Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Blaðsíða 26
50 FÖSTUDAGUR 25. MAl 1990. Afmæli Guðmundur Ingi Kristjánsson Guðmundur Ingi Kristjánsson, varadagskrárstjóri Innkaupa- og markaðsdeildar Ríkissjónvarpsins, Efstasundi 93, Reykjavík, er fertug- ur í dag. Guðmundur Ingi er fæddur á Akureyri og ólst upp á Siglufirði, á Akureyri og í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MA, BA-prófi í sagnfræði frá HÍ1976 og uppeldis- og kennslufræði frá HÍ1981. Guðmundur Ingi var kennari í Laugalækjaskóla i Reykjavík 1975- 1981 og í Námsflokkum Reykjavíkur 1975-1979. Hann var fréttaþulur Ríkissjónvarpsins 1979-1985 og fréttamaður á fréttastofu Ríkisút- varpsins 1981. Guömundur var dag- skrárfulltrúi á frétta- og fræðslu- deild Ríkissjónvarpsins 1981-1985 og hefur verið varadagskrárstjóri Inn- kaupa- og markaðsdeildar frá 1985. Guðmundur Ingi var dagskrár- gei ðarmaður á Rás 21983-1988 og stjórnaði þá m.a. þáttaröðinni „Gullöldin" ásamt Boga Ágústssyni. Hann var formaður Starfsmanna- félags sjónvarpsins 1984 og var for- maður Útgarðs, félags háskóla- manna 1986 og 1987. Guðmundur var í nefnd Ragnhildar Helgadóttur, þáverandi menntamálaráðherra um málvöndun og kennslu í framburði íslenskrar tungu í ríkisfjölmiölun- um 1984 og hefur unnið að margvís- legum verkefnum í kvikmyndagerð. Guðmundur Ingi kvæntist 24. september 1977, Ardísi ívarsdóttur, f. 27. janúar 1954, kennara. For- eldrar Árdísar eru: ívar Pétur Hannesson, f. 24. september 1930, aöstoðaryfirlögregluþjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, og kona hans, Jóna Guðbjörg Gísla- dóttir, f. 28. febrúar 1932, skólarit- ari, Börn Guðmundar Inga og Árdís- ar eru: Hildur, f. 8. október 1978 og Jón Pétur, f. 4. apríl 1984. Bræður Guðmundar Inga eru .Kristján Róbert, f. 27. febrúar 1954, kennari og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu, í sambýli með Öggu Hrönn Hauksdóttur, f. 14. nóv- ember 1957, og Ingólfur Björgvin, f. 6. nóvember 1957, kennari í Mos- fellsbæ, kvæntur Þóru Hjartardótt- ur hjúkrunarfræðingi. Systkini Guðmundar samfeðra eru Kristín, f. 29. desember 1962, Helga f. 7. okt- óber 1964 og Marteinn, f. 10. nóv- ember 1967. Foreldrar Guðmundar Inga eru: Kristján Róbertsson, f. 29. apríl 1925, sóknarprestur á Seyðisfirði, og kona hans Margrét Ingólfsdóttir, f. 19. september 1926, verslunarmaður á Akureyri. Þau skildu. Kristján er sonur Róberts Bárðdal, b. á Sigríð- arstöðum í Ljósavatnshreppi Þor- steinssonar b. á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit Þorsteinssonar. Móð- ir Róberts var Valgerður Sigurðar- dóttir. Móðir Kristjáns var Herborg Sigurðardóttir b. á Hjalla í Reykja- dal Jónssonar b. í Máskoti Jósafats- sonar. Móðir Sigurðar var Herborg Helgadóttir b. á Skútustöðum Ás- mundssonar, ættfóður Skútustaða- ættarinnar. Móðir Herborgar Sig- urðardóttur var Sigríður Halldórs- dóttir b. á Grímsstöðum í Mývatns- sveit Jónssonar. Margrét er dóttir Ingólfs, verkamanns á Akureyri Guðmundur Ingi Kristjánsson. Guðmundssonar og konu hans Ingi- bjargar Halldórsdóttur. Skafti Fanndal Jónsson Skafti Fanndal Jónsson, frá Fjalli er sjötíu og fimm ára í dag. Skafti er fæddur á Fjalli og fór til sjós þar til 1942 er hann fluttist til Skaga- strandar og hefur búið þar síðan. Skafti kvæntist 17. júní 1939 Jónu Guðrúnu Vilhjálmsdóttur, f. 15. júlí 1918. Foreldrar Jónu eru: Vilhjámur M. Vilhjálmsson og kona hans Kristín Jónsdóttir. Börn Skafta og Jónu eru: Hjalti, f. 8. mars 1940, vagnastjóri hjá SVR, kvæntur Jón- ínu Þ. Arndal og eiga þau flmm börn; Jónas, f. 26. febrúar 1941, bíl- stjóri á Blönduósi, og á hann sex börn; Vilhjálmur, f. 9. apríl 1942, sjó- maður á Skagaströnd, kvæntur Salome Jónu Þorkelsdóttur og á hann þrjú börn; Anna Eygló, f. 12. júní 1944, húsmóðir í Njarðvík, gift Gunnþóri Guðmundssyni og á hann fjögur börn og Þorvaldur, f. 6. júní 1949, sjómaður á Skagaströnd, kvæntur Ernu Sigurbjörnsdóttur og á hann þrjú börn. Þá áttu Skafti og Jóna tvö börn er létust í frum- bernsku, auk þess ólu þau upp dótt- urdóttur sína Valdísi Eddu, hús- móður í Garði, sambýlismaður hennar er Hlíðar Sæmundsson og á hún tvö börn. Systkini Skafta eru: Guðríður sem er látin; Ólafur sem er látinn; Hjalti Líndal, látinn og Jóhanna sem er búsett á Skaga- strönd. Foreldrar Skafta voru: Jónas Þor- valdsson, f. 6. ágúst 1875, d. 21. apríl 1941, b. á Fjalli ogkona hans Sigur- björg Jónasdóttir, f. 4. nóvember 1885, d. 25. apríl 1980. Jónas var son- ur Þorvaldar vinnumanns á Fjalli Bjarnasonar b. í Mánavík Jóhann- essonar b. í Vikum Jónssonar b. í Víkum ættfóður Víknaættarinnar. Jón var sonur Árna, b. í Víkum Þórðarsonar b. í'Víkum Jónssonar prests og skálds í Hvammi í Laxárd- al Þórðarsonar. Móðir Þorvaldar var Katrín Guðmundsdóttir. Móðir Bjarna var Guðríður Bjarnadóttir b. í Tjarnakoti Bjarnasonar b. á Örlygsstöðum Jörundssonar. Móðir Jónasar var Sólveig Oddsdóttir b. á Kálfhamri Sigurðssonar b. á Byggð- arhorni í Laugadal Einarssonar. Móðir Sólveig var Guðrún Guð- mundsdóttir b. á Ási í Vatnsdal Halldórssonar og konu hans Hall- dóru Bjamadóttur. Móðir Halldóru var Hólmfríður Jónsdóttir. Móðir Hólmfríðar var Halldóra dóttir Guð- rúnar Halldórsdóttur lögréttu- manns og skálds á Geitaskarði Jóns- sonar og konu hans Halldóru Bene- diktsdóttur lögréttumanns í Ból- staðarhlíð Björnssonar. Sigurbjörg var dóttir Jónasar vinnumanns á Kornsá í Vatnsdal Guðmundssonar Skafti Fanndal Jónsson. og Önnu Jónsdóttur. Til hamingju með afmaelið 25. maí 85 ára 60 ára Herraann J. Stefánsson, Ánastöðum, Lýtingsstaðahreppi. Böðvar Eyjólfsson, Hlíðarvegi 7, Kópavogi. Jón S. Hallgrímsson, Álftamýri 12, Reykjavík. Björg M. Indriðadóttir, Kvistási, Kelduneshreppi. Halldóra Helgadóttir, Vesturbergi 146, Reykjavík. JónKjartansson, Írabakka6, Reykjavík. 80ára Óskar Vigfússon, Brekastig28, Vestmannaeyjum. Víglundur Pálsson, Hamrahlíð 18, Vopnafirði. 50 ára 75 ára Gróa Jónatansdóttir, Bræðratungu 36, Kópavogi. Sigurður Sigurðsson, Sunnuholti, Seyðisljarðarhreppí. María Jóhannsdóttir, Þingvallastræti 27A, Akureyri. UnnurZoega, Sverristúni 4, Neskaupstað. Skafti F. Jónasson, Ægisgrund2, Skagaströnd. 40 ára Guðmundur Hermannsson, Eyjabakka 16, Reykjavík. Frímann Guðmundsson, Yanabyggð 13, Akureyri. Einar Kristinsson, Eiðistorgi 7, Seltjarnarnesi. 70ára Jón Vigfússon, Sólheimum 25, Reykjavík. Halla Árnadóttir, Álftamýri 52, Reykjavík. Ásmundur Þór Þórisson, Nýbýlavegi36, Hvolhreppi. Benedikt Steingrímsson, Vesturvangi 34, Hafnarflrði. Guðmundur Haraldsson, Breiðvangi 2, Hafnarflröi. er margra böl! yu^FEROAn Benoný B. Kristjánsson Benoný B. Kristjánsson pípulagn- ingarmaður, Frostafold 5, Reykja- vík, er sjötugur í dag. Benoný fæddist að Hjarðardal í Dýrafirði og ólst þar upp. Kona Benonýs er Sigurbjörg Run- ólfsdóttir, f. 4.2.1921, dóttir Runólfs Guðjónssonar bókbindara í Reykja- vík og Margrétar Guðmundsdóttur en þau létust bæði árið 1942. Benoný og Sigurbjörg eignuðust tvö börn. Börn þeirra: Hilmar Ben- onýsson, ÍV12.8.1950, en hann lést af slysförum 13.6.1960, og Margrét Erla Benonýsdóttir, f. 23.10.1956, húsmóðir í Reykjavík, gift Sigurgeir Ingimundarsyni, f. 25.11.1955 og eiga þau þrjú börn, Benoný Hilmar Sigurgeirsson, f. 25.11.1976; Guð- laugu írisi Sigurgeirsdóttur, f. 20.10. 1978 og Sigurbjörn Guðna Sigur- geirsson, f. 1.12.1981. Systkini Benonýs eru Jónasína Þrúður Kristjánsdóttir, f. 8.1.1914, Ásgerður Kristjánsdóttir, f. 9.7.1918 og Þórður I. Kristjánsson, f. 3.7.1917. Foreldrar Benonýs voru Kristján Jón Benonýsson, f. 25.8.1885, d. 1970, bóndi í Hjarðardal í Dýrafirði, og Kristín Þórðardóttir, f. 30.3.1881, d. 1940, húsfrú. Benoný veröur að heiman á af- mælisdaginn. Benoný B. Kristjánsson. Þórunn Jónsdóttir Þórunn Jónsdóttir, fyrrv. verka- kona og saumakona, Vesturvegi 84, Vestmannaeyjum, er sjötug í dag. Þórunn er fædd á Hlíðarenda í Ölf- usi og ólst þar upp. Hún var í barna- skóla, kvöldskóla iðnaðarmanna, kvennaskóla og á námskeiði í Esp- eranto og sníðanámskeiði. Systkini Þórunnar eru: Guðrún, f. 21. febrúar 1916, d. 12. júlí 1930, Sveinn, f. 8. feb- rúar 1917, vélstjóri, kvæntur Ester Lovísu Sigurbjörnsdóttur, Jón, f. 23. janúar 1918, d. 14. apríl 1963, flug- stjóri i Rvík, kvæntur Hjálmfríði Hallgrímsdóttur, Vémundur, f. 23. maí 1920, netageröarmaður í Vest- mannaeyjum, kvæntur Sigurleif Stefánsdóttur og Hjálmar, f. 26. júní 1921, skipstjóri í Vestmannaeyjum. Foreldrar Þórunnar eru: Jón Jónsson, b. og smiður í Vestmanna- eyjum og kona hans Þórunn Svein- björnsdóttir, rjómabústýra og prjónakona. Jón var sonur Jóns, b. ogformanns í Þorlákshöfn, Jóns- sonar, b. og hreppstjóra í Þorláks- höfn, Jónssonar, b. á Syðsta-Klekki, Sturlaugssonar, b. í Eystri-Rauöar- hóli, Jónssonar, b. á Grjótlæk, Bergssonar, b. og hreppstjóra í Brattsholti, Sturlaugssonar, ætt- föður Bergsættarinnar. Móðir Jóns smiðs í Vestmannaeyjum var Þó- runnur Jónsdóttir, dbrm. og hrepp- stjóra í Þorlákshöfn, Árnasonar, dbrm. og hreppstjóra í Þorlákshöfn, Magnússonar, formanns og hrepp- stjóra í Þorlákshöfn, Beinteinsson- ar, lögréttumanns á Breiðabólstað í Ölfusi, Ingimundarsonar, b. í Hólum í Stokkseyrahreppi, Bergssonar, bróður Jóns á Grjótlæk. Þórunn var Þórunn Jónsdóttir. dóttir Sveinbjarnar, sparisjóðsrit- ara á Eyrarbakka, Ólafssonar b. í Hjálmholti, Þormóðssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.