Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990.
Fréttir
Að loknum byggðakosningum:
Pólitískir bæjarstjórar
hrósuðu flestir sigri
- sameinuðu framboðin gerðu sig ekki
Andstæðingar Davíðs Oddssonar óska honum til hamingju með sigurinn í
Reykjavík. Davið er einn þeirra sem vann glæstan sigur í kosningunum.
Það voru fleiri, sem voru sterkir fyrir, sem urðu enn sterkari í kosningunum
á laugardaginn.
Þetta voru kosningar þar sem hinir
stóru og sterku sigruðu, þar sem leið-
togadýrkun og persónuágreiningur
var meira áberandi en málefni á
hverjum staö. Þetta voru kosningar
þar sem sameiginleg framboð áttu
erfitt uppdráttar, meö fáum undan-
tekningum þó. Þetta voru kosningar
þar sem kvennaframboðum gekk
illa. Þetta eru aðeins fáar af mörgum
fullyrðingum sem heyrst hafa eftir
bæjar- og sveitarstjórnarkosning-
arnar um síðustu helgi. Nokkur
sannleikur er í hverri þeirra.
Sjálfstæðisflokkur sterkari
í heildina má segja að Sjálfstæðis-
ílokkurinn hafi komist einna best frá
kosningunum. í kaupstöðum jók
flokkurinn fylgi sitt úr 42,4 prósent-
um að meðaltali í 48,3 prósent. Þar
sem Sjálfstæðisflokkurinn var sterk-
ur fyrir styrkti hann stöðu sína enn
frekar, ef frá er talið fall meirihluta
flokksins í Hveragerði. Þá vann
flokkurinn meirihluta í Vestmanna-
eyjum. Af 30 kaupstöðum er Sjálf-
stæðisflokkurinn með hreinan
meirihluta í 7 þeirra. Þá er flokkur-
inn með hreinan meirihluta í Bessa-
staðahreppi, 69,5 prósent fylgi, og
Gerðahreppi.
Pólitískir bæjarstjórar
En það eru fleiri stórir og sterkir
en Sjálfstæðisflokkurinn. Alþýðu-
flokkurinn vann meirihlutasigur í
Hafnarfirði og Alþýðubandalagið
hélt 44 ára meirihluta á Neskaup-
stað. Á báðum stöðum voru þessir
flokkar sterkir fyrir. Umræðan um
stóra og sterka flokka tengist einnig
umræðunni um áhrif þess að hafa
pólitíska bæjarstjóra.
Haft hefur verið eftir Davíð Odds-
syni að pólitískur bæjarstjóri hafi
nánast verið skammaryröi en nú
hafl viðhorfin breyst. Hefur það með-
al annars sýnt sig í útkomu pólitískra
bæjarstjóra í kosningunum. Davíð
vann stórsigur í Reykjavík. Guö-
mundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri
i Hafnarfirði, vann stærsta sigur Al-
þýðuflokksins í þessum kosningum.
Sturla Böðvarsson í Stykkishólmi er
bæjarstjóri í einu sterkasta vígi Sjálf-
stæðisflokksins.
Lýðræðissinnar, flokkur Kristjáns
Pálssonar, bæjarstóra í Ólafsvík,
naut mestrar fylgisaukningar flokka
í Ólafsvík. Fylgi lýðræðissinna jókst
um 63 prósent. Á ísafirði varð Sjálf-
stætt framboð Haraldar L. Haralds-
sonar bæjarstjóra næststærsti flokk-
urinn á eftir Sjálfstæðisflokki.
Ein undantekning er á glæsilegri
útkomu pólitískra bæjarstjóra.
Kratar í Keflavík misstu meirihluta.
Flokkurinn fékk um eitt hundraö
atkvæðum færra nú en 1986.
Einn viðmælenda DV hafði á orði
aö fólk virtist vilja stóran og sterkan
lista, og sterka bæjarstjóra. Heíðu
þeir því víöast styrkt stöðu sína.
Annar viðmælandi sagði þessa for-
ingjadýurkun óskiljanlega og í hróp-
legri mótsögn við valddreifingar-
hugmyndir fjölmargra hsta.
Sameiginleg framboð
Sameiginlegu framboðunum á höf-
uðborgarsvæðinu gekk illa. Nýr vett-
vangur fékk mun minna fylgi en von-
ir aðstandenda stóðu til. Sama má
segja um sameiginleg framboð á Sel-
tjarnarnesi, Garöabæ og Mosfellsbæ.
Fréttaljós
Haukur L. Hauksson
Sigurjón M. Egilsson
Sameiginlegt framboð í Hveragerði
vann meirihluta, en það framboð er
eldra en hin. Það var stofnað til þess
1986. Á Selfossi og Seyðisfirði tókst
sameiginlegum framboðum að halda
þeim fulltrúum sem flokkarnir höfðu
áður.
Guðmundur Ámi Stefánsson,
Steingrímur J. Sigfússon, Bjami P.
Magnússon og fleiri hafa sagt að allar
hugmyndir um sameiginleg framboð
heyri nú sögunni til. Tilraunimar
hafi einfaldlega mistekist. Það má
einnig segja að kjósendur hafi slökkt
á rauða ljósinu.
- Það vom formenn A-flokkanna
sem voru hvað mest áfram um sam-
eiginlegu framboðin. Þeir eiga báðir
eftir að gera þau mál upp innan sinna
flokka. Það er vitað að innan beggja
flokanna eru menn sem kunna þeim
htlar þakkir fyrir. Deilur innan Al-
þýðubandalagsins eru þegar orðnar
háværar.
Slæm útkoma Kvennalista
Kvennahstinn kom ekki vel út úr
kosningunum og má muna fífil sinn
fegurri. Kvennalistinn bauð fram í
íjórum kaupstöðum: Reýkjavík
Kópavogi, Akureyri og ísafirði. Kom
Kvennahstinn aðeins einum fuhtrúa
að, Ehnu G. Ólafsdóttur í Reykjavík.
Fylgi listans var þó hlutfallslega
mest á ísafirði eða 6,13 prósent. í
Reykjavík var fylgið 6,0 prósent.
Hafði þaö þá fallið úr 10,9 prósent
fylgi 1982 þegar hstinn fékk tvo full-
trúa kjörna. Á Akureyri var fylgið
5,35 prósent. Þar bauð Kvennahsti
síðast fram 1982 og fékk þá tvo fuh-
trúa kjörna. í Kópavogi bauð
Kvennalistinn fram í fyrsta skipti og
fékk 5,35 prósent fylgi. Reyndar fékk
Kvennalistinn kjörinn fulltrúa í bæj-
arstjóm á Selfossi en Sigríöur Jens-
dóttir er oddviti sameiginlegs fram-
boðs A-, G- og V-lista þar.
Menn spyrja sig þeirrar spuming-
ar nú hvort fylgi Kvennahstans sé
almennt hrunið og verði ekki meira.
Er taliö aö orsök slæms gengis hstans
sé meðal annars að finna í þeirri
staðreynd að nýjabrumið sé farið af
sérstöku framboði kvenna og að aðr-
ir flokkar hafi smám saman gert
mörg helstu baráttumál Kvennalist-
ans að sínum. Guðrún Agnarsdóttir,
þingmaður Kvennahstans, telur síð-
arnefnda atriðið einmitt hafa haft
áhrif á gengi sérstakra kvennafram-
boða nú. Því má viö bæta að á sama
tíma og foringjadýrkun virðist vera
áberandi er kvennalistinn á önd-
verðum meiði og teflir engum einum
fulltrúa sínum sérstaklega fram sem
foringja.
Kosið þverpólitískt
Eftir að hafa rætt við fjölda manna
um aht land, bæði frambjóöendur og
aðra, kemur í ljós að varasamt er að
reikna úrslit byggðakosninga yfir á
fylgi flokka í þjóðmálum. Það er víða
sem kjósendur í byggðakosningum
eru að kjósa menn en ekki flokka.
Harðir stuðningsmenn ákveðinna
flokka kjósa þverpóhtiskt ef þeim hk-
ar betur við frambjóðendur á öðrum
listum. Góð útkoma pólitísku bæjar-
stjóranna styður þessar fuhyrðingar.
-hlh/sme
í dag mælir Dagfari________________
Frantsókn í oddaaðstöðu
Þegar menn eru að útnefna Dav-
íð Oddsson og Guömund Árna Stef-
ánsson sem sigurvegara kosning-
anna um helgina, gleymist sá sig-
urvegari sem nú hefur öll tromp á
sinni hendi. Það er framsóknar-
maður í Kópavogi. Hann heitir Sig-
uröur Geirdal. Sá góði maður gerði
sér nefnhega lítið fyrir og kom sér
í slíka oddaaðstöðu í Kópvogi, aö
allt bendir til að hann hafi örlög
og framtíð kaupstaðarins í hendi
sér.
Meöan gamli meirihlutinn í
Kópavogi barðist heiftarlega fyrir
lífi sínu gegn sókn sjálfstæðis-
manna, sem stefndu á hreinan
meirihluta, beið frambjóðandi
Framsóknarflokksins átekta. Hafði
hægt um sig og gætti þess vel að
bæta hvorki viö sig né heldur tapa
neinu af sínu fylgi. Það markmið
er tiltöluega auðvelt fyrir fram-
sóknarmann í Kópavogi eins og
annars staðar þar sem kosið er í
landinu, því kjósendur Framsókn-
arflokksins er eina náttúrulögmál-
ið í íslenskum stjórnmálum, sem
aldrei bregst og alltaf er á sínum
stað, hvað sem á gengur. Enda
hlaut Framsóknarflokkurinn
nokkum veginn nákvæmlega sama
fylgi og síöast ef frá em tahn þau
framsóknaratkvæði sem hafa fahiö
frá á kjörtímabilinu og að viðbætt-
um þeim aíkomendum framsókn-
armanna, sem nú eru á kjörskrá.
Framsóknarfulltrúinn gat gengið
aö sínu fylgi vísu og þurfti ekki
einu sinni að auglýsa eftir hundrað
og tuttugu framsóknaratkvæðum
eins og kollegi hans í Reykjavík.
Kópavogsbúinn vissi að þau voru
öll á lífi og myndu skila sér á kjör-
stað.
Og þegar upp var staðiö og at-
kvæðin talin upp úr kjörkössunum
var framsóknarmaöurinn inni en
hinar fylkingamar tvær með sína
fimm fulltrúana hvor. Þaö var þá
sem sigurinn kom í ljós. Þaö er
nefnilega ekki alltaf nauðsynlegt
að fá sem flesta bæjarfulltrúa til
að sigra í kosningum. Aöalatriðið
er að vera á réttum stað á réttum
tíma og stóla á sitt eigið fasta fylgi.
Enda vom kosningamar ekki yfir-
staðnar fyrr en kratar og kommar
annars vegar og íhaldið hinsvegar
fóru á fjörumar við framsóknar-
manninn og buðu honum gull og
græna skóga.
Sigurður Geirdal stendur með
pálmann í höndunum. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur boðið honum að
velja bæjarstjórann og fá jafn
marga menn í allar nefndir og
Sjálfstæðisflokkurinn og skiptir þá
engu máli, þótt íhaldiö hafi fengið
fimm menn kjöma en Framsókn
bara einn. Það myndar enginn
meirirhluta í Kópavogi, nema með
Framsókn. Þessum eina og sanna
framsóknarmanni, sem haföi vit á
því að sækjast ekki eftir öðrum at-
kvæðum en sínum eigin. í Kópa-
vogi sannast kenningin úr testa-
mentinu: Þeir síðustu verðafyrstir.
Framsóknarflokkurinn hefur
þann eiginleika að geta samið bæði
til vinstri og hægri. Hann semur
við þann sem býður best. Og nú
bíður Sigurður Geirdal eftir tilboð-
unum og yfirboðunum og heim-
sækir Steingrím flokksformann til
að ráðgast við hann um hvor sé
betri, brúnn eða rauður. Stein-
grímur er líka vanur svona hrossa-
kaupum og hefur oft áður verið í
hlutverki gleðikonunnar, sem sel-
ur sig hæstbjóðanda. Hann mun
gefa sínum manni góð ráð.
Þessar aðstæður í Kópavogi vekja
náttúrlega upp þá spurningu, til
hvers flokkar séu að sækjast eftir
íjórum eða fimm fulltrúum og
hvaða tilgangi þaö þjónar að fá
heiljarmikið af atkvæðum, þegar
niöurstaðan verður sú, að sá sem
minnst fær og stendur einn eftir,
kemur til með að ráða ferðinni,
ráða bæjarstjóranum og fá jafn
marga flokksmenn í nefndir og
stóri flokkurinn? Sigurður Geirdal
er kannski síðasti geirfuglinn en
geirfuglar eru ekki útdauðir, þegar
þeir standa uppi sem sigurvegarar
í kosningum, með því að bæta engu
við sig og eiga enga aö nema sjálfan
sig og æviráðiö framsóknarfylgi.
Guðmundur Ámi og Davíð Odds-
son verða að hafa fyrir því að ná
hreinum meirihluta fil að fá að
stjórna. Sigurður Geirdal þarf ekki
á öðrum bæjarfulltrúum að halda
til að komast til valda. Hann snýr
ósigri í sigur, tapi í vinning og held-
ur á öllum trompspilunum á hend-
inni. Kópavogur er hans, strax og
Steingrímur er búinn að ráðleggja
honum hvað hann eigi að gera.
Dagfari