Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Síða 27
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1990. 51 Lífsstíll PAPRIKA Mikllgaröur SVEPPIR Nóatún Bónus 499 Tómatar hafa lækkað um þriðjung frá því i siðustu viku. DV kannar grænmetismarkaðinn: Rúmlega þriðjungs lækkun á tómötum Enn lækka tómatarnir í veröi á milli vikna og er meðalverðið núna 58% lægra en það var fyrir hálfum mánuði. Nú er meðalverðið 212 krón- ur á kílóið en var fyrir tveimur vik- um á 499 krónur kílóið. í síðustu viku var kílóið af þeim rauðu á 339 krónur og er því lækkunin um 37% milli vikna. Tómatakílóið er ódýrast í Bónus þar sem poki með einu kílói kostar 119 krónur, sem hljóta að teljast kjarakaup. Dýrastir eru tómatarnir í Hagkaupum í Kringlunni og Nóa- túni í Hamraborg í Kópavogi þar sem þeir kosta 299 krónur kílóiö. Er mun- urinn á hæsta og lægsta verði því 151%. Mikligarður við Sund selur kílóiö á 149 krónur og Fjarðarkaup í Hafnarfirði selur kílóið á 195 krónur. Gúrkurnar hækkuðu í þessari viku, öfugt við tómatana, og er hvorki meira né minna en 74% hækkun á milli vikna. Meðalverðið núna er 191 króna kílóið en var í síð- ustu viku 110 krónur á kílóið. Bónus er einnig með ódýrustu gúrkurnar og eru þær á 95 krónur kílóið. Dýr- Sparigrís vikunnar: Verslunin BÓNUS astar eru þær í Nóatúni á 298 krónur kílóið og er munurinn þvi rúmlega þrefaldur eða 214%!. Mikligarður kemur næst best út með 149 krónur, Fjarðarkaup meö 187 krónur og Hag- kaup með 225 krónur. Meðalverð á sveppum er 792 krón- ur en það verð gefur þó ranga mynd því sveppaverðið er ýmist í ökkla eða eyra. i Hagkaupum er kilóið á 499 krónur og í Fjarðarkaupum á 590 krónur. í Miklagarði, aftur á móti, er kílóið á 1000 krónur þar sem 250 g eru seld á 250 krónur og í Nóatúni eru 250 g seld á 270 eða 1.080 krónur kílóið. Grænu vínberin hafa lækkað lítil- lega í verði - meðalverðið er núna 334 krónur, eða 44 krónum lægra en í síðustu viku. Ódýrust eru þau í Miklagarði á 298 krónur, en dýrust í Nóatúni á 350 krónur. Meðalverðið á papriku er 23 krón- um lægra í þessari viku, var 487 krónur en er nú 464 krónur. Það er 154% verðmunur á paprikunni þar sem hún er hæst og lægst. Ódýrust er hún í Bónus á 254 krónur kílóið (meðalverð fyrir vigtaðar paprikur), en dýrust í Nóatúni á 644 krónur kíló- ið. Kartöflukílóið er ódýrast í Bónus þar sem 5 kg poki með burstuðum kartöflum fæst á 61,60 kílóið. Dýrast- ar eru kartöflurnar í Miklagarði þar sem þær eru seldar í lausu á 95 krón- ur kílóið. Meðalverð á kartöflum þessa vikuna er 81 króna fyrir kílóið. -GHK Sértilboð og afsláttur: Örbylgjupopp og sveppadósir Á tveimur stöðum þar sem DV kannaði sértilboð er svokallað ör- bylgjupopp á niðursettu verði. í Miklagarði við Sund er hægt að fá poppkorn fyrir örbylgjuofna frá Town House á 89 krónur og í Nóa- túni í Hamraborginni er Golden Valley örbylgjupopp á sértilboðs- verði á 196 krónur. í Miklagaröi er einnig boðið upp á hálfdós af heilum Unicamp sveppum á 118 krónur, en vilji menn frekar hafa þá sneidda þá er dósin á 106 krónur. Ef einhver hefur þörf fyrir sex manna matar- og kafíistell þá er hægt að fá slíkt í Miklagarði á 2.895 krónur. En hérna er á ferðinni ann- ars flokks vara. Fyrir utan poppið, býður Nóatún einnig upp á Sol Musli og Hawai Musli frá Ota á 279 krónur og 319 krónur. Þar fást líka tveir pakkar af Prince kexi á 159 krónur. í Hagkaupum er kínakál á tilboðs- verði, eða 129 krónur kílóið. Auk þess fást Gulla melónur á 129 krónur stykkið, og bláu vínberin eru á góðu veröi eða 319 krónur kílóið. Fjarðarkaup bjóða kextegundir sem bera vörumerkið McVites á lækkuðu verði, t.d. kostar pakki af Homewheat 129 krónur. Eins og í síö- ustu viku er Lipton te, Earl Grey, á 122 krónur. Einnig eru 900 g af Panda konfekti á 899 krónur, 425 g af Cheerios á 174 krónur og Buggles með ostabragði á 139 krónur. -GHK &£ Vínber

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.