Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Page 17
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1990.
41
íþróttir
ir að leika á Stjörnumennina Bjarna Benediktsson og Birgi Sigfússon i Garðabæ í
DV-mynd Brynjar Gauti
ir sigur KR
1-3, í fyrsta 1. deildar leiknum í Garðabæ
manna og skoraði af öryggi. Eftir markið
komust Stjörnumenn betur inn í leikinn
en náðu ekki að skapa sér nein færi.
Garðbæingar náðu að jafna strax í upp-
hafl síðari hálfleiks. Lárus Guömundsson
vann boltann upp við endamörkin og skor-
aði með fostu skoti sem Ólafur Gottskálks-
son náði ekki að veija.
Fögnuður Garðbæinga stóð þó ekki lengi
því aðeins sex mínútum síðar náðu KR-
ingar forystunni á nýjan leik og var þar
Ragnar Margeirsson aftur að verki eftir
sendingu frá Pétri Péturssyni. Vesturbæj-
arliðið gerði síðan út um leikinn þegar
Björn Rafnsson skoraði þriðja mark KR-
inga. Bæði lið áttu hættuleg færi á lo-
kakaflanum en mörkin urðu ekki fleiri.
Stjörnumenn voru sprækir lengst af og
ljóst er að þeir verða ekki auðunnir í sum-
ar. Miðja hðsins var sterk með Árna
Sveinsson og Ragnar Gíslason sem bestu
menn en vömin var nokkuð óörugg.
KR-ingar eru með sterkt lið um þessar
mundir og verða án efa í toppbaráttunni.
Ragnar Margeirsson og Pétur Pétursson
voru mjög ógnandi í framlínunni og eiga
án efa eftir að skora mörg mörk í sumar.
Þrátt fyrir sigurinn virtust KR-ingar
ekki vera ánægðir eftir leikinn, allavega
neituðu þeir DV algerlega um viðtöl og
lokuðu dyrum á undirritaðan.
Stjarnan-KR 1-3 (0-1)
0-1 Ragnar Margeirsson (15.)
1-1 Lárus Guðmundsson (49.)
1-2 Ragnar Margeirsson (55.)
1-3 Bjöm Rafnsson (70.)
Lið Stjörnunnar: Jón Otti Jónsson, Birgir
Sigfússon, Bjami Benediktsson, Magnús
Bergs, Sveinbjöm Hákonarson, Ingólfur
Ingólfsson, Eyþór Sigfússon (Heimir Erl-
ingsson 67.), Arni Sveinsson, Ragnar Gísla-
son, Lárus Guðmundsson, Valdimar Kristó-
fersson.
Lið KR: Ólafur Gottskálksson, Sigurður
Björgvinsson, Stefán Guðmundsson, Þor-
móður Egilsson, Hilmar Bjömsson, Ragnar
Margeirsson, Gunnar Skúlason, Þorsteinn
Halldórsson, Björn Rafnsson (Sigurður
Ómarsson 87.), Arnar Arnarsson, Pétur
Pétursson.
Áhorfendur: 1215.
Dómari: Gísli Guðmundsson og sýndi
hann sjö leikmönnum gula spjaldið.
-RR
„Búnir að fá
sjálfstraustið“
- fyrstu stig ÍBV sem vann Þór, 2-0
Berglind Ómaisdóttir, DV, Eyjum:
„Nú erum við búnir að fá sjálfstraus-
tið eftir skellinn á móti Fram og ég
vil þakka áhorfendum fyrir góðan
stuðning. Við ætluðum að ná í þrjú
stig og strákarnir lögðu sig alla fram,
þetta var mikil barátta og hún var
meiri hjá okkur. Ég er bjartsýnn á
framhaldið," sagði Jón Bragi Arn-
arsson, fyrirliði ÍBV, í samtali við
DV í gærkvöldi.
Þór frá Akureyri sótti Eyjamenn
heim í gærkvöldi í 1. deildinni í
knattspymu og sigraði ÍBV, 2-0, í
miklum baráttuleik, og fékk sín
fyrstu stig í deildinni.
Mörkin í seinni hálfleik
Bæði lið mættu ákveðin til leiks en
fyrri hálfleikur var mjög köflóttur.
Eyjamenn komu mun ákveðnari til
seinni hálfleiks og skoruðu þá mörk-
in tvö. Fyrst var dæmd vítaspyrna á
Þórsara sem handlék knöttinn og úr
henni skoraði Hlynur Stefánsson.
Eftir það sóttu Eyjamenn stíft en
seinna markið kom ekki fyrr en und-
ir lokin og þar var Jón Bragi að verki
eftir góða sendingu frá Andrej Jer-
ina.
„Dómarinn hrikalega
hliðhollur heimamönnum"
„Ég er ekki vanur að kenna dómur-
um um óhagstæð úrslit en dómgæsl-
an var hrikalega hliðholl heima-
• !T Knattspvrna
7o
1. deild
(Hörpudeiid)
Fram.......2 2 0 0 8-0 6
KR.........2 2 0 0 5-2 6
FH.........1 10 0 1-03
Valur......1 10 0 1-03
Stjarnan...2 10 13-33
ÍBV........2 10 12-43
Víkingur...10 0 11-20
KA.........1 0 0 10-10
Þór...........2 0 0 2 0-4 0
ÍA............2 0 0 2 0-5 0
Markahæstir:
Guömundur Steinsson, Fram.....3
Árni Sveinsson, Stjörnunni....2
BaldurBjarnason, Fram.........2
Ragnar Margeirsson, KR........2
RíkharðurDaðason, Fram........2
mönnum og það réð úrslitum. En við
áttum líka slæman dag fyrir utan
fyrsta hálftímann. Eyjamenn mættu
ákveðnir til leiks og uppskáru sam-
kvæmt því,“ sagði Nói Björnsson,
fyrirliði Þórs.
í annars jöfnu og góðu liði ÍBV bar
mest á Júgóslavanum Andrej Jerina.
Hjá Þór var landi hans, Luca Kostic,
góður og Friðrik Friðriksson varði
oft glæsilega.
ÍBV-Þór 2-0 (0-0)
1- 0 Hlynur Stefánsson (59.)
2- 0 Jón Bragi Arnarsson (89.)
Lið ÍBV: Adolf Óskarsson, Friðrik
Sæbjörnsson, Jakob Jónharðsson,
Heimir Hallgrímsson, Jón Bragi Arn-
arsson, Ólafur Árnason (Elías Frið-
riksson 87.), Sigurlás Þorleifsson,
Hlynur Stefánsson, Andrej Jerina,
Tómas I. Tómasson, Ingi Sigurðsson.
Lið Þórs: Friðrik Friðriksson, Ólafur
Þorbergsson (Sverrir Heimisson 83.),
Nói Bjömsson, Luca Kostic, Þorsteinn
Jónsson, Valdimar Pálsson (Júlíus
Tryggvason 65.), Siguróli Kristjáns-
son, Sveinn Pálsson, Árni Þór Arna-
son, Sævar Árnason, Hlynur Birgis-
son.
Gul spjöld: Luca Kostic, Árni Þór
Árnason, Hlynur Birgisson úr Þór.
Áhorfendur: 750.
Dómari: Ólafur Ragnarsson dæmdi
sinn fyrsta leik í 1. deOd og stóð sig
þokkalega.
Annarri um-
ferð lýkur
í kvöld
Annarri umferð 1. deildarinnar í
knattspyrnu lýkur í kvöld meö
tveimur leikjum. Valur og KA mæt-
ast á Hlíðarenda og hefst sá leikur
klukkan 18. Liðin áttu að mætast á
Akureyri en grasvellirnir þar eru
ekki tilbúnir þannig að ákveðið var
að færa hann suður. Á Víkingsvellin-
um í Stjörnugróf eigast síðan við
Víkingur og FH og hefst sú viðureign
klukkan 20.
Keppni í 2. deild hefst í kvöld og
er leikin heil umferð. ÍR og Fylkir
leika á malarvelli ÍR í Mjódd, Breiða-
blik og Víðir á Kópavogsvelh,
Grindavík og Tindastóll í Grindavík,
Leiftur og Selfoss á Ólafsfirði og ÍBK
og KS mætast í Keflavík. Allir leik-
irnir hefjast klukkan 20. -VS
Framarar óðu í færum
- sigruðu Skagamenn sannfærandi, 4-0, en hefðu getað skorað mun fleiri mörk
Átta mörk gegn engu og fullt hús stiga
eftir tvo fyrstu leikina - það er ekki
annað hægt að segja en Framarar hefji
íslandsmótið á sannfærandi hátt. Þeir
áttu ekki í miklum vandræðum með
Skagamenn á sandbornum og erfiðum
Valbjarnarvellinum í Laugardal í gær
- 4-0 urðu lokatölurnar, en ef Framarar
hefðu nýtt færi sín, sérstaklega í síðari
hálfleiknum, hefði sigurinn getað orðið
helmingi stærri.
En þeir fengu líka frið til að leika list-
ir sínar. Þeir sýndu hina dæmigerðu
Framknattspyrnu, spil og aftur spil, og
Skagamenn gættu sóknar-, og miðju-
manna þeirra alltof illa. Það nýttu
Framarar sér út í ystu æsar og áttu
aragrúa af fallegum og vel útfærðum
sóknarlotum.
Guðmundurfimmti
hæsti frá upphafi
„Þetta er mjög sannfærandi byrjun og
mikil vinna á undirbúningstímabilinu
er nú að skila sér. Ég bjóst ekki við að
þetta yrði svona létt og það er ljóst að
næstu leikir verða erfiðari," sagöi Guð-
mundur Steinsson við DV eftir leikinn,
en hann skoraði tvö fyrstu mörk Fram-
ara. Hann er þar með orðinn fimmti
markahæsti leikmaður 1. deildar frá
upphafi, með 73 mörk, en í gær renndi
hann sér upp fyrir Steinar Jóhannsson
sem gerði 72 fyrir ÍBK á áttunda ára-
tugnum.
Langþráð mark Kristins
Fyrsta markið skoraði Guðmundur af
örstuttu færi eftir að Kristinn R. Jóns-
son hafði skotið í stöng. Annað markið
gerði Guðmundur á lokasekúndu fyrri
hálfleiks, náði þá skoti eftir fyrirgjöf
Baldurs Bjarnasonar og skaut í Heimi
Guðmundsson Skagamann og í netið.
■Baldur gerði þriðja markið eftir að Rík-
harður Daöason hafði rennt boltanum
út til hans, og síðan átti Kristinn R.
Jónsson lokaorðið eftir góðan undir-
búning Péturs Ormslevs. Þetta var
fyrsta 1. deildar mark Kristins í tæp
þrjú ár.
Állt Framhðið lék vel, með Kristin og
Pétur Ormslev í aðalhlutverkum á
miðjunni. Ríkharður var drjúgur
frammi en fór illa með þrjú góð tæk-
ifæri í síðari hálfleiknum. Hjá Skaga-
mönnum komust bakverðirnir Jóhann-
es Guðlaugsson og Heimir Guðmunds-
son einna best frá leiknum en voru þó
álíka sekir og félagar þeirra um að gefa
sóknarmönnum Fram of mikið næði.
Þrátt fyrir skellinn ættu Skagamenn
ekki að þurfa að örvænta, þeir reyndu
að spila góða knattspyrnu allan tímann
og tókst stundum vel upp.
Fram-ÍA 4-0 (2-0)
1- 0 Guðmundur Steinsson (15.)
2- 0 Guðmundur Steinsson (45.)
3- 0 Baldur Bjarnason (54.)
4- 0 Kristinn R. Jónsson (68.)
Lið Fram: Birkir Kristinsson, Jón
Sveinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Við-
ar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson,
Kristján Jónsson, Anton B. Markússon
(Arnljótur Davíðsson 80.), Pétur
Örmslev, Baldur Bjarnason, Ríkharður
Daðason, Guðmundur Steinsson (Jón
Erling Ragnarsson 80.)
Lið ÍA: Gísli Sigurðsson, Jóhannes
Guðlaugsson, Heimir Guðmundsson,
Brandur Sigurjónsson, Sigurður B. Jóns-
son, Sigursteinn Gíslason, Guðbjörn
Tryggvason (Guðmundur Matthíasson
70.), Alexander Högnason, Haraldur Ing-
ólfsson, Bjarki Pétursson, Stefán Viðars-
son (Arnar Gunnlaugsson 56.)
Gul spjöld: Brandur Sigurjónsson og
Sigursteinn Gíslason, ÍA.
Áhorfendur: 1.256.
Dómari: Ólafur Lárusson og dæmdi
þokkalega. -VS
Sport-
stúfar
Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjurn:
Viðismenn tryggðu sér
á dögunum sigur í Suð-
urnesjamótinu í knatt-
spyrnu þegar þeir
gerðu markalaust jafntefli við
Grindvíkinga í lokaleiknum. Víö-
ir hlaut 7 stig í mótinu, Grindavík
5, Reynir 4, Njarðvík 2 og Hafnir
2.
FH hætt í
1. deild kvenna
FH hefur dregið sig út úr 1. deild-
arkeppni kvenna í knattspyrnu
og þar með eru aðeins sex lið eft-
ir í deildinni. Áður höföu ísa-
fjaröarstúlkurnar liætt við að
vera með en þær komu upp úr
2. deild ásamt FH. Þá eru eftir í
deildinni Valur, Akranes, Breiða-
blik, KR, KA og Þór og óljóst hve-
nær keppni byrjar þar sem raða
þarf mótinu upp á nýtt. í 2. deild
kvenna hefur hins vegar liðum
fjölgað talsvert og þar er nú leik-
ið í þremur riðlum, Suðurlands-,
Norðurlands- og Austurlands-
riðli.
Jónas og Skúli
með HSÞ-b
Jónas Hallgrímsson, lykilmaðui'
í liði Völsunga mörg undanfarin
ár, leikur ekki með Húsavíkurhö-
inu í 3. deildinni í knattspyrnu í
sumar. Hann hyggst spila með
hði Mývetninga, HSÞ-b, i 4. deild-
inni og sömu sögu er að segja af
Skúla Hallgrímssyni, bróður
hans, sem einnig hefur leikið með
Völsungum síðustu árin.
Detroit og Portland
meó 2-0 forskot
Detroit Pistons sigraði
Chicago Buhs, 102-93,
i úrslitakeppni banda-
rísku NBA-deildarinn-
ar í körfuknattleik aðfaranótt
miðvikudags. Þar með er Detroit
komið með 2-0 forskot á Chicago
en það lið sem á undan vinnur
fjóra leiki veröur meistari aust-
urstrandarinnar og mætir Port-
land eða Phoenix í úrslitum um
sjálfan meistaratitihnn. Portland
sigraði Phoenix, 108-107, í fyrri-
nótt og er komið með 2-0 forystu
í úrslitunum á vesturströndinni.
Joe Dumars lék best leikmanna
Detroit og vai' þeirra stigahæstur
með 31 stig og Winnie „örbylgju-1
ofn“ Johnson kom næstur með
18 stig. Þaö veiktí lið Chicago
mikið að þeirra besti leikmaður,
Michael Jordan, lék meiddur og
skoraði óvenjulítið eða alls 20
stig.
Magic Johnson valinn
sá besti INBA
Erwin Magic Johnson, leikmaður
með Los Angeles Lakers, var í
fyrrákvöld vahnn besti leikmaö-
ur NBA-deildarinnar í körfu-
knattleik annað áriö í röð. Magic
hlaut 636 atkvæði, annar varð
Charles Barkley, Philadelphia
76ers, með 614 atkvæði og í þriðja
sæti varð Michael Jordan,
Chicago, með 571 atkvæði.
Merkjasala hjá ÍFR
íþróttafélag Fatlaðra í Reykjavík
verður með merkjasölu á morg-
un, kjördag, á flestum kjömtöö-
um á höfuðborgarsvæöinu. Ágóð-
anum verður varið til byggingar
íþróttahúss félagsins en fram-
kvæmdir við það hófust fyrir ári.