Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990.
Úttönd _________
De Klerk frestar
Bandaríkjaför
Forseti S-Afríku, F.W. de Klerk,
hefur frestaö um óákveöinn tíma
fyrirhugaöri ferð sinni til Banda-
ríkjarma í næsta mánuöi til að forð-
ast mótmæli andstæðinga kyn-
þáttaaðskilnaðarstefnunnar þar og
snúa sér að vandamálunum heima
fyrir.
Að sögn Pik Botha utanrikisráð-
herra vill forsetinn ekki eyðileggja
áhrifin af feröinni um Evrópu sem
lauk í síðustu viku, Þykir de Klerk
hún hafa verið árangursrík.
Það er haft eftir heimildarmanni
innan s-afrísku stjórnarinnar að
blökkumannaleiðtogar í Banda-
ríkjunum, þar á meðal Jesse Jack-
son, hafi verið mótfallnir því að
Bush forseti hitti de Klerk að máli
áður en hann tæki á móti blökku-
mannaleiötoganum Nelson Mand-
ela þann 25. júní næstkomandi.
Mandela, sem nú liggur á sjúkra-
húsi til að jafna sig eftir lítils háttar
aðgerð, hefur heitiö því að fara í
fótspor de Klerks um Evrópu í júni
og gera að engu það sem honum
De Klerk, forseti S-Afriku.
Símamynd Reuter
varð ágengt. De Klerk vill að vest-
rænar þjóöir aflétti efnahagsþving-
unum gegn S-Afriku vegna umbóta
þeirra sem þegar hafa verið geröar
en Mandela vill að þær verði hert-
ar. Reuter
Tilkynning til launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiöenda skal vakin á því að
gjalddagi launaskatts fyrir maí er 1. júní nk.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn-
heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og
afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið
ÍÞRÓTTAFÉLA6
FATLAÐRA
REYKJAVÍK
HÁTÚNI 14, 105 RVK.
PÓSTHÓLF 5214 125 RVK.
SÍMI 91-688226
OG 91-688002
PÓSTGÍRÓ 32000-5
GETRAUNANÚMER
121
Aðalfundur
verður haldinn þriðjudaginn 12. júní í nýja íþrótta-
húsinu, Hátúni 14, kl. 20.00.
Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar og
afhending verðlaunabikara.
Copía - Útboð
Tilboð óskast í MRI tæki til segulómunar fyrir Landspítalann í
Reykjavík. Útboðsgögn ásamt tæknilegri lýsingu og fyrirvörum
eru afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík.
Tilboð, merkt: ,,Útboð 3596/90", berist skrifstofu vorri fyrir þriðju-
daginn 11. september nk. kl. 11.00 f.h„ þar sem þau verða opnuð
í viðurvist viðstaddra bjóðenda.
ll\ll\IKAUPASTOFI\IUI\l RIKISINS
BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
Mubarak, forseti Egyptalands, og Hussein, forseti íraks, deildu hart á leiðtogafundi araba í Bagdad í gær.
Símamyndir Reuter
Rif ist á leið-
togafundi
Leiðtogar Egyptalands og íraks
deildu um hlutverk Bandaríkjanna í
Miðausturlöndum í lok fundar síns
i Bagdad í gær. Afi sögn fúndargesta
var Hosni Mubarak, forseti Egypta-
lands, sem fær rúmlega 2 milljarða
dollara aðstoð á ári frá Bandaríkjun-
um, mótfallinn því að fordæma heild-
- arstefnu Bandaríkjanna í málefnum
Miðausturlanda. En Saddam Hus-
sein, forseta íraks, sem sætt hefur
harðri gagnrýni Vesturlanda fyrir
að afla sér hátæknivopna, var um-
hugað um að sýna heiminum að allir
arabar stæðu að baki honum.
íraska fréttastofan sagði að utan-
ríkisráðherrar arabaríkjanna, sem
semja drög að lokaályktun, myndu
hittast aftur í dag. í lokaályktuninni
eru Bandaríkin gagnrýnd fyrir að
þrýsta ekki á ísrael að gera tilslakan-
ir í samræmi við yfirlýsingu Frels-
issamtaka Palestínu frá 1988 þegar
þau viöurkenndu tilverurétt ísraels.
Einnig er hvatt til „viðeigandi aö-
gerða“ gegn ríkjum, stofnunum og
fyrirtækjum sem aðstoða sovéska
gyðinga við að setjast að í ísrael og
á herteknu svæðunum.
Bæði ísrael og Bandaríkin hafa
fylgst náið með framvindu mála á
leiðtogafundinum. ísraelskir emb-
ættismenn segjast hafa áhyggjur af
„tali um stríð“ meðal araba og von-
ast til að Egyptaland, eina arabaríkið
sem friðmælst hefur við ísrael, hafi
jákvæð áhrif á fundinum í Bagdad.
Viðbrögð bandarískra embættis-
manna voru á þann veg að leiðtogar
araba ættu að forðast gagnrýni á
Bandaríkin því að annars væri hætta
á að þau tækju ekki leiðtogafundi
araba alvarlega.
Reuter
Bandaríkin:
Geimskoti frestað
Geimskoti bandarísku geimferj-
unnar Columbíu var frestað í gær-
kvöldi og er ekki ljóst hvenær
henni verður skotið á loft. Fastlega
má þó búast við aö það verði innan
sólarhrings. Skotinu var frestað
vegna hugsanlegrar sprengihættu
samfara þvi er verið var að fylla
eldsneytistanka ferjunnar.
Skömmu eftir að hafist var handa
við að setja eldsneyti á tankana
ákváðu sérfræðingar bandarísku
geimferðastofnunarinnar að hætta
við eldsneytisgjöfina af öryggisá-
stæöum. Ástæöan var sú að meira
mældist af vetni í nánd við vélar
flaugarinnar en eðlilegt er.
Um borð í Columbíu veröa sjö
geimfarar. Hlutverk þeirra er að
koma geimsjónaukum fyrir á braut
en það er hluti geimáætlunar stofn-
unarinnar sem hófst er Hubble-
geimsjónaukanum var komið fyrir
í geimnum. Farmur feijunnar nú
er metinn á 148 milljónir dollara.
Reuter
Orlög breskra gísla
tengd Rushdie-málinu
FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU
Innritum nemenda
í framhaldsskóla í Reykjavík
fer fram í Miðbæjarskólanum í Reykjavík dagana 31. maí og
1. júní nk. frá kl. 9.00-18.00. Umsóknum fylgi Ijósrit af próf-
skírteini.
Þeim nemendum 9. bekkjar sem þess óska er gefinn kostur á
persónulegri námsráðgjöf fyrir og samhliða innrituninni.
Námsráðgjöfin fer fram í Miðbæjarskólanum og hefst miðviku-
daginn 30. maí kl. 9.00 og stendur til kl. 18.00 föstudaginn
1. júní.
Þeir sem óska eftir að tala við námsráðgjafa þurfa að skrá sig
í viðtal með nokkrum fyrirvara. Skráning í viðtö! fer fram á
sama tíma og sama stað, sími 16491.
Rithöfundurinn Salman Rushdie er enn i felum.
Símamynd Reuter
Einn helsti leiötogi Hizbollah-
samtakanna, sem hliðholl eru
írönskum yfirvöldum, sagði í gær að
Bretar ættu að reka rithöfundinn
Salman Rushdie úr landi ef þeir vildu
aö breskir gíslar í Líbanon yrðu látn-
ir lausir.
Taliö er samtök undir Hizbollah-
samtökunum hafi í haldi þrjá breska
gísla, Terry Waite, John McCarthy
og Jack Mann. Tólf aðrir vestrænir
gíslar eru einnig í haldi í Líbanon.
Það var í febrúar í fyrra sem Kho-
meini, fyrrum andlegur leiðtogi ír-
ana, sakaði Rushdie um guðlast og
fyrirskipaði aftöku hans. Rushdie,
sem neitar þvi að í bók hans, Söngv-
um Satans, sé guðlast, hefur síðan
verið í felum í Bretlandi.
Að sögn Hizbollah-leiðtogáns, Hus-
sein Musawi, taka þau múhameðsku
samtök sem eru með bresku gíslana
í haldi Rushdie-málið mjög alvarlega.
Reuter