Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Síða 28
52
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1990.
Menning
Ljóð Ara
Nýleg ljóöabók Ara Gísla Bragasonar heitir í
stjörnumyrkri. í henni eru reyndar ekki nema 14 ljóö
en hverju ljóöi fylgir mynd sem Haukur Halldórsson
myndlistarmaöur hefur gert. Þetta er hin snotrasta
bók, ágætlega uppsett og vel prentuð. Ari Gísli hefur
áður gefið út ljóöabók sem hann kallaði Orö þagnar-
innar og kom út 1988.
Meistari Hundur sat á stéttinni
grét.
Horfði á brottför húsbónda síns.
Meiraðsegja kettimir í hverfmu
bám virðingu fyrir
Meistara Hund eftir þetta.
Þannig er Brottförin upphaf nýju bókarinnar. Stíll
þessa ljóös er aö ýmsu leyti einkennandi fyrir mörg
ljóða hennar, einkum framan af. Hér er ekki margt
sagt og ekkert um of, Ijóðið í heild virkar líkt og auka-
setning viö aðalsetningu sem lesandinn hefur aöeins
hugboð um. Raunar finnst mér í þessu dæmi fulllítið
sagt til að ljóðið vakni að fullu til lífs í huga mínum.
Maður fær á tillfmninguna að hér sé á ferð meinlaus
viðbót við áður kunnar staðreyndir. Þó væri lítið rétt-
læti í að halda því fram aö þetta sé eitthvert einkenni
á bók Ara Gísla; vissulega er hann ekki margmáll í
ljóöum sínum en iðulega segir hann þó nóg til að
kveikja hugmynd, grun, forvitni, tilfinningu og mætti
tilfæra mörg dæmi þar um. Þar sem Ara Gísla tekst
best upp segir hann nákvæmlega nógu mikið - eða
lítið - til aö halda lesandanum í óvissu og jafnvel
spenningi:
Ég er fómarlamb stemmninganna
geng einn.
Ég reyni alltaf
að byrja upp á nýtt.
Snertu mig
meðan augnablikið lifir
núna - ekki núna - núna.
Hér mætti einnig nefna ljóðið Tímaflug: „Hljóðlega
sagði hún: Skapaðu - skapaðu núna. / Hann svaraði:
Komdu - komdu núna. / Fljót, sagöi hann - komdu. /
Sérðu ekki hvernig hann flýgur / tíminn."
Þegar verr lætur hins vegar virka ljóðin gjarna sem
ræsking fyrir langa ræðu sem aldrei kemur: „Eins
mörg sandkorn / og fmnast í eyðimörkinni / eru taug-
ar mínar til efans“ (Sandkom efans).
Eins þykir mér nokkuö vanta upp á að málnotkun
eða öllu heldur máltilfmning Ara Gísla sé með öllu
snurðulaus. Þó má vera að hér sé einungis á feröinni
mismunandi málsmekkur okkar Ara þvi ég er ekki
viss um að mér tækist að styðja fullgildum rökum þær
athugasemdir sem vildi gera - en þá er auðvitað gott
að grípa til dæma: „í endalausum biðsal myrkursins
/ má ekki vænta biöstöðu,11 segir í ljóðinu Óði til kvik-
mynda. Það truflar mig soldið að ekki skuh mega
vænta biðstöðu í biðsal - og sem mótsögn þykir mér
þetta ekki ganga upp. Eins er „biðsalur myrkursins“
að mínum dómi ofurskáldleg líking fyrir kvikmynda-
sal þar sem menn eru fyrst og fremst aö bíða kvik-
myndarinnar en ekki myrkursins þótt ljósin séu
slökkt; „áhrifagjöm hjörtu vonarinnar / slá takt / sem
ekki gefst tóm til að afturkalla" er framhald erindis-
Bókmenntir
Kjartan Arnason
ins. Eignarfallsliðir eins og sá í upphafi þessarar til-
vitnunar eru afar þungir; enda þótt slíkir liðir séu
allalgengir í ljóðum bæði fyrr og síðar þykja mér þeir
til lítillar prýði og gefa jafnvel til kynna að hugsun
skáldsins er komin í svo marga hringi að það er hætt
að botna í henni sjálft. (Þetta síðasnefnda vildi ég þó
ekki bera upp á Ara Gísla sem öllu jöfnu leitar eftir
einfaldleika í ljóðum sínum og tekst það iðulega vel).
Þá finnst mér einkennilegt að tala um að afturkalla
takt; síðustu línumar bæta að mínu mati ekki úr skák:
„Víðsýni áhorfenda gefur bráðinni / von á nýjan leik.“
Eins og sést fmn ég þe'ssu ljóði flest til foráttu en það
er þó ekki með illan ásetning í huga þvi heildarmynd
ljóðsins er í sjálfu sér nokkuð skýr. Ljóðið missir aftur
á móti áhrifamátt vegna þess að málnotkun og mynd-
mál megna ekki að gefa heildarmyndinni líf og særa
umk leið smekk vissra ónefndar gagnrýnenda út í bæ.
Góður fílingur
Eftir þessa ræðu er rétt að snúa sér að því sem vel
er gert og þar er reyndar af nógu að taka. Það er víöa
í þessari bók sem höfundur leyfir tilfinningum sínum
að njóta sín og það gerir ljóðin óneitanlega áhrifa-
meiri og jafnvel „sannari“. Eitt öndvegisdæmi um
þetta er ljóðiö Síðasta tárið:
Lagöist á grúfu
síðasta táriö á koddanum.
. Bara að þú kæmir
og kysstir enni mitt.
Leit til lofts
þráði loga.
Bara að þú kæmir
og bærir eld að kveiknum.
Lokaði augunum
sá stjörnur myrkursins.
Bara að þú kæmir
og kysstir augnlok mín.
Ljóðin Dýpra og dýpra og Þóreyjarnúp, sem er afar
fallegt náttúruljóð, mætti einnig nefna í þessari sömu
andrá.
Ari Gísli getur unað vel við þessa bók. Þótt ein-
hveijir gagnrýnendur úti í bæ séu að fetta fingur út
í hitt og þetta fer það ekki framhjá neinum að höfund-
urinn hefur vandað til þessarar bókar í hvívetna og
myndir Hauks Halldórssonar gefa ljóðunum oft
skemmtilega vídd. Ofurlítð meiri yfirlega og álit valin-
kunnra manna (ekki nauðsynlega annarra skálda
heldur allt eins kaldrifjaðra málfræðinga) myndu efa-
laust vega upp þann herslumun sem stundum vantar
upp á að ljóð Ara Gísla séu óaðfinnanleg.
Ari Gisli Bragason: í stjörnumyrkri.
Ljóö. Haukur Halldórsson lýsti.
AGB, 1989. KjÁrn
AncUát
Ingunn Runólfsdóttir frá Kornsá,
Sunnubraut 48, Keflavík, lést í Kefla-
víkurspítala 22. maí.
Ingibergur Kristinsson, Helhsgötu
36, Hafnarfirði, andaðist að kvöldi 21.
maí.
Jóhann Hjálmarsson, fyrrum bóndi
á Ljósalandi, Skagafirði, áður hús-
vörður í Menntaskólanum viö
Hamrahlíð, lést á hjartadeild Borgar-
spítalans 22. maí.
Jarðarfarir
Guðmundur Stefánsson andaðist
laugardaginn 12. maí sl. á Hrafnistu,
DAS. Útförin hefur farið fram.
Magnús E. Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
sveitarfélaga, verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju mánudaginn 28. maí
kl. 15.
Jóhann Angantýsson frá Brautar-
holti, Skarðshlíð 18 G, Akureyri,
verður jarðsunginn frá Glerárkirkju
í dag, 25. maí, kl. 14.30.
Sigrún Siguijónsdóttir hjúkrunar-
fræðingur, Melseh 4, lést 18. maí.
Útfórin fer fram frá Seljakirkju
föstudaginn 25. maí kl. 13.30.
Anton Þorvarðarson, Glæsistöðum,
Vestur-Landeyjum, verður jarösett-
ur frá Akurey f dag, 25. mai, kl. 14.
Ferð verður frá BSI kl. 11.30.
Útför Helgu Dagbjartar Þórarins-
dóttur, Hátúni 47, Reykjavík, fer
fram í dag, 25. maí, kl. 15 frá Nes-
kirkju. Dagbjört fæddist 25. maí 1914
í Þernuvík við ísafjarðardjúp. For-
eldrar hennar voru hjónin Sigrún
Sigurðardóttir og Þórarinn Guð-
mundsson útvegsbóndi. Hún átti 9
systkini og eru nú 4 þeirra á lífi.
Dagbjört giftist árið 1936 Andrew
Þorvaldssyni frá Kroppsstöðum í
Önundarfirði. Bjuggu þau á Flateyri
til ársins 1963 er þau fluttu til Reykja-
víkur. Þau eignuðust tvo syni og
tvær dætur. Annar sonanna dó í
frumbernsku en hinn fyrir rúmum
mánuði, 53 ára að aldri.
Tilkyimingar
Norræn textíllistasýning
í Svíþjóð
Þann 12. maí sl. var opnuð sýning í gall-
ery Textilgruppen, Horusgatan 6 í Stokk-
hólmi, til að kynna verk 8 norrænna text-
íllistakvenna. Tveimur íslenskum lista-
konum var boöið að sýna fyrir íslands-
hönd, þeim Aðalheiði Skarphéöinsdóttur
sem sýnir grafík og tauþrykksverk og ínu
Salóme sem sýnir textílþrykkverk.
Aglow-kristilegt
félag kvenna
verður með samkomu í kafíisal Bústaða-
kirkju mánudagskvöldið 28. maí kl. 20 til
22 og mun Mirian Óskarsdóttir úr Hjálp-
ræðishernum segja frá starfi sínu í Pan-
ama og vitna. Einnig mun Guðrún Lofts-
dóttir sýna „fíngrasöng". Allar konur eru
hvattar til að koma og taka með sér gesti.
ekki ökuskírtemið heldur!
Hvert sumar er (
margt fólk í sumarleyfi 1
tekið ölvað við stýrið.
yUMFERÐAR
RÁO
Kvikmyndir
DV
og hljóðblönduö af þeim Asgeiri Jónssyni
og Tómasi M. Tómassyni. Hljómplatan
hefur verið í vinnslu, með hléum, um
nærfellt tveggja ára skeið. Hljómsveitin
hyggst fylgja henni eftir með spila-
mennsku víöa um land í sumar. Platan
kemur út á vegum Skífunnar hf.
Regnboginn: Úrvalsdeildin
★ ‘/2
Hver kann reglurnar?
Úrvalsdeildin er um baseball, öðru nafni homabolta, en hér er hann
aðalstjarnan, óhkt öðrum myndum eins og „Field of Dreams", „Buh
Durham" og „The NaturaT.
Því miður er gert ráð fyrir að áhorfendur, eins og alhr sannir Banda-
ríkjamenn, kunni og hafi áhuga á hornabolta. Okkur Frónbúum er hann
flestum allsendis óskhjanlegur og gagnast því lítið að fylgiast með keppni
þegar við vitum varla hver er að vinna og hver aö tapa, því síður hvað
telst afrek og hvað ekki.
Þó nauösynleg þekking sé ekki fyrir héndi má -stundum hafa gaman
utan leikvallarins að hinum ýmsu furðufuglum, sem koma saman í hinum
miður frægu Cleveland Indíánum. Svikulir yfirmenn ætla liðinu meiri
ósigur en venjulega en Charlie Sheen, Tom Berenger og Corbin Bernsen
eru meðal liðsmannanna og þeir hafa annað í huga.
Annars er þetta dæmigerð amerísk lágmarksaíþreying með tilheyrandi
óþörfum yfirborðsfléttum í söguþræðinum. Meira að segja stjörnumar
voru óþarfar, því þeirra persónur eru aðeins líflausar skopmyndir.
Úrvalsdeildin er stórflóð á myllu andstæðinga hornaboltamynda hér-
lendis og verður að teljast fyrsta sanna vindhöggið í þeim vestræna flokki,
a.m.k. frá okkar bæjardyrum séð.
Major League. Bandarisk 1989, 107 mín.
Saga og leikstjórn: David S. Ward (Cannery Row)
Leikarar: Tom Berenger, Charlie Sheen, Corbin Bernsen (L.A. Law), Margaret
Whitton (The Secret of my Success), James Gammon, Rene Russo, Wesley Sni-
pes, Charles Cyphers, Bob Uecker (Bjarni Fel. hornaboltans).
' Gísli Einarsson
FjöLmiðlar
Suellen með hljómsveitarinnar Súellen og ber hún
nýja plötu nafnið „í örmum nætur". Hún inniheldur
Nú á dögunum kom út önnur hljómplata tíu frumsamin lög sem tekin voru upp
ATH.
Breyttur leiktími
Valur-KA
Föstud. kt. 18.
Á Hlíðarenda
Áfram stelpur
Eitt sinn haföi ég mikið dálæti á
hljómplötunni Áfram stelpur og
hlustaði á kvenréttindasöngvana af
miklum áhuga. Þó sú plata hafi elst
illa og mér þyki hún hundleiöinleg,
ems og margt kvennakjaftæðið, er
ekki þar meö sagt að ég standi ekki
áfram meö kvenþjóðinni. Skárra
væri það nú. En konur koma mjög
mismunandi út í ljósvökum. Sumar
eru hreint afbragð á meðan aörar
eru kynsystrum sínum hreinlega til
skammar.
Guðrún Gunnarsdóttir á rás tvö
hefur lengi verið minn uppáhaldsút-
varpsmaður. Hún hefúr mjög góða
rödd sem hentar útvarpi og er laus
við alla tilgerð. Það er einmitt til-
gerðin sem svo margar kvenraddir
falla á sem útvarpsmenn. Eva Ásr-
ún, einnig á rás tvö, þy kir mér líka
afar góður útvarpsmaður. Ég sakna
hennar mikið á morgnana en það
er einmitt sá tími sem ég hlusta
mest á útvarp. Rás tvö má vera
hreykin af þessum tveimur konum.
Valdís Gunnarsdóttir á Bylgjunni
er einnig meö mjög góða rödd sem
gaman er að hlusta á. Hins vegar
flaskar hún á talandanum. Hjá
Valdísi er allt „meiriháttar, æðis-
legt, gott mál, vont mál“ og svo
framvegis. Einniglæturhún skoð-
anir sínar of oft í ljós. Ég lít á dag-
skrárgerðarmann hjá útvarpi sömu
augum og blaðamann. Hann á ekki
að láta í Ijós skoðanir sxnar á þeim
málefnum sem íjallað er um (svona
dálkurerundantekning, enda
byggður á gagnrýni) og unglinga-
talsmáti á hvorki heima á prenti né
í útvarpi. Ef Valdís vandaði málfar
sitt væri hún mj ög góður útvarps-
maður.
Margrét Hrafhsdóttir á Aðalstöð-
inni er einnig ágætis útvarpsmaður
en hún verður að passa sig á mál-
fræðinni. Það er ömurlegt að hlusta
á útvarpsmann sem ekki einu sinni
getur beygt oröíð „dóttir“ rétt.
Þessar konur, sem ég nefni hér,
hafa allar mjög góðar raddir og gam-
an að hlusta á þær í útvarpinu meö
þeim undantekningum sem ég hef
nefht. Margar aðrar útvarpskonur
flaska á væmni í málrómi og
skemma þar fy rir sjálfum sér. En
sem sagt; Konur geta verið ágætis
útvarpsmenn og alls ekkert siöri en
karlmenn og því segi ég bara: Áfram
stelpur. -ELA