mín
að Lánasjóðurinn hafi á þessum
árum, 1976-1984, lyft Grettistaki í
að auka aðgang að menntun án
jafnmikils tillits til búsetu og efna-
hags aðstandenda eða kynferðis
námsmanneskjunnar og áður.var.
Það kostaði líka heilmikla baráttu,
t.d. þurfti að reka mál fyrir dóm-
stólum til að fá viðuricennt að
námslán skyldi miða við fjöl-
skyldustærð.
Énda leist ráðherrum Sjálfstæð-
isflokksins, sem komst til valda í
menntamálaráðuneytinu 1983,
ekki á blikuna. Hrært var upp í
grundvallarforsendum kerfisins.
Reyndar var það ekki gert allt í
einum áfanga svo að fyrirgefi mér
lesendur ef ég eigna Sverri Her-
mannssyni það sem Ragnhildur
Helgadóttir og Birgir Gunnarsson
gerðu og öfugt. Fyrir mér eru þau
öll eitt, þ.e. íhald eins og viö kölluð-
um Sjálfstæðisflokkinn í sveitinni
fyrir norðan í gamla daga. Það sem
gert var var samverkandi: Upphæð
námsláns til framfærslu var lækk-
uö um 20,1% (skv. uppl. SÍNE) en
námsfólki leyft að vinna meira áö-
ur en farið væri að draga tekjur
þess frá námsláni. Hið síðastnefnda
haföi verið sérstakt baráttumál
íhaldssinnaðra stúdenta í Háskól-
anum um árabil.
Misrétti til náms
Hvernig virkar þetta svo í reynd?
Hveijum er auðveldast að nýta sér
þetta aukna svigrúm til vinnu?
Svarið er: Einhleypum karlmönn-
um sem eiga aðgang að vel laun-
aðri vinnu. Það segir sig sjálft að
aukið svigrúm til vinnu nýtist illa
barnafólki, einkum einhleypu
barnafólki (sem er aðallega konur).
Eg hefi einnig trú á að almennt séð
komi þetta fyrirkomulag verr út
fyrir fólk utan af landi sem stundar
nám í Reykjavík. Þetta kemur
hörmulega út fyrir margt námsfólk
erlendis, námsfólk sem ekki hefur
aðgang að vinnu eða styrkjum.
Fyrir sjálfan mig kom þetta afar
illa út í eitt og hálft ár á meðan ég
hafði ekki aðstoðarkennarastöðu
hér við háskólann en kom skínandi
vel út á sl. ári þegar aðeins einn
þriðji hluti tekna var dreginn frá
námsláni. Á hinn bóginn seinkar
þetta fyrirkomulag mér í námi um
a.m.k. hálft ár, ef ekki heilt ár, þar
sem ég hefi ekki efni á að sleppa
vinnunni eins og mig langar til að
gera. Ef ég heföi átt val hefði ég
kosið að fá allan tímann námslán
sem dygði til þess að lifa af því.
Það er líka eina vitið. Til þess var
Lánasjóðurinn stofnaður og af því
markmiði má ekki missa sjónar.
Eini stjórnmálaflokkurinn sem
virðist skilja þetta er Kvennalist-
inn sem neitar að taka þátt í að
„leiðrétta" og „leiðrétta" og „leið-
rétta“. Eina raunverulega leiðrétt-
ingin er sú að byrja á ný með mark-
mið sjóðsins að leiðarljósi og búa
til úthlutunarreglur í samræmi við
þau og láta þær reglur haldast
óbreyttar í fyrirframákveðinn ára-
fjölda svo að hægt sé fyrir náms-
fólk að gera vitibornar fiárhagsá-
ætlanir. Á því munu alhr hagnast.
Ingólfur Á. Jóhannesson
„Þegar námslán voru að fullu verð-
tryggð með lögunum 1976 var gengið
út frá þeirri forsendu að námslán
skyldu duga til framfærslu svo að
námsfólk þyrfti ekki að vinna með fullu
námi.“