Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Side 12
12
MIÐVIKUDAGUR 30. MAl 1990.
Spumingin
Ætlarðu á leikinn gegn
Albaníu í kvöld?
Ingólfur Snævarsson nemi: Kannski,
þaö fer eftir því hvenær hann verður.
Sigurður Hreggviðsson nemi: Ég býst
ekki við því.
Valdimar Birgisson sjómaður: Nei,
alla vega ekki með veski.
Selma Ragnarsdóttir nemi: Nei, ég
fylgist ekkert með en ég vona að við
vinnum.
Sigríður Júlíusdóttir hárgreiðslu-
dama: Nei, ég er voða lítið fyrir fót-
bolta.
Ólafur Jónsson nemi: Nei það máttu
bóka. Ég hata fótbolta.
Lesendur
Gæði innfluttra vara dala:
Innkaupatrikk
eða ímyndun?
Björn Sigurðsson skrifar:
Þaö er stundum sem ég leiði hug-
ann að því við notkun á ýmsum
innfluttum vörutegundum hvort
það geti verið að sumt sem hingað
er keypt sé lélegra að gæðum en
það sem selt er erlendis. - Ég gæti
tekið ijöldann allan af dæmum, en
það má æra óstöðugan á þeim og
tek þvi aðeins tvö.
Þá sjaldan ég fer til útlanda,
kaupi ég oft sitt lítið af hveiju,
bæði af því sem mig bráðvantar þá
stundina og eins annað sem ég
hugsa gott til glóðarinnar aö kaupa
þar vegna verömismunar og til að
eiga nokkrar birgðir, sem þó end-
ast nú aldrei lengi vegna takmörk-
unar á leyfilegum innflutningi
venjulegs ferðamanns. - En alltaf
getur maður haft eitthvað með-
ferðis og það kemur sér vel í dýrtíö-
inni hér.
Eitt er það sem ég alltaf kaupi er
ég ferðast utan og það eru rakvélar-
blöð. Bæði er það að þau eru langt-
um ódýrari þar - en svo er hitt að
mér finnst rakvélarblöð, sem keypt
eru erlendis, endast mun lengur en
þau sem ég kaupi hér á landi, jafn-
vel þótt merkið sé hið sama. - Það
fer ekki hjá því að það er stað-
reynd, þetta með endinguna. Fróð-
legt væri að heyra um þetta frá
fleirum ef þeir hafa sömu sögu að
segja.
Eg hefi einnig heyrt að sama sé
uppi á teningnum með sokkabuxur
kvenna. Þær sem keyptar eru er-
lendis hafi marrgfalda endingu á
við sumar tegundir a.m.k. sem
keyptar eru hér á landi, og eru oft
pakkabrenndar eöa gallaðar á ann-
an hátt.
Ég man eftir því í gamla daga, að
þá var talað um leirtau (diska,
bolla, o.þ.h.) og jafnvel postulín
með góðum merkjum, en hægt að
Er hugsanlegt að slaemt viðskipta-
siðferði okkar hafi t.d. áhrif á
morgunraksturinn?
I Laugardalsstúkunni er oft setið þröngt og illþolandi að sitja þar í tóbaksreyk - segir m.a. i bréfinu.
Reykingar í áhorfendastúkum:
Stundum óbærileg svækja
Gunnar skrifar:
Þegar ég fer á íþróttakappleiki og
hef komið mér fyrir í áhorfendastúk-
unni kemur oftar en ekki að því aö
einhver eða einhverjir við hlið mér
eða í næstu sætum eru byrjaöir að
svæla tóbakið sitt allt hvað af tekur.
- Þetta er hið versta mál fyrir mig
og marga aðra sem þarna sitja þétt
um bekki.
Nú hélt ég að reykingar væru ólög-
legar á svona stað og gilti það sama
og annars staðar þar sem settar hafa
verið reglur um reykingabann á op-
inberum stöðum. Ég tel að t.d. áhorf-
endastúkan í Laugardal sé einn
þeirra staöa. í stúkunni þarna er ill-
þolandi aö vera þegar fólk reykir, og
einmitt þarna, vegna þess að þar er
allþröngt um mann.
Ég legg til að á þessum málum
verði tekið hið fyrsta. Og ef reyking-
ar eru ólöglegar þarna er óþolandi
að maður skuli vera skikkaöur til að
sitja í þeim reykjarmekki sem þar
skapast. - Þarna verður þá að setja
upp skilti sem segja til um aö
reykingar séu ekki leyfðar. - Eða þá
að setja upp sérstök svæði fyrir þá
sem endilega þurfa að púa sitt tóbak.
Samgöngumál og Daglegt mál
Ekki mun af veita
Ámundi Loftsson hringdi:
Ég vil koma á framfæri þakklæti
til Marðar Árnasonar fyrir þættina
um Daglegt mál í Ríkisútvarpinu,
einkum og sér í lagi fyrir lagni
hans við að koma á framfæri pólit-
ískum viðhorfum sínum.
í dag, 28. maí var hann t.d. að
ræða um jarðgangagerð (ekki jarð-
gangnagerð), og fór mörgum orð-
um um hvað til stæði að veita
miklu fé til þessara framkvæmda á
Vestfjörðum, og eins hvað til stæði
að veita miklu fé til að hraða því
verkefni.
Ekki mun nú af veita, ef flokkur
hans, Alþýðubandalagið ætlar að
koma inn manni í Vestfjarðarkjör-
dæmi við næstu alþingiskosningar
að baráttu samgönguráðherra í því
áróðursstríði sé lagt hð.
kaupa fyrir mismikið fé, eftir því
hvort um var að ræða fyrstu, aðra
eða þriðju „sorteringu“ frá verk-
smiöjunni. Kaupmenn, sem keyptu
þessar vörur hingað til lands, buðu
þær þá og auglýstu samkvæmt því.
Oft var hægt að gera góö kaup í
þessum vöruflokkum hjá viðkom-
andi kaupmönnum.
í þá daga var viðskiptasiðferðið
hér ekki líkt því sem það er nú
orðið. Ég hef sterkan grun - en
aðeins grun ennþá - að hér á landi
séu boðin til sölu merki í ýmsum
vöruflokkum, sem séu langt undir
gæðastaðli þeim sem erlendis er
boðinn, án þess aö þess sé sérstak-
lega getið í verslunum. - Þetta er
kannski mikill gróðavegur ef mikið
tíðkaö í innflutningi. Og annað eins
hefur nú verið brallað! En svaka-
legt er það ef rétt væri.
Ánægja með
kosningasjón-
varp - RUV
Gunnar hringdi:
Ég vil Iýsa ánægju minni og
fleiri sem ég var með í hópi að
horfa á kosningadagskrá Sjón-
varpsins, hversu vel hún var úr
garði gerð. Framsetningin var
skýr og myndræn og upplýsingar
voru mjög greinargóðar.
Skemmtiatriðin voru einnig afar
frambærileg, heíðu þó jafnvel
mátt standa lengur. En ekki er á
allt kosið. - Dagskráin sjálf var
til fyrirmyndar í alla staöi.
Hið sama var ekki hægt að segja
um Stöð 2. Mér fannst sú stöð
ekki skila kosningadagskrá sinni
jafnvel og við hefði mátt búast,
og langt frá þvi sem RÚV gerði.
Bæði var myndræn framsetning
ákaflega slök og ófagmannleg -
ogþetta „Marteins-Mosdals-rugl“
fannst mér vera fram úr hófi vit-
laust og sem endaði alltaf í vand-
ræðagangi í lokin.
Það væri hins vegar fróðlegt að
fá vitneskju um hvaða tölvukerfi
þeir hjá RÚV notuðu við kosning-
aspárnar. Það var ekki kynnt
sérstaklega. En þaö gerðu þeir
óspart á Stöð 2.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem Lesendasíöa DV aflaði sér
beint frá RÚV var notaö Hewlet
Paccard tölvukerfi við kosning-
aspárnar.
Gefins
kettlingur
Margrét skrifar:
Gullfallegur kettlingur, 9 vikna,
fæst gefins (ekki til að vera í
blokk), og þó helst í sveit. Upplýs-
ingar fást hjá mér, Margréti Þórð-
ardóttur, Grýtubakka 26, í síma
91-75140.
Hringið í síma
27022
milli kl. 14 og 16
eða skrifið