Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Blaðsíða 14
14 MJÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990. Útgáfufélag: FRJALS FJÓLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Nýr vettvangur Að kosningum loknum er einna athyglisverðast að velta fyrir sér gengi Nýs vettvangs í Reykjavík. Hér var um að ræða tilraun til sameiningar svokallaðra jafnaðarmanna í höfuðborginni og virðingarverð tilraun tU að stokka upp spilin í íslenskum stjórnmálum. Talsmenn Nýs vettvangs geta vissulega haldið því fram að þeir séu forystuafl minnihlutaflokkanna í borgarstjórn og sá árangur hafi náðst að skjótast upp fyrir bæði Fram- sóknarflokkinn, Alþýðubandalagið og Kvennalista. Engu að síður fallast flestir á að fylgi Vettvangsins hafi valdið vonbrigðum og alls ekki í samræmi við þær vonir sem við framboðið voru bundnar. Ein skoðanakönnun sýndi fylgi Nýs vettvangs í 25% en aðrar mældust í 15% og það þegar rúmlega þriðjungur kjósenda hafði ekki gert upp hug sinn. Allt benti þess vegna til þess að Nýr vettvangur kæmist vel yfir 20% fylgi, sem hefði verið viðunandi árang- ur og afdráttarlaus krafa um áframhaldandi samstarf jafn- aðarmanna á þessum nótum. Þetta gekk ekki eftir. Skýringarnar eru af ýmsum toga. Langsennilegast er að svokallað jaðarfylgi Alþýðuflokks og jafnaðarmanna skili sér ekki til sambræðslu af þessu tagi. Margir kratar hafa lítinn áhuga á að kjósa Kristínu Ólafsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Alþýðubandalags- ins. Aðrir sem áður hafa kosið Alþýðubandalagið vilja ekki kjósa lista sem studdur er af Alþýðuflokknum. Hefð- bundinn ágreiningur milli A- flokkanna er lífseigur og hefur áhrif. í annan stað er ljóst að Nýr vettvangur hefur misst flug- ið á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Sú skoðun er áberandi að Ólína Þorvarðardóttir hafi stuðað marga hugs- anlega kjósendur hstans með óþarfa hörku og yfirgangi í málflutningi. Hér er enginn dómur lagður á þá gagnrýni en htil atriði sem þetta geta haft ótrúleg áhrif og skyldu ekki vanmetin. Síðast en ekki síst er óhætt að fullyrða að Nýr vettvang- ur hafi ekki höfðað til miðjumanna eða frjálslyndra kjós- enda sem að öðru jöfnu sveiflast á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Til þess voru vinstri menn of áberandi hjá Nýjum vettvangi. Breiður jafnaðarmannaflokkur eða frjálslynt afl á miðju stjórnmálanna nær aldrei neinni uppsveiflu meðan Alþýðuflokkurinn telur það hlutverk sitt að sækja aukinn styrk til vinstri. Ólafur Ragnar og hans hð í Alþýðubandalagi eða Birtingu er ekki geðþekkur kostur fyrir þann hóp kjósenda sem eru tortryggnir gagn- vart frjálshyggjunni og hölluðu sér meðal annars að Borg- araflokki í síðustu þingkosningum. Þetta kemur kannske ekki svo mikið að sök í sveitar- stjómarkosningum, en er hins vegar miður þegar kosið er th þings, vegna þess að hér á landi þarf miðjuflokkur að eflast svo Sjálfstæðisflokkur fái starfhæfan samstarfsflokk. Tilraunin með Nýjan vettvang orkar tvímælis af því sem að framan er sagt. Hvort framhald verður á er mikið und- ir Alþýðuflokknum komið og viðbrögðum forvígismanna hans á komandi landsfundi. Ef Alþýðubandalagið klofnar og Birtingarliðið gengur formlega til samstarfs við Al- þýðuflokkinn er það sjálfsagt ávinningur fyrir Alþýðu- flokkinn í baráttunni um fylgi vinstri manna. En ef sú þróun verður ofan á, er hitt líka ljóst að sá Alþýðuflokkur skapar sér ekki nýja eða betri stöðu gagnvart þeim kjós- endum sem eru hægra megin við Alþýðuflokkinn. Sú ályktun hggur á borðinu. Staðreyndin er sú að jafnaðarmenn á íslandi eru í öllum flokkum og verða það áfram meðan forystumennirnir veðja sífellt á ranga hesta. Ellert B. Schram Hin tíðu slys og óhöpp í umferðinni vekja mann stöðugt til umhugsun- ar um orsakir. Tilhtsleysi, of hraö- ur akstur, yanbúin ökutæki, skipu- lag gatna, ástand vega og ölvun við akstur, aUt þetta hefur verið fjallað um í fjölmiðlum í áratugi. Vissu- lega hefur mikið áunnist, en eru ekki aðrir stórir þættir sem þarna eiga hluta að máli? Neysla vímugefandi efna íslendingar neyta gífurlegs magns af róandi lyíjum og svefn- lyfjum og fleiri tegundum lyfja, sem slæva dómgreind og hæfni ökumanna. Sé miðað við það mikla magn þessara lyfja, sem ávísaö er, má ætla að hundruð manna aki daglega undir áhrifum þeirra. Samkvæmt umferðarlögum er slíkt bannað en lögreglan er ekki í stakk búin að hafa eftirUt með lyfjaneyt- endum í umferðinni með sama hætti og þeim sem aka undir áhrif- um áfengis. Kemur þar m.a. til skortur á þekkingu lögreglumanna á einkennum og áhrifum lyfjanna og möguleika á frumgreiningu þeirra. I þessu sambandi má benda „Tillitsleysi, of hraður akstur, vanbúin ökutæki, skipulag gatna, ástand vega og ölvun við akstur, allt þetta hefur verið fjallað um i fjölmiðlum i áratugi," segir greinarhöfundur. Umferðarmál á nauðsyn þess að heilbrigðis- ráðuneytið og lyfjaverslanir gefi út upplýsingabæklinga um þær hættur sem vímugefandi lyf hafa fyrir ökumenn og vegfarendur. Sú merking, sem viðhöfð er í dag hjá lyfjaverslunum (rauöi þríhyrning- urinn), er þó góðra gjalda verð, en fleira þarf að koma til. Væri ekki verðugt verkefni fyrir landlækni, umferðarráð og dóms- málaráðuneytið að sameinast um fræðsluþætti í fjölmiðlum um þessi mál og fá hæfa lækna sér til aðstoð- ar? Þá væri ekki úr vegi aö kanna ofnotkun þessara lyfja og hvort læknisfræðileg þörf þeirra byggist á nákvæmum rannsóknum. Ekki kæmi mér á óvart að nokkru fleiri ækju undir áhrifum vímugefandi lyfia en áfengis. Engar rannsóknir hafa verið gerðar í þessum efnum, né hversu almennt sé að fíkniefna- neytendur aki undir áhrifum skyn- villuefna. Nokkur dæmi veit ég um aö lög- reglumenn hafi haft afskipti af öku- mönnum vegna sljóleika en leyft þeim að halda leiöar sinnar að áfengisprófun lokinni. Erfitt getur reynst að sjá á útliti manna hvort þeir eru undir áhrifum áfengis eða lyfia. Sameiginleg einkenni eru þrútin augu og fljótandi augu, draf- andi málrómur og þeir eru reikulir í spori, áfengislyktin ein greinir þar á milli. Breytingar á bifreiðatryggingum Fleiri þætti má tilnefna sem gætu hamlað gegn umferðarslysum. Bif- reiðatryggingar gætu haft þar sitt aö segja. Tökum sem dæmi að öku- maður, sem æki tjónlaus í þrjú ár, fengi 40% lækkun á iðgjaldi, eftir fimm ár 60%, síðan 5% á ári næstu fimm árin, þannig að 85% marki yrði náð eftir tíu ár. Tryggingakerfiö þarf að vera meira hvetjandi fyrir ökumenn og verðlauna oftar og betur þá sem eru tjónlausir árum saman, tíu ára reglan um frítt gjald er góöra gjalda verð en vegur ekki nægjanlega þungt. Leita má fyrirmyndar í V- Evrópu og víðar um skilvirk og hvetjandi bónuskerfi þar sem tjón- lausir ökumenn greiða aðeins 5-10% af heildarupphæð. Það væri þarft verkefni fyrir tryggingafélögin aö endurskoða vel afsláttinn í þágu bættrar umferðar- menningar. Þá sjaldan pyngjan get- ur stuðlað að betra öryggi, ber að nýta þá möguleika vel. Umferðarfræðsla Sú fræðsla, sem hefur farið fram í sjónvarpi, útvarpi og skólum, hef- ur skilað góðum árangri, tillitssemi og góðvild mætir manni hvarvetna í umferðinni, en samt eru of marg- ir sem þurfa að flýta sér og böðlast áfram á kostnað annarra. Þeir hin- ir sömu ættu að hafa hugfast að eldra fólk með skerta athygli og Kjallariim Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri við Tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli ungmenni með litla reynslu í akstri eru oft ekki viðbúin áhættusömum hraðakstri og hvers konar glanna- skap. Það er stundum sagt að skapgerð manna komi hvergi betur fram en í umferöinni. Menn séu þar meira háðir aðgerðum fiöldans en á öðr- um vettvangi. Dómhörku gegn þeim sem ekki bregðast rétt við í umferðinni að mati viðkomandi bílstjóra virðast lítil takmörk sett en sjálfsgagnrýnin að sama skapi í lágmarki. Viö erum sjálfsagt flest undir sömu sök seld í þessum efnum, hver getur litið í sinn eigin barm. Hver þekkir ekki setningar eins og þessar: „Hann er kolvitlaus þessi. - Svona karlfauskur á nú ekki að hafa próf (ekur hægt). - Þetta er sofandi sauöur (sá sem bregður seint viö á gatnamótum).“ Svona mætti lengi telja en þegar við erum komin heim gleymast „návígin" á vegunum fljótt og flest- ir una glaðir viö sitt. Jafnvel þó allir ækju á réttum hraða og færu í einu og öllu eftir umferðarlögun- um, væru alltaf einhverjir, sem gagnrýndu aksturslag hinna. - Það er því ekki aö ástæðulausu, þegar breytt var úr vinstri í hægri um- ferð, að hvetja fólk til að brosa í umferðinni. Gamli mjólkurbílstjórinn Að lokum stutt saga um gamlan mjólkurbílstjóra utan af lands- byggðinni. Hann tók ökupróf 1935 og hafði þvi reynslu að aka á öllum tegundum vega. Ósjaldan hafði hann í gegnum árin hjálpað öku- mönnum af þéttbýlissvæöunum sem orðið höföu fyrir óhappi á veg- um úti í hans byggðarlagi. Hjálp- semi og góðvild var honum eðlis- læg, öll aðstoð var sjálfsögð og aldr- ei tekin greiðsla fyrir. Hann sagði mér eftirfarandi sögu af sjálfum sér í umferðinni sl. vetur í stórhríð og mestu snjóþyngslunum. Hann var á leið upp í Breiðholt á „Mözdunni" sinni og hafði sett keðjur undir bílinn. En það var hægara sagt en gert að komast leið- ar sinnar, bílar voru stopp og lok- uðu ökuleiðum. Þar sem hann sat í Mözdunni sinni og virti fyrir sér vanbúna bíla í ófærðinni og fólk að ýta, var honum hugsað heim í sveitina sína þar sem hver og einn varð að treysta á sjálfan sig að komast á leiöarenda. Þetta fólk hlaut að leggja traust sitt á björg- unarsveitir, slíkt var fyrirhyggju- leysið. Hann fór út úr bílnum og gekk meðfram röð bíla sem voru fastir í snjónum. Kona meö ung- barn dró niður rúðuna og spurði hann hvort ekki væri von á hjálp. Það veit ég nú ekki, góða mín, en ég skal reyna að hjálpa þér heim til þín, sagöi gamli maðurinn. Ert þú ekki nokkuð gamall að standa í björgunaraðgerðum í þessu veðri, sagði hún. Eg er gam- all mjólkurbílstjóri og því ýmsu vanur. Hann settist undir stýri og kom bílnum hennar út fyrir veg- inn. Síðan tók hann litla barnið í fang sér og þau fóru öll yfir í hans bíl. Hægt og sígandi komust þau heim til hennar. Eiginmaðurinn var heima. Hvar er bíllinn okkar, ertu kannski búin að kless’ann? spurði hann kuldalega. Sá áttræði horfði undrandi á hann en sagði síðan: „Þú átt sýnilega margt ólært, ungi maöur. Bíllinn ykkar er á sléttum sumardekkjum, en hálfu verra er að þú kannt ekki manna- siði. Þú er gæfumaöur að eiga fall- ega konu og þetta yndislega barn, sýndu þaö í verki.“ Konan gekk til gamla mannsins og kyssti hann á kinnina og þakk- aöi honum innilega fyrir alla hjálp- ina. Við svo búið fór gamli maður- inn út í hríðina. En hvað kemur svona saga okkur við í umferðinni? Hið jákvæða hugarfar, tillitssemi og góðvild gamla mjólkurbílstjór- ans, á erindi til okkar allra. Þrátt fyrir aldur og ófærðina gat hann miðlað öðrum af góðvild sinni. Þó umferðin sé háö lögum og reglum, verða samt ýmsir aðrir þættir síst veigaminni í samskiptum fólks á förnum vegi. Kristján Pétursson „Ekki kæmi mér á óvart að nokkru fleiri ækju undir áhrifum vímugefandi lyQa en áfengis.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.