Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 1990.
5
Fréttir
Jón Geir Sigurbjörnsson (ékk ekki að kjósa í Kópavogi vegna mistaka í
kerfinu. Hér heldur hann á tiikynningu um aðsetursskipti en lögheimilinu
hafði hann haldið i Kópavogi. DV-mynd BGS
Verslunarmannahelgin:
Tvær útihátíðir
fyrir norðan
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn:
Allt bendir til þess að tvær útihátíðir
verði á Norðurlandi um verslunar-
mannahelgina, önnur í Húnaveri en
hin á Melgerðismelum í Eyjafirði.
Samkvæmt heimildum DV eru það
Stuðmenn sem standa að hátíðinni í
Húnaveri, en þar var ein stærsta úti-
hátíðin haldin um verslunarmanna-
helgina á síðasta ári. Heyrst hefur
að þar komi m.a. fram auk þeirra
hljómsveitin Síðan skein sól.
Að hátíðinni á Melgerðismelum
standa þeir aðilar sem reka skemmti-
staðinn Bleika fílinn á Akureyri.
Heyrst hefur að aðalhljómsveitir þar
verði Sáhn hans Jóns míns og
Todmobil. Umsókmr um báðar þess-
ar hátíðir eru hjá sýslumönnum á
Blönduósi og á Akureyri.
Kerfið brást í Kópavogi:
Fékk ekki að kjósa
- skitt segir fógeti og vill breyta reglum
Jón Geir Sigurbjörnsson fór eins
og þorri landsmanna á kjörstað á
laugardag og ætlaði að fara að kjósa
þar í fyrsta sinn. Þar var honum hins
vegar sagt að hann gæti ekki kosið
þar sem hann væri ekki á kjörskrá.
Hann hafði skipt um aðsetur en hald-
ið lögheimili sínu í Kópavogi. Vegna
mistaka var hann tekinn út af kjör-
skrá eins og hann hefði skipt um lög-
heimili. Allir pappírar sýna hins veg-
ar að svo var ekki. Þrátt fyrir það
var ekki hægt að fá hann dæmdan
inn á kjörskrá þar sem borgardómari
haföi gefið út tilkynningu til stjóm-
málaflokkanna um að engar kærur
yrðu teknar til greina eftir kl. 3 á
fóstudag.
Það er hins vegar ekkert sem mæl-
ir gegn þvi að dæma menn inn á kjör-
skrá og eru fordæmi fyrir því. í
Reykjavík var starfandi dómari á
kjördag og þar var einn maður
dæmdur inn á kjörskrá.
Á bæjarskrifstofu Kópavogs vildu
menn allt fyrir Jón gera þar sem
sýnt þótti að mistök hefðu orðið í
kerfinu sem þeir ættu sök á. Kallaður
var út dómari en að höföu samráði
viö bæjarfógetann var ákveðið að
ekkert yrði gert í málinu.
„Sá maður sem vill gæta réttar síns
verður að gera það sjálfur. Það er
hin almenna regla í lífinu. Kjörskrár
höföu legið frammi og hann hefði því
getað veriö búinn aö athuga þetta
mál fyrr. Svona slys geta alltaf kom-
ið fyrir og það er auðvitað helvíti
skítt að fá ekki að kjósa. Ég tek und-
ir það að það þyrfti að setja reglur
til þess að fólk geti fengið sig dæmda
inn á kjörskrá á kjördag," sagði Ás-
geir Pétursson bæjarfógeti.
-pj
Skagafjörður:
Sáralélegt í grásleppunni
- og rauðmagi sést varla
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauöárkxóki:
„Ég held að það sé ákaflega lítil von
til þess að verði einhver grásleppu-
veiði í vor. Þetta er búið að vera al-
veg eindæma lélegt, seint kom hún í
fyrra og hún virðist bara hreinlega
ekki ætla að sýna sig nú. Ætli sé
komið nema um helmingur af veið-
inni á sama tíma í fyrra, svona um
30 tunnur hjá öllu úthaldinu hér á
Skaganum," sagði Búi Vilhjálmsson,
bóndi á Hvalnesi.
Grásleppubændur á Skaganum
byrjuðu flestir að leggja i aprílbyrjun
og ekki bætti úr skák óstöðugt tíöar-
far í mánuðinum. Ekki er nema stutt
síðan að þeir fáu sem gera út á grá-
sleppuna á Króknum lögðu. Einar
Jóa, eini grásleppubóndinn á Hofs-
ósi, er kominn með fimm tunnur.
„Þetta er sáralélegt og veistu það að
ég sé varla rauðmaga. Það er varla
að maður fái í soðið,“ sagði Einar.
Fljótamenn eru heldur ekki
ánægðir með vertíðina en samt er
útkoman líklega einna best hjá þeim
á svæðinu. Tvö úthöld eru þar við
veiöar og hefur hvort um sig fengið
milli 20 og 30 tunnur.
Menn eru sammála um að áhyggj-
ur af sölumálum séu óþarfar, en ein-
mitt þegar tók að rofa til í þeim mál-
um veiddist ekki neitt.
Bæjarstjóri Njarövíkur um staðsetningu álvers:
Nálgumst kostnað Eyfirðinga
„Við höfum verið að láta útfæra
betur aðstöðuna á Keilisnesi og hefur
verið unnið við að staðsetja ná-
kvæmlega höfnina og lóðina. Við telj-
um okkur vera að nálgast þann
kostnað sem Eyfirðingar geta boðið
upp á,“ sagöi Oddur Einarsson, bæj-
arstjóri Njarðvíkur, en sveitarstjórn-
armenn á Suðurnesjum vinna enn
hörðum höndum við að fá nýtt álver
til sín.
í gær áttu nokkrir þeirra fund með
fulltrúa Granges Aluminium, Trepp
að nafni. Hann er hér á landi á vegum
Atlantal-hópsins og á að vinna við
að safna saman gögnum varðandi
staösetningu álversins.
Suðurnesjamenn eru harðir á því
aö Keilisnesið sé heppilegast fyrir
staðsetningu álvers og sagði Oddur
að nú lægju fyrir nánast öll gögn sem
þyrfti að hafa við hendina varðandi
Keilisnesið. Þeirra vegna væri ekkert
í veginum að taka ákvörðun um stað-
setningu fljótlega.
-SMJ
f
\J"eíum nú boðið
hinn frábæra geisla-
spilara, CDX-105, frá
japönsku hljómtækjasér-
fræðingunum, Sansui, á
sérstöku sumartilboðsverði.
CDX-105 er geisilega
fullkominn og hljómfagur
spilari, er uppfyllir óskir
hins kröfuharða hiustanda.
Gældu við eyrun, veldu
hljómtæki frá Sansui.
Sansui fjárfesting til
framtíðar.
w
SKIPHOLT 7 — SÍMI62 25 55
AUGlÝSNGAS70f/WJURn