Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990.
Viðskipti
Vextir hækka á Veröbréfaþingi:
Gengi húsbréfa fellur
Þeir sem fá húsbréf sem greiöslu
út úr fasteignaviðskiptum fá nú
minna fyrir þau en þegar þau komu
fyrst á markaðinn í nóvember. Þetta
stafar af því að gengi húsbréfa á
Verðbréfaþingi íslands hefur fallið
lítillega að undanfórnu. Kaupendur
húsbréfa á Verðbréfaþingi, mest
Landsbankinn, gera nú hærri ávöxt-
unarkröfu en áður sem þýðir meiri
afíoll fyrir eigendur húsbréfa. Ávöxt-
unarkrafan er núna 6,85 prósent en
var 6,55 prósent fyrst eftir að hús-
bréfakerfið var tekið upp. Þessar
breytingar hefur mátt sjá í dálknum
hér til hliðar um ávöxtunarkröfu
kaupenda bréfa á Veröbréfaþingi ís-
lands.
Hærri ávöxtunarkrafa kaupenda
húsbréfa kemur í kjölfarið á hærri
ávöxtunarkröfu Seðlabankans í
kaupum á spariskírteinum ríkissjóðs
á Verðbréfaþingi íslands. Það þýðir
með öðrum orðum, að vextir eru að
hækka á Verðbréfaþingi. Það er vís-
bending um hækkandi raunvexti á
peningamarkaðnum almennt en
undanfarin misseri hafa raunvextir
farið lækkandi bæði vegna minnk-
andi eftirspurnar eftir lánsfé í þeirri
kreppu sem efnahagslífiö hefur verið
í undanfarin tvö ár og eins vegna
vaxtalækkunarstefnu ríkisstjórnar-
innar.
Landsbanki íslands er viðskipta-
vaki húsbréfa á Verðbréfaþinginu,
samkvæmt sérstökum samningi þar
um við Húsnæðisstofnun. Viðskipta-
vaki er sá nefndur sem skuldbindur
sig til að halda markaðnum uppi,
kaupa og selja bréf, að ósk markaðar-
ins.
Fyrst þegar húsbréfm komu fram
gerði Landsbankinn 6,55 prósent
ávöxtunarkröfu við kaup á húsbréf-
um af þeim sem fengu húsbréf út úr
fasteignaviðskiptum. Síöan hækkaði
bankinn ávöxtunarkröfuna upp í 6,75
prósent og nú er hún komin í 6,85
prósent. Afföllin hafa aukist. Þau
húsbréf sem Landsbankinn hefur
keypt hefur hann selt aftur á mark-
aönum, mest til lífeyrissjóða. Nú sel-
ur bankinn þessi húsbréf gegn 6,65
prósent ávöxtun, sem er hærra en
áður.
Sigurbjörn Gunnarsson, hjá verð-
bréfafyrirtæki Landsbankans,
Landsbréfum hf„ segir að þeir hafi
hækkaö ávöxtunarkröfuna við kaup
á húsbréfum í samræmi við hækkun
Seðlabankans á ávöxtunarkröfu
sinni við kaup á spariskírteinum rík-
issjóðs. Hann segir jafnframt að ráð
sé fyrir því gert í samningi Lands-
bankans og Húsnæðisstofnunar að
bankinn geti hækkað ávöxtunarkröf-
una með auknum kaupum hans á
bréfunum.
Sigurbjörn segir að bankinn hafl
nú keypt húsbréf fyrir hátt í 400
milljónir króna frá því að þessi bréf
komu á markaðinn og selt þau að
mestu aftur.
Húsbréf eru ríkistryggð.
-JGH
Verðbréfaþing
íslands
- kauptilboð vikunnar
FSS = Fjárfestingarsjóður Sláturfélags
Suðurlands, GL = Glitnir, IB = Iðnaðar-
bankinn, Lind = Fjármögnunarfyrirtækið
Lind, SÍS = Samband íslenskra sam-
vinn ufélaga, SP = Spariskírteini ríkissjóðs
Hæsta kaupverð
Einkenni Kr. Vextir
240,06 9,5
BBIBA85/3 5
BBIBA86/1 5 206,25 7,6
BBLBI86/01 4 178,20 9,3
BBLBI87/01 4 174,25 8,3
BBLBI87/034 163,70 8,4
BBLBI87/054 157,45 7,8
HÚSBR89/1 99,71 6,8
SKFSS85/1 5 212,71 13,0
SKGLI86/25 177,86 8,4
SKGLI86/26 165,45 7,8
SKLYS87/01 3 169,74 8,0
SKSIS85/2B 5 246,38 12,0
SKSIS87/01 5 229,75 12,0
SPRÍK75/1 18015,92 6,8
SPRÍK75/2 13504,42 6,8
SPRÍK76/1 12639,80" 6,8
SPRIK76/2 9813,63 6,8
SPRÍ K77/1 8903,29 6,8
SPRÍK77/2 7586,92 6,8
SPRÍK78/1 6036,66 6,8
SPRÍK78/2 4846,75 6,8
SPRÍK79/1 4048 80 6,8
SPRÍK79/2 3152,42 6.8
SPRÍK80/1 2555,97 6,8
SPRÍK80/2 2030,73 6,8
SPRÍK81/1 1667,02 6,8
SPRÍK81/2 1259,39 6,8
SPRÍK82/1 1160,95 6,8
SPRÍK82/2 880,12 6,8
SPRIK83/1 674,53 6,8
SPRÍK83/2 454,67 6,8
SPRl K84/1 462,99 6,8
SPRÍK84/2 500,78 7,6
SPRÍK84/3 489,73 7,5
SPRÍK85/1A 411,80 7,0
SPRÍK85/1 B 278,44 6,3
SPRÍK85/2A 319,61 7,0
SPR1K85/2SDR 278,03 9.9
SPRÍK86/1A3 283,85 7,0
SPRÍK86/1A4 321,74 7,8
SPRIK86/1A6 341,60 7,8
SPRÍK86/2A4 267,94 7,3
SPRÍK86/2A6 281,98 7,4
SPRIK87/1A2 227,97 6,5
SPRIK87/2A6 206,00 6,8
SPRÍK88/1D3 184,78 6,8
SPRIK88/2D3 151,35 6,8
SPRÍK88/2D5 151,20 6,8
SPRÍK88/2D8 148,52 6,8
SPRIK88/3D3 143,37 6,8
SPRÍK88/3D5 144,72 6,8
SPRIK88/3D8 143,48 6,8
SPRÍK89/1A 116,47 6,8
SPRÍK89/1 D5 139,64 6,8
SPRÍK89/1D8 138,32 6,8
SPRÍK89/2A10 95,32 6,8
SPRIK89/2D5 115,66 6,8
SPRÍK89/2D8 113,08 6,8
SPRÍK90/1 D5 102,52 6,8
Taflan sýnir verð pr. 100 kr. nafnverðs
og hagstæðustu raunávöxtun kaupenda
í % á ári miðað við viðskipti 28.05/90
og dagafjölda til áætlaðrar innlausnar.
Ekki er tekið tillit til þóknunar. Forsendur
umverðlagsbreytingar:
Viðskipti á Verðbréfaþingi fara fram hjá
eftirtöldum þingaðilum: Fjárfestingarfé-
lagi Islandshf., Kaupþingi hf„ Lands-
banka Islands, Samvinnubanka Islands
hf„ Sparisjóði Hafnarfjarðar, Sparisjóði
Reykjavíkurog nágrennis, Útvegsbanka
Islands hf„ Verðbréfamarkaði Iðnaðar-
bankans hf. og Verslunarbanka Isl. hf.
íslendingar setja
740 milljónir í
Evrópubanka
Jón Sigurðsson skrifaði undir stofn-
skrá Evrópubankans fyrir hönd is-
lands.
Hlutur Islands í nýstofnuðum Evr-
ópubanka, sem hefur aðsetur í
London, verður 740 milljónir króna.
Stofnfé bankans er þúsundfalt meira
eða 740 milljarðar króna.
Ekki er víst að íslendingar þurfi
aö greiða allan þennan hlut sinn þvi
stofnendur bankans greiða 30 pró-
sent af hlut sínum á næstu fimm
árum og skuldbinda sig til að greiða
afganginn ef bankinn þarf á auknu
fé að halda. Greiðslur islands á
næstu fimm árum nema því um 44
íslenska stórfyrirtækið sem auglýsti 1 Herald Tribune:
Viðræður standa yfir
við útlent fyrirtæki
„Það standa yfir viðræður við einn
erlendan aðila. Þegar hafa nokkrir
fundir verið haldnir," segir Ólafur
Garðarsson lögfræðingur um árang-
ur auglýsingar frá íslensku stórfyrir-
tæki sem hann lét birta í hinu víð-
lesna blaði, Herald Tribune fyrir
nokkrum mánuðum. íslenska fyrir-
tækið auglýsti eftir hluthöfum og
áttu þeir sem vildu fá frekari upplýs-
ingar að snúa sér til Ólafs.
Um það hvort ekki sé enn hægt að
fá upplýsingar um hvaða fyrirtæki
hér ræðir, segir Ólafur að ákveðið
hafi verið að greina ekki frá því. Með
auglýsingunni sé verið að gera nýja
hluti og fara nýjar leiðir og því miður
vilji brenna við undir slíkum kring-
umstæðum að umræðan hérlendis
verði neikvæð.
Umrædd auglýsing birtist í Herald
Tribune 2. febrúar síðastliðinn. í
auglýsingunni segir að fyrirtækið sé
stöndugt og rótgróið íslenskt inn-
flutningsfyrirtæki með góða stöðu á
markaönum og til boða standi helm-
ingur hlutafjárins eftir hlutafjár-
aukninguna.
Ennfremur sagði í auglýsingunni
aö eigið fé fyrirtækisins væri metið
á 12 milljónir dollara en það geri um
730 milljónir króna. Þá sagði að velta
fyrirtækisins á síðasta ári hafi verið
á bilinu 12 til 14 milljónir dollara en
það er um 730 til 850 milljónir króna.
Jafnframt stóð að fyrirtækið hefði
mjög góð sambönd og áhrif í íslensku
viðskiptalífi og njóti trausts á al-
þjóðlegum vettvangi. -JGH
Framkvæmdasjóður:
Enn óráðið í stöðu aðstoðarforstjóra
Enn hefur stjórn Framkvæmda-
sjóðs íslands ekki ráðið í stöðu að-
stoðarframkvæmdastjóra sjóðsins.
Staðan var auglýst 25. febrúar síðast-
liðinn og var umsóknarfrestur til 16.
mars. Sautján sóttu um.
Stjóm Framkvæmdasjóðs skipa
þeir Þórður Friðjónsson, formaður,
Tómas Ámason, bankastjóri Seöla-
bankans og Össur Skarphéðinsson,
sérfræðingur í fiskeldi.
DV hefur áður greint frá því að
Jóhann Antonsson, viðskiptafræð-
ingur og starfsmaður hjá Átvinnu-
tryggingasjóði, væri á meðal um-
sækjenda og þætti líklegastur til að
fá starfið.
-JGH
Framkvæmdasjóðurj
íslands
auglýsir til umsóknar stöðu aðstoðarfram-
kvæmdastjóra.
Umsóknir sendist Framkvæmdasjóði
íslands, Rauðarárstíg 25, fyrir 16. mars nk.
Þessi auglýsing birtist 25. febrúar siðastliðinn. Enn er ekki búið að ráða
stöðuna.
'diyxi(V->x/
l .fCt/ytx ów íOMÍtii,
Gengi húsbréfa hefur fallið á Verð-
bréfaþingi íslands. Sömu sögu er
að segja um gengi spariskirteina
ríkissjóðs.
Peningamarkaður
milljónum króna á ári.
Bankinn var stofnaður í fyrradag
af 42 ríkjum og stofnunum. Hlutverk
bankans er aö greiða fyrir þeim
miklu breytingum sem em að verða
í ríkjum Miö- og Austur-Evrópu og
felast í brotthvarfi frá kommúnisma
og miðstýrðum áætlunarbúskap til
markaðsbúskapar.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
undirritaði stofnskrána fyrir hönd
íslands.
-JGH
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 3,0 Allir
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp
6mán.uppsögn 4-5 ib.Sb
12mán.uppsögn m 4-5,5 lb
18mán.uppsögn 11 Ib
Tékkareikningar.alm. 0,5-1 Allir nema Ib
Sértékkareikningar 3.0 Allir
Innlan verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb
Innlánmeð sérkjörum 2,5-3,25 lb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 7-7,25 Lb.Sb
Sterlingspund 13.6-14,25 Sb
Vestur-þýskmörk 6,75-7,5 Lb
Danskarkrónur 9,25-10,75 Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupqenqi
Almenn skuldabréf 14,0 Allir
Vióskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17.5 Bb
Utlan verðtryggö
. Skuldabréf 7.5-8,25 Lb.Bb
Útlántilframleiðslu
Isl. krónur 13,75-14,25 Bb
SDR 10,75-11 Bb
Bandaríkjadalir 10,10-10,25 Bb
Sterlingspund 16,8-17 Sp
Vestur-þýskmörk 9.9-10.5 Bb
Húsnæðislán 4.0
Lifeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. mai 90 14,0
Verðtr. maí 90 7.9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala júní 2887 stig
Lánskjaravisitala mai 2873 stig
Byggingavisitala mai 541 stig
Byggingavísitala mai 169,3 stig
Húsaleiguvísitala 1,8% hækkað 1. apríl.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,890
Einingabréf 2 2,670
Einingabréf 3 3,223
Skammtimabréf 1,657
Lifeyrisbréf 2,459
Gengisbréf 2,133
Kjarabréf 4,849
Markbréf 2,577
Tekjubréf 1.982
Skyndibréf 1,451
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,355
Sjóðsbréf 2 1,767
Sjóðsbréf 3 1,644
Sjóðsbréf 4 1,395
Vaxtasjóðsbréf 1,6615
Valsjóðsbréf 1,5630
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 650 kr.
Eimskip 420 kr.
Flugleiðir 168 kr.
Hampiðjan 159 kr.
Hlutabréfasjóður 180 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 159 kr.
Skagstrendingur hf. 367 kr.
Islandsbanki hf. 155 kr.
Eignfél. Verslunarb. 126 kr.
Oliufélagið hf. 449 kr.
Grandi hf. 166 kr.
Tollvörugeymslan hf. 105 kr.
Skeljungur hf. 441 kr.
(1) Við kaup á viöskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðiia, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.